Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGAKDAGUR 8. MARZ 1969. Jóhann Jónsson frá Hrauni — Minning Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga. Heilsast og kveðjast það er lífsins saga. P. Árdal. ÞEIR tínast úr lestinni einn og einn nítjándu aldar menn og konur og eins og að vanda stöndum við eftir hljóð og ráð- t Móðir okkar Elísabet G. Guðniundsdóttir andaðist aðfaranótt föstudags- ins 7. þ. m. Sigurður, Guðmundur og Hörður Guðmundssynir. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar o.g afi Sigurður Lárus Ámason múrarameistari, Hólabraut 10, Hafnarfirði, anda'ðist 6. þ.m. Jólín Ingvarsdóttir Árni Vilberg Signrðsson Ambjörg Sigurðardóttir Guðrún Arný. þrota frammi fyrir sver’ði dauð- ans. Enginn mannlegur máttur eða líknarhendur fá þar um þok að. Með örfáum orðum skal hér kvaddur vinur minn og mágur Jóhann Jónsson, f.yrrum bóndi að Hrauni, Fellshreppi, Skaga- firði, sem lézt að Landakots- spítala 1. marz sl., og verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag. Jóhann var fæddur að Hamri í Stíflu 24. maí árið 1892, yngstur þriggja systkina, en hin létust bæði í vöggu. Foreldrar Jóhanns voru , sæmdarhjónin Þorgerður Bjömsdóttir, bónda að Hillum á Árskógsströnd, Eyjafirði og Jón Ásgrímsson frá Sléttu í Fljótum. Þa'ð voru þvi eyfirzkar og skagfirzkar ættir sem stóðu að Jóhanni, sterkur og vandaður stofn það. For- edrar Jlóhanns bjuggu nokkur ár að Hamri og síðan á ýmsum bæjum í Vestur-Fljótum, þar til þau keyptu Hraun í Feilshreppi árið 1911 og voru þar búandi til 1918, að þau létu jörðina í hendur sonarins sem giftist það ár eftirlifandi konu sinni Stefaniu Jónsdóttur, myndar- og dugmikilli af skagfirzkum bændaættum. Foreldra Jóhanns þekkti ég mjög vel og ég held að þau hafi verið flestum kostum búin að dugnaði og höfðings- skap sem löngum mun prýða bændabýlin þekku. Jóhann og Stefanía voru bú- andi á þessari eignarjörð sinni til haustsins 1964 eða liðug fimmtíu ár og fluttu þá til t Sonur minn, unnusti og bróðir Eggert Kristjánsson andaðist af slysförum aðfara- nótt 6. þ.m. Kristján Eggertsson Höfðaborg 3, nnnnsta og systkin hins látna. t Eiginmaður minn Sæmundur Kristjánsson frá Hjalteyri andaðist á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri fimmtu- daginn 6. marz sl Þorgerður Konráðsdóttir. t Bröðir okkar Böðvar Sveinsson frá Hveragerði, lézt af slysförum í Keflavík þann 6. þ. m. Bræður hins látna. t Faðir okkar og tengdafaðir Kristján Guðmuntlsson lézt á Hrafnistu fimmtudag- inn 6. marz. Þóra Kristjánsdóttir Ásgeir Sandholt Hulda Kristjánsdóttir Björn Björnsson Sigriður Kristjánsdóttir Gunnlaugur Finnbogason. Reykjavíkur. Hraun er frekar kostarýr jörð en þó mannfrek, og var ekki heiglum hent að gera það átak sem þurfti til að hægt væri að hafa nokkra lífs- afkomu. En þau hjónin voru vandanum vaxin, samhent í því sem öðru. Öll hús voru reist af grunni, túnið stækkað um marga hektara og vöxtur bú- peningsins fór þar eftir. Já, það eru ekki allar dyggðir í andlit- inu fólgnar, þvi að ekki fannst mér Jóhann smáfríður en þeim mun ríkari af mannkostum og öllu því bezta, sem gefur lífinu gildi. Nú er eins og hvisla’ð sé að mér hugljúfum minningum liðinna ára um góðan og trygg- an vin sem ekki brást, um orð- varan mann sem engum lagði illt til en fús til að bera sáttarorð í milli ef við þurfti. Ég fullyrði að hann átti engan óvildarmann. Ég er minnugur þess þegar ég sem unglingur og Jóhann á beztu þroskaárum, hvað gaman var að vera í starfi með honum hvort sem var á sjó eða landi. Vinnu- gleðin og afköstin voru slík að ekki var á betra kosið. Hann var manna fijótastur að sjá og finna hin réttu tök í hverju starfi og hló í hverjum vanda. Ég held að Jóhann hafi aldrei notið sín betur en þegar um lífs- hættu eða tvísýnu var að ræða sem kom fyrir eitt sinn er ég man bezt. Við vorum á lítilli bátskeþ hlaðinni af sjófangi og þurftum að táka land í heima- höfn þrátt fyrir storm og öldu- kvik. Mikið má vera að Jóhann hafi elcki á slíkum hættustund- um haft í huga orð meistarans. t Innilegar þakkir til ailra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför bróður okkar Guðbrands Halldórssonar Sólheimatnngn, Borgarfirði. Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarliði er annaðist hann. Einnig sam- tímasjúklingum hins látna. Systkinin. t Eiginmaður minn og faðir Barry Winslow andaðist þann 23. febrúar í New York. Gnðrún Markúsdóttir Winslow og börn. t Björn Sigurbjarnarson fyrrverandi bankaféhirðir, sem andaðist 3. marz, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju mánudaginn 10. marz kl. 2 e.h. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofn- anir. Anna Eiríksdóttir og aðrir vandamenn. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og hluttekningu við andlát og jar'ðarför eigin- manns míns Páls Borgarssonar frá Bolungarvík. Sigrún Sigurðardóttir. — Verið ekki áhyggjufull um líf y’ðar, því drottinn vakir. Enda var Jóhann mikill trúmaður og leit með sigurvissu fram á svið hins ókomna. Þau Jóhann og Stefanía eignuðust þrjú mann- vaenleg börn, tvær dætur, Rögnu og Helgu, giftar og búsettar norður í Skagafirði og Jón, sem starfað hefur um langt árabil i sveit lögreglunnar í Reykjavík. Ennfremur tóku þau dótturbarn sitt í fóstur, Rögnu Stefaníu og gengu henni í foreldrastað, vel gefin myndarstúlka, sem verður að sjálfsögðu ömmu sinni til styrktar og gleðígjafa á hennar ævikveldi. Ég og fændlið mitt vottum Stefaníu og börnum hennar dýpstu samúð og þökk- um látnum hlý kynni. Kæri mágur, þegar nú þú ert allur og sviðfð lokað um sinn og hitt að við vorum sammála að líf er að loknu þessu. Þá blessaður vertu einn af mörgum á eilífðarströndinni og taktu á móti kastlíhunni hjá mér, þegar ég kem af hafi. Góða ferð. Bjarni M. Jónsson fangavörður. AÐ morgni hins 1. marz sl. and- aðist hér i Landakotsspítala eft- ir stutta sjúkdómslegu Jóhann Jónsson fyrrum bóndi á Hrauni í Sléttuhlíð. Með Jóhanni er til moldar genginn einn af þessum gömlu og traustu aldamótamönn um er hófu hér nýtt landnám, ruddu brautina fyrir komandi kynslóðir og sóttu fram með harðfylgi og dugnaði frá basli til bjargálna. Jóhann fæddist hinn 24. maí 1892 á Hamri í Stíflu, sonur hjónanna Þorgerðar Björnsdótt- ur og Jóns Ásgrímssonar. Þau hjón eignuðust 3 börn en 2 dóu í bernsku svo Jóhann var í viss- um skilningi einkabarn. For- eldrar hans voru fátækir leigu- liðar er bjuggu á ýmsum stöð- um í Fljótum. Þau bjuggu ætíð litlu en snotru búi, en ætíð skuld laus. Þar einkenndist allt af þrifnaði og nýtni og þá eigín- leika erfði Jóhann í ríkum mæli. Ungur að árum hóf Jóhann að stunda sjósókn, bæði á hákarla- skipum og fiskiskipum, þess á milli vann hann á búi foreldra sinna. Árið 1911 fluttust foreldrar Jóhanns frá Minna Grindli í Fljótum að Hrauni í Sléttu- hlíð. Hraun var þá með rýrustu býlum sveitarinnar, landrými lítið og húsakostur lé- legur eins og þá geröist á smá- býlum. En þarna átti Jóhann eftir að stíga mesta gæfuspor æfi sinnar. Árið 1918 kvæntist hann frændkonu minni, Stefaníu Jónsdóttur Eyjólfssonar fyrrum bónda á Hrauni og konu hans, Rannveigu Bjamadóttur frá Mannskaðahóli á Höfðaströnd. Stefanía er alsystir hinna al- kunnu bræðra Antons bónda á Höfða á Höfðaströnd, Pálma heitins Jónssonar fyrrum lög- regluvarðstjóra hér í Reykjavík og Bjarna M. Jónssonar fanga- varðar. Sama ár og þau kvænt- ust lézt faðir Jóhanns og tóku þá ungu hjónin við búsforráðum. Strax á fyrsta eða öðru búskap- arári sínu keypti Jóhann ábýlis- jörð sína af litlum efnum, og hófust þá fljótlega miklar um- bætur á jör'ðiinni. í fyrstu var ekki til að dreifa öðrum tækjum en undirristu- spaðanum og skóflunni, en árlega fækkaði þúfunum í túninu þó vinnudagurinn væri oft langur og strangur. Iðulega á þessum