Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 8
8 MORGUNBCAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1969. Bætt skipan þjóðhátíðahalds Tillögur Æskulýössambands Islands U M nokkurt skeið hefur Æskulýðssamband Islands unnið að tillögugerð um bætta skipan þjóðhátíðar- halds í landinu. Þessar tillög- ur voru birtar fyrir skömmu og fara þær hér á eftir í heild ásamt greinargerð fyr- ir þeim: I. AÐDRAGANDI Á 5. þingi sínu vorið 1967 samþykkti Æskulýðssamband Is- lands ávarp til íslenzku þjóðar- innar. I því sagði m.a.: „ísland hefur nú í rúman ald- arfjórðung verið í alfaraleið og einangrun þjóðarinnar er liðin tíð. Bendir þróun undanfarinna ára ákveðið til þess, að samstarf þjó'ðanna muni stóraukast á komandi árum. Þessari þróun fagna fulltrúar landssamtaka £~skunnar og hvetja ákveðið til aukinnar þátttöku íslands í al- þjóðlegri samvinnu og samhjálp þjóðanna. Samhliða því er hvatt til eflingar þjóðarvitundar og varðveizlu þjóðlegra sérkenna, eða aðlögunar þar sem svo á við. Á þessari stund skal minnzt á tvö atriði: I fyrsta lagi, að íslenzkt þjóð- hátíðarhald hefur ekki þá reisn né þann þokka, sem vera skyldi." Og áfram segir: „Fulltrúar íslenzku æskulýðs- samtakanna hvetja þjóðhátíðar- nefndir til að vanda undirbún- ing þjóðhátíðarhaldanna og þær stefni jafnframt.að því að þjóð- hátíðin verðT fjölbreytt, þannig að húrt beri ekki sama svip ár- um saman. Hvetja almenning til að leggja sitt af mörkum á komandi árum, þannig að íslenzk þjóðhátíð verði þáttur í að efla heilbrigða þjó’ðerniskennd og verða lands- mönnum til sannrar ánægju.“ í niðurlagskafla ávarpsins segir: „Fulltrúar æskulýðssamtak- anna á sameiginlegum vettvangi þeirra, þingi ÆSÍ, samþykkja: að ÆSl stofni þjóðhátíðamefnd ungs fólks, sem setji fram hug- myndir um NÝJA ÞJÓÐHÁTÍÐ fyrir aldarfjórðungsafmæli lýð- veldisins 1969, og verði nefnd- inni ætlað að móta blæ þjóð- hátíðarhalds í framtíðinni.“ n. NEFND SKIPUÐ Síðastliðið haust skipaði stjórn Æskulýðssambands íslands því nefnd 6 ungra manna og kvenna til tillögugerðar um bætta skip- an þjóðhátíðarhalds í landinu. I nefndinni áttu þessi sæti: Baldur Guðlaugsson, stud. jur., formaður; Guðmundur Þorgeirs- son, stud. med.; Arnfinnur Jóns- son, kennari; Baldvin Jónsson, fulltrúi; Borghildur Einarsdótt- ir, stud phil. og Höskuldur Þrá- insson, stud. philol. Nefndin hóf störf sín á því að senda út bréf til allra þeirra að- ila í landinu, sem hafa með höndum umsjón hátíðahaldanna 17. júní ár hvert, og var þar skýrt frá skipan nefndarinnar og tilgangi. Þess var farið á leit að þeir sendu svör við nokkrum spurningum, svo sem við því hvenær þjóðhátíðarundirbúning- ur hæfist og hverjir önnuðust hann, hversu margir sæktu há- tíðahöldin og hvaða aldursflokk- ar helzt. Enn fremur var beðið um hátíðadagskrá síðustu þriggja ára og leitað eftir helztu gagn- rýni á ríkjandi tilhögun. Mörg svör bárust og kynnti nefndin sér efni þeirra. Fram til þess tíma hafði nefnd- in ætlað, að unnt yrði að gera allsherjardrög að hátíðadagskrá, sem einstakir framkvæmdaaðil- ar hefðu síðan að leiðarljósi. En nefndin sá brátt, að slíkt var óvinnandi sökum breytilegra aðstæ'ðna frá einum stað til ann- ars, auk þess sem það hlaut að teljast óæskilegt að færa hátíða- höldin í sama búning um gjör- vallt landið. Því var horfið frá ofangreindri upplýsingasöfnun. Nefndin var frá upphafi sam- mála um að dagskrártilhögun 17. júní og framferði þjóðhátíð- argesta víða um land væru yfir- leitt lítt til þess fallin að efla þjóðarvitund Islendinga. III. TILLÖGUR Tillögur nefndarinnar til úr- bóta eru þessir: Skipuð verði nefnd, Lands- nefnd þjó'ðhátíðarhalds, sem hafi á hendi yfirumsjón með fram- kvæmd hátíðahaldanna. Helztu störf nefndarmnaT verði þessi: 1. Að velja hátíðahöldunum ákveðið stef ár hvert. Sem dæmi um stef má nefna: Einstakir þættir sjálfstæðis- baráttunnar, Saga Alþingis, Kristnitaka (Siðaskiptin), Sturlungaöldin, Þróun list- greina á íslandi, Saga atvinnu hátta o.s.frv. 2. Að hafa umsjón með kynn- ingu fjölmiðlunartækja á stefi hátíðahaldanna hverju sinni. 3. Að standa árlega fyrir sam- keppni um gerð þjóðhátí’ðar- lags og Ijóðs, sem kynnt verði nokkru fyrir hátíðina og verði það einkennislag og ljóð hennar. 