Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 21
MORGUNB'LAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1969. 21 Sœkjum fram: Þjóðmálnverkefni næstu ára Á aukaþingi Sambands ungra Sjálfstæðismanna, sem haldið var s.L haust voru 'lagðar fram ítar- legar tillögur undir heitinu „Þjóðmálaverkefni næstu ára“. Tillögur þessar voru undirbún- ar af mörgum ungum mönnum, sem stjórn S.U.S. kallaði til þ.á.m miörgum sérfræðingum og embætt ismönnum, sem sérfróðir voru hver í sinni grein. Tillögurnar voru ræddar á þinginu og komu fram ýmsar til- lögur till breytinga. Tillögurnar voru ekki samþykktar, en ráð fyrir því gert, að hin einstöku aðildarfélög fengju tillögurnar sendar til að ræða þær lið fyrir lið. Hugmyndin var sú, að aðild- arfélögin héldu síðan fundi um hina einstöku málaflokka og færi fjöldi funda og skipting um ræðuefnis í flokka eftir aðstæð- um og áhuga á hverju félags- svæði. Takmark þessa starfs var að gefa sem flestu ungu fólki, á sem flestum stöðum um landið, tækifæri til þess að hafa áhrif á stefnumótun ungra Sjálfstæðis manna. Stjórn S.U.S. sendi síð an samræmdar ti'llögur til stjórna allra hinna 27 aðildarfélaga Sam bands ungra Sjálfstæðismanna, sem síðan hafa haldið fundi og ráðstefnur um einstaka kafla til lagnanna. Áður hafa komið frásagnir hér á síðunni um fundahöld vegna „Þjóðmálaverkefnis næstu ára“ og nú á næstunni verða haldnir fundir eða ráðstefnur um land allt, þar sem einstakir kaflar tillagnanna verða teknir fyrir. VESTMA NNAE Y J AR í Vestmannaeyjum verður hald in ráðstefna á vegum Eyverja F.U.S og S.U.S. um „Sjávarút- vegsmál" laugardaginn 8. marz og hefst hún kl. 15.00 í sam- koanuhúsinu. Frummælandi verð- ur Matthías Bjarnason alþingis- maður, en hann hefur látið þessi mál sig miklu varða á Alþingi," og mun hann svara fyrirspurn- um. Ef ekki vinnst tími til að ljúka við ráðstefnustörf á laugardag, verður henni haldið áfram á sunnudag. Á sunnudag kl. 16.00 mun svo verða fundur Fulltrúa- ráðsfélaganna í Vestmannaeyjum og þar miun Steinar Berg Björns son formaður Heimdallar F.U.S. flytja erindi um afstöðu unigra Sjálfstæðismanna til þjóðmál- anna. Matthías Bjarnason VESTFIRÐIR Á ísafirði og Bolungarvík halda Fylkir, F.U.S. og F.U.S. í N.-ísafjarðarsýslu fundi og mun Friðrik Sophusson mæta þar fyr ir hönd stjórnar S.U.S. AKUREYRI Á Akureyri mun Vörður F.US. gangast fyrir kvöldverðar fundi föstudaginn 21. marz í Sjálfstæðishúsinu (litla sal) og mun Jón E. Ragnarsson varafor maður S.U.S. flytja erindi þar. SÍDAN RITSTJÓRAR: PÁLL STEFÁNSSON OG STEINAR J. LÚÐVÍKSSON REYKJANESKJÖRDÆMI í Reykjaneskjördæmi hafa 4 félög ungra Sjálfstæðismanna samstarf um að vinna úr verk- efnum þessum og auk þeirra funda, sem þegar er búið að halda í því kjördæmi, er ákveð- Jón E. Ragnarsson ið að rætt verið um „Utanríkis- mál“ miðvikudaginn 19. marz í Keflavík. Frummælandi verður Matthías Á. Mathiesen, alþingis- maður, ávarp mun flytja Stein- þór Júlísson, form. Heimis. F.U.S Keflavík og fundarstjóri verður Benedikt E. Guðbjartsson stjórn- armaður í Stefni F.U.S Hafnar- firði. í Kópavogi verður rætt um „Húsnæðismál" laugardaginn 12. apríl í Sjálfstæðishúsinu. Frum- mælandi þar verður Sigfinnur Sigurðsson, borgarhagfræðingur, ávarp mun flytja Jón Gauti Jóns son stjómarmaður í Tý F.U.S. Matthías Á. Mathiesen Kópavogi og fundarstjóri verður Árni R. Árnason, fyrrverandi for maður Heirnis F.U.S., Keflavík. í Kjósarsýslu verður fjallað um „Samgöngumál" miðvikudag inn 30. apríl að Hlégarði, Mos- felissveit. Ingólfur Jónsson, ráð herra verður frummælandi á þeim fundi. Ávarp flyturFlemm ing Jessen form. félagsins, en fundarstjóri verður Jón Atli Krist jánsson formaður Týs F.U.S. Kópa vogi. Auk þess, sem að undan er Ráðstefna S.U.S. og Varðar, F.U.S.: Forystu og stjórnun í atvinnu- málum strjálbýlisins ber aö auka — stóretla ber starfsemi skipulagsmá/a — aukin sjálfsstjórn sveitarfélaga — rannsóknir á nauðsynlegum virkjunum — samtök stofnuð í hverju kjördœmi LAUGARDAGINN 15. febrúar sl. hélt Samband ungra Sjálfstæðis- manna og Vörður, félag un|gra Sjálfstæðismanna á Akureyri fund um Iðnaðarmál. Var fund- urinn lialdinn í Sjálfstæðishús- inu á Akureyri og var vel sóttur. Fluttar voru þrjár framsöguræð- Ur og síðan urðu miklar umræð- u um iðnaðarmái og atvinnumál. í fundarlok var samþykkt álykt- un, þar sem lögð er áherzla á nauðsyn þess, að efla forystu og stjórnun í atvinnúmálum