ár um fór Jóhann til sjóróðra á vertíð í Vestmannaeyjum til að drýgja ónógar tekjur af litlu búi og stundaði þá Stefanía kona hans skepnuhirðingu og annað er að búskanum laut, af sínum alkunna dugnaði. Smám saman rættist úr efnahagnum og er vélaöldin byrjaði að ganga í gaí'ð hóf Jóhann stórfelldar um- bætur á jörð siinni. Túnið marg- faldaðist að stærð og flest hús jarðarinnar voru byggð upp úr varanlegu efni. Að öllu var þó farið með gát, og aldrei hleypt sér í skuldir. Jóhann var mikill verkmaður, iðjusemi hans og verkhyggni var slík, að ég hefi sjaldan þekkt drjúgari verk- mann. Þó Jóhann hefði ærnum störfum a'ð gegna á búi sínu, hafði hann þó ætíð tíma til að rétta sveitungum sínum hjálp- arhönd ef þeim lá á. Ef steypa þurfti upp hústóft, leggja girð- ingar eða annað slikt, var sjálf- sagt að leita til Jóhanns, og það brást aldrei að hann væri boð- inn og búinn til liðveizlu, og þá var ekki verið að reikna vinnu- daginn í klukkustundum. Lengi framan af búskaparár- um Jóhanns voru stundaðir sjó- ró’ðrar á árabátum bæði frá Mýmavík og Lónkotsmöl, bæði vor og ha ust, einkum þó á haustin. Ekki lét Jóhann sig vanta í þessa róðra, en löng var sjávargatan um 3 km úr hvorri verstöðínni sem róið var, en oftast mun Jóhann hafa verið fyrstur á fjöru. Jóhann var maður gaman- samur og gat verið með af- brigðum fyndinn. En öll var gamansemi hans og fyndni laus við rætni eða illkvittni, enda heyrði ég hann aldrei hallmæla nokkrum manni. Jóhanii bjó aldrei stórbúi, en hafði góð áf- not af búpeningi sínum. Hann var natinn skepnuhirðir án þess a4ð vera bruðlari með fóður. Þar, eins og öllu öðru fór hann með- alveg, sem flestum mun reynast happadrýgstur. Nokkurn þátt tók Jóhann í hreppsmálum, átti meðal ann- ars sæti i hreppsnefnd um nokk- urt skeið og í ýmsum öðrum nefndum. Störf sin á þessu sviði rækti hann með sömu sam- vizkusemi og öll önnur störf, var hlédrægur en tillögugóður og tranaði sér aldrei fram. Þegar Jóhann lét af búskap 1964 og fluttist hingað til Reykja víkur, var Hraun orðið með snotrari býlum sveitarinnar. Þá gaf hann bömum sínum jörðina, svo hann flutti ekki me’ð sér mikil auðæfi hingað. Ekki var velgengni Jóhanns honum ein- um að þakka. Stefanía kona hans var með afbrigðum dugleg og mikilhæf kona og studdi og hvatti mann sinn með ráðum og dáð. Eins unnu börn þeirra heimilinu mikið meðan þau voru heima. Þeim hjónum varð 3ja barna auðið. Þau eru: Jón lögregiu- þjónn í Reykjavík, kvæntur Jóhönnu Einarsdóttur frá Hraunsnefi í Norðurárdal, Ragna gift Stefáni Jónssyni bónda á Hei’ði í Sléttuhlíð og Helga gift Pétri Guðjónssyni bónda á Hrauni. Auk þess ólu þau upp dótturdóttur sina RÖgna Stef- aníu Pétursdóttur. Nú þegar Jóhann er allur, sakna ég góðs vinar og ágætis nágranna um áratugaskeið. En góð er hvíldin þeim er lokið hafa erfiðu dagsverki. Eftirlif- andi konu hans, börnum og öðru vanda og venzlufólki óska ég allrar Guðs blessunar. Hvíl í friði kæri vinur. Pétur Björnsson. t Eiginmaður minn og sonur Pétur Björn Jónsson fyrrverandi skipherra, Njálsgötu 20, lézt af slysförum aðfararnótt 6. þ.m. Fyrir hönd ættingja. Vilborg Torfadóttir Lilja Björnsdóttir. t Útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu Þóru Jónsdóttur Njálsgötu 79, sem andaðist í Borgarspítal- anum 28. febrúar, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. marz kl. 1.30. ' Vandamenn. Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Jóns Eyjólfssonar Mið-Grund. Sigriður Jónsdóttir Jón G. Bjamason barnabörn og aðrir vandamenn. t Innilegt þakklæti til allra, er sýndu samúð og vin- áttu við andlát og útför, ÞÓRU PÉTURSDÓTTUR frá Ilróifsskála, Guðrún Pétursdóttir, Pétur Sigurgeirsson, Anna Sigurðardóttir, Sigurður Sigurgeirsson, PétuT Sigurðsson, Svanhildur Sigurgeirsd., Guðlaug Sigurðardóttir, Guðlaug Sigurgeirsd., Ólafur Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.