Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1969. Vörn gegn kali í túnum Er loðnumjöl dýrara en Kjam inn? Þegar mest kól hjá okkur Eyfirðingum kringum 1950, var ég við búskap þar nyðra. Ég fór ekki varhluta af kalinu frekar en margir aðrir. Það var ömur- leg sjón að sjá yfir sum túnin. Margir hektarar lands svo gott sem graslausir sumsstaðar. Enda fengu sumir bændur ekki nema helming þess heyfengs, sem þeir voru vanir að fá í meðal ári. Einkum og sér í lagi urðu ný- ræktir illa úti af kalskemmdum. Nú er það reynsla mín og állra þeirra, • sem við búskap hafa fengizt, að næstum tilgangslaust sé að bera ólífrænan áburð of- an í kalinn svörðinn. Þó munu allir bændur í heimasveit minni hafa borið meira og minna tilbú- inn áburð á kalskemmdirnar í tún um sínum, í þeirri veiku von að úr rættist. En því miður varð útkoman víðast hvar mjög slæm, þó ekki vantaði áburðinn. Ég bar síldarmjöl á kalskemmdirnar hjá mér. f fyrri slætti fékk ég lé- lega uppskeru. En í seinni slætti FÉLAGSLÍF Sundmót Armanns verður haldið í Sundhöll Reykjavíkur fimmtudaginn 27. marz kl. 8.30 e.h. Keppt verður í eftirtöldum greinum. 100 m skriðsund karla (keppt um bikar úr safni Sigurjóns Pét- urssonar frá Álafossi). 200 m bringus. karla (keppt um bikar er gefinn var til minn- ingar um Kristján Þorgrímsson forstjóra). 100 m baksund karla. 200 m fjórsund kvenna (keppt um styttu er gefin var af Gunn- ari Eggertssyni). 200 m baksund kvenna. 100 m bringusund kvenna. 100 m bringusund drengja. 50 m skriðs. drengja (keppt um bikcr er Pétur Kristjánsson og Gunnar Eggertsson gáfu). 100 m skriðsund stúlkna. 50 m skriðsund telpna f. 1957 og síöar. 4x100 m skriðsund karla. 4x100 m skriðsund kvenna. Auk þess er keppt um afreks- bikar ISÍ er vinnst fyrir bezta afrek mótsins samkvæmt gild- andi stigatöflu. Þátttaka berist til Siggeirs Sig geirssonar, Grettisg. 92, s. 10565 fyrir föstudaginn 21. marz 1969. Ef fleiri en þrír riðlar verða í sundi munu fara fram undanrás- ir miðvikudaginn 26. marz kl. 8 e. h. eða á mótsdag kl. 7 e. h. Stjórnin. fékk ég allgóðan afrakstur upp úr kalskemmdunum. Voru þá kal blettir með öllu horfnir úr tún- inu. Nú bar ég mjölið ekki á strax og snjóa leysti, því ég var ekki ráðinn í því strax hvað gera skyldi. Hollendingar hafa keypt af okkur loðnumjölið. Og hefur það verið greitt niður til útflutnings. Þeir nota það í akr- ana hjá sér og reynist vel. Ég vil nú beina þeirri spurningu til bænda, hvort ekki sé tími til kominn að nýta þau hráefni, sem til eru í landinu til þess að reyna að koma í veg fyrir að annað eins afhroð og bænd- ur víða á landinu hafa orðið fyrir endurtaki sig jafn tilfinn- anlega. Ég hefi hugsað mér notkun mjöls þannig að bera það á þar sem hættan er mest á kali og svo þar sem það kemur í ljós. Eflaust er athugandi að bera hvers konar mjöl á að haustinu, eða í hlýviðratíð seinnipart vetr ar. Ef nota á beinamjöl, þá bera það á að haustlagi áður en jörð fer að frjósa. Mér er nú ekki kunnugt um hvaða verð er eða muni verða t.d. á loðnumjöli í ár. Eflaust er það eitthvað dýr- ara en Kjarninn. En þess er að gæta, ef vel tekst til, og