Morgunblaðið - 09.03.1969, Side 10

Morgunblaðið - 09.03.1969, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1969. r SÆLUVIKA Verðandi gagnfræðingar eina viku í atvinnulífinu VERÐANDI gagnfræðingar í Vogaskóla fengu „frí“ úr skól anum alla síðustu viku og héldu þá sína „sæluviku" eins og þeir orða það. Því fer þó fjarri að „sæluvika“ þeirra eigi eitthvað sameigin legt hinni frægu viku Skag- firðinga, því að Vogaskóla- nemendur eyddu sinni „sælu- viku“ við störf hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum. Var vettvangsvikan, eins og hún heitir á stundaskránni, einn af lokaþáttum félagsfræði og starfsfræðslu, sem nem- endurnir hafa fengið undan- farin f jögur ár. Markmið þessarar starfs- fræðsluviku er að geía nem- endunum kost á að kynnast þeim atvinnugreinum, sem þeir hafa helzt hug á að leggja fyrir sig að gagnfræða prófi loknu. Er þeim komið til fyrirtækja og þar eru þeir allan daginn, fylgjast með störfum og hjálpa til eftir því sem hentar. Sveinbjörn Finns son kennari heíur starfs- fræðsluna með höndum og fékk Mbl. upplýsingar hjá honum um íilhögun hennar, en fór að því búnu á nokkra vinnustað^, þar sem nemend- ur voru að störfum. Staifsfræðslan að verða ein aðalgreinin Vogaskólinn hefur stórauk ið kennslu í félagsfræði og starfsfræðslu síðustu árin og er hún kennd í öllum bekkj um, nema landsprófsdeild. Er hún kennd bóklega og með fyrirlestrum þar til í fjórða bekk. Þá eru vikulega tekn- ir þrír samliggjandi tím- ar í hana og farið í heimsókn til ýmissa fyrir- tækja. Hefur Sláturfélag Suðurlands t.d. verið heim- sptt, Mjólkurstöðin, Rafha, o. fl. Einn dag í haust var far- ið upp á Akranes og þar kynntust nemendur starfsemi Sementsverksmiðjunnar og fyrirtækja Haraldar Böðvars sonar, minjasafnið var skoð- að og saga staðarins rakin. í fyrrahaust fóru fjórðubekk ingar til Selfoss, skoðuðu stað inn og kynntu sér fyrirtæki og stofnanir í þorpinu og einnig tilraunabú í nágrenn- inu. f fyrra var svo fyrsta vettvangsvikan og gaf hún mjög góða raun. Strax á haustin gera nem- endur óskalista og skrifa hvaða grein þeir hafa áhuga á að kynna sér í vettvangs- vikunni. Þegar listinn er kom inn snýr kennarinn sér til fyr irtækja og stofnana og skipu leggur vikuna. — Fyrirtæki og stofnanir hafa sýnt þessu mikinn skiln ing og tekið vel á móti ungl- ingunum sagði Sveinbjörn Finnsson kennari. Tóku nú 50—60 fyrirtæki við nemend um en þeir eru alls um 130. Er reynslan frá því í fyrra sú að þegar gagnfræðaprófi var lokið fóru margir í vinnu á þá staði sem þeir höfðu ver- ið vettvangsvikuna. Gildi hennar er því margþætt, Nemendur fá tækifæri til að kynnast betur þeim greinum, sem þeir hafa áhuga á, og komist þeir að raun um að starfið hæfi þeim fá þeir auk inn áhuga og segja: þetta ætla ég að leggja fyrir mig. Kom- ist þeir að raun um að starfið er ekki eins og þeir héldu að það væri, þá eyða þeir ekki meiri tíma í það og geta snúið sér að einhverju öðru vil taka það fram að Lindar götuskólinn og Hagaskólinn hafa sent nemendur verzlun- ardeilda á skrifstofur, en mér er ekki kunnugt um að slík starfsfræðsla hafi farið fram í almennum deildum gagn- fræðaskóla hér á landi. Hörður og Haukur hafa fullan hug á að gerast sjúkraþjálfarar. að námi loknu. f þriðja lagi kemur það sér vel fyrir vinnuveitendur að kynnast unglingum, sem eru að koma á vinnumarkaðinn. Er þetta þvi beggja hagur, nemend- anna og vinnuveitenda. — Hér hefur verið farið inn á nýjar brautir í kennsl- unni