Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1969. 5 vísitölunnar Frá sveit til sjávar Grundvöllur UMRÆÐUR um vísitölu eru nú ríkastar í hugum allra landsmanna. Ljóst er, að verði vísitölukerfinu við haldið óbreyttu, erum við á skammri stuftdu komnir í sama fenjð á ný í efnahags- málum. Verðbólguskrúfan heldur áfram af fullum krafti og gengisfelling verður árleg- ur viðburður, ef ekki verður numið sta'ðar á þessari braut. Vísitalan er sem kunnugt er, reiknuð af tilkostnaði þeim, er við teljum að sé við lífs- framfærsluna. í kjölfar geng- isfellingar hækkar tilkpstnað- urinn við framfærsluna og þá um leið kaupið, sem tekið er af atvinnuvegum þeim, sem verið er að reyna að hjálpa með gengisfellingunni. Þar me'ð er hagnaður atvinnu- greinanna af gengisfelling- unm runninn út í sandinn og allt situr við sama og áður. F ramleiðniví sitala Væri nokkur goðgá að varpa fram þeirri spurningu, hvort ekki væri hægt að finna annan og eðlilegri grundvöll fyrir vísitölu, heldur en nú er? Mætti ekki leggja fram- leiðni þjóðarbúsins til grund- vallar vísitölunni, í stað til- kostnaðarins? Þá yrði að taka til grundvallar bæði verð þa’ð, er fæst fyrir þjóðarframleiðsl una, og magn einstakra fram- leiðslugreina. Svo virðist að vísu í fljótu bragði, að þetta kunni að reynast erfitt í fram- kvæmd, þar sem afkoma at- vinnugreinanna liggur seinna fyrir heldur en tilkostnaður, sem þegar í stað segir til sín. Hitt má furðulegt vera, ef hagfræðingar okkar geta ekki fundið vi'ðunanlegt kerfi til þessa útreiknings. Það má líkja þessari hug- mynd við rekstur venjulegs heimilis. Við skulum gera ráð fyrir að heimilisfaðirinn sé sjómaður, sem á trillubát og lifir á fiskveiðum.. Dag nokk- urn er svo komið að konan hans segir, að nú sé tilkostn- aðurinn við heimilishaldið or'ð inn svo mikill, að hún verði að fá meiri peninga til að geta staðið undir honum. En sjómaðurinn og fyrirvinna heimilisins hefir ekki að sama skapi fengið meira fyrir fisk- inn sinn, eða afli hefir verið minni, jafnvel tilkostnaðurinn hjá honum hefir aukizt. Sem sé, tekjur heimilisins hafa ekki vaxi’ð og hann getur því ekki lagt meira til reksturs þess. Sparnaður Þetta er dæmi, sem allir heimilisfeður skilja. En hver eru þá viðbrögð fyrirvinnu og húsmóður? Einfaldlega þau að spara. Ekkert ráð annað blasir við. Þetta hafa menn einlægt þurft að gera. Að lifa um efni fram, hefir aldrei gengið til lengdar. Að sjálf- sögðu leita menn á ný mið, þegar fiskurinn hverfur af þeim gömlu. En þa'ð vita menn, að tekur sinn tíma, og á meðan er ekkert annað ráð til en spara. Húsmóðirin verð ur að draga úr tilkostnaðin- um við heimilishaldið. Er þjóðfélag okkar ekki ein mitt stórt heimii, sem rekið er á sama grundvelli. Væri því ekki eðlilegra að grund- völlur kaupgjaldsvísitölunnar væri afkoma atvinnuveganna í landinu, hverju nafni sem þeir nefnast? nýrra atvinnugreina í þjóðfé- laginu, til þess að auka ör- yggi þess í efnahagslegu til- liti. Allt er það gott og sjálf- sagt. Því fjölskrúðugra sem atvinnulífið er, þeim mun minni hætta er á stóráföllum, ef aflinn bregst á einhverjum miðum. Ein atvinnugrein hefir þó legið í