Morgunblaðið - 09.03.1969, Síða 12

Morgunblaðið - 09.03.1969, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1909. BROSTNAR VONIR er harmleikur lands míns JACQUES Soustelle, fyrrum ráðherra í stjórn de Gaulle, skýrir hér frá því hvernig þeir de Gaulle skildu að skiptum, frá átta ára útlegð siinni, þegar hann var „hundeltur um alla Evrópu, eins og ótíndur glæpamaður.“ Hann ræðir einnig núverandi stöðu Frakklands og hið rétta eðli de Gaulle og Gaullismans. hvorki þá né síðar meðlimur í eða í neinum tengslum við, OAS. Ég reyndi að ná fram því, sem ég taldi sanngjarna og raunhæfa stefnu, byggða á þeirri augljósu staðreynd, að íbúar Algier eru tvær þjóðir, sem eru hvor annarri frá- brugðnar að tungu, trú, sann- færingu og siðum. Eftir sjö ára grimmilega baráttu hafði hvor þeirra um sig á að skipa sín- um vopnuðu sveitum eða einka her. Fallnir hrúguðust upp, blóðið rann í straumum. Hví ekki að reyna að ræða frjáls- lega og opinskátt um stjórn- skipulag og önnur mál við báða aðila? Ég er enn þeirrar skoðunar, að ég hafi þarna bent á leið- ina till friðar. Mistök de Gaulle, sem ég á erfitt með að skilja, lágu í því að hafna þver- móðskulega öllum viðræðum við hina franskættuðu Algier- búa og einblína á samninga við Arabana eina. Tólf hundruð þúsund kristnir menn og Gyð- ir hversu djúpt land mitt var sokkið í lögleysuöfgar á þess- um tíma. Öll andítaða var ger- samlega þurrkuð út undir því yfirskini, að verið væri að baela niður ofbeldistilraunir leyni- samtaka. Þannig hef ég lifað í útlegð í sjö ár. Á þessum sjö árum hef ég skrifað átta bækur: þrjár um stjórnmál, tvær um mexikanska forleifafræði og forna list, eina um mannfræði og sögulega heimspeki, eina um fsrael og sögu Zíonismans, og þá síðustu, sem nýlega hef- ur verið gefin út í París, um „Tuttugu og átta ára Gaull- isma“. En enginn skyldi ætla að mér hafi verið frjálst að vinna að þeim í friðsamlegu umhverfi. í meira en fjögur ár var ég hundeltur um gervalla Evrópu eins og ótíndur glæpamaður. Stjórnin í París krafðist þess af nágrannalöndunum Ítalíu, Þýzkalandi og Sviss, að þau tækju mig fastan eða vfeuðu Soustelle snýr aftur til Frakklands 24. okt. 1968. Tveimur eða þremur vikum eftir að ég fór úr stjórninni árið 1960 gerðist atburður, sem kann að virðast smávægilegur en hefur engu áð síður djúp- stæða merkingu. Þannig er mál með vexti að þrátt fyrir allt stjómmálavafstur lagði ég aldrei niður visindastörf mín á sviði þjóðfræðinnar. Að frátöld um tímabilum þeim, sem ég var ríkisstjóri Algier og sendifull- trúi hjá Sameinuðu þjóðunum, hélt ég áfram kennslu við Sor- bonneháskólann og fyrirlestr- um um frummenningu Mexicó. Þegar við de Gaulle skildum að skiptum, hafði ég starfáð í rúm tíu ár í mannvísindanefnd hinn ar vísindalegu rannsóknamið- stöðvar. Engin stjórn Fjórða lýðveldisins, jafnvel ekki þær sem ég hafði gagnrýnt harðlega sem þingmaður stjórnarandstöð unnar, höfðu látið sér til hug- ar koma að víkja mér úr þessu ópólitíska embætti. En óðara og ég hafði yfirgefi’ð flokk rétttrú- aðra