strjál- býlisins og bent á nokkur grund- vallaratriði í því efni. Fundurinn var haldinn í fram- baldi af aukaþingi SUS í haust, en þar voru lögð fram drög af efnismikilli gtefnuskrá ungra Sjálfstæðismanna, sem síðan hafa verið rædd í félögum þeirra víðs vegar um landið og verður því haldið áfram á næstu mán- uðum. Þannig verður t. d. fund- ur um sjávarútvegsmál haldinn í Vestmannaeyjum um næstu helgi. Drög þessi verða síðan lögð fram á reglulegu þingi SUS næsta haust, með þeim breytingum sem hinar víðtæku umræður g«fa tilefni til. Birgir ísleifur Gunnarss'on, for maður SUS sett) fundinn á Ak- ureyri og gerði grein fyrir til- gangi hans. Fundarstjóri var skipaður Sigurður Sigurðsson verzlunarmaður, formaður Varð- ar en framsöguræður fluttu Otto Schopka framkvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna, Edgar Guðmundsson verkfræð- ingur Dalvíkur og Ólafsfjarðar og Guðmundur Hallgrímsson lyfjafræðingur á Akureyri. — Vöktu ræður þeirra mikia at- hygli, enda kom fram í þeim að nær því ótæmandi möguleikar eru fyrir hendi til að hefja stór- kostlega iðnvæðingu í landinu til viðbótar við þann iðnað sem fyrir er og vaxið hefur verulega undanfarin ár. Hér fer á eftir ályktun sú er borin var upp og samþykkt í fundarlok: Fundur Sambands ungra Sjálf Otto Schopka Edgar Guðmundsson Guðmundur Hallgrímæon tálið, eru í undirbúningi fjöl- margir fundir um land allt, og verða þeir auglýstir síðar. Rétt er að geta þess, að Heimdallur F.U.S hefur starfandi nefnd, sem hefur allan veg og vanda að úr vinnslu Þjóðmálaverkefnanna á vegum félagsins og hefur hún þegar leitað umsagnar ýmissa manna og eftir að hafa unnið úr því, sem fram kemur, mun verða efnt til funda á vegum fé- lagsins. Nú næstu daga verða einstak- ir kaflar „Þjóðmálaverkefnis næstu ára“ birtir í Morgunblað- inu, en drögin skiptast í eftir- talda meginkafla: Rannsóknir og nýjar atvinnu- greinar, Markaðsmá'l, Fjármagn, Sjávarútvegur og fiskiðnaður, Iðnaðarmál, Landbúnaður, Verzl un, Menntamál, Félagsmál, Heil- brigðismál, Almannatryggingar, Húsnæðismál, Menningarmál, Ut anríkis- og öryggismál, Skatta- kerfið, Samgöngumái, Starfsemi hins opinbera og tengslin við al- menning. Ýmiss þjóðmálaverkefni Áhugafólk er hvatt til þess að kynna sér efni umræðugrund- vallarins og taka þátt í framtíð- arstefnumótun þeirri, sem nú er unnið að. Skrifstofa S.U.S Válhöll v. Suðurgötu hefur upplag af Þjóð málaverkefninu, og getur fólk hringt í síma 17103, ef óskað er eftir að fá verkefnið sent. Nú á næstunni mun tímaritið Stefn- ir koma út, en þar er skýrt frá öllu, sem fram kom á aukaþingi S.U.S. sl. haust. Allar breytingatil'lögur, við- aukatillögur og aðrar athuga- semdir, sem berast skrifstofu S.U.S verða kynntar á þingi S.U.S næsta haust, þar sem geng ið verður frá framtíðarstefnu- skrá ungra Sjálfstæðismanna. stæðismanna og Varðar, félags ungra Sjálfstæðismanna á Akur- eyri, haldinn á Akureyri 15. febrúar 1969 bendir á nauðsyn þess að efla forystu og stjórnun í atvinnumálum strjálbýlisins. I því sambandi ályktar fundurinn: 1. Að skona á stjórnvöld lands- ins, að stórefla starfsemi á sviði skipulagsmála og byggðaáætlana í strjálbýlinu, svo og að færa þjónustu ýmissa opinberra stofn- anna, s. s. í samgöngumálum, að öllu eða miklu leyti, út á land, þar sem vettvangur þeirra er fyrst og fremst. 2. Að skora á stjórnvöld lands- ins, að s'tuðla að aukinni sjálfs- stjórn sveitarfélaganna i fjár- málum og framkvæmdum. 3. Að krefjast þess. að nú þeg- ar verði hafnar víðtækar rann- sóknir til undirbúnings nauðsyn- legum virkjunum í strjálbýlinu til raforkuframleiðslu og til undir búnings stóriðju og öðrum iðn- aði, enda verði næsta stóriðju- fyrirtæki byggt í strjálbýlinu, þótt það kunni að kosta meira átak en ella. 4. Að skora á forystumenn í atvinnumálum strjálbýlisins og þá einkum í iðnrekstri, svo og áhugamenn, að stofna til sam- taka sín á milli í hverju kjör- dæmi til að efla og auka mögu- leika atvinnufyrirtækjanna, að vinna öllum árum að því að haf- in verði uppbygging stóriðju og annars meiri háttar iðnaðar í strjálbýlinu. Fundurinn telur þetta grund- vallaratriði til að fyrirhuguð iðnvæðing í landinu fái raun- verulega náð til hinna strjálli byggða landsins, og hafi þannig um leið nauðsynleg áhrif til fyllstu nýtingar á auðæfum lands og sjávar og hagkvæmustu byppðaþróunar í landinu. -J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.