annað er ástæðulaust að ætla, þá er það mikils virði. Og undan líf- rænum áburði fæst lífrænna fóð ur. Það sem um er að ræða er að bændur grípi ekki í tómt, þegar kalskemmdir eru miklar í túnum þeirra. Að þeir í framtíð- inni hafi aðgang að lífrænum efn um til að eyða kalinu og fái í þess stað meðal uppskeru. Þá er það einn góður kostur við lífræn an áburð, að hann verkar ár eft ir ár, þar sem hann hefur verið borinn á. Þar grænkar fyrst á vorin. Fitan í mjölinu er vöm gegn því að túnið brenni undan því. Þann eiginleika hefur notkun mjöls fram yfir húsdýraábyrð, að ég ekki tali um tilbúinn áburð. Eskihlíð 10B Þorsteinn Jónsson. I _ , i Ármúla 3-Slmar 38900 ■ 38904 38907 ■ BÍLABDÐIHI i Vegna mikillar sölu und- anfarið á notuðum bílum getum við bætt við nokkr- um bílum í sýningarsalina. Höfum góða kaupendur að ýmsum gerðum notaðra bíla. Ekið d kyrr- stæðo bílo EKIÐ var á R-18083, sem er ljós- grár Taunus 17M, þar sem bíll- inn stóð á móts við KRON á Skólavörðustíg milli klukkan 17- 18, 28. febrúar sl. Þriðja marz var ekið á R-11229, sem er grár Skoda, þar sem bíll- inn stóð sunnan megin við Hafn arstræti gegnt Hvannbergsbræðr um, laust fyrir klukkan 16 um daginn. Ekið var á R-20812, sem er rauð ur Fiat 850, þar sem bíllinn stóð í Mjölnisholti frá klukkan 19 2. marz til klukkan 9 morguninn eftir. Bílarnir þrír skemmdust allir talsvert og skorar rannsóknarlög reglan á ökumennina, sem tjþn- unum ollu, svo og vitni að gefa sig fram. - BÆTT SKIPAN Framhald áf bls. 8 sjái margar leiðir til útfærslu. Koma hér til greina leikþættir, Ijóðalestur, annar upplestur. söngur o.s.frv. Eins og að framan greinir er gert ráð fyrir þátttöku fjölmiðl- unartækja í kynningu á stefi há- tfðahaldanna. Þessari kynningu yrði væntanlega þannig háttað, að allt frá júníbyrjun ár hvert og fram til 17. júní mundu blöð- in birta greinar, hljóðvarp og sjónvarp dagskrárliði helgaða margnefndu stefi. in hefur þegar kynnt tillögur þessar ritstjórum dagblaða hér í Reykjavík og dagskrárstjóra hljóðvarps og tóku þessir aðilar vel hugmyndum nefndarinnar Einnig er þess að geta, að Þjóð hátíðamefnd Reykjavíkurborgar beitti sér fyrir því nýmæli í ár a'ð sýndur var leikþáttur eftir Gunnar M. Magnúss rithöfund um Fjölnismenn og hafði Gunn ar samið þáttinn sérstaklega fyr ir nefndina. Þótti tilraun þessi takast mjög vel, og er vart úr vegi að gera ráð fyrir, að Þjóð hátíðamefnd Reykjavíkurborgar hafi fullan hug á að halda áfram á sö-mu braut og muni þá fús lega tengja leikþáttinn stefi há tíðahaldanna. Hvað varðar þjóðhátíðarmerki má geta þess, að Þjóðhátíðar- nefnd Reykjavíkurborgar hefur árlega látið gera merki til sölu í Reykjavík og stundum hefur það einnig verið sent út á lands- byggðina, í litlum mæli þó. Hér virðast því öll rök mæla með gerð þjóðhátíðarmerkis, sem ætlað yrði til sölu um allt land. Nefndin gerir ljóst, að fram' kvæmd tillagna þéssara krefst töluverðs fjármagns. Veita yrði allsæmileg verðlaun sigurvegur unum í samkeppni um merkja- smíð, lagasmíð og ritsmfð. Störf nefndarinnar hefðu auk þess í för með sér ýmsan óhjákvæmi legan kostnað, sem vonlegt er, Hér