Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 3
MOKGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8, MARZ 3969. 3 Morgunblaðið heimsœkir tvo skipverja á Hallveigu Fróðadóttur, sem fengu að fara heim af sjúkrahúsi í gœr Sex skipverjanna á Hall veigu Fróðadóttur, sem lagðir voru inn í Borgar- sjúkrahúsið, í fyrrakvöld, með kolsýringseitrun, fengu að fara heim til sín í gærdag. Höfðu þeir allir náð sér nægjanlega, að áliti lækna, en eiga þó að halda sig heima fyrir næsta hálfa mánuðinn og fara vel með sig. Tveir liggja enn í sjúkrahúsinu, en eru þó á góðum batavegi. Þessir átta menn voru allir í lúkarnum, þegar eld urinn kom upp þar frammi í togaranum, og sluppu naumlega upp. Morgun- blaðið heimsótti í gær tvo þessara manna og fjölskyld ur þeirra, og fékk hjá þeim lýsingu á atburðinum. asti maðurinn, sem komst upp úr neðri lúkarnum, en hins vegar varð ég var við, að ein hverjir komu á eftir mér út úr þeim efri. Klefafélagar mínir tveir voru næstir á und an mér. notuð þegar kalt er í veðri; hún er notuð að sta'ðaldri, og reyndar eina kynditækið, sem þarna er fyrir hendi. Allt gerðist þetta með svo snöggum hætti, að ég er vart farinn að átta mig á atburð- inum ennþá, heldur Garðar áfram. — Við önduðum að sjálfsögðu miklum reyk að okkur á leiðinni upp úr lúk- arnum,og vorum æ'ði dasaðir þegar upp kom. VISSI EKKI UM AFDRIF EIGINMANNSINS FYRR EN HRINGT VAR FRA SJÚKRA- HtJSINU. Við röbbuðum einnig stutt- lega við eiginkonu Gar’ðars, Valgerði Bjarnadóttur, og spurðum ‘hana hvenær hún hefði haft fréttir af athurðin- um. — Ég frétti af þessu strax í gærmorgun, en vissi þá ekkert, hvort Garðar væri SÍÐASTUR UPP ÚR NEÐRI LÚKARNUM Garðar Bjarnason mun hafa verið síðastur hásetanna, sem komust upp úr neðri lúkarn- um. Við heimsóttum Garðar í gær, þar sem hann býr að Háaleitisbraut 123 ásamt konu sinni, Valgerði Bjarnadóttur og þremur dætrum. — Við vorum þrír saman í klefa í neðri lúkarnum, þegar eldurinn kom upp. Ég var sof andi, og varð ekki var við neina sprengingu, heldur var það klefafélagi minn, sem vakti mig. Hann hafði fundið, að reyk lagði inn í klefann, þrátt fyrir að klefadyrnar voru kyrfilega lokaðar. Eng- inn asi var á okkur þrátt fyrir reykinn, og ég gaf mér t.d. tíma til að klæða mig áður en við freistuðum uppgöngu. En strax og við opnuðum klefapn gaus reykurinn á móti okkur, og fram á gang- inum þurftum við að vaða koldimman reykjarmökkinn til að komast upp. Ég held, að ég hafi örugglega verið si’ð Agúst með fjölskyldu sinni. Móðir hans, Guðfinna Jensdóttir, situr hægra megin, faðirinn, Hjalti Ágústsson, stendur fyrir aftan og til hægri eru systurnar Sólveig, Agústa og Sigríður, en Maria litla var úti að Ieika sér í snjónum. Nei, ég varð ekki var við neinn eld, enda var ekkei't hægt að sjá fyrir reyknum. En eldurinn hlýtur að hafa verið þarna einhvers staðar í nánd við ganginn, því að þar var reykurinn mestur. Og ég held,, a'ð varla sé um annað að ræða en hann hafi verið í miðstöðvarklefanum. Ég vil taka það fram, að ekki er rétt að miðstöð þessi sé aðeins Við vorum átta lagðir inn í Borgarsjúkrahúsið vegna kol- sýringseitrunar. og vorum þar í nótt. Ekki taldi læknirinn hana þó alvarlegs eðlis hjá okkur flestum, svo að við fengum að fara heim í dag. Mér var sagt að hafa hægt um mig í hálfan mánuð, en þá á ég aftur að vera fær í flestan sjó, segir Garðar að lokum. I Garðar Bjarnason ásamt konu sinni, Valgerði Bjarnadóttur og tveimur dætrum, Söndru í faðmi ( móður sinnar) og Lilju. Elzta dóttirin, Þyrí, var í skóla og er því ekki með á myndinni. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) einn mannanna sex eða ekki. Svo leið og beið og nokkru eftir hádegið hringdi bróðir minn skelfingu lostinn, hafði lesið fréttina í Vísi, en ég gat ekkert sagt honum nánar. Síð ar um daginn reyndi ég svo að grennslast frekar um afdrif mannsins míns, og fékk þá þær fréttir, a'ð búið væri að hafa samband við alla að- standendur hinna látnu. Ég þóttist því fullviss um «ð Garðar væri ekki í hópi þeirra, en hins vegar fékk ég engar áreiðanlegar fregnir af honum fyrr en hringt var frá Borgarsjúkrahúsinu, og mér tjáð að hann lægi þar í lyf- lækningardeildinni, sagði Val- gerður. VAKNAÐI VIÐ REYK OG HRÓPAÐI A HINA Ágúst Hjaltason, 19 ára skip verji á Hallveigu Fróðadóttur, hafði verið í sjúkrahúsi eina nótt og var nýkominn heim í gær, er við náðum tali af hon um. Fjölskyldan var heima, faðirinn Hjalti Ágústsson og mó'ðirin Guðfinna Jensdóttir og systurnar fjórar, sem «am- sinntu því að þær væru fjarska góðar við stóra bróð- ur þann daginn. Ágúst kvaðst sæmilega bú- inn að ná sér, ætti bara að fara varlega næsta hálfa mán uðinn, en hann þurfti að fara gegnum mikinn reyk upp úr skipinu. Hann kvaðst hafa verið niðri í stjórnhorðslúkar, þar sem þeir voru fimm saman í káet unni. Hann og annar piltur voru farnir að sofa, og vökn- uðu vi'ð reyk þar inni, en höfðu ekki heyrt sprengingu. Hinir þrír, sem ekki voru farnir að sofa, höfðu ekki orð Framhalð á bls. 31 STAKSniAIAR ískrið og Kristján Kristján Benediktsson, borgar fulltrúi Framsóknarflokksins, er mjög hugsjónaríkur stjórnmála- maður eins og berlega kemur fram á borgarstjórnarfundum, enda lætur Kristján áhugamál sín ekki liggja í láginni. Um þess ar mundir er eitt helzta á- byggjuefni Kristjáns bundið strætisvögnum borgarinnar. Á hljóðlátum kvöldum í úthverfun um heyrir hann ískur í brems- um vagnanna, þar sem hann sit ur og hlustar á íþróttafréttirn- ar í útvarpinu. Að sjálfsögðu lætur svo kappsfullur málafylgju maður ekki við það sitja að hlusta á ískrið, heldur flutti hann langa ræðu á borgarstjórn arfundi í fyrradag af þeirri eld legu íþrótt sem honum er lagin, um þetta mikla vandamál. Og vissulega er hér um vandamál að ræða enda var Kristján upp- lýstur um það á fundinum, að fleiri hefðu heyrt iskrið og ráð- stafanir væri verið að gera til þess að ráða bót á þessu þjóð- félagsböli. Standa vonir til að það hverfi fljótlega svo að það raski ekki ró Kristjáns í fram- tíðinni, þegar hann situr á hljóð- látum vetrarkvöldum yfir áhuga málum sínum. En baráttumál Kristjáns Benediktssonar í borg arstjórn Reykjavikur eru þótt undarlegt sé, ekki eingöngu bundin iskrinu í bremsum stræt- isvagnanna. Hann hefur líka þungar áhyggjur af því að nýju strætisvagnarnir verði lítt keyrsluhæfir í snjó og að mikill kostnaður muni fylgja því að ryðja verði snjó af götum borg- arinnar til þess að hann og vagn arnir komist leiðar sinnar. Borg- arbúar taka allir sem einn mað- ur þátt í raunum Kristjáns Bene diktssonar, enda eru þær meiri en liægt er að leggja á svo kyrr látt geð. Hann skammaðist sín Guðmundur Vigfússon, helzti talsmaður kommón:sta í borgar- I stjórn Reykjavíkur lætur sér j ekki allt fyrir brjósti brenna, en greinilegt var af fasi og orð- um borgarfulltrúans, að hann skammaðist sín, þegar hann stóð upp á fundi borgarstjórnar í fyrradag til þess að flytja til- lögu um vítur á borgarstjóra vegna þess að Reykjavíkurborg hefur fylgt þcirri reglu í launa málum að greiða laun í samræmi við það sem gerist á almennum vinnumarkaði. Ræða Guðmund- ar Vigfússonar fyrir þessari en demistillögu var ekkert ann- að en óstöðvandi afsökunarrolla yfir því að hann flytti slíka til- lögu. Svo skömmustulegur var þessi borgarfulltrúi vegna þessa tillöguflutnings síns að aðrir borgarfulltrúar kenndu í brjósti um manninn. Var bersýnilegt, að honum var þvert um geð að standa í þessu verki en að flokksmenn hans hafa pínt hann til þess. Guðmundur Vigfússon þarf á að halda að sýna að hann sé ekki eftirbátur annarra í sín- um flokki. Hann var nefnilega felldur úr miðstjórn Kommún- istaflokksins á síðasta lands- fundi hans og beitir nú öllum brögðum til að endurreisa sjálf- | an sig, en þó mun aigengara að aðrir sjái um slíkar athafnir í Ivommunistaflokkum en þeir sem í hlut eiga enda eiga þeir ó hægt um vik, þar sem þeir eru ijaldnast í tölu lifenda. J •C M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.