Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARÐAGUR 8. MARZ 1969. BflALEIGÁN FALHR' carrental service 22-0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. MAGIMÚSAR SKIPHOUn 21 SÍMAR 21190 ’• r©ftlr lokun tlmi "40381 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sím/14970 BÍLALEIGAN AKBBAUT Mjög hagstætt leígugjald. SÍMI 8-23-47 MiólKurlélag Reyk|avíkur Husqvarna uppþvoftur er með þremur Suðurlandsbraut 16. Laugaveri 33. - Simi 35209. fagna því, Þeirra lykt er eins og fjóluilmur í samanburði við fnyk þann sem slíkar stöðvar senda frá sér. Ástæðan fyrir bréfi þessu er nafngift. fyrirtækisins. Ég hef séð þetta kallað olíuhreinsunarstöð, sem ég tel rangnefni. Olíuhreins- unarstöðvar hafa verið reknar á Íslandi um langt skeið. Þaer hreinsa óhreina ólíu og gera hana hæfa til endurnotkunar. Hin fyrirhug- aða stöð mun varla eiga að gera það, heldur gera það sem kall- að er á ensku oil refining. Það er ekki fólgið í því að sía óhreina smurolíu, eins og gert er í olíu- hreinsunarstöð, heldur er það fólg ið í því að taka olíuna eins og hún kemur upp úr jörðinni, og Gæði i gólfteppi Gólfteppageröin hf. Grundargerði 8. — (Áður Skúlagötu 51). Sími 23570. 0 Olíuhreinsun og olíugreining Geir Magnússon skrifar: Scarsdale, New-Yorkríki, 28. febrúar 1969. Kæri Velvakandi Ég sá það um daginn í ein- hverju blaðanna, að nú stæði til að byggja svokallaða olíuhreins- unarstöð á íslandi. Ekki vil ég leggja dóm á það fyrirtæki, það er sérfræðinganna að - vega og meta. Vonandi muna þeir eftir Torrey Canyon, svo að ekki sé gleymt nýafstöðunum olíumálum í Santa Barbara. Hvað svo sem ýmsum kann að finnast um fyrir- tæki þetta, þá er það víst, að þeir höfðingjarnir á Kletti munu Ramóna - Ramóna Þeir sem óska eftir því að veitingahúsið Ramóna Álfhólsvegi 7, Kópavogi sé opnað aftur fyrir nætursöluveitingar (allan sólar- hringinn) sendi nöfn sín og heimilisföng á staðinn fyrir 15. þ.m. merkt: „Veitingar allan sólarhringinn". Óhreinindi og blettir, svo sem fitublettir, eggja- blettir og blóðblettir, hverfa á augabragði, ef notað er HENK-O-MAT í þvottinn eða til að leggja í bleyti. Síðan er þvegið á venjulegan hátt úr DIXAN. HENK-O-MAT, ÚRVALSVARA FRÁ greina hana í hin ýmsu efni, allt frá flugvélabenzíni niður i as- falt. Þetta er gert með efnavök- um (er það ekki rétt munað, að það orð sé notað yfir catalyst?), eimingu og guð má vita hverju öðru, Þetta væri því rétt að kalla olíugreiningu. Hinsvegar er olíu- greining óþjált orð í samsetn- ingu svo kannske mætti kalla fyr- irtækið olíuver, samanber orkuver Væri gaman, ef orðhagir menn vildu um málið fjalla, en á með- an finnst mér, að almúginn ætti að labba sig inn með fjörum og út á Nes, og kveðja æðarfugliiin, rauðmagann, kríuna og aðra þá, sem olían mun gera að endur- minningum. Geir Magnússon“. — Bréfritari er óþarflega svart sýnn í niðurlagi bréfsins, þvi að slíkar stöðvar þekkjast viða um heim, án þess að þær valdi neinu tjóni eða röskun á náttúrunni um hverfis 0 Slæmir farþegar „Kæri Velvakandi! Fyrir alllöngu sá ég bréf í dálkum þínum frá móður i Kópa vogi. Ég verð að segja það eins og er að ég bjóst fastlega við, að forstjóri strætisvagnanna léti frá sér heyra um, hvernig hann teldi réttast, að vagnstjórarnir brygðust við yfirgangi ungling- anna í vagninum. Ef til vill finnst honum þetta ekki vera sitt mál? Mig langar til að koma þeirri tillögu á framfæri, að for- ráðamenn strætisvagnanna