Morgunblaðið - 09.03.1969, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1909.
11
SKÁKÞÁTTUR
í UMSJÓN SVEINS KRISTINSSONAR
í LOK síðasta árs var haldið í
Berlín alþjóðlegt skákmót í
minningu þess, að hundrað ár
voru liðin frá faeðingu þýzka
meistarans, Emanuel Laskers,
sem var heimsmeistari í skák
1®94—1921, eða alls í 27 ár. Þátt-
takendur í móti þessu voru 16
og urðu þeir Rússinn Bronstein
og Þjóðverjinn Uhlmann jafnir
og efstir með 10 Vá vinning hvor.
Þriðji varð Rússinn Suetin með
10 vinninga, fjórði landi hans
Vasjukoff (sem tefldi hér 1966)
með 914, fimmti Ungverjinn
Barczay með 9 vinninga o.s.frv.
Það er ekki óeðlilegt, að Þjóð-
verjar séu allhreyknir af Ema-
nuel Lasker. Menn haía það
nefnilega márgir fyrir «att, að
hann hafi verið mesti keppnis-
maður, sem fengizt hafi við
skáktafl. Hann 'hótf upphaflega
að tefla á menntaskólaárum sín-
um í Berlín og aðallega til að
vinna sér inn aura fyrir mat,
því hann var bláfátækur, þótt af
Gyðingaættum væri, eins og
margir snjöllustu skákmenn
heimts, fyrr og síðar.
Hann gekk í skákklúbb, þar
sem menn tefldu skák upp á
peninga, þótt „undirlagið" muni
ekki hafa verið hátt. Þar sem
hann sýndi snemma frábæra
hæfileika, þá tókst honum tíðum
að forða sér frá sulti með þvi að
tefla upp á peninga.
Það má því segja, að Lasker
hafi þegar frá byrjun verið eins
konar atvinnumaður í skák. Alla
ævi mátti merkja á skákstíl hans
þá varfærni og það öryggi, sem
var honum á þessum árum bezta
tryggingin gegn hungri og öðr-
um efnalegum skorti. En Lasker
var alhliða skákmaður og gat
einnig teflt gleesiiegar sóknar-
skákir, ef svo bar undir, einkum
ef á hann var ráðist „að fyrra
bragði“. Því var það, að mestu
sóknarskákmenn á hans dögum
unnu naumast nokkru sinni
skák gegn honum. Til dæm-
is vann Aljechin, hinn rússneski,
aðeins eina skák gegn Lasker um
dagana, en Aljechin var, sem
kunnugt er, einhver-allra harð-
skeyttasti sóknarskákmaður,
sem uppi hefur verið. — Það er
greinilegt, að Lasker var aldrei
eins þunghentur á snjöllum, en
varfærnum stöðubaráttumönn-
ingur) og hélt honum til 1921,
er hann tapaði honum í hendur
Kúbumannsins J. R. Capablanca.
Þá var Lasker 52 ára að aldri,
en „Capa“ 33. En eftir að Lasker
tapaði heimsmeistaratitlinum,
vann hann einhvern mesta skák-
sigur ævi sinnar á stórmeistara-
mótinu í New York 1924. Þar
varð hann efstur, einum og hálí-
um vinningi fyrir ofan Capa-
blanca heimsmeistara og fjórum
vinningum fyrir ofan Aljechin,
sem varð heimsmeistari aðeins
þremur árum síðar! — Það var
furðulegt afrek af hálfsextugum
manni, og ég held með öllu án
fordæma eður eftirdæma.
1925 hætti Lasker að tefla opin
berlega í bili og mun hafa ætl-
að sér að eiga tiltölulega náðuga
daga eftir það. En þá skaut upp
nýjum „keppnismanni" í þýzku
félagslífi og þeim ekki af lakara
taginu, þar sem var Adolf Hitler.
Er hann komst til valda 1933,
fékk hann sem kunnugt er, mik-
inn áhuga á að kynna sér upp-
runa og ætt sem flestra þýzkra
ríkisborgara. Lasker, sem var
Gyðingur, eins og áður greinir,
varð að stökkva frá eignum sín
um og fíýja land, þá hálfsjötug-
ur að aldri. Skákihæfileikum sín-
um tókst honum þó að koma
undan, enda varð hann nú aftur
að hefja þátttöku í skákmótum,
til að framfleyta sér og fjöl-
skyldu sinnL
Það keppnistímabil stóð um
tveggja ára skeið, til ársins 1936.
