Morgunblaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1969 Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup: PASSÍUSÁLMAR t>egar fastan hófst voru Passíusálmarn ir teknir fram og Hallgrími gefið orðið í hverju húsi á Islandi í þrjár aldir: Upp, upp, mín sál, og allt mitt geð upp, mitt hjarta og rómur með, hugur og tunga hjálpi til, Herrans pínu ég minnast vil. Síðan fylgdu menn leiðsögn hans, þegar hann rakti feril Krists frá Getsem- ane til Golgata. Og við hvert fótmál lærðu menn eitthvað. Hver dráttur í mynd frelsarans varð lifandi, öll atvik urðu raunveruleg og allir þeir lærdómar, sem skáldið dró af atburðum þessarar einstæ'ðu sögu, hittu beint í mark. Enn er Hallgrímur lesinn. Fyrir 25 árum tók rikisútvarpið upp þá ágætu reglu að flytja Passíusálmana á níu- viknaföstu, einn sálm á kvöldi. Með því að fylgja níuviknaföstu endast þeir fram að páskum, ef hver rúmhelgur dagur fær sinn sálm. Það hefur alltaf verið mikið hlustað á lestur Passíusálmanna í útvarpinu, líklega þó ekki meira í annan tíma en í þetta sinn. Flutningur Jóns Helgasonar á þeim er áhrifamikill og verður mörg- um eftirminnilegur. Túlkunin er kröftug, borin uppi af heitu þeli og ást á verk- inu. Gömlu lögin njóta sin betur í einsöng en þegar þau voru sungin margraddað, auk þess sem orðin koma betur til skila. Margir hefðu óskað þess, að hinn ágæti söngvari hefði líka verfð látinn syngja lokavers hvers sálms, eitt eða tvö eftir atvikum, og ekki aðeins upphafsversið. Hvenær ætlar útvarpið að taka upp kvöldbæn árið um kring, eða a.m.k. yfir vetrartímann? Vinsældir Passíusálmanna á föstunni skera að vísu ekki úr um það tif fulls, að hliðstætt efni á sama stað í dagskránni á ö'ðrum árstímum yrði mikils metið af þorra hlustenda — Pass- íusálmarnir eru í flokki sér. En reynslan af þessum dagskrárlið mælir þó með því, að þetta væri alltjent reynt. Og ekki getur það hafa farið framhjá út- varpsráði, að morgunbænirnar í útvarp- inu eru vinsæll dagskrárliður, sem mikill fjöldi manna vildi ekki missa. Stutt bænarstund að kvöldi eftir síðari kvöld- fréttir myndi áreiðanlega ekki síður verða vel þegin. Og hvenær kemur að því, a'ð sjónvarp ið láti í té eitt lítið andartak í dagskrár- lok, þar sem slegið væri á helgan streng? Ég segi andartak — eitt kjarnaorð úr Heilagri ritningu, eitt stutt bænarvers áður en sjónvarpið kveður að kvöldi — ég færi ekki fram á meira. Ég er sann- færður um, að þeir eru í meirihiuta meðal sjónvarpsnotenda, sem tækju þessu með þökk. En ég var að tala um Passíusálmana. Þeir hafa orði'ð langlifir. Þær bækur eru teljandi, sem halda lífi svo lengi. Og Hallgrímur hefur ekki aðeins náð því að eiga sæti sitt tryggt um aldur á æðsta bekk meðal höfuðsnillinga. Hann varð nákomnari en nokkur annar hverj- um manni, sem hér hefur fæðzt og lifað og dáið um þriggja alda skeið. Það var hann, sem leiddi hvert íslenzkt barn fyrstu sporin mn í helgidóm bænarinnar. Öðrum fremur hefur hann innrætt háum sem lágum holl heilræði og helg