Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1969. DR. Guðmundur Sigvaldason, jarðefnafræðingur, hefur undan- farið ár starfað á vegum Sam- einuðu þjóðanna í E1 Salvador í Mið-Ameríku, við rannsóknir á fyrirhugaðri raforkuvinnslu úr jarðhita, en það viðfangsefni Sameinuðu þjóðanna til aðstoð- ar við E1 Salvador hefur að mestu verið unnið af íslenzkum eérfræðingum. Guðmundur er nú kominn heim með fjölskyldu sinni, og því leituðum við frétta hjá honum um dvölina í E1 Salvador og verkefnin þar. — Tilefni þess að ég fór til E1 Salvador er það, að Samein- uðu þjóðirnar hafa nýlega feng- ið áhuga á að virkja jarðhita til raforkuframleiðslu í þróunar- löndunum. Þeir hafa tekið að sér slík verkefni á þremur stöðum, í Chile, Tyrklandi og E1 Salva- dor. í E1 Salvador var byrjað árið 1966 og fóru fram rann- sóknir fram í ársbyrjun 1968. Þá hófust boranir. Þetta verk er kost að af sérsjóðum Sameinuðu þjóðanna í samvinnu við ríkis- stjórn E1 Salvador. Starfslið er mest Salvadorbúar, en erlendir menn hafa verið fengnir til að Guðmundur Sigvaldason, Gunnar Böðvarsson, Sveinn Einarsson, ísleifur Jónsson og Englending- urinn Baily fyrir utan efnarannsóknarstofuna í San Salvador. Við jarðhitarannsókn- ir í E1 Sulvador íslendingar vinna það verk fyrir SÞ Samtal við dr. Cuðmund Sigvaldason, sem er nýkominn heim frá ársdvöl í M-Ameríku leiðbeina og veita verkinu for- stöðu. — Þetta verkefni hefur að meginhluta veiið unnið af íslend ingum. Samtais 7 Íílendingar hafa unnið við það um lengri eða skemmri tíma, sagði Guð- mundur ennfremur. í Chiie hafa Nýsjálendingar haft mestan veg og vanda af verkinu og í Tyrk- landi ítalir, en þessar þrjár þjóðir hafa allar reynslu í jarð- hitarannsóknum. Það má geta þess, að í E1 Salvador er verk- efnið komið lengst áleiðis, búið að sýna fram á, að hægt sé að virkja jarðhita þarna til raforku framleiðslu. Þeir íslendingar, sem að þessu hafa unnið eru Guð mundur Pálmason, jarðeðlisfræð ingur, sem var þarna tvisvar, Gunnar Böðvarsson, jarðeðlis- fræðingur, sem einnig var þar tvisvar, ísleifur Jónsson, sem er sérfræðingur í borunum, en hann stjórnaði mjög árangurs- ríkri borun í fyrrasumar Sveinn Einarsson, verkfræðingur, sem hefur verið þarna tvisvar og hefur m.a. unnið að undirbúningi hagkvæmnirannsókna, Per Krogh Sverrisson, borverkfræð- ingur, sem sá um frágang á bor- holuútbúnaði og Sveinbjörn Björnsson, jarðeðlisfræðingur, sem aflmældi holuna. | — Hvað hyggjast Salvadorbú- ar nú gera, þegar búið er að undirbúa þannig virkjun á jarð- hita? I — Fyrsta stigið verður að öll- um líkindum 30 Megawatta stöð, sem að stáerð er þá um þriðj- ungur af fyr^ta stigi Búrfel’ls- virkjunar, en gert er ráð fyrir * að hægt sé að stækka hana upp í 150 Megawött. Samt er við ým- is vandamál að stríða. Holurnar gefa bæði gufu og vatn, eins og hér á landi. Vatnið er hins vegar mjög steinefnaríkt og í því er til dæmis mikið bór, sem hefur eit- urverkanir á margar jurtir. Ef vatninu er hleypt út í ár, sem þarna eru notaðar til áveitu, þá mengar það jarðveginn. Þetta vandamái verður að leysa og það verður vænlanlega gert méð því að dæla vatninu aftur niður í jörðina. Það verða um 2000 tonn af vatni, sem þarf að losna við á 'hverri klukkustund. — Gerir það ekkert til, þó vatninu sé dælt þannig til baka niður í jörðina? — Það gæti haft jákvæð áhrif og oiðið til þess