Síðasta opinbera skákmótið, sem
hann tók þátt í, var haldið í
Nottingham í Englandi það ár.
Lasker varð þar aðeins einum og
háflfum vinningi fyrir neðan
efstu menn, þá Botvinnik og
Capablanca. Hann vann Euwe, þá
verandi heimsmeistara, en gerði
jafntefli við Capablanca, Alje-
ohin og Botvinnik.
Slík frammistaða sextíu og sjö
ára gamals manns á sér heldur
engar hiiðstæður fyrr eða síðar.
1894 vann Lasker heimsmeist-
aratitilinn af Wilhelm Steinitz
(Steinitz var austurrískur gyð-
Til hjálpar börnum |
í Biafra og á íslandi i
TIL hjálpar börnum í Biafra
og á íslandi hefir Ljósmæðra-
félag Reykjavíkur kaffisölu
í dag, sunnudag, frá kl.
2,30, í Hallveigarstöðum
(gengið inn frá Túngötu).
Meðal þeirra, sem líknar-
störf vinna í kyrrþei, eru kon
ur í Ljósmæðrafélagi Reykja
víkur. Þær eru fámennar, en
sinna börnum lengur en
fyrstu daga þeirra á jörðu.
Þær gefa sjálfar allt efni í
veitingar og leggja fram
mikla vinnu. Þær hafa ákveð-
ið að ágóði af kaffisölunni á
morgun skiptist að jöfnu milli
Biafrasöfnunar og heyrnar-
daura barna íslenzkra.
Mér og yður fl-estum sem
þessar línur lesið, hefir ljós-
móðir greitt gang inn í þenn-
an heim. Skerf af gamalli
skuld ætti að vera ljúft að
greiða með því að drekka
kaffi hjá Ljósmæðrafélaginu
á morgun í Hallveigarstöðum,
og þeim mun ljúfara sem
ágóðinn rennur til bágstaddra
barna. Mér er ánægja að
verða við þeirri beiðni, að
benda lesendum á að leggja
leið sána í Hallveigarstaði á
morgun.
Jón Auðu C-
ar fleiri „kringlóttar“ í vasan-
um, þegar hann hélt til Berlín-
ar til náms, þá er eins líklegt,
að hann hefði aldrei gert skák
að meginviðfangsefni lífs síns.
Skákunnendur um allan heim
mega því vera eilíflega þakklátir
fyrir efnalega fátækt Laskers á
þessum árum.
Emanuel Lasker andaðist í
New York í ársbyrjun 1941.
Nú skulum við sjá, hvernig
La.-ker tugtar Aljechin, hinn
rússneska, til á ofanefndu skák-
móti í New York, 1924:
Hvítt: Aljechin
Svart: Lasker
Drottningarbragð
1. d4 dá
2. c4 c6
3. Rf3 Rf6
4. Rc3 Rb-d7
5. cxd5 exd5
6. Bf4
(Mun algengara og trúlega
sterkara er að leika biskupnum
til g5).
6. — c6
7. e3 Rh5
(Þannig nær Lasker biskupn
um á f4 fyrir riddara, og eru það
hagstæð skipti fyrir hann, þar
sem biskupar eru sterkir í svona
stöðum. Líklega hefði Aljechin
nú gert réttast 1 í því að leika
biskupnum til g3, því þá opnast
h-línan, þegar biskupinn er
drepinn).
8. Bd3 Rxf4
9. exf4 Bd6
10. g3
(Hér telur Aljechin sjáltfur, að
hann hefði fremur átt að leika
Re5. Peðsleikurinn veikir kórtgs-
arm hans).
10. — 0—0
11. 0—0 He8
12. Dc2 Rf8
(Eitt af einkennum Laskers
var það, hvað hann var jafnan
var um kóngsstöðu sína og ófús
á að veikja hana með peðsleikj-
um. En riddaraleikurinn opnar
samtímis fyrir biskupnum á c8
og þjónar þannig að minnsta
kosti tveimur markmiðum).
13. Rdl f6
(Þessi peðsleikur veikir svörtu
kóngsstöðuna nær ekkert, en
tekur hins vegar tvo mikilvæga
reiti af riddaranum á f3. Eins
og við sjáum brátt, hefur leikur-
inn einnig annan tilgang).