sagði Sveinbjörn enda er starfsfræðsla að verða ein aðalgreinin í skólanum. Ég Það starf, sem flestir hafa áhuga á er hjúkrun og ljós- móðurstörf, enda voru 20 stúlkur á Landspííalanum að kynna sér þau störf. Næst kom hópurinn, sem vildi kynna sér fóstrustörf það voru 12 stúlkur. Hinir höfðu hug á ýmsum öðrum greinum: margvíslegum iðngreinum, störfum í sambandi við flug, hárgreiðslu, snyrtingu, blaða mennsku, skrifstofustörf- um, landbúnaði o.fl. Óskuðu t.d. tvær stúlkur eftir að kynna sér sveitastörf og dvöldust á sveitabýlum vettvangsvikuna. Eftir þessa viku erum við ákveðnar Þrjár glaðlegar stúlkur, Björg Ólafsdóttir, Sigrún Ög mundsdóttir og Unnur Birna Magnúsdóttir voru á leiðinni frá Landspítalanum síðdegis á föstudag. Þær voru búnar að vera á spítalanum alla vikuna. — Fyrsta daginn var okkur sýndur spítalinn og sagt frá honum en á þriðjudag var okkur skipað niður á deildir, sagði Björg. Við Sigrún fór- um á lyfjadeild en Unnur Birna á handlækningadeild. — Við höfum fengið að fylgja hjúkrunarkonunum eft ir, sagði Sigrún og sjá hvað er að gerast á spítalanum. Svo höfum við hjálpað til, eft ir því sem við höfum getað. Ein gangastúlkan var veik, svo að það kom sér vel að hafa okkur. Við vorum látn- ar búa um rúm, bera inn mat ... og svo fengum við að mæla þvag. Við vorum látnar finna út eðlisþyngd og magn ið eftir sólarhringinn. — Þetta hefur veitt okkur meiri innsýn í starfið og auk ið um leið áhugann, sagði Unnur Birna. — Hafið þið hug á að fara í 'hjúkrunarnám? — Já, svöruðu þær allar í kór. Það er draumurinn og eftir þessa viku erum við al veg ákveðnar. — En nú er sæluvikan bú- in því miður, sagði Unnur Birna. Þetta hefur verið svo skemmtilegt að ég vildi að við hefðum mátt vera lengur. Stimpla sig inn eins og aðrir starfsmenn Á Húsgagnavinnustofu Ing vars og Gylfa voru tveir Vogaskólapiltar önnum kafn „Sæluvikunni“ var lokið og Sigrún, Björg og Unnur Birna yfirgáfu út í bylinn. Landspítalann og héldu Helgi V. Jóhannsson þekkti ekkert til húsgagnasmíði. ir við að pússa viðarplötur. Þeir mættu kl. 8 alla vikuna, stimpluðu sig inn eins og aðr ir starfsmenn og unnu jafn langan vinnudag og þeir. — Við höfum verið að lakk slípa palisandersþiljur, olíu- bera eldhúsinnréttingar og fleira, sagði annar þeirra Helgi V. Jóbannsson. Ég hef aldrei unnið á húsgangna- verkstæði áður, svo að þetta er nýtt fyrir mig. — Hefurðu hugsað þér að leggja þetta fyrir þig? — Ég er nú ekki alveg viss ennþá. En ég held nú samt ég reyni að fara út í þetta. — Það er mjög gott fyrir verkstæðin að taka skóla pilta, eins og við höfum gert nú, sagði annar eigandi verk stæðisins, Ingvar Þorsteins- son. Við tókum tvo nemend- ur í fyrra og að loknu gagn fræðaprófi kom annar til okk ar í læri. Aðsóknin að hús- gagnasmíði er mikil og af hverjum 20 strákum, sem koma og biðja um vinnu get um við kannski tekið einn. Og það er mjög mikils virði að þekkja eitthvað til þess, stráks, sem maður tekur, en eftir vikuna er maður búinn að sjá hvort hann er áhuga- samur og stendur sig. Þetta hefur verið lærdómsríkur tími Starfsfólkið á Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra varð himinlifandi yf ir að fá tvíburana Hörð og Hauk Harðarsyni, en þeir hafa mikinn áhuga á sjúkra- þjálfun. Er tilfinnanlegur skortur á lærðum sjúkraþjálf urum hér og hverjum þeim, sem áhuga hefur á slíku námi því vel fagnað. — Þetta hefur verið mjög Framhald i bls. 31

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.