vís- dómsor'ð. Orð hans hafa sent geisla kross ins og upprisunnar inn í hvert hryggðar- myrkur og verið flestum athvarf og styrkur í dauðans stríði. Ef þær kynslóðir, sem hafa lifað á íslandi um liðnar þrjár aldir mættu velja sér kjörskáld, efa ég ekki, hver fengi flest atkvæðin. Og mættu þær rök- styðja atkvæði sitt, myndu þær minna á, að Hallgrimur var þeim meira en and- ríkur snillingur. Hann var þeim sterkur leiðtogi, hollur ráðgjafi og beztur vinur í raun. Og ég gæti bezt trúað, að allir vorir forfe'ður og formæður um næstliðn ar aldir væru samdóma um það álit, að engin þjóð ætti einum sona sinna meiri þökk að gjalda en islenzka þjóðin passíu sálmaskáldinu. Ég á bréf í fórum mínum, sem mér þykir vænt um. Þar standa m.a. þessi orð: „Árum saman hef ég notað Passíu- sálmana í daglegri bænagjörð minni á föstunni, en héðan í frá mun ég lesa þá daglega, einnig utan föstutímans". Þetta bréf er langt að komið. Það er frá Ungverjalandi, Búdapest. Bréfritar- inn heitir Lajos Ordass. Hann er lúth- erskur biskup, víðkunnur maður og mikils virtur víða um lönd. Hann var sviptur embætti vegna þess, að valdhöf- um Ungverjalands þóknuðust ekki við- brögð hans við skoðanakúgun og and- legri áþján. Hann er frábær málamaður og hefur notað tíma sinn síðan hann var sviptur stöðu sinni og starfsfrelsi m.a. til þess að læra íslenzku til mikillar hlítar tilsagnarlaust. Passíusálmana hef- ur hann ekki aðeins lært að meta til einkanota. Hann hefur þýtt þá alla á ungversku. Þýðingin fæst ekki gefin út í Ungverjalandi, en handrit hafa komizt úr landi og verið fjölrituð. Hafa sálm- arnir náð mikilli útbrei'ðslu meðal ung- verskra flóttamanna og ég hef traustar heimildir fyrir því, að þeir eru mikið sungnir í þessari þýðingu, enda er hún að mati dómbærra manna hið ágætasta verk. _ I löndum, þar sem ungverskir flótta- menn eru fjölmennir, eru sérstakar út- varpssendingar fyrir þá. Á föstunni hafa Passíusálmarnir í þýðingu Ordass sums staðar verið fastur þáttur í þessum út- varpsdagskrám að undanförnu. Þannig hefur Hallgrímur unnið nýtt svið undir áhrif sín á síðustu árum og sent neista af sinni heilögu glóð inn í hugarheim framandi fólks, sem hefur sætt þungum örlögum. Hallgrímur bað ekki um frægð. Hann lagði alla sína gáfu að fótskör Drottins síns og bað þess eins, að hún mætti þjóna honum og mikla hann: 0, Jesú, gef þinn anda mér, allt svo verði til dýrðar þér uppteiknað, sungið, sagt og téð síðan þess aðrir njóti með. Þessi bæn var heyrð. EFTIR EINAR SIGURÐSSON REYKJAVlK Tíðin var ágæt framan af vik- unni, en eftir miðja vikuna hvessti á suðvestan og spilltist þá sjóveður, einkum hjá loðnu- bátunum. I byrjun síðustu viku fóru fyrstu útilegubátarnir að koma inn eftir verkfallið og voru að því fram yfir miðja vikuna. Neta bátarnir voru yfirleitt með góð- an afla, þannig var Ásberg með 54 lestir og Ásgeir með 33 lestir. Aflinn var yfirleitt þorskur. All ur fiskur, sem ekki er landað daglega, er slægður. Af línubátum, sem legið höfðu