14. Re3 Be6
15. Rh4 ‘ Bc7
16. b4 Bb6
17. Rf3 Bf7!
(Hugmynd Laskers er athygl-
isverð. Hann undirbýr að leika
biskupnum til h5, til að neyða
hvítan til að leika g4, en sá leik-
ur veikir aftur f4 reitinn ískyggi-
lega mikið. Nú sjáum við til
fuills
f6).
tilganginn með le:
18. b5 Bh5
19. g4 Bf7
20. bxc6 Hc8
21. Db2 bxc6
22. f5
(Aljedhin vill hindra að svarti
riddarinn komist til e6).
22. — Dd6
(Eftir að Lasker hetfur lokkað
hvítu peðin til g4 og f5, tekur
hann að undirbúa lokasóknina
að hinni veiktu kóngsstöðu hvíts.
Það er mjög lærdómsríkt að sjá,
bvernig Lasker skapar sér smátí
og smátt með „rólegum“ leikj-
um, og án þess að taka á sig
nokkra áhættu, skilyrði fyrir af-
gerandi sókn).
23. Rg2 Bc7
24. Hf-el h5!
25. h3 Rh7
26. Hxe8t Hxe8
27. Hel Hb8
28. Dcl Rg5!
(Aljechin á enga vörn, sem
gagnar við þessum leik, því
Rxg5 strandar á millileiknum,
Dh2t).
29. Re5 fxe5
30. Dxg5 e4
31. f6
(Þessi leikur er svo sem ekki
verri en hver annar. Allir leikir
hvíts leiða til taps).
31. — g6
32. f4 hxg4
33. Be2 gxh3
34. Bh5
(Viðkunnanlegra hetfði verið
fyrir Aljechin að gefast hér
upp).
34. — Hb2
35. Rh4 Dxf4
36. Dxf4 Bxf4
og nú gafst Aljec’hin upp.
Barnakennarar
mótmæla
Mbl. hefur borizt eftirfar-
andi fréttatilkynning:
„FUNDUR stjórnar og fulltrúa-
ráðs Stéttarfélags barnalkennara í'
Reykjaivíik, haldinm 3. marz 1969,
mótmælir harðtfega þeirri ein-
hliða áikvörðun fjármálaráðlherra
að hafa að enigu þau éikvæði
'kjaradóms frá 21. júní 1968, er
taveða á um vísitölubætur á
laun opinberra starfsmarma, og
gilda áttu til 31. des. 1969. Enn-
fremur lýsir stjóm og fuQltrúa-
ráð SBR yfir fullum stuðningi
við eindregna afstöðu stjórnar
SBR í þessiu máli“.
En Lasker kunni fleira en að
tefla. Hann nam stærðfræði og
heimspeki í háskóla og varð
doktor í stærðfræði. Þá var
hann einnig bókmenntalega
sinnaður, samdi til dæmis leik-
rit, og var að minnsta kosti eiít
af leikritum hans uppfært í
Berlin. — Hann hefur því verið
óvenju fjölhæfur maður, og virð
ist það . nánast tilviljun einber,
að hann hóf að leggja stund á
skák. — Hefði hann haft nokkr-
AIU skal með
varúð vinna.
Þér leitið gæfu og gengis. Það gera allir menn,
hver með sínum hætti.
Ef til vill leggið þér hart að yður að afla fjöiskyldu
yðar lífsgæða; að eignast hús og búa það tækjum og
munum; kaupa bíl, fasteignir, fyrirtæki.
En gleymið ekki að allt skal með varúð vinna. Því
fleira sem þér eigið, því fleira er í hættu.
*Trygging er naudsyn,
því að enginn sér við óhöppum.
( einu símtali fóið þér líftryggingu, slysatryggingu,
tryggt hús í smíðum, tryggðan atvinnurekstur, bruna-
tryggingu, ferða- og farangurstryggingu, bifreiða-
tryggingu.
Eitt símtal við Almennar tryggingar og þér búið við
öryggi.
ALMENNAR TRYGGINGARf
PÚSTHÚSSTRÆTI 9 SlMI 17700
\\
II
f II
II
II
II
II
II
ir
ii
ii
ii
ii
ii
ii
ii
H
ii
ii
ii
ii
ii
\\
ii
ii
ii
ii
ii
n
n
n
ii
ii
n
ii
u
ii
n
ii
ii
ii
n
ii