þagnargildi í öllum umræðum og nýskipan at- vinnuveganna, en það eru siglingar. Hví skyldu Islend- ingar, sem eru ein harðsnún- asta siglingaþjóð heims, sem á þrautþjálfaða sjómenn, sem fengið hafa skóla sinn við hinar erfi'ðustu aðstæður, ekki gefa meiri gaum að sigling- um. Alla tíð hafa siglingar verið grundvöllur þess að hér á landi væri hægt að lifa mannsæmandi lífi. Siglingar hafa því verið líflína okkar til samskipta við umheiminn. Þetta eyland, miðja vegu milli tveggja ríkustu heimsálfanna, ætti að vera hin ákjósanleg- asta miðstöð siglinga. Eins og verðlagi háttar í dag, þá er- um við samkeppnisfærir á þessu sviði. En skipastóll okk ar hefir ekki vaxi'ð sem skyldi á undanförnum árum. Lítum til granna okkar, Norðmanna. Þeir afla stærsta hluta sinna þjóðartekna með sigl- ingum. Þá er því við að bæta, að við erum nú færir um að byggja siglingaflota okkar sjálfir. Öflugar siglingar myndu því hafa mikil áhrif á skipasmíðaiðnað okkar. Eins og nú er komið málum mun láta nærri að innlendur kostnaður í sambandi vi’ð sigl ingar sé um 40% af heildar- kostnaði við útgerð siglinga- flota okkar. En þá er miðað við að skipin séu keypt er- lendis, viðhaldskostnaður, er- ingarkostnaður. Þetta hlutfall lendis svo og lána- og trygg- myndi að sjálfsögðu breytast af skipin væru smíðuð hér og ef hægt væri að fá lán til út- gerðarinnar hér í ríkari mæli Þjóðaratvinnugrein Siglingar Vfð ræðum um að leita Að sjálfsögðu verðum við að halda innlendum kostnaði niðri og miða hann við kostn- aðinn á heimstnælikvarða, ef við eigum að geta rekið þenn an atvinnurekstur í sam- keppni við aðrar þjóðir. En við verðum raunar að gera það á öllum sviðum. Og við getum það, ef rétt og skyn- samlega er á málum haldi'ð. Þetta verðum við að hafa sem leiðarljós í öllum okkar atvinnurekstri. Við verðum að beita öllu okkar viðskipta- viti, dugnaði og verkhæfni. Það munu sjálfsagt fáir Is- lendingar, sem vilja viður- kenna að við séum eftirbát- ar annarra á vitsmunasvið- inu. Þá er þess að geta að við höfuð yfir að ráða þekkingu og reynslu á fjölda mörgum sviðum, sem aðrar þjóðir skortir. Það liggur því bein- ast við að efla þær atvinnu- greinar, sem við höfum mesta þekkingu á. Stóriðjan er okk- ur framandi, en það er eng- inn efi á að við munum læra hana og vi'ð eigum á því sviði mjög sterkan leik, þar sem er orkugjafinn í fallvötnum okkar. En við megum ekki gleyma þeim atvinnugrein- um, sem allar kynslóðir Is- lendinga hafa þjálfast í, og þar með skal telja siglingarn- ar. Við skulum því gefa meiri gaum að þessari þjóðarat- vinnugrein og við skulum ekki hika við að leggja með flota okkar út á heimshöfin, auka hann og efla, og keppa þar til sigurs. FRÁ BÚNAÐARÞINGI: Framfylgt verði lögum um fræðsluskyldu Á fundi Búnaðarþings í gær voru 4 mál til síðari umræðu og tvö mál til fyrri umræðu. Af- greidd voru tvö mál frá þing- inu; Erindi Össurar Guðbjarts- sonar um jöfnuð á fjárhagslegri aðstöðu til framhaldsnáms, var afgreitt með eftirfarandi álykt- un: Búnaðarþing vill hér með visa til ályktunar er samþykkt var á Búnaðarþingi 1968, þess efnis að skorað var á yfirstjórn fræðslumála að framfylgt yrði, þá þegar, lögum um fræðslu- skyldu barna og unglinga í þeim skólahverfum, þar sem slíkri framkvæmd hafði ekki verið komið á. Ofurlítið hefur áunnizt í þessu efni á liðnu ári, en þó vill Bún- aðarþing endurtaka áskorun sína til menntamálaráðherra og fræðslumálastjóra um tafarlaus- ar úrbætur í þessu mikilsver’ða máli. Ennfremur skorar Búnaðar- þing á Alþingi og ríkisstjórn að sett séu í lög ákvæði um skyldu ríkissjóðs til að greiða fyrir þvi að fjárhagsleg aðstaða nemenda í skólum landsins verði jöfnuð þannig að allir nemendur hafi sömu aðstöðu til nám^, hvort heldur sé í dreyfbýli eða þétt- býli. Búnáðarþing vísar til greinar- gerðar er fylgdi ályktun þeirri er samþykkt var á Búnaðarþingi 1963 í máli nr. 3 og 21. Síðara málið, sem var afgreitt frá Búnaðarþingi, var erindi Stéttarsambands bænda um rekstrarlán landbúnaðarins, lagt fram af stjórn Búnaðarfélags Is- lands. Það var afgreitt með svo hljóðandi ályktun: ALYKXUN Búnaðarþing telur algjörlega óviðunandi að rekstrarlán til landbúnaðarins skuli enn standa óbreytt að krónutölu frá því ári'ð 1959. Þessi lán hafa því lækkað hlutfallslega, sem nemur auknu magni og verðgildi sauðfjáraf- urða frá þeim tima. Rekstrarfjárþörfin hefur hins vegar verið í hlutfalli yið hækk að verðlag á rekstrarvörum land búnaðarins. Fyrirsjáanleg er stórhækkun á verði tilbúins áburðar, er gera mun fjölda bænda ókleift að kaupa áburðinn á komandi vori. nema til komi stóraukin rekstrar lón, eða ni'ðurgreiðsla á áburðar verði. Því felur þingið stjórnum Bún aðarfélags íslands og Stéttarsam bands bænda að gera allt sem unnt er til þess að raunhæfar úrbætur fáist á þessu sviði, og rekstrarlánin geti gegnt því hlut verki, sem þeim var upphaflega ætlað. GREINARGERÐ Verðmæti sauðfjárafurða hefur aukizt úr 267,2 millj. kr. reiknað með grundvallarverði ársins 1959 í 1,063 millj. kr. reiknað með grundvallarverði 1. jan. 1969. Á sama tíma hefur verið á öllum rekstrarvörum stórhækkað og nú er fyrirsjáanleg mikil hækkun á tilbúnum áburði á komandi vori. Áríðandi er að finna raunhæfa lausn á þessu máli, til þess að viðskipti bænda og fyrirtækja þeirra geti gengið á eðlilegan hátt. er rétt liMiid cXii viö iiorniö Þarna er hann. f búðinni. Þarna er Henri í vindlahillunni. Henri 'Wintermans. Hollenzkur at3 ætt og uppruna, en eins alþjððlegur og hægt er. í löndum svo fjarri hvort ö'Öru sem Bretland og Xstralía, eelst Henri Wintermans miklu meira en nokkur annar vindill, einfaldlega af þvi að hann hefur hitS góða og milda brag'ð og svo fallega nýtfzku lögun, sem er svo vinsælt um allan heim. KynniS ykkur fyrir Henri og þið eignizt lífstíðar vin. Kynnizt Henri Wintermans Short Panatella Rétta stærðin tyrix alla. Hæfllega langur. Hæfllega gildur. Hæfllega bragtSmikill. Hæfilega mildur. Seldur í 5 stykkja pökkum. Xynnizt Henri Wintermans Cigarillos (ViS kölluðum þá áður Senoritas) A stærð við “King-Size” vindling, en gildari. Ekta hollenzkur smávindill, með hinu milda og góða Henri Wintermans bragði. Seldur í 10 stykkja pökkum. HENRI WINTERMANS HINN ALÞ JÖÐLEG-I HOLLENDINGUR Umboðsmenn: GLOBUS H/F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.