Morgunblaðið - 09.03.1969, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1969.
Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup:
EYRIR EKKJUNNAR
Þú kannast við söguna um eyri ekkj-
unnar. Sú saga er ein af þeim, sem
öllum þykja fallegar. Hún er í guð-
spjöllunum.
Annars er mjög víða talað um ekkjur
í Biblíunni. Biblían er alltaf með smæl-
ingjunum. Og hún hefur víða þung orð
um þá sem leggjast á ltíilmagna eða
láta þá afskiptalausa í nauð þeirra. Og
meðal lítilmagna eru ekkjur og munað-
arleysingjar einna efst í huga þeirra,
sem tala í Biblíunni.
Sagan, sem ég nefndi, gerðist í must-
erinu í Jerúsalem, eða í forgarði þess.
Þar var fjöldi fólks. Jesús var þar
Hann hafði verið í önnum, eins og
venjulega. Hann hafði kennt og deilt
við andstæðinga. Síðan er frá því sagt,
að hann settist gagnvart fjárhirziunni
og horfði á mannfjöldann leggja peninga
í þá hirzlu. í musterið komu þeir til
þess að dýrka Guð sinn. Fjárhirzlan
eða guðskistan minnti á, áð Guði varð
ekki þjónað með vörunuf einum. Hann
krafðist hlýðni og þjónustu í verki.
Hann vildi ekki aðeins láta dýrka sig
við altarið með helgum söng og háleit-
um orðum. Hann vildi ráða því, hvernig
menn fóru með fé og hvernig menn
skiptu með sér efnisgæðum.
Mörgum finnst óviðkunnanlegt að
tala um peninga í sambandi við guðs-
dýrkun. Þeir fara hjá sér, ef leitað er
samskota í kirkju, finnst það nálgast
helgispjöll. Erlendis er það siður víðast
hvar, að leitað er samskota vegna til-
tekinna þarfa við hverja guðsþjónustu.
Það fé, sem aflast með þessu móti, gerir
mörgum kirkjum fært að láta verulega
til sín taka t.d. á sviði líknarmála.
Þetta á fornar rætur. í frumkristni
kom kristinn söfnuður aldrei saman til
messu án þess að 'leggja einhverja fórn
á altarið eða í guðskistuna. Það var
viðurkenning á því, að menn vissu sig
vera í skuld við Guð um allt, sem þeir
höfðu handa milli, og að hann ætlaðist
til, að menn bæru hver annars byrðar.
Ef menn telja, að fjármunir og guðs-
dýrkun séu hvort öðru óviðkomandi eða
alls fjarri, þá hafa þeir ekki lesið Bibl-
íuna vel. Ef kristnir menn hefðu lesið
hana betur ofan í kjölinn, hefðu þeir
verið betur skyggnir á félagsleg mein
og vandamál en þeir hafa stundum ver-
ið, og látið betur um sig muna í þeim
efnum.
Jesús settist við fjárhirzluna og horfði
á mannfjöldann. Hann var hljóður,
horfði aðeins á. Hvað les hann í lófun-
um, sem handleika pyngjuna? Hvað sér
hann í svipnum um leið og gefandinn
tekur til skerfinn sinn? Hvað skynjar
hann í barmi mannsins, sem skoðar í
veskið sitt?
Margir auðmenn gengu hjá og lögðu
mikið í kistuna. Jesús segir ekki neitt
um þá. Veit hann ekki, að stóru fram-
lögin eru mikils virði, geta komið að
miklu gagni og veitt verulega hjálp?
Að sjálfsögðu veit hann það og van-
metur ekki. En hann segir ekkert. Hvað
hugsar hann? Er hann að hugsa um
það, hvað stóru gjafirnar eru litlar í
hlutfalli við lífsþægindin í húsum hinna
ríku? Eða sér hann, að hugmyndir
manna um óskir Guðs eru stundum lág-
reistar í samanburði við það, sem þeir
krefjast handa sjálfum sér? Og sér
hann þá um leið, að skilningur margra
á þörfum þeirra, sem eiga að njóta
styrks og aðstoðar er í littlu samræmi
við það, sem þeir telja sjálfsagt að láta
eftir sjálfum sér?
Ekkja nokkur fátæk gengur hjá.
