Morgunblaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1969 13 . Stjórn V. F. R. Talið frá vinstri: Gunnar Sigurjónsson, Haukur Guðjónsson, Atli Ágústsson, Guðmundur R. Magnússon og Einar K. Gíslason. Verkstjórafélag Reykjavíkur 50 ára HINN 3. marz 1919 komu saman í húsi KFUM. hér í borg 22 verk stjórar og stofnuðu „Verkstjóra- félag Reykjavíkur", félagið er því 50 ára um þessar mundir. Auk þessarra 22ja manna gerð ust 5 verkstjórar að auki stofn- endur og var því félagatalan í upphafi 27, á þessum fimmtíu ár um hefur félaginu vaxið fiskur um hrygg og telur nú á fjórða hundrað félagsmanna. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu. formaður Bjarni Pétursson, rit- ari Jón Jónatansson og féhirðir Jóhannes Hjartarson, meðstjórn- endur: Jónbjörn Gíslason, Jón Erlendsson og Pétur Hansson. Af þessum fyrstu félagsmönn- um í stjórn er aðeins einn á lífi, Jóntojörn Gíslasort, sem lifir í hárri elli á Akureyri, og fær nú frá sínu gamla félagi alúðarþakk ir og kveðjur á þessum tímamót- um. f fyrstu félagslögum segir svo: Aðaltilgangur félagsins er að auka og efla samvinnu meðal verkstjóra í Reykjavík að því er snertir störf þeirra og önnur á- hugamál. Þessari fyrstu ákvörðun hefur félagið fylgt trúlega allt til þessa dags, auk margskyns annarra mála sem upp hafa komið hverju sinni á félagslegum og menning- arlegum vettvangi. Eitt af fyrstu málum, sem fé- lagið ákvað að beita sér fyrir og samþykkt var á fyrsta fundi þess, var að komið yrði á fastri skipan með matmálstíma verka- manna við störf hér í borginni. Þessu máli var fylgt fast eftir og þvert ofan í vilja bæði Vinnu veitendafélagsins og verkamanna- félagsins Dagsbrúnar. Eftir að þessir aðilar höfðu neitað að samþykkja tillögur verkstjórafélagsins varðandi þetta mál, gerðu verkstjórar sér lítið fyrir og ákváðu matar- og kaffitíma hver á sínum vinnu- stað samkvæmt samþykkt félags fundar, og hefur sá háttur hald- ist að mestu fram á þennan dag. Annað merkismál frá fyrstu dögum kélagsins er barátta þess fyrir byggingu verkamannaskýl- is við höfnina, eftir miklar bréfa skriftir við bæjarstjórn var loks hafist handa um byggingu slíks húss árið 1922, en það var tekið í notkun í febrúar árið 1923. Mörg fleiri mál tók félagið upp á sína arma á fyrstu árum, þó þessi beri hæst. Fljótlega var farið að vinna að því að fá vinnuveitendur til þess að viðurkenna félagið sem samn- ingsaðila um kaup og kjör verk stjóra, en slíkur samningur náð- ist ekki fyrr en árið 1935. Smám saman varð þessi samn- ingur fyl'lri og nákvæmari, og nú hin síðari ár, eftir að Verkstjóra- samband íslands tók við samn- ingamálum allra verkstjórafélag- anna í landinu, þá er þes'si samn- ingtur sem fullgerður var og und- irskrifaður árið 1941, rammi þess samnings sem nú er í gildi, með áorðnum miklum og jákvæðum breytingum hin síðari ár. Menntunarmál verkstjóra hafa verið ofarlega á baugi hjá fé- laginu frá fyrstu tíð og að þess tilhlutan og með aðsrtoð og fulltingi vegamálastjóra og bæj- arstjórnar var haldið fyrsta verkstjóranámskeið hérlendis. Eftir að Verkstjórasamband ís- lands var það stofnað, tók það