að svæðið ent- ist lengur. Það gæti viðhaldið vatni og þrýstingi. En þetta hef- ur aldrei verið gert fyrr og er allt á tilraunastigi. — Varst þú sem jarðefnafræð- ingur að vinna við þes'H viðfangs efni? — Ég var að gera jarðefna- fræðilega hönnun á svæðinu, þ.e. að kanna almennt einkenni svæðisins með tilliti til botnihita og víðátta vatnsgeymsins. — Svo er annað atriði, hé!t Guðmundur áfram. Þessu verk- efni á að ljúka 31. marz. Tak- markið með því var að finna jarðhitasvæði sem gæti talizt lík- legt til raforkuframleiðslu. TU þess að hægt sé að leggja út í framkvæmdir þarf að liggja fyr- ir skýrsla, sem hægt er að fara með til alþjóða lánastofnaná og fá fjárfestingarlán. Nú stendur þetta þannig, að búið er að bora víða, en aðeins eina holu á því svæði sem líklegast er til virkj- unar. Áður en ég fór, var sótt um lán til Sérsjóðs Sameinuðu þjóðanna, til áframhaldandi bor- ana og til að gera hagkvæmnis- rannsóknir. — Ætiar þú þá að halda þessu verki áfram? — Nei, ég sé mér ekki fært að veia lengur í burtu að heim- an. En það má regja að fyrir liggi loforð um að sjóðir Sam- einuðu þjóðanna leggi fram 700 þúsund doilara og E1 Salvador leggi eina millrjón á móti, og ryiir þessa upptiiæð á að bora sjö boi’holur og ganga fiá loka- skýrslunni. Ætiunin er að byrja aftur í júlí, og ef allt gengur að óskum, er miðað við að stöðin verði komih upp í árSlok 1973. — Þeir verða þá líklega ekki á undan okkur með fyrstu raí- viikjunina úr jarðlhita, því Náma karðsstöðir. ætti að koma á undan, eða hvað? — Nei, ekki á undan okkur, en þeir gætu verið komnir með stærri jarðhitastöð í fyrsta áfanga. — Nú er ekki vitað hvernig fer, því mikill skortur er á mönnum með sérfræðimenntun á þessu sviði, heldur Guðmund- ur áfram .Sameinuðu þjóðirnar hafa álhuga á að taka upp sams- konar verkefni víðar, eins og í Guatemaia og Costa Rica í Mið- Ameiíku, á Filipseyjum og For- mósu í Asíu og í Uganda og Ethiópíu í Afríku. Áformað er að hefja verkið í Ethiópíu á þessu ári. En ástandið er þannig, að sérfræðinga vantar í E1 Salva dor, hvað þá að mannskapur sé Lil fyrir ný verkefni. — Er þá ekki boðið í ykkur? — Sameinuðu þjóðirnar geta ekki boðið í menn. En þetta er óneitanlega skemmtilegt starf. Það hefur verið lagt mjög að okkur að halda áfram störfum í E1 Salvador. En hins vegar er mikið að gera hér heima vegna verkefna, sem nú liggja fyrir, svo að óhægt er um vik að senda menn til starfa hjá Sam einuðu þjóðunum. Þeir eru ið leita að mönnum og þeir báðu okkur Svein Einarsson, þegar við vorum í aðalstöðvunum í New Yoik nýlega, um að reyna að finna einhverja menn hér heima, sem gætu tekið að sér .•tjórn verksins í E1 Salvador, og eins menn sem gætu veitt að- sloð á öðrum sviðum. — Nú er mikið talað um til- komu kjarnorkustöðva. Eru þeir ekki hiæddir við að þær taki við raforkuframleiðslunni og jarð- hitavirkjanir verði þarmeð úr- eltar í fiamtíðinni? — Enn er það gvo, að kjarn- orkuafislöðvar eiu mjög dýrar, nema hægt sé að byggja í stórum einlngum. Kosturinn við jarðhita virkjun er hins vegar sá, að kos.tnaður er sá sami á kílówatt hvort sem byggt er stórt eða smátt. Því er tilvalið fyrir þjóðir ið 'Oihr.luna í Ahuachapan í E1 Salvador. Guðmundur Sigvalda son með tveimur starfsmönnum frá E1 Salv”'’ með lítið fjármagn og takmark- aðan orkumarkað að virkja jarð hitasvæðin, því það má gera eft ir -hendinni og allt á sama verði. í sambandi við fyrri hluta þessa verkefnis í E1 Salvador, sem við erum að tala um, var send nefnd frá Sameinuðu þjóðunum, sem átti að kanna það verk, sem búið væri að vinna, með tilliti til áframhalds. Nefndarmenn kom- ust að þeirri niðurstöðu, að kostn aður við 30 Mw stöð, sem byggð- ist á jarðhita, yrði 5% mill. (1 mill er 1/1000 úr dollara), þar sem næstódýrasti möguleikinn til orkuvinnslu í landinu yrði 8 14 mill á kílówatteiningu. E1 Salvador hefur mjög takmarkað an möguleika til orkuvinnslu. Þar er ein á, sem hefur verið virkjuð, en næsta virkjunarstig þar mundi kosta stóra stýflu og hún mundi kaffæra stórt land- svæði, sem er dýrmætt akur- yrkjuland. Þyrfti þá að flytja fjölda fólks í burtu af því landi. Þeir hafa því jöfnum höndum hugsað um olíuknúnar stöðvar, en gjaldeyristekjur þeirra eru takmarkaðar og því ekki gott að þurfa að leggja mikið í innflutn- in^ á olíu. — Eru þeir að hugsa um raf- magn til heimilisnotkunar eða í stærri stíl? — Þeir eru að hugsa um raf- magn til iðnaðar. Þarna er gíf- urlegt atvinnuleysisvandamál, og meirihluti þjóðarinnar býr við þröngan kost. Þetta er Mtið en þéttbýlt land, 314 milljónir manna á 20 þúsund ferkílómetr- um. Helztu útflutningsafurðir eru kaffi, bómull, og svoiítið af sykri. — En hvernig er fyrir íslend- ing að búa þar. Er mjög heitl? — Loftslagið er ekki sem verst. Borgin San SaLvador er í 600-700 metra hæð og þar er um 30 stiga hiti á daginn og kólnar niður í 20 ctig á nóttunni. Hitinn er allt- af jafn allan ársins hring, en skiptast á regntími og þurrk- tími. í rigningunni er jafniheitt, en þá koma hellidembur einu sinni á dag, síðan skín sólin aft- ur. Okkur féll þetta vel. En það slóð illa á skólatíma fyrir krakk- ana, sem komu á eftir mér, svo ekki tók því að byrja í skóla í nýju landi, og mamma þeiria varð því að kenna þeim heima. — Svo þú ert ákveðinn í að vera nú kominn heim? — Já, já, en það er freistandi að fara öðru hverju til starfa ytra, en ekki til langframa. — Hvaða verkefni ferðu í núna? — Það hefur nú orðið talsverð breyting á meðan ég var í burtu. Við jarðfræðingarnir, sem vor- um í Iðnaðardeild, eigum að flytjast yfir til Raunvísindastofn unar. Þar verðum við dr. Þor- leifur Einarsson, Sigurður Stein- þórsson og Haraldur Sigurðsson, undir forustu dr. Sigurðar Þór- arinssonar í jarðvLsindastofu Raunvísindastofnunar. Mér lizt ve’l á þetta og við bindum mikl ar vonir við þetta fyrirkomulag. Ég veit ekki hvaða verkefni liggja fyrir á næstunni. Ég er varla farinn að tala við nokkurn mann. — Segðu mér, Guðmundur. Ná hafa Salvadorbúar allt í einu fengið til sín íslendinga, vita þeir nokkuð um ísland? — Nei, þeir hafa litla hugmynd um hvar það er. Og ég lái þeim það ekki. Við vitum svo fjarska lítið um þá. í landaffræði dóttur minnar fá Mið-Ameríkulöndin öll, Guatamala, Costa Rica, Nica- ragua, Honduras, E1 Salvador, há'lfa blaðsíðu. — Það væri mjög æskilegt ef við gætum með nokkru móti miðlað af þeirri þekkingu, sem okkur hefur tekizt að afia á sviði jarðhitarannsókna, sagði Guð- mundur Sigvaldason að lokum. Þó við séum fáir, þá ætti að vera hægt að lana Sameinuðu þjóðunum menn um tíma, til að vinna að þessum verkefnum í þróunarlöndunum. Ég vona að hluti af aðstoð okkar við þróun arlöndin geti orðið með þessu — E. Pá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.