sýni það svart á hvítu, að þeir vilji Jeoma til móts við farþegana (þ.e. þá umsvifaminni) t.d, með því að festa upp spjöld sem á væru ritaður við varanir til þeirra sem hafa í frammi óskunda í vögnunum Ég hefi rætt þessi strætisvagnamál við ýmsa Kópa vogsbúa upp á síðkastið Allir hafa þeir einhvern tímann orðið varir við þessi umræddu skríls- læti, en leitt þau hjá sér til þess að vekja ekki óþarfa athygli. Ég veit ekki hvernig á því, stendur, en ég verð ekki var við svona lagað í Reykjavikurvögnunum, þó ferðast ég líka mikið með þeim. Mér finnst a.m.k ærið tæki færi fyrir skólastjóra gagnfræða- skólans að fara herferð, ef svo má segja, gegn ókurteisi og rudda legri framkomu í skóla sínum Þar sem ég er farinn að gera athugasemdir við SVK, vill ég bæta því við, að mér finnst hreint ófremdarástand, hve erfitt er að reiða sig á þá. Þeir eru svo mis- jafnlega fljótir á sömu vega- lengd á sama tíma dags, að það getur munað allt að sjö minút- um. Annars eru vagnstjórarnir alveg sérstaklega liprir menn. Já, þeir taka starfsbræðrum sínum annars staðar fram að mínu viti. Ég veit, að þetta er orðið alltof langt, og bið þig fyrirgefa. Með kveðju. . Ps Blessaður birtu ekki nafn- ið mitt — þetta 'er svo viðkvæmt mál — hafðu það bara „Aldrað- ur farþegi" 0 Nokkur orð um skattfrelsi Þekktur lögfræðingur, sem kall ar sig „Kiljansaðdáanda", skrifar: „Nú ræða menn nm að breyta skattalögum vorum, til þess að Nobels-höfundurinn Halldór Kilj an Laxness, þurfi eigi skatt að gjalda af bókmennta- verðlaun- um þeir, er hann hefur nýlega hlotið og kennd munu vera við C.J. Sonning, danskan mann. Þessi mikli rithöfundur mátti sem ungur maður á brattann sækja, sem fleiri landar vorir Mun þetta hafa stælt hann til ágætra verka, enda er það vel. Þá var þó eigi rætt um að veita honum skattfrelsi, enda sáu þá of fáir, hvað bjó í þessum merka manni. Nú gengur hann við öngvan von- ar völ, þar sem hann mun vera með fésælustu mönnnm hér á iandi, og fer vel á þessu. Það er og sjálfsagt, að hann hafi skatt frjáls Sonnings-verðlaunin. Til þess virðist hins vegar eigi þurfa ný lög, Lagaheimild er í D-lið 12. gr. laga um tekju og eignar skatt nr 90, 7 október 1965 er svo hljóðar: „Frá tekjum skal og draga, áð ur en skattur er á þær lagður: D Einstakar gjafir til menn- ingarmála, vísindalegra rannsókn arstofnana, viðurkenndrar líknar- starfsemi og kirkjufélaga, þó ekki yfir lOprs af skattskyldum tekjum gefenda, enda sé hver gjöf ekki undir 300 kr." Margar stofnanir hafa aflað sér undanþágu fyrir göfuga gjafara, þá er hlynna vilja að þeim, í skjóli téðs lagaboðs. Má þar nefna Háskóla íslands og hinar ýmsu deildir hans, Handritastofn un íslands, Þjóðminjasafnið, Blindravinafélag íslands og ýmsa fleiri aðilja. Virðist þannig vera um öngvan vanda að ræða. Vor frægi Nóbelshöfundur er væntan- lega skattfrjáls af margumrædd- um verðlaunum, ef hann gefur þennan fjárhlut einhverri slíkri stofnun. Hví skyldi hann eigi neyta slíkra réttinda? Kiljansaðdáandi". Viðskiptamálaráiuneytið vill ráða stúlku til ritarastarfa frá 1. apríl n.k. Krafizt er góðrar kunnáttu í vélritun og tunigumálum (ensku og dönsku). Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist viðskiptamá'aráðuneytinu, Amarhvoli, fyrir 25. marz n.k. UTAVER Nœlonteppin komin aftur Smn-n 30Z80-322C Verð pr. ferm. 270.— og 343.— Vönduð teppi. — Litaúrval. ©PIB COPIWHHCIH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.