Morgunblaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1969 Hafnarstræti 19. Vegna fjölda áskorana verður sérfræðingurinn frá Kanter’s aftur í verzlun vorri, til að- stoðar og leiðbeiningar um val á Kanter’s lífstykkjavör- um mánudaginn 3. marz. Kaníer's lífstykkjavörum. Corselett Slankbelti Buxnabelti Teyjgjubelti Sokkabelti Brjóstahak’.arar Allt í Blaö allra landsmanna Bezta auglýsingablaðiö Trésmiðjan Borg í nýju húsnœði SAUÐÁRKRÓKI 26. febrúar. — Nýlega hefur trésmiðjan Borg á Sauðárkróki tekið í notkun nýtt og rúmgott húsnæði, sem fyrir- tækið hefur látið reisa að Borg- armýri 1. Fyrirtækið var stofnað í júlí 1963 og hefur frá upphafi starfað í fremur ófullkomnu hús- næði, sem fyrir löngu var orðið of lítið, því framleiðslan hefur vaxið jafnt og þétt. Stofnendur voru eigendur Borgar hf., en þeir eru Hreinn Jónsson, Stefán Guðm.undsson og Vilhjálmur Hallgrímsson, en síð- an hafa bætzt í hópinn þeir Bragi Skúlason og Kári Val- garðsson, og eru þeir allir þygg- ingarmeistarar. Framkvæmdir við áðurnefnda byggingu hófust sumarið 1967. Húsið sem er ein hæð er 657 ferm. að flatarmáli. I>að er full- frágengið að innan. Endanlegur kostnaður við bygginguna liggur ekki fyrir, en húsið mun metið á um 5 milljónir króna, og er þá ekkj reiknað með lóð og vél- um. Vinnusalir eru mjög rúmgóðir og bjartir, og virðist öllu þar vel og haganlega fyrirkomið. Auk þess er í húsinu efnisgeymslur, skrifstofa, teiknistofa, kaffistofa og snyrtiherbergi. Trésmiðjan Borg hef.ur frá upphafi framleitt inni og úti- hurðir, auk hvers konar innrétt- inga, svo og veigg og loftklæðn- ingar, og hyggjast forráðamenn fyrirtækisins auka mjög fram- leiðslu á því síðasttalda. Hjá fyrirtækinu starfa nú 10 menn, en hið nýja húsnæði gerir kleift að fjölga þeim í allt að 25. Eigendurnir sáu sjálfir um byggingu hússins, en aðrir aðil- ar, sem við það störfuðu voru, Alur sf., sem sá um raflagnir, Jón Dagsson, sem annaðist múr- verk, og miðstöðvarlagningar þeir Ingimar og Sigurður Ant- Séð yfir vinnusalinn í trésmíðaverkstæðinu. onssynir. Verkfræðilegur ráðu- nautur við bygginguna var Pét- ur Pálmason á verkfræðiskrif- stofu Sigurðar Thoroddsen á Ak- ureyri. Eins og áður segir eru eigend- ur trésmiðjunnar Borg fimm, Formaður stjórnar hlutafélagsins er Vilhjálmur Hallgrímsson, en framkvæmdastjóri er Stefán Guðmundsson. Húsið er staðsett í væntanlegu iðnaðarhverfi sem rísa á á Sauðárkróki. Bæjarbúar gera sér nú æ ljósari grein fyrir því, að öflugur iðnaður sé lík- legastur til að skapa bæjarfé- laginu trausta og heillaríka framtíð. Hér starfa nú nokkur iðnfyrirtæki, stór og smá, sem öli gegna ómetanlegu hlutverki í atvinnulífi staðarins. Þau eiga flest við erfiðleika og vandamál að stríða, en með bjartsýni og dugnaði eigendanna, og stuðn- ingi yfirvalda ætti þeim að vera vel borgið. — Kári. OLIVETTI SKRIFSTOFUVÉLAR Olivetti reiknivélar 8 gerðir — Verð frá krónum 5.960,oo Olivetti bókhaldsvélar 6 gerðir — Verð frá krónum 39.420,oo Olivetfi rafritvélar 3 gerðir — Verð frá krónum 24.900,oo FULLKOMIN VIÐGERÐAÞJÓNUSTA Á EIGIN VERKSTÆÐI, í REYKJAVÍK AÐ RAUÐARÁRSTÍG 1 OG Á AKUREYRI HJÁ ÓTTARI BALDVINSSYNI STRAND- GÖTU 23. • 0r^\ 0. HELCASON & MELSTEÐ HF. Rauðarárstíg 1 — sími 11644. KAPPRÆBUFUNDUR um efnahagsmálin verður haldinn í Sigtúni sunnudaginn 2. marz nk. kl. 15,00 Framsögumenn af hálfu Heimdallar: Steinar Berg Björnsson, Styrmir Gunnarsson. Framsögumenn af hálfu FUF: Elías Snæland Jónsson, Þröstur Ólafsson. Fundarstjórar: Pétur Kjartansson og Sigurður Þórhallsson. Allir velkomnir meðnn húsrúm Ieyfir Félag ungra Framsóknarmanna Heimdallur FUS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.