í móti kæmu ef til vill ein- hverjar tekjur af merkjasölu. Nefndin telur eðlilegt, að Sam- band íslenzkra sveitarfélaga, sem fulltrúi þeirra aðila, er ann- ast undirbúning og framkvæmd þjóðhátíðarhalds í landinu skipi Landsnefnd þjóðhátíðarhalds og beri allan kostnað af störfum hennar, enda snerta störf henn- ar starfssvið einstakra sveitar- félaga og framkvæmd hátíða- haldanna um allt land. Sú nýskipan hátiðahaldanna 17. júní, sem hér hefur veri’ð rædd hefur einn megintilgang: Að þjóðhátíð íslendinga megi ár hvert vekja þá til rækilegr ar umhugsunar um einhvern verðugan kafla Islandssögunnar og á þann hátt efla þjóðernis- kennd þeirra og þjóðarhag. II® |VAUXHALl [j Bezta auglýsingablaðið - OMAGAR ... Framhald af bls. 8 lagið og jafnframt miklu ótraust ari og verri, þar sem hennar er aflað í hjáverkum. Ennþá ljósara er auðvitað tap þjóðfé'lagsins á því, að nemendur verði að hverfa frá námi vegna fjárhagsörðug- leika. Sá kostnaður, sem þjóðfé- lagið hefur þá þegar borið af skólagöngu þeirra, fer í súgirm þar sem hálfmenntun þeirra nýt ist hvorki þeim né þjóðinni í starfi. — Þetta virðast allt sam- an augljós sannindi, en samt geta þau enalaust vafizt fyrir nátttröllunum. „OFALIN DEKURBÖRN" Haldi einhver í alvöru, að ís- lenzkir háskólastúdentar séu „of- alin dekurbörn“, sem geti „árum saman“ stundað „einhvers konar háskólahobby, jafnvel út um öll lönd og álfur“ með fullar hend- ur almannafjár, vil ég benda á fáeim atriði úr úthlutunarregl- um Lánasjóðs íslenzkra náms- manna. Fyrst er þá rétt að taka skýrt fram, að opinber aðstoð við íslenzka námsmenn er að lang- mestu leyti í formi lána, sem endurgreiðast að námi loknu í beinhörðum peningum. Styrkir eru að jafnaði aðeins veittir tii að vega upp á móti kostnaðar- auka þeirra (skólagjöld, far- gjöld), sem fara verða utan til náms, sem ekki er hægt að leggja stund á hérlendis. í 4. gr. úthlutunarreglnanna segir: „Enginn námsmaður getur fengið námsaðstoð oftar en svar ar til eðlilegs árafjölda i við- komandi námsgrein og einstök- umframfjárþörf hans. Hundraðs hlutarnir skulu vera lægstir á fyrsta námsári og fara síðan stig hækkandi. Þeir skulu ákveðnir árlega með hliðsjón af f jölda um- sókna og því fjármagni, sem sjóð urinn hefur til umráða. — Um- framfjárþörf er námskostnaður — samkvæmt könnun stjórnar lána sjóðsins — að frádreginni tekju öflun til námsnota og styrkjum frá opinberum aðilurn." Þrátt fyrir verulegar úrbæt- ur í lánamálunum undanfarin ar eru þetta nú öll ógrynnin af almannafé, sem íslenzkir stúd entar velta milli handanna. Þær tekjur, sem þeir hafa í fríum sín um eða með námi, eru dregnar frá námskostnaði á hverjum stað, og síðan fá þeir úthlutað láni, sem er aðeins ákveðinn hundraðs hluti af misrrnuninum, eða svo- kallaðri umframfjárþörf. Það er þvi álltaf eftir óbrúað bil, sem hver námsmaður verður að kom- ast yfir með einhverju móti — t.d. með því að slá víxil. Það er því ekki nema von, að þessi oföldu dekurbörn leiki sér ár- um saman í hásikólahobbyinu! BARÁTTUAÐFERBIR STÚDENTA. Ég vil að lokum víkja lítið eitt að tilvitnun K. H. í „einn af stúdentaráðsmönnum Háskóla