Morgunblaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1969 19 þessu frábæra heimili var leikið á marga strengi, stundum var spilað, oft var bókaspjall, kveð- izt á og þá liátnar fjúka áður ókveðnar vísur, en yfir öllu svef and glaðværðar og hlýrrar vin- áttu svo að ógleymanlegt er. Sennilega hefir enginn notið þessara töfra oftar og betur en sá, sem þessi orð skrifar. Er skemmst af að segja, að vinátta þessara hjóna og gleðistundirnar með þeim eru mér í minning- unni dýrmætari en flest annað, og hef ég þó eízt farið varhlu.ta af vinarþeli samferðamannanna. Óhjákvæmilega fyllir það hug ann trega og söknuði að vita þesisi hjón fallin frá langt fyrir áldur fram. Ég veit, að nú að leiðariokum má ég flytja kveðjur og þakkir frá miklum fjölda bændafólks, og ég vona, að hiti þeirra tilfinn- inga muni ná að ylja ástvinum þeirra, sem eftir lifa og voru þeim svo kærir. Einar Gestsson. >AR sem brimaldan fellur langt upp á ljósan sandinn og þurrkar út spor litlu drengjanna, sem léku sér við að láta öldufroð- una elta sig upp fjörukambinn og gleymdu sér við að hlusta á hinn margradda söng hafsins, sem hljómaði eins og voldug simfonía. Þar hittumst við fyrst fyrir 55 árum, sá sem þessar línur festir á blað og Guðmundur Gíslas’on læknir, þá aðeins 7 ára gamlir. Faðir hans, Gisli Pétursson lækn ir var skipaður héraðslæknir á Eyrarbakka 1. október 1914. — Hann kom frá Húsavík og með honum hin stóra fjölskylda hans. Ekki hafði nýi héraðslæknir- inn, dvalið lengi á Eyrarbakka er við Guðmundur sonur hans kynntumst og tókst með okkur innileg vinátta er hélst æ síðan. Við vorum skóla- og fermingar- bræður og mjög samrýmdir og mátti heita að „Læknishúsið“ væri mitt annað heimili. Eftir ferminguna skyldu leiðir. Ég skráðist á togara, en Guðmund- ur fór í Menntaskólann í Reykja vík og hélt áfram menntaveginn. Ekki verður hér rakinn lærdóms- braut Guðmundar, en hún end- aði með læknis- og vísindastörf- um á Keldum. Hann var einn þeirra djúp- hyggjumanna sem fannst hann aldrei hafa lært nóg, bætti því við sig meiri þekkingu og lær- dómi með hverjum nýjum degi. Nei, þetta verður ekkert ævi- ágrip, aðeins kveðja frá mér og öllu mínu skyld- og venslafólki, til þess manns, sem við höfum þekkt mestan drengskaparmann of öllum samferðamönnum okk- ar. Það var sama, hvort vinir voru mættir í gleði eða sorg. Alltaf var Guðmundur velkom- inn gestur. Hann átti svo gott með að gleðast með öðrum ef tilefni gafst. Þá var hann ekki síður kærkominn ef sorg eða annað áhyggjuefni herjaði með- al vina hans. Hann var sanntrú- aður á mátt þess góða í tilver- unni, la.s mikið um þau mál sem göfga og bæta manninn bæði til líkama og sálar. Guðmundur gat sem læknir, lagt smyrsl í sár vina og kunn- ingja sem sorgin sótti heim. Tal- að um fyrir óláns manni og gef- ið fátækum nýja von um batn- andi hag komandi tíma. Hann var sannur mannvinur. Slíkra manna er gott að minnast á skiln aðar stund. Þar sem góðir menn fara eru guðs vegir. Ævingang- an verður léttari við hlið manns eins og Guðmundar. Þegar sótt er að erfiðu marki sem gefur innsýn í þá hluti tilverunnar er gefur lífinú gildi og bætir mann- sálina. Bæn mín er sú, að minn gamli vinur sé nú staddur á þeim sjónarhól, að hann megi þaðan sjá yfir allan vinaskarann, sem farinn er á undan honum yfir á land eilífðarinnar. I þeim hópi mæta brosandi andlit og opnir armar horfinna ástvina, sem fagna kornu hans. Við megum þvi öíl, sem syrgj- um hann í dag og söknum hans ævilangt samgleðjast honum, því nú hlotnast honum laun fyrir allt það góða, sem hann var öll- um sínum vinum og samferða- mönnum, meðan líf og heilsa leyfði. Nú skilja leiðir um sinn, góði vinur. Ennþá syngur hafaaldan sitt þunglyndislag við „Bakka“- sanda og flytur okkur sorgaróð um þig, sem varðst að kveðja of fljótt. Við stöndum þögul og hlustum. Hugsum til þín, sem nú heyrir „Æðri óma, guðs í helgidóm." Hafðu þökk fyrir allt. Theodór Gíslason. Útsala — útsala Mikil verðlækkun. GLUGGINN Laugavegi 49. Skrifstoíustúlka Vön skrifstofustulka óskast til véliritunar- og skrif- stofustarfa. Umsóknir ásamt uppl. um aldur, mennt- un og fyrri störf sendist blaðinu, merktar: „STRAX — 6301“. Gólfteppi — Ný þjónusta Á REYKJAVÍKURSVÆÐINU. Þér getið hringt í síma Tilrounastöð Hóskóluns í meinafræði að Keldum verður lokað á morgun vegna jarðarfarar Guðmundar Gíslasonar, læknis. Skrifstofuhúsnœði Til leigu húsnæði á Grandagarði fyrir skrifstofu eða léttan iðnað. Sjóbúðin, símar 16814 og 14714. Tilboð óskast í eftirtalið: 1. Eldhúsinnréttingar. 2. Skápa og húsgögn í heimavistarherbergi. 3. Húsgögn og innréttingar í setustofu. 4. Skólahúsgögn. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri og sýslu- skrifstofunni á B.önduósi gegn kr. 1.000,00 skila- tryggingu. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140 Ný viðgerðarþjónusta Duall i :i :i i 11822 á verz1unartíma ef þér ætlið að láta teppaleggja í íbúð yðar. Við sendum teppalagningamenn okkar til yðar að degi til eða á kvöldin með sýnishorn af íslenzkum og enskum teppadreglum og þér getið valið teppin í róleg- heitum heima hjá yður. — Ókeypis þjónusta. Laugavegi 31 — Sími 11822. Önnumst viðgerðir á NORDMENDE, og ELTRA sjónvarps- og segulbandstækjum, viðtækjum, DUAL stereómagnörum og plötuspilurum. Veitum beztu fáanlega þjónustu. Fljót afgreiðsla. Munið að hringja í síma 21999. Sjónvarpsverkstæði Hverfisgötu 39 B UÐ I N SKYNDISALA 2 DAGAR EFTIR KARLMANNAFÖT - STORLÆKKAD VERÐ FRAKKAR STAKIR JAKKAR NÁTTFOT NÆRFÖT MANCHETTSKYRTUR SPORTSKYRTUR STAKAR BUXUR OG FJÖLDA MARGT ANNAÐ FYRIR ÓTRÚLEGA LÁGT VERÐ. AÐEINS 2 DACAR EFTIR SKYNDISALAN ER EINUNGIS í IIERRABÚÐINNI, VESTURVERI. , VESTURVERI /wy AÐALSTRÆTI 6, SÍMI 17575.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.