úti, var Ásbjörn með 44 lestir og Ásþór með 41 lest, langmest þorskur og lítilsháttar ýsa. Af trollbátuiníUim kom Sæborg með mestan afla, 30 lestir, þorsk ur og ýsa. Þessir togarar seldu í síðustu viku: Lestir Krónur Kg. Hafliði 122 1.773.000 14.53 Svalbakur 135 1.710.000 12.67 Röðull 167 2.508.000 15.02 Hallv. Fr.d. 242 3.284.000 13.56 Mikill meiri hluti aflans var ufsi. í næstu Viku selja 4-5 tog- arar. KEFLAVÍK Afli í net hefur verið tregur, þó kom Helga úr Reykjavik einn daginn með 29 lestir, mest uísi, og Sæhrímnir með 32 lestir, einn ig mest ufsi, voru þessir bátar báðir i útilegu. Eftir nóttina hef- ur aflinn yfirleitt verið um 10 lestir. Á línu hefur aflinn komizt upp í 12 lestir eins og hjá Nonna, en algengast hefur hann verið um 5 lestir. Af trolli komu Freystinn með 9 lestir og Hamravik með 7 lest- ir. Um 3000 lestir hafa verið lagð ar á land af loðnu. Allir eru vongóðir um af'.a- brögðin, þótt einstaka séu svart- sýnir eins og gerist og gengur og vilji ekki meina, að neitt bendi til meiri afla en í fyrra. SANDGERÐl Afli hefur verið sæmilegur á línuna, þannig fékk Andri einn daginn 18 lestir og Sigurpáll 14 lestir og margir 10 lestir og þar um kring. 3 bátar eru byrjaðir með net, og var einna bezt hjá Hólm- steini, 9 lestir. í trollið hefur verið lélegt og svo til ekkert. Af loðnu hafa verið lagðar á land um 1500 lestir. Mönnum finnst líta sæmilega út með aflabrögð, og þegar beitt er sílinu, fæst meiri fiskur og mjög vænn og góður fiskur, en það hefur verið gert undanfarna daga. En ýsuna hefur vantað í aflann í allt haust og gerir enn. AKRANES Tveir bátar eru byrjaðir me'ð net, og fékk Hávarður einn dag- inn 18 lestir. Á línuna hefur aflinn verið 5—9 lestir, Sigurfari fékk einn daginn 9 lestir og Skírnir 8 lestir. Og Sigurborg kom með 53 lestir úr útilegu eftir 5 lagnir. Afli þykir alveg sæmilegur á línuna eftir því sem gerist um þetta leyti. GRINDAVÍK Afli hefur verið góður í net, þannig fengu Geirfugl og Albert 25 lestir hvor einn daginn, en algengasti aflinn hefur verið 8— 12 lestir. Minni ufsi er nú í afl- anum en áður, eftir að bátarnir færðu sig grynnra. Línubátarnir hafa verið að fá 8—10 lestir, stærsti róðurinn var hjá Hrafni Sveinbjarnarsyni II. 13 lestir. Þórkatla II. fékk 25 lestir í 2 lögnum. Það lítur óvenjulega vel út me'ð linuveið- ina, góður fiskur, mikið þorskur og um 1—3 lestir af ýsu í róðri. í trollið hefur verið sáratregt hjá litlu bátunum. Staðarberg fékk einn daginn 13 lestir og Sigfús Bergmann 24 lestir eftir 2 sólarhringa, og var aflinn ufsa- blandinn til helminga. Er nú betra útlit með afla- brögð en í fyrra. Af loðnu hafa verið lagðar á land 1500 lestir. VESTMANNAEYJAR Allmargir bátar eru búnir að taka net, og fóru veiðarnar vel af stað, aflinn komst upp í 35 lestir eftir nóttina, en nú hefur dregið úr honum, og er nú aflinn orðinn sáralítill, og þa'ð sem það er er það ufsi, svo til eingöngu. Togveiði er mjög almennt stunduð í Eyjum, en heldur hef- ur aflinn í trollið