fslands" í útvarpi 9. nóv. 1968. Ég tel víst að átt sé við um- mæli mín í viðtalsþæitti í útvarpi snemma í október (e.t.v. 9. októ- ber) 1968. Þá sagði ég eitthvað á þá leið, að íslenzkir stúdent- ar ættu að láta miklu meira til sín taka en þeir hefðu gert fram til þessa. Stúdentaráð vildi reyna að vekja áhuga stúdenta á eigin baráttumálum. Við kysum helzt að nota friðsamlegar að- ferðir til að vekja athygli á bar- áttumálum okkar, en að sjálf- sögðu hefðum við í bakhönd- inni að grípa til róttækra að- gerða, ef á okkur yrði ekki hlust að. Þetta hendir K. H. á lofti og lætur prenta með feitu letri. Síðan ruglar hann saman Stúd- entaráði Háskóla íslands og Stúdentafélagi Háskóla íslands og segir, að „félagið" (líklega á hann við stúdentaráðið, sem ann ast um hagsmuna- og menntamál stúdenta) setji fram „ótal kröf- ur á hendur þjóðfélaginu, og þær kröfurnar eru ekki bornar fram af lítillæti þiggjandans: Peninga eft ir þörfum, hlunnindi og réttindi eins og við óskum. Skyldur okk ar við íslenzkt þjóðfélag ákveð- um við seinna! Ég veit ekki, hvenær forsvarsmenn íslenzkra stúdenta hafa sagt þetta, en kannski getur K.H. upplýst mig um það. Varðandi baráttuaðferð ir íslenzkra stúdenta vil ég í- treka það, sem K. H. vitnar í sem að við kjósum helzt að beita frið samlegum aðferðum, meðan á okk ur er hlustað og einhver árang- ur næst með þeim hætti. En hvað eiga islenzkir stúdentar að taka til bragðs, er þeir hafa um margra ára skeið farið á friðsamlegan hátt fram á það t.d., að þegar stað verði hafizt handa um að skapa tannlæknadeild háskólans einhverja aðstöðu, ennþá bólar ekki á neinni lausn, deildin hef ur lengi verið hálflokuð og lok ast kannski alveg í haust? Samt vita aTlir um geigvæn/legan tann læknaskort á fslandi. Hvað eiga stúdentar að gera, eftir að hafa talað „friðsamlega" fyrir daufum og veggsljóum eyrum í mörg ár? Kannski K. H. geti bent á „frið- samleg" úrræði og leyst málið. Höskuldur Þráinsson, form. stúdentaráðs. Hér er þess að geta, að nefnd- ura hlutum hennar. Ekki skal veita námsaðstoð, nema um eðli- lega framvindu námsins sé að ræða. Námsmaður, sem fer hrað- ar yfir, getur notið þess i náms- aðstoð.“ í 9. gr. segir: „Láns- upphæð til hvers námsmanns skal vera ákveðinn hundraðshluti af - HLJOMPLÖTUR Framhald at bls. 13 að sízt af öllu hefur honum farið aftur á liðnum árum. Glatt á hjalla" eftir þá Bjarna M Gíslason og Loft Guðmunds- son kemur svo eins og skollinn úr sauðarleggnum á eftir tveim iar áðurtöldu ágætis lögum, og get ég ekki séð neina ástæðu fyrir veru þess á plötunni, þar sem hvort tveggja er sára ómerki legt, lagið og textinn, og gefa Hauki enga sérstaka möguleika til raddbeitingar. Ef til vill á þetta að vera „beat“ lag en sem slíkt er það algjörlega út í hött Kristinn Reyr er höfundur að nokkuð góðum valsi „Copenhag- en“. Hann samdi einnig textann, og er þar að finna margar upp- lýsingar gagnlegar ferðamönn- mönnum í þeirri borg, kóngsins Kaupmannahöfn. „Hitti ég vin minn“ er annað lag Jónasar Jón assonar á þessari plötu, en ein- hvern veginn hefur hann ekki hitt í mark, svo sem honum tókst þó oft hér áður