Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1969. 11 JÓN K. MACNÚSSON: Kristján Jónsson — Fjallaskáld F. 21. júní 1842. D. 8. marz 1869. Þannig geng ég viLitur víst, mín von er töpuð. Ár voru mér þau örlög sköpuð. (Lífsleiði, 1868) FRÁFALL og jarðarför ungs manns í litlu þorpi austur á landi fyrir réttum hundrað ár- um, hefur tæplega komið miklu róti á hugi manna þar, eða ann- ars staðar á landinu, sérstaklega, þegar í hlut átti maður, sem samtíðin hefur að líkindum ver- ið búin að afskrifa, svo notuð ®éu nútímaleg orð viðskipta- hyggjunnar um gamlan harm- leik umkomulítils manns, sem þó átti sér hærri og veglegri sess i hjörtum allþýðu manna, þegar hann féíl frá, og æ síðan, en margir þeir veraldarinnar vildarvinir, er þá gengu um grund, en eru nú fáum kærir og flestum gleymdir. Oldin sem leið, og þá sérstak- lega síðari hluti hennar, er að líkindum einn merkasti tírni í sögu þjóðarinnar, fyrir þá gifur- legu menningar- og þjóðernis- vakningu ,er yfir gekk, að sjálf- sögðu sem kröftugt bergmál sams konar strauma og storma, er yfir alla vesturáMu fóru á sömu tímum og urðu sá andlegi aflvaki og brunnur, sem ennþá hefur ekki að fullu þorrið kraft- ur eða gnægð. Það er því naumast til'viljun ein, að á þessum tímum koma fram mörg þau stórskáld er ís- land hefur eignast bezt s.s. Matth. Jochums.-on, Grímur Thomsen, Steingr. Thorsteinsson, Ben, Gröndal og fleiri, og ör- skammt var síðan allt var komið í kring hjá Jónasi. Og það voru engir minni karlar en Jón Sig- urðsson, Benedikt Sveins’son, Jón Guðmundsson, Ben. Grön- dal og Arnljótur Ólafsson, svo einhverjir séu nefndir, sem voru í fararbroddi í hinni stórfeng- legu stjórnmálabaráttu, er þá var háð. Allt voru þetta menn, sem tækifæri höfðu haft til að sitja við þá menntabrunna, er beztir voru, þeirra, er ísL námsmenn áttu völ á, um þær mundir. Það er því, ef til vill einna furðulegast fyrirbæra á þessu árabili, að mitt inn í þennan samvalda, svipmikla hóp andans manna stekkur áður óþekktur, óikólagenginn og fátækur sveita- piltur norðan úr landi og kveður sér hljóðs með þeim hætti, að allir urðu að gefa gaum að og á hlýða. Hér skeður það í raun og veru, sem áður heyrði aðeins grískum goðsögnum til, að Pallas Aþena stekkur fullsköpuð og alvopnuð úr höfði Seifs og býður þeirri samtíð byrgin, sem hætti svo til, þá, eins og nú, að viðurkenna aðeins það, er átti sér hefðbund- inn aðdraganda og venjuáegan. Til einvigis kom þó ekki, þvi pilturinn var óðar viðurkenndur sem fullgildur og verðugur með- limur hins ágæta skáldasam- félags, sem áður er um getið. Ef ekki alveg strax, þá að minnsta kosti, er hann hafði birt kvæði sitt, Dettifoss, þá 19 ára að aldri. Birtist það í ,,íslendingi“- 1861 og hlaut einróma lof og að- dáun. Kristján Jónsson hét hann og var sonur fátækra hjóna er bjuggu í Kelduhverfi norður, á bæ þeim er Krossdalur hét. Nafnið er sannarlega táknrænt, því þó að leiðir drengsins ættu eftir að liggja víða um land og afflt til 'höfuðborgarinnar til náms r hinum lærða skóla, komst hann aldrei úr þeim krossdal, er lífið sjálft varð honum, þau fáu ár, er hann fékk lifað. Hvernig og af hverju verður maður skáld? Þessari spurningu verður ekki svarað að neinu marki, þó vafalaust mætti telja ýmislegt það upp, er geti stuðlað að því, að einn maður, fremur en annar, fái þau sjónarhorn til lífsins og umhverfisins, að við- horf hans og skoðanir verði Kristján Jónsson, Fjallaskáld. „skáldlegar" og túlkanir hans „skáldskapur“. Hvað Kristján snertir, verður þetta óráðin gáta að mestu. Þó hefur sá, er einna bezt þekkti hann, Jón Ólafsson ritstj., látið það álit i ljós, að þar kunni að koma til viðkynning hans við ýmsa andans menn, strax frá unglingsárum, fróðleiksfýsn, sam fara miklum bóklestri og sjálfs- menntun, viðkvæmni og fegurð- arþrá og síðast en ekki sízt: gott kyn. Og þau tvö orð segja ekki svo lítið. Öllum þeim, er lesa kvæði Kristjáns, verður fljótlega ljóst, að skapgerð hans er að mestu samanslungin tveim þáttum: djúpu þunglyndi og glaðværum léttleika. Þessir þættir verða aldrei viðskila og er sá fyrr- nefndi sýnu gildari. Það er sól í sinni á því augna- bliki, er hann yrkir í galsa um sjálfan sig: Kallaður pelinn Kristján var kunningjum af mínum, langa og mjóa lögun bar likur nafna sínum. En einhvern veginn finnst manni Kristján vera eðli sínu samkvæmari, er hann segir í „Sjálfslýsingu": Oft með hryggð og harmi horfi ég lífs á veg, trega-tár af hvarmi tíðum felli ég, veít að fánýtt atlf þó er: hjartað mitt í heljar-klóm hlær að sjáifu sér. Þannig verður tvískinnungur skapgerðar hans öllum ljós, er lesa kvæði hans og sjaldan tekst honum að dylja „hina hliðina" hvort heldur þá er hann yrkir um sorg eða gleði, harm eða hlátur. Kristján Jónsson, sem þekkt- ur varð fljótlega undir nafninu „Fjallaskáld", sat í Lærða •skól- anum í Reykjavik veturna 1863- 67 og lauk námi í þrem bekkj- um hans, en hvarf þá úr skóla fyrir fullt og allt. Hafði hann notið styrkja og fyrirgreiðslu ýmissa mætra manna á þeim árum, er virtu skáldið og viðurkenndu gáfur hans og hæfileika og vildu leggja nokkuð af mörkum til þess, að hann fengi notið menntunar og skólagöngu. En eftir á skoðað, virðist manni þetta fyrirtæki hafa verið dauðadæmt frá upp- hafi: Kristján var rúmlega tví- tugur er hann kom suður til náms og var þá þegar haldinn þeim skapgerðarveilum, er vís- astar voru til að fella hann á hálum brautum höfuðborgar- og skólalífs í hópi yngri manna, tápmikilla og glaðværra. Var þar bæði drykkjuhneigð annars veg- ar, en þunglyndi og minnimátt- arkennd hins vegar og reið hvorugt við einteyming. Við lestur sumra kvæða skálds ins læðist sá grunur að manni, að námsvistin hér í borg hafi ekki orðið honum það, er hann vænti. Óregla hans varð ýmsu „góðu“ fólki ásteytingarsteinn og hann hefur ekki farið varbluta af illu umtali og rógi þess sama góða fólks: Hversu mig leysast langar lyga-rógs bæli frá, þars eitraðir þyrni-angar á allra veg sér slá verður örvæntingaróp •skólapilts ins, sem finnur, að illmælgi og dómharka samferðafólksins helzt dyggilega í hendur við hans eigin ógæfu og allt virðist ætla að falla saman og lokast fyrir honum og hér, sem svo oft áður, lýkur hann kvæði sínu með upp- gjafarinnar andvarpi, sem tíðum bryddar á í skáldskap hans: Ó, hvað ég glaður gengi að gröf frá slóðum þeim. Já, fagnaðar mér fengi að fara úr þessum heim. Þeirri ósk, að fá að hverfa úr þessum heimi, þessum veraldar- innar krossdal, skýtur þráfald- lega upp kollinum í ljóðum Kristjáns, já, gengur sem rauð- ur þráður í gegnum flest þeirra og manni býður í grun, að svo hlyti að fara, að hann yrði bæn- heyrður og veitt lausn, löngu fyrr en eðlilegt mætti virðast, með tillíti til aldurs. Hvort ást guðanna hefur átt þar hlut að máli, skal ósagt látið — þar til nrekkur dómgreind mín engan veginn; en á-stir þess guðs, sem Kristjáni skáldi hætti svo til að tilbiðja, brást honum ekki og fylgdi honum dyggilga að landa- mærum þeirra heima, er hann þráði svo einlæglega, a.m.k. á stundum. Kristján Fjallaskáld lézt aust- ur á Vopnafirði þennan dag fyr- ir 'húndrað árum og var jarðsett- ur í kirkjugarðinum á Hofi. Ennþá hefur ævisaga hans ekki verið rituð, utan ágripss, er Jón Ólafsson ritstjóri birti með fyrstu útgáfum ljóða hans. Þar bíður verðugt verkefni ritfærra manna. Þessum fáu línum er ekki ætl- að að vera upprifjun á æviferli skáldsins, heldur ekki að vera neinn dómur eða rýni í manninn og skáldskap hans; þeim er að- eins ætlað að minna alla þá á, er fögrum skáldskap unna, að í dag, kannski öðrum dögum fremur, er ástæða til að staldta eilítið við í ys og þys augna- bliksins og hugsa með nokkru þakklæti til unga skáldsins gæfusnauða, sem þó bar gæfu til, með ljóðum sinum, að gefa hrelldum og döprum meðbræðr- um sínum tækifæri til að lauga sig í þeirri sælu, heimsins svölu í BYRJUN febrúar var þess getið í dönsku tímariti, að á árs fundi mjólkursamlaganna þar í landi, er haldinn var í janúar- mánuði sl., hafi forstjóri Sam- bands danskra mjólkursamlaga, Thorkild Mathiassen drepið á, að mjólkursölulöggjöfin öll og reglugerðir um þau efni sé tek- ið til endurskoðunar, þar eð um- rædd fyrirmæli eru því nær 30 ára. Ég veitti frétt þessari sér- staklega athygli, af því að ég vissi, að okkar reglugerð um meðfer’ð og sölu mjólkur er snið- in með hliðsjón af þeim dönsku. Þegar ég svo las í Morgunblað- inu þann 28. febrúar sl„ að á fundi um mjólkurmál, sem hald- inn var í Reykjavík þann 26. febr. hafi Sigurður Magnússon, framkvæmdastjóri sagt m.a.: „að nú fyrir skömmu hafi verið samþykkt í Danmörku að gera mjólkurverzlun frjálsa ......“ undraðist ég hve fljótt Danir hafa brugðizt við. Þeir hafa löngum verið í fararbroddi þjóð anna í þessum málum og hafa þá verið búnir áð hugsa og und- irbúa málið, ályktaði ég. Fannst mér því sjálfsagt að spyrja á við- eigandi stað með þetta, hjá odd- vita mjólkurmeðferðarmálanna. Mathiassen forstjóri var veikur en fyrir svörum var fulltrúi hans, E. Rosager, deildarstjóri. Ég tjáði, að mjólkursölumál- in séu á dagskrá hér og okkur þætti vænt um að fá eintak af lind, er ótal ‘læknar sár og hann sjálíur kvað um á svo hugljúfan hátt. Lokaorð æviágrips þess, er Jón Ólafsson ritstj. skrifaði 1872 og fylgdi 1. útg. l’jóða Kristjáns, ætla ég að leyfa mér að gera að mínum hér: „Yfir höfuð má einkenna lifs- skoðun Kristjáns með tveim línum á hvorri hlið á legsteini hans. Öðru megin: Lífið allt er blóðrás og logandi und, sem læknast ekki fyrr en á aldurtilastund. en hinu megin: Vort æskulíf er leikur, sem líður tra-la-la! Þetta er lífsskoðun hans, þetta er ævisaga hans í fjórum línum". þeirra nýju samþykktum, ef til væru. Svarið var, að víst væri komið á dagskrá áð fá nýjar reglugerðir og lög um þessi efni í Danmörk, því að það sem nú gildir sé frá því um 1940. Meiri hluti mjólkur sé enn seldur í flöskum, en pappaumbúðir vinni hylli fólks og er þær verða alls ráðandi, muni líklegt, að sam- þykki fáist tiL þess að selja mjólk í matvöruverzlunum. En þetta er allt á fyrsta umræðu- stigi og fyrst þarf að kanna við- horfin hjá heilbrigðisnefndum landsins, samræma síðan við- horfin og semja lög og innan ramma þeirra ver’ða siðan gerð- ar samþykktir, er gilda á við- eigandi samsölusvæðum í sam- ræmi við fyrirmæli heilbrigðis- nefnda. Þetta getur allt tekið eitt ár eða tvö, ef til vill enn lengri tíma, en ný viðhorf eru eðlileg samkvæmt kröfum og við horfum nýrra tíma. -----o--- Framanskráð eru þá stáð- reyndirnar varðandi nefnt atriði, sem Morgunblaðið hefur eftir Sigur’ði Magnússyni, fram- kvæmdastjóra. Vonandi er, að þetta atriði sé eina öfugmælið, sem fram hefur komið á nefnd- um fundi, því að falsvitni þjóna engum málstað í svo mikilsverð- um efnum, sem mjólkurmál eru. Reykjavík, 4. marz 1969 Gísli Krístjánsson. FÉLAC ÍSLENZKRA RAFVIRKJA Alfsherjaratkvæðagreiðsla fyrir þá fé’agsmenn sem búsettir eru á Reykjavíkur- svæðinu og ekki hafa þegar fengið send kjörgögn, fer fram í skrifstofu félagsins Freyjugötu 27 laugardaginn 8. og sunnudaginn 9. marz n.k. kl. 14—22 báða dagana. Reykjavík 6. marz 1969. Kjörstjóm Félags íslenzkra rafvirkja. Jndversk undraveröld" Langar yður til að eignast fáséðan hlut? í Jasmin er alltaf eitthvað fágætt að finna. Urvalið er mikið af fallegum og sérkennilegum mun- um til tækifærisgjafa. Austurlenzkir skrautmunir handunnir úr margvíslegum efnivið. JASMIN SNORRABRAUT 22. SKRIFSTOFUSTARF Tæknifræðingur Ungur skipa- eða véltæknifræðingur óskast til starfa hjá Skipadeild SÍS. STARFSMANNAHALD MJÓLKURVERZL- UN I DANMÖRKU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.