þennan þátt menningarmála að sér, og nú síðast samkvæmt lög- um frá alþingi er það orðinn fastur liður í starfi Iðnaðarmála- stofnunnar íslands að standa fyrir þrem til fjórum námskeið- um á vetri hverjum fyrir verk- stjóra, telur félagið að þessi starfsemi sé í góðum höndum og eftir því sem reynsla fæst, færist menntun verkstjóra í það horf að komið verði upp skóla sem mennti verkstjóra til starfa, enda er eigi minni þörf á því en mörgum þeim skólum sem nú eru s'tarfræktir. Frá því árið 1922 á félagið sér tákn, sem hefur bæði verið í fána félagsins og á félagssklr- teinum og nú á félagsmerki, er það kallarinn og taktstokkurinn, kallarinn sem hin talandi skipun og taktstokkurinn sem hin þegj- andi skipun, er þarna um að ræða táknmynd valds verkstjór- ans á vinnustaðnum. Verkstjórafélag Reykjavíkur átti í mörg ár við húsnæðis- vandræði að stríða og bjó við þröngan kost og óvænlegan til árangurs. Árið 1936 var stofnaður ,Heim ilissjóður" hjá félaginu og með eflingu hans skapaðist möguleiki til þess að félagið eignaðist eigið húsnæði fyrir starfsemina. Árið 1956 í árslok var loks hafist handa með að festa fé heimilissjóðs i fasteign, var þá keypt ein hæð í húsinu „Skip- holt 3“, og árið 1960 var svo keypt önnur hæð í sama húsi þannig að nú á félagið tvær hæðir sem hvor um sig er um 220 ferm. að flatarmáli og er þar ætlað framtíðaraðsetur félagsins. Margir góðir menn hafa unnið félaginu á þessum árum má þar ti'l nefna t. d. Sigiurð Árnason sem var ritari í 27 ár, Jóhannes Hjartarson sem var gjaldkeri í 18 ár. Pálmi Pálmason er var formaður í 11 ár og Þorlák Otte- sen er var gjaldkeri í 10 ár. Þrátt fyrir 50 ára starf telur félagið sig vera á æskuárum starfs síns, enn er mikið ógert til gagns fyrir verkstjórastéttina og þjóðina. Það setur því markið hátt á þessum merku tímamótum. Stjórn félagsins skipa nú: For- maður Atli Ágústsson, ritari Einar K. Gislason, gjaldkeri Gunnar Sigurjónsson og með- stjórnendur Haukur Guðjónsson og Guðmundur R. Magnússon. (Frá Verkstjórafélagi Reykjavíkur). 77/ leigu 2ja herbergja íbúð í nýlegu húsi í Árbæjarhverfi til leigu nú þegar. Tilboð sendist afgreiðslu Morgun- blaðsins fyrir 6. marz nk., merkt: „Árbæjarhverfi — 6300“. Húsgögn — útsala Seljum í dag og næstu daga lítið gölluð hús- gögn, hjónarúm, kommóður, sófaborð og fleira. Opið á sunnudag. B. Á.-húsgögn h.f. Brautarholti 6. Símar 10028 og 38555. HAPPDRÆTTI SlBS 1969 Dregið 5. marz Umboðsmenn geyma ekki miða viðs kiptavina fram yfir dráttardag. ENDURNÝJUN LÝKUR A HfiDEGI DRÁTTARDAGS Fyllið pípuna ókeypis Sparið og reykið HOLIDAY. Þetta tóbak brennur hægt og end- ist því mjög lengi í pípunni. Komið, einhvern daginn í þessari viku, í einhverja neðangreinda verzlun. Þar fáið þér pípuna fyllta, ókeypis, með HOLIDAY- reyktóbaki. B RISTOL Bankastræti. STJÐTJRLANDSBRAUT 10. — SIMI 81529. Tóbaksverzlunin London Austurstræti. AN ADVENTUREIN GOOP SAAOKING Austurstræti. A &illi 8 UxHdij Sláfurfélag Suðurlands Austurveri, MKKJRt Háaleitisbraut. ÓBAKSl/ERZL UN /ÓAAASAÆ. M LAUGA V LAU6AVEG/ 62 - S/M! /3776-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.