fyrr. Stafar það ef til vill af því, hve margbrot- in lög hans eru að þessu sinni. „Iljalaff viff strengi“ er einnig annað verk Kristins Reyrs, bæði lag og texti, Haukur Morthens á svo seinustu tónsmíðina „Meff beztu kveffju", en það er einmití nafnið á plötunni í heild. Þetta er hið þokkalegasta lag og rúm- lega það. Kristinn Reyr er höf- undur textans. Ég hef enn ekki getið mikið um söng Hauks Morthens á þess- ari plötu, en hann er al’ls staðar góður og á köflum frábær. Hauk ur er hetjusöngvari, og eftir hina miklu þjálfun undanfarinna ára er hann orðinn hreinn meistari í túlkun, og má þar benda a „Til eru fræ“. 10 lög af 14 á þessari plötu eru eftir ísl. höfunda, og er það hagstætt hlutfall, en sá hæng- ur er þó á, að sum hver eru þau ekki mikill bógur, og er það raunar aðalgalli plötunnar. Að vísu er sjálfsagt að lofa landan- um að spreyta sig, en framleiðsl an verður þó að fullnægja vissu gæðamati. Ef Haukur hefði sleppt 2—3 ísl. lögum og tekið jafn- marga útlenda ,,standarda“ í staðinn hefði platan orðið enn betri. Einnig sakna ég þess að heyra Hauk ekki reyna sig við eitthvert af þeim lögum, sem Tom Jones hefur sungið, því að þeir hafa ekki ólíka rödd. Textarnir fjalla flestir um ást, konur og rómantík, en mjög mis jafnlega er með efnið farið, þó gnsefa LJÓð Davíðs frá Fagra- skógi við himinn. Plötuhulstrið er unnið í Kassagerð Reykjavík ur. Framhliðin er blá með lit- mynd af Hauki, mjög snoturt, það eina, sem ég get ekki fellt mig við, er landakort af fslandi í efra hægra horni framhliðar- innar, þar sem ég get ekki séð, að þessi plata sé til muna ís- lenzkari eða þjóðlegri en al- mennt gengur og gerist. Að lokum vil ég þakka Hauki fyrir frábæran söng, og vonandi líður mun styttri tími en 4 ár, þar til hann kveður sér aftur hljóðs á hljómplötumarkaði. Haukur Ingibergsson. - KVIKMYNDIR Framhald af bls. 13 fláráð, hópur glæpamanna, Ar- abahöfðingi sem á að myrða, en sést lítt é filmu. Þetta eru persónurnar, sem máli skipta í þessari mynd. Flestir setja sig nú í stellingar til að sitja sem fastast heima. Það er því rétt að geta þess strax, að mynd þessi er skárri en margar aðrar, sem fjalla um svipað efni. Veldur þar mestu um, að aðalhlutverkið er í hönd- um Jean Marais, sem hefur útlit, sem gefur til í senn lífs- reynslu og karlmennsku. Hann er enginn súkkulaðidrengur og því hægt að trúa á hann mörgu af því sem i myndinni gerist. í þeim fjölda fransk-þýzk- ítalsk-spánsk - grísk-júgóslavn- eskra mynda, sem hér hafa sést að undanförnu, fáum til gleði, hefur borið á hræðilega hættulegri stefnu. Stúlkurnar eru hættar að vera fallegar og þokkamiklar. Fyrir þá sem hafa gaman af ofbeldi og dráp- um, hafa þessar myndir eitthvert gildi, sem dægrastytting. Fyrir okkur hina hefur það verið eina afþreying að horfa á lima- fagrar stúlkur. Sem betur fer er þessi mynd ekki dæmi um þetta. Marisa Mell leikur eina kvenhlutverkið og reynir lítt á leiklistarhæfileika. Hitt er tví- mælalaust að hún lífgar upp á landslagið og dreyfir huganum frá tilgangslausum og ruglings- legum söguþræði. ós

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.