Gaullista, var ég með til- skipun sviptur þessu vísinda- starfi umsvifalaust. Þetta var upphaf eineltis, sem átti eftir að taka á sig æ ískyggilegri mynd. I október 1960 stofnaði ég ásamt nokkrum vinum — sem allir voru gamlir Gaullistar og annálaðir fyrir vasklega fram- göngu gegn nazistunum — nýj- an stjórnmálaflokk, sem nefnd- ist Regroupement National. Myndun þessa flokks, markmið um hans og grundvelli var að sjálfsögðu lýst opinberlega. Um hann var engin leynd, ekkert laumuspil eða „vefur“. A'ð stefnuskránni tii var hann flokkur ósvikins lýðræðis, frjálslyndis og framfara. Á henni voru meðal annars hug- myndin um „hverfaskiptingu" landsins, það er deilingu þess í óháð svæði, sem stjórnað væri af kjörnum aðilum, í stað hins gamla Napoleoniska miðstjóm- arkerfis — en þessi hugmynd er nú mjög almennt viður- m kennd, jafnvel í röðum Gaull- ista. Rúmlega þrjátíu þing- menn gerðust fylgjendur hins nýja flokks, þar á meðal nokkrir múhame'ðstrúarmenn frá Algier. Þegar þjóðaratkvæðagreiðsla var látin fara fram um Algier- málið í janúar 1961, hefðum við því átt lagalegan rétt á að- gangi að hljóð- og sjónvarpi rík isins til þes að gera grein fyrir afstöðu okkar í málinu. Þessi réttur var af okkur tekinn með lögbroti. Enda þótt ég væri for- maður flokks, sem í var meiri- hluti hinna algiersku þing- manna, hindraði stjórnin mig með gerræ'ði í að fara til Algier m í kosningaleiðangur. Til að fara fljótt yfir sögu læt ég nægja að segja, að ári síðar var Re- groupement flokkurinn leystur upp með ólöglegu ákvæði, for- ráðamenn hans teknir höndum og svívirtir af lögreglunni. Leit var gerð að vopnum í húsakynn um flokksíns en engin fundust af þeirri einföldu ástæðu að þau voru ekki til. í apríl reyndi fyrrverandi yfirmaður frönsku herjanna í Algier, Maurice Challe hers- höfðingi, a'ð ná stjérnánni í Al- gier í sínar hendur. Tilraun hans fór út um þúfur eftir þrjá eða fjóra daga. Til allrar ham- ingju var engu skoti hleypt af og var það aðallega að þakka stillingu og skyldurækni Chall- es að ekki kom tíl borgara- styrjaldar. Ég hafði ekki tekið þátt í þessari byltingartilraun eða vitað neitt um hana fyrir- fram, en forsetinn og innanrík- is(lögreglu)ráðherra hans not- uðu það sem átyllu til að ráðast gegn stjórnarandstö'ðunni, sem ég var einn aðal forsvarsmað- urinn fyrir. Með fráleitri afskræmingu á bókstaf og anda stjórnarskrár- innar, var lýst yfir neyðar- ástandi samkvæmt 16. grein, sem gerir ráð fyrir sérstöku valdi til handa forsetanum ef til innrásar erlends hers eða kjarnorkustyrjaldar skyldi koma. Þessi grein heimilaði yfirvöldunum að handtaka hvaða borgara sem var og hafa hann í haldi um óákveðinn tíma, án þess að hann fengi að koma fyrir rétt, loka dagblöð- unum o.s.frv. „Sérstakir" dóm- sfólar voru settir, sem ekki gáfu nein fyrirheit um réttvísi. Samkvæmt tölum, sem Dubois þingmaður nefndi í ræðu í efri málstofunni, voru ellefu þús- und manns handteknir og hafð- ir í varðhaldi vikum og jafnvel mánuðum saman. Tvennum fangabúðum var komið upp, í