Hver tók eftir henni? Enginn sá hana
í manngrúanum nema Jesús. Og nú.talar
hann. Hann tók eftir því, sem hún lagði
fram. Það voru tveir smápeningar, tveir
verðminnstu aurar, sem voru til. Og
Jesús kallar á lærisveina sína og segir
við þá: Þessi fátæka ekkja lagði meira
fram en allir aðrir. Þeir lögðu allir af
nægtum sínum, hún af skorti sínum, allt
sem hún átti.
Við, sem lifum í allsnægtum, eigum
m.ö.o. ekki von á því, að Jesús hrósi
okkur, þótt við látum einstöku sinnum
eitthvað af hendi rakna til hjálpar þeim,
sem lifa við skort og harðrétti. Og það,
sem gert er af opinberri hálfu og á al-
mannakostnað til aðhlynningar þeim,
sem vegna áfalla hafa takmörkuð eða
engin skilyrði til þess að bjarga sér
hjálparlaust, það verður e.t.v. ekki svo
aðdáunarvert í augum hans, þegar hann
ber það saman við óhóf og íburð, sem
víða blasir við, eða þegar hann hugsar
um það, sem við ætlumst öll til og njót-
um af því mannfélagi, sem við lifum í.
Og þó að félagsleg löggjöf og opinberar
ráðstafanir séu góðar og allt sé þakkar
vert, sem unnizt hefur á í þeim sökum á
undanförnum árum, þá megum við ekki
telja okkur trú um, að það kerfi sjái
öllu borgið og að við getum róleg treyst
því, að þjóðfélagið hafi létt af okkur
allri ábyrgð á kjörum náungans. Það
er ein af hættunum, sem fylgja vel-
ferðarríkjum, að samvizkan sofni á verð
inum og að mannleg nauð hyljist á
bak við ópersónulegar ráðstafanir og
stofnanir.
Vi'ð hugsum á þessari föstu um fjar-
lægt land Biafra. Þar er mörg ekkja
og mörg móðir, sem hefur séð bamið
sitt tærast upp af hungri fyrir augun-
um á sér. Og þar er ótölulegur grúi af
börnum, sem dauðinn vofir yfir eða ævi-
löng kröm. Hver er skerfur þinn til
þess að líkna í þessari neyð?
En gleymum ekki heldur því, sem er
nær. Það eru margar ekkjur á íslandi.
Þær hafa margar misst menn sína af
slysförum og er skammt að minnast
slíkra hörmulegra viðburða. Ofan á
harminn bætast oft tilfinnanlegir af-
komuerfiðleikar. Oft er það svo, að lög-
bundnar eða opinberar ráðstafanir
hrökkva skammt til liðveizlu.
Ekknasjóður íslands var stofnaður i
þeim tilgangi að styrkja fátækar ekkj-
ur til þess að halda heimilum sínum og
ala upp börn sín. Sá sjóður leitar eftir
framlögum í dag. Þar hefur þú líka
tækifæri til þess að styrkja líknandi
hönd.
Það var einu sinni, að eyrir ekkj-
unnar mætti þeim augum, sem sáu það,
sem aðrir tóku ekki eftir. Við höfum
rifjað þá sögu upp. En nú skulum við
muna eftir þeim eyri, sem ekkjan á
inni hjá okkur hinum, minnast þess,
að hún hefur orðið að færa fórn og
heyja baráttu, og að hún þarf á hjálp
að halda. Það er iíka fylgzt með því,
hvernig eyririnn sem hún á inni, skilar
sér i hennar sjóð.
Sigurbjörn Einarsson
íslenzka sjón-
vorpið snst
í Noregi
FJÖLSKYLDA ein í Skrolsvik í
Norður-Noregi varð eklki lítið
undrandi s<l. mánudaig, er sjón-
varpsútsemding frá íslamdi kom
fram í sjónvarpi hennar, etftir að
dagskrá norsika sjúónvarpsins var
lokið. — Bæði mynd oig hljóð
komu skýrt fraim og stóð send-
in.gin yfir í um stundarfjórðunig.
Var það Saga Forsytlhe-ættarinn-
ar, sem verið var að sjómvarpa
í felenzlka sjómvarpinu.