verið tregur það sem af er. Þó hefur ein- staka bátur fengið góðan afla við og við. Menn sakna ýsunnar í aflanum og eru sumir vantrúaðir á mikinn trollfisk ef svo heldur áfram. Búið er nú að landa tæpum 20.000 lestum af loðnu, og voru bátarnir síðustu daga vikunnar a'ð koma með afla úr annarri loðnugöngunni, sem er nú komin langleiðina heim undir Eyjar. SKUGGI YFIR ATVINNU- LÍFINU Það er ekki nema hálfur mán- uður síðan sjómannaverkfallinu lauk, sem stóð í rúman mánuð, og raunar má segja, að áhrif þess hafi náð allt frá áramótum, þó að verkfall ætti ekki að heita fyrsta hálfa mánuð ársins. Meðalútflutningur landsmanna er um 20 milljónir króna á dag, en þar sem togaraflotinn og út- gerð á Vestfiörðum var ekki stöðvuð, mætti láta sér detta í hug, að gjaldeyristapið hafi verið Framhald á bls. 16 Um 7000 lestir hafa borizt á land af loðnu, og tók alveg fyrir veiðina við bræluna. Netabátar veröa varið við tölu vert af fiski úti í kanti, geti komizt upp í 20 lestir í lögn, og hefur helmingurinn verið ufsi. Aðrir netabátar, sem liggja úti, eru með hreinan þorsk og eru norðar, á Breiðubugtarflaki. Verður nú víða vart við fisk. Togararnir hafa verið að afla sæmilega einkum á Selvogs- bankanum, en aflinn hefur verið mestmegnis ufsi. Þannig fékk Hallveig Fróðadóttir, sem seldi í vikunni, 240 lestir, Þorkell máni, sem er á leið út, yfir 200 lestir og Maí 260 lestir. Tiðin hefur ekki bagað veiðar hjá togurunum, en á Halanum hefur veri'ð ís, og líklega hafa togarar hvergi getað verið að veiðum út af Vestfjörðum vegna íss. Ekki er vitað um, að neinn togari sé að ve ða karfa. Engin beimalöndun hefur verið síðan 13. janúar, eða í hálfan annan mánuð og ekki útlit fyrir. að svo verði. Togararnir sem sel.ia e.lendis ha.fa verið að fá fyr r ufsann um 13 krónur fyrir kg. SÆKIÐ SUMARIÐ HEIM UM HAVETUR PÁSKAFERÐIR ÚTSÝNAR 1969 TOKREMOLINOS — LONDON Brottför 28. marz. KANARIEYJAR — LONDON Á KANARIEYJUM er sumarpara- dís nieðan vetrarríkið herjar á norðurhjara heims, enda eru þær eftirsóttasti dvalarstaður Evrópu- búa á veturna og allt upppantað marga mánuði fram í tímann. Vegna sérstaklega hagstæðra samninga getur UTSÝN boðið nokkur sæti á mjiig lágu verði til Kanarieyja um pá-skana. Verð frá kr. 24.800.— ÚTSÝNARFERÐ — ÓDÝR EN FYRSTA FLOKKS. Ferðaskrifstofan ÚTSÝN Austurstræti 17. S’mar 20100 og 23510. f sumar mun ÚTSÝN halda uppi hálfsmánaðarferðum með þotuflugi beint á COSTA DEL SOL, vinsæl- asta ferðamannastað álfunnar. Með fyrsta flokks gistingu er Á SÓLARSTRÖND SPÁNAR — COSTA DEL SOL — er allt í feg- ui-sta skrúða um páskana. Bezta loftslag og sólríkasti staður Evrópu með meira en 320 sólskinsdaga á ári. Úrvalshótel og fjöldi skemmti- staða. Fyrir þá, sem kæra sig ekki um að liggja alla daga í sólbaði er fjölbreytt úrval kynnisferða um Sólarströndina til Granada, Sevilla eða yfir sundið til Afríku. Eftir- sóttasti ferðamannastaður Spánar árið um kring. verðið frá kr. 15.000.—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.