Thol í Austur-Frakklandi og St. Maurice sunnanlands, með gaddavír, varðturnum, vél- byssum, lögregluhundum og öllu tilheyrandi. Fólk, sem hafði verið sýknað af almenn- um dómstóli, var jafnvel sent í þessar fangabúðir og haldið þar svo mánuðum skipti við hina verstu aðbúð. Þegar lögreglan kom í íbú'ð mína í París, hafði ég þegaT gert þá mjög svo eðlilegu var- úðarráðstöfun að flytja úr henni. Ég dvaldi nokkra daga á heimili vina minna, en þegar kúgunaræðið hélt áfram án þess að réna, laumaðist ég úr landi og leitaði hælis erlendis. Þar byrjaði ég að skrifa bók- ina „BrostnaT vonir“, en í þess- um tveimur orðum felst, að minni hyggju, allur harmleikur lands míns. Nokkrum mánúðum síðar, eða í desember, kom ég aftur til Parísar og hélt blaðamanna fund í gistihúsi.. Það var eink- um tekið fyrir á þessum blaða- mannafundi, að til þess að koma í veg fyrir frekari blóðs- úthellingar í Algier, og ef til vill allsherjar borgarastyrjöld, ætti ríkisstjórnin að ræða fram tíð landsins á „hringborðs“-ráð- stefnu við arabiska þjóðernis- sinna og hin evrópsku (fransk- algiersku) samtök. Ég hélt því fram, að fyrst de Gaulle hefði þegar átt samningaviðræður við FLN hermdarverkamennina vegna þess að hann taldi þá full trúa þess hluta íbúanna, sem var múhameðstrúar, þá hefði hann ekki ástæðu til að neita OAS, sem greinilega voru full- trúar meirihluta kristinna manna og Gyðinga, um sams- konar viðræður. Hér vildi ég mega undir- strika þá sta'ðreynd, að ég var ingar íandflótta, efnahagskerf- ið í molum, landið á vonarvöl — allt voru það afleiðingar þessarar kórvillu ,auk ótaldra per;ónulegra harma og þján- inga. Blaðamannafundi mínum lauk klukkan 5 e.h. Klukkan 10 að kvöldi sama dags var gefin út handtökuskipun gegn mér og símuð til allra lögreglu stöðva í landinu og á landamœr unum. Ég átti þvi ekki annars úrkosta en flýja land enn á ný og leita hælis einhversstaðar í Evrópu. Ég vissi aðeins of vel hvers vænta mátti af hinum „sérstöku" dómstólum sem út- hlutuðu dauðadómum og lífs- tíðarfangelsi án þess að kvið- dómur kæmi þar nærri eða nokkur mögúleiki gæfist til áfrýjunar, án alls þess er ör- yggi veitir i siðmenntuðu rétt- arfari. Þessi útlegð mín hetfur oft verið talin „sjálfviljug". í raun inni er hún ekki sjálfviljugri en fiótti hins friðsama manns frá heimili sínu, sem hann finnur í höndum vopnaðra ræn ingja. Ég er viss um að erlent almenningsálit hefur ekki til þe3sa dags gert sér grein fyr- mér úr landi. Ég varð að feV ast undir dulnefnum, flýja land úr landi endalaust með- örfáar eigur mínar í hand- tösku. Ég hef verið í varðhaldi hjá lögregluliði flestallra Vest,- ur-Evrópuríkja. Hinir fyrrver- andi vinir mínir létu sér ekki þessar miskunnarlausu galdra- ofióknir nægja, heMur reyndu tvívegis að koma viðbrottnámi á mér, svipað því þegar Argoud höfuðsmanni var rænt frá Mún chen í febrúar 1963. Ég er þess fullviss að ég hefði ekki lifað þessar þreng- ingar af ef ég hefði ekki not- ið hjálpar nokkurra franskra, belgískra, svissneskra og ítalskra vina minna, sem