Við tæknideild norska sjón-
varpsins hefur verið talið, að
þetta atvik eigi rót sína að rekja
til sérstakra aðstæðna í gufu-
hvo'lfinu, er valda því, að send-
ingar frá ýmsum sjómvarpsstöðv
urn geta komið fram á sjón-
varpsskerminium um stund, jafnt
í Noregi sem annars staðar o.g sé
þetta fyrirbæri ekki óþekkt.
LITAVER
Nœlonteppin
GRINStóVEGI 22-24
»30280 3 262
komin aftur
Verð pr. ferm. 270.— og 343.
Vönduð teppi. — Litaúrval.
Iðnaðarhúsnœði
Óskum eftir að taka á leigu 250—300 ferm. húsnæði
helzt í Austurborginni.
Aðstaða til innkeyrslu nauðsynleg.
Tilboð, er greini húsaleigu upphæð, sendist afgr. Morg-
unblaðsins fyrir 12. marz merkt: „Húsnæði — 2827“.
Carðahreppur
Hreppsnefnd Garðahrepps boðar til almenns hrepps-
fundar þriðjudaginn 11. marz kl. 20,30 í barnaskól-
anum. Sveitarstjóri greinir frá störfum hreppsnefndar,
ræðir fjárhagsáæt un sveitarsjóðs og svarar fyrir-
spurnum.
HEFI OPNAÐ
rnálflutnings- og lögfræftistofu.
Annast hvers konar lögfræðistörf, þjónustu og
fyrirgreiðslu.
JN E. RAGNARSSON
LÖGMAÐUR
Sveitarstjórinn í Garftahreppi.
Tjarnargötu 12 (Bakhús)
ÓDÝRU
STRAUBORÐIN kr. 685,-
BAÐVOGIRNAR kr. 390,-
ELDHÚSVOGIRNAR kr. 455.-
HAKKAVÉLARNAR kr. 315,-
ALEGGSSAGIRNAR kr. 975,-
KAFFIKVARNIRNAR kr. 390,-
KRÓM-HITAKÖNNURNAR 698,-
RAFMAGNSPÖNNURNAR m/1
kr. 925,-
HRAÐSUÐUKATLARNIR 1395,-
RAF. HRINGOFNARNIR kr. 1160
PRESTO HRAÐSUÐUPOTTAR
kr. 2030,-
Gjafavörur í miklu úrvali.
Gjafavöruverzlanir
Þorsteins Bergmatns
Laugaveg 4, sími 17-7-71
Skólavörðustíg 36, sími 17-7-71
Sólvallagötu 9, simi 17-7-71
Laufásvegi 14, sími 17-7-71.
Bezta auglýsingablaöiö
Simi 17200.
SÆKIÐ SUMARIÐ HEIM UM HÁVETUR
PÁSKAFERÐIR ÚTSÝNAR 7969
TORREMOLINOS — LONDON Brottför 28. marz. KANARIEYJAR — LONDON
A SÓLARSTRÖND SPÁNAR —
COSTA DEL SOL — er allt í feg-
ursta skrúða um páskana. Bezta
loftslag og sólrikasti staður Evrópu
með meira en 320 sólskinsdaga á ári.
Úrvalshótel og fjöldi skemmti-
staða. Fyrir þá, sem kæra sig ekki
um aft liggja alla daga í sólbaði er
fjölbreytt úrval kynnisferða um
Sólarströndina til Granada, Sevilla
eða yfir sundið til Afríku. Eftir-
sóttasti ferðamannastaður Spánar
árið um kring.
í sumar mun ÚTSÝN halda uppi
hálfsmánaðarferðum með þotuflugi
beint á COSTA DEL SOL, vinsæl-
asta ferðamannastað álfunnar.
Með fyrsta flokks gistingu er
verðið frá kr. 15.000.—
Á KANARIEYJUM er sumarpara-
dís meðan vetrarríkið herjar á
norðurhjara heims, enda eru þær
eftirsóttasti dvalarstaður Evrópu-
búa á veturna og allt upppantað
marga mánuði fram í tímann. Vegna
sérstaklega hagstæðra samninga
getur ÚTSÝN boðið nokkur sæti
á mjög lágu verði til Kanarieyja
um pfekana.
Verð frá kr. 24.800 —
ÚTSÝN AllFERÐ — ÓDÝR
EN FYRSTA FLOKKS.
Ferðaskrifstofan
ÚTSÝN
AListurstræti 17.
Símar 20100 og 23510.