Morgunblaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 10
' 10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1969 „Fyrirgefðu, frðken gdð, þú ert falleg" Samfal við Helgu á Sæbóli sjötuga Á SÆBÓH, suður í Kópa- vogi, rétt sunnan við Foss- vogslæk, er í rauninni land- nemabyggð. Kópavogur er í dag næststærsti kaupstaður landsins, en þegar þau hjónin Helga Sveinsdóttir og Þórður Þorsteinsson settust þar að fyrir 33 árum, var þar engin byggð, ekki á öllu nesinu, utan Kópavogshælis og Digra ness, og þannig varð það um þriggja ára tímabil, að þau voru ein, eins og landnemar, líkt og íslendingar í Vestur- lieimi á sínum tíma. Helga Sveinsdóttir, hús- freyjan á Sæbóli veirður sjö- tug á morgun, miánudaginn 3. marz, og henni verður haldið samsæti af konum í Kópavogi þá um kvöldið kl. 8.30 í Fé- íagsheimilinu. Af þessu til- efni komuim við að Sæbóli seint í síðustu viku til að spjalila við landnemnafrúna í Kópavogi, fyrrverandi hrepps stjórafrú, til þess að reyna að fá hana til að segja okkur frá þvi helzta, sem á daga henn- ar hefði drifið. Við settumst við kaffiborð- ið í eldhúsinu og setustofunni innar af Blóma.s<kálanum, þar sem steikin brann og smjörið rann um árið, þegar bóndi hennar vildi selja páskaliljur á föstudeginum langa oig víð- frægt er orðið. Gulbröndótt læða liggur í kassa við fót- skör okkar, tveir stálpaðir kettlingar teygja letilega úr limum sínum, líta spurnar- augum til blaðamanns, milli þess, sem þeir fá sér slurk að sjúga hjá móður sinni. Þarna inni er sjónvarp, alls- kyns þægindi, enda annað heimili fjölskyldunnar, þótt aðalheimilið sé nær Fossvogs bökkum. Steinsnar er að Marbakka, þar býr Finnbogi Rútur og þótt þar á miili hafi ekki alltaf legið gagnvegir, er svo komið eins og Þórður segir glaðklakkanlega: Lægðin milli Marbakka og Sæbóls er óðum að grynnast." „Ég er ósköp lítið gefin fyrir allt stand og stúss, það er helzt hann Þórður vilji tala,“ segir frú Helga, þegar við hefjum samtalið," en mér er svo sem sama, þótt ég segi þér £rá, hvaðan ég er upp- runnin og svoleiðis. Ég er fædd að Lambavatni á Rauða sandi. Móðir mín hét Guð- ríður Víglnndsdóttir, en faðir minn Sveinn Maignússon. Þau voru ekki gift, og því var það, að móðir mín dreif sig norður fjöll, alla leið til Bol- ungaivíkur og átti þar böm og buru. Ég varð eftir hjá föður mínum og ólst þar upp til tvítugsaldurs. Hann var ættaður úr Breiðafjarðareyj- um og frá Bairðaströnd. Faðir minn var á margan hátt merkilegur imaður. í bókinni eftir hann Sigurð Árnason: Með straumnum, segir svo orðrétt um föður minn: „Það þótti framúrskarandi gáfaður og fjölhæfur maður, og var álitið, að hann gæti nólega allt, er að smíðum laut. — Og má þess geta, að eitt sinn smíðaði hann gufuvél, mifcið smásmíði, að sögn ekki stærri, en stórt khxkkuverk, xuuk ketilsins.“ ★ Segir líka frá því í sömu bók, að Sveinn fékkst mikið við lækningar og þótti frá- bær í þeiirri grein. Hann var fjöifróður, og sagt var, að hann læsi mörg tumgumál. Svo var það eitt sinn, að strandaði franskt skip fram- urndan Breiðuvík, láklega eins konar spítalaSkip, því að gríðarstóran meðalasfcáp rak á land. Pabbi fékk hann. Ég man eftir þessum skáp í stof- unni heima, hann náði nærri upp undir loft, aililur úr mahogny og fullur af allisfcyns glösum með lyfjum. Ég man það, þegar ég vakti yfir tún- inu á vorin, þá brá ég mér stuindum inn í stofu, og gerði mér það til dundurs til að halda mér vakandi að telja glösin í skápnum, allavega lit og að lögun, en þess á milli var ég auðvitað alltaf að gantast við hrossin. Föður mínum lánaðist allt- af vel við lækningar. Gemgju fæðimgar erfiðlega, vair hann alltaf tilkvaddur, m.a.s. áður Helga Sveinsdóttir en hann raáði tvitiugsaldri, og m.a.s. í önimur héröð.“ „Hvenær hleyptir þú srvo heimadraganum, Heliga?“ „Ég vair um tvítugt, oig fór þá suður til Reykjavíkur. Ég hafði áður stundað nám hjá sér Þorvaldi Jabobssyni í SauðlaUksdal, en þegar suð- ur kom settist ég í fram- haildsbefck hjá honum ísleifi að Bergstaðastræti 3. Auk þess sótti ég saumamámskeið hjá Ólafíu Sæmundsdóttur, og fór í Hússtjórn í Kvenna- skólanum. Svo sótti ég vefn- aðarniámskeið í Listvinahús- inu. Við lömidum þar vefstól ana daginin út og daginn inn. Ekki nóg með það, heldur fór ég á niámsikkeið í Gróðrar- stöðinmi hjá Raignari Ásgeirs- syni. Síðan fór ég að hreinsa grasfræ fyrir Klemenz á Sáms stöðuim, þeir siáðu þeim í sandanna fyrir austan. Ótta- legt ryk, og samanlaigt held ég, að þetta grasfræ og vefstól arnir í Lis tv inaihús inu og vist mín hjá Jensen Bjerg hafi valdið því, að ég féfck Slím í luinga og gat ekfci farið út til Danmerkur til áframhald- andi máms, en þess í stað varð ég að dveljast á Vífilsstöðum í nokkra mánuði, og það var þá, sem við Þórður settum upp hringana." „Hvaða vitleysa kona. Við vorum búin aö setja upp hringana löngu áður,“ skýtur nú Þórður inní. „Nei, ég held nú síður,“ svarar Hélga af bragði. „Ætli ég muni það ekki. Sigurður yfirlæknir gaf mér bæjarleyfi. Þegar ég kom aiftuir, og hann sá hrimginm á fingri mánum, sagði hánn: „Jæja, svo að það var þetta, sem þér þurftuð bæjarleyfi til.“ Nú biður Þórður um orðið: „Ég sáhana fyrst í Bolunga vík. Við vorum að sl’ást, nokkrir strákar inn í verzlun Sameinaða. Já, það var mikil þolinmæði, sem verzlunar- stjóraniuim, honum Jóni Fann- berg var léð, að leyfa ofctour þetta. Ég hafði þá alla uindir að lofcum, hljóp yfir þá í hendingslkasti og út úr búð- inmi, — og lenti þá í fanginu á Hel.gu, gat varið hana falili, því að ég var sterfcur þá. Sagði ég gvo við hana: „Fyrir- gefðu, fröken góð. Þú ert falleg." Snaraðist ég svo hins vegar götunmar. Þar bjó gömul kiona, sem ég lét stund um fá í soðið en hún prjón- aði á miig vettlimga í staðinm. Ekki var ég fyrr komiinn inn, en hún bað mig ganga með s'ér út að gluigga, bernti mér út, „Sérðu stúlkuna þarna? Þetta er komuefnið þitt.“ Það var Heliga. Anmars kom mér það svo sem ekkert á óvart. Mig hafði dreymt hana rétt um fermingaralidur úti í Vigur. Framhald á bls. 20 Húnvetningafélagið í Reykjavík Árhátíð félagsins verður haldin að Hótel Sögu (Súlnasal) föstudaginn 7. marz n.k. og hefst með borðhaldi kl. 19.30. DAGSKRÁ: 1. Ávarp formanns, Jakobs Þorsteinssonar. 2. Ræða, frú Hulda Stefánsdóttir. 3. Tvísöngur: Guðmundur Guðjónsson og Sigurveig Hjaltested. Undirleikari: Skúli Halldórsson. 4. Skemmtiþáttur: Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjamason. 5. Dans. ' Veizlustjóri: Jónas Eysteinsson. Aðgöngumiðar verða afhentir á skrifstofu félagsins að Laufásvegi 25 iÞingholtsstrætismegin) miðvikudaginn 5. marz kl. 20—22. Borð verða tekin frá á sama stað. ______________________STJÓRN OG SKEMMTINEFNP. Þakjárn — steypustyrktarjárn Höfum fyrirliggjandi þakjárn, þakpappa og saum, ennfremur lítið magn af steypustyrktarjárni, 10 og 25 mm, á mjög hagstæðu verði. VERZLANASAMBANDIÐ, Skipholti 37, sími 38560. Vy O mura VINYL-VEGGFÓÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.