4. Að beita sér árlega fyrir sam- keppni um gerð þjóðhátíðar- merkis, sem selt verði um land allt. 5. Að efna árlega til ritgerða- samkeppni meðal fólks á aldrinum 16—25 ára um stef hátfðahaldanna. Lengd rit- smíðanna verði settar skorð- ur. Rétt þykir að ítreka enn, að með þeirri samræmingu þjóð- hátíðarhaldanna, sem hér er nefnd er ekki fyrirhugað að veita hátíðahöldunum um allt land í einn og sama farveg. Það er hugmynd nefndarinnar að út- færsla á stefi hátíðahaldanna verði einungis einn af fleiri dag- skrárliðum á hverjum sta'ð, þann- ig að ríkjandi venjur haldist í hvívetna. I annan stað gerir nefndin ráð fyrir, að stef hátíða- haldanna verði ætíð svo víðtæk, að einstakir framkvæmdaaðilar Framhald á bls. 20 Höskuldur Þráinsson, torm. Stúdentará&s: Ömagar, auönuleys- ingjar, flóttamenn ? Þessi vnisamlegu heiti og nokk ur fleiri eru íslenzku skólafólki valin í grein Kristjáns Halldórs- sonar, kennara, í Mbl. laugar- daginn 1. marz. Ég tel víst, að slíkar nafngiftir séu annaðhvort sprottnar af vanþekkingu, mis- skilningi eða augnabliks geðs- hræringu. Því vif ég benda á nokkur atriði, sem varpað gætu ljósi á sumt af því, sem K.H. (Kristján Halldórsson) gefur í skyn í grein sinni. Því miður er stundum dálítið örðugt að átta sig á, hvað K.H. er að fara Ýmist kallar hann fræðslu- kerfið „gróðrarstíu fyrir auðnu leysingja og flóttamenn" og há- skólastúdenta „ómaga“ og „ofalin dekurbörn" eða þá hann fer stór um orðum um það aðstöðuleysi, sem íslenzkt skólafólk búi við og þá ekki sízt háskólastúdent- ar. Um skeið er honum mikið niðri fyrir vegna þess, að „hóp- ur íslenzkra manna með háskóla próf og sérfræðingamenntun“ ger ist föðurlandssvikarar með því að setjast að erlendis, svo að íslenzk þjóð fái ekki notið mennt- unnar þeirra. Skömmu síðar tal ar hann um „háskólahobby ..., hobby, sem hefur ekkert eða ó- verulegt gildi fyrir íslenzkt þjóð fé'lag." — Þrátt fyrir þetta ætla ég að reyna að fikra mig áfram um myrkviðinn og vænti þess, að mér verði fyrirgefið, ef ég kynni að villast af leið. Flestum skynsömum nútíma- mönnum er ljóst, hvers virði góð menntun er fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið. Þess vegna hafa allar menningarþjóðir lagt kapp á að auðvelda þegnum sínum að gang að þeirri menntun, sem þeir óska. Þetta er meðal annars gert með námslánum, námsstyrkjum eða námslaunum, ef það mætti verða til þess, að enginn verði vegna fjárhagsörðugleika að hætta við að hefja nám, heldur hafi allir jöfn tækifæri, eins og vera ber í 'lýðræðislandi. Stefnt er að því að tryggja með fjár- hagslegum stuðningi, að efnileg- ir menn geti ekkert síður átt þess kost að stunda framhalds- nám, þótt faðir þeirra sé fátæk- ur verkamaður en þótt hann væri einhver nýríkur njóli. Það er þessi aðstoð, sem fáein nátttröll í hverju landi kalla ölmusu og þá er henn.ar þurfa með ómaga og auðnuleysingja. Þeim nátttröll um er ekki Ijóst grundvallarait- riðið í námsaðstoð: Sé námsmanni með fjárhagslegum stuðningi gert kleift að gefa sig að námi sínu af heilum huga, getur hann að öðru jöfnu 'lokið því á skemmri tíma en ella, og auk þess verð- ur menntun hans að því skapd traustari og betri. Menntun hans kemur þjóðfélaginu því fyrr og betur að notum, og með því end- urgreiðir hann þjóð sinni fljótt og vel þann kostnað, sem hún varð að bera af skólagöngu hans. Þurfi námsmaðurinn hins vegar að hafa sifelldar áhyggjur af lífs afkomu sinni og stunda vinnu með skólanum, hlýtur skólaganga hans óhjákvæmilega að dragast á langinn, m/enntun hans verður þar með miklu dýrari fyrir þjóðífé Framhald á bls. 20 VESTMANNAEYJAR! VESTMANNAEYJAR! þjúðmAlaverkefni næstu ára SJÁVARÚTVEGSMÁL Laugardaginn 8. marz verður haldin ráðstefna um „Sjávarútvegsmál“ og hefst hún kl. 15.00 í samkomuhúsinu. Frummælandi: Matthías Bjarnason, alþingismaður. Sunnudaginn 9. marz verður haldinn ALMENNUR FULLTRÚARÁÐSFUNDUR Sjálf- stæðisfélaganna í Vestmannaeyjum, þar sem Steinar Berg Björnsson mun halda erindi: „AFSTAÐA UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA TIL ÞJÓÐMÁLANNA.“ Fundurinn hefst kl. 16.00 í samkomuhúsinu. Eyverjar F.U.S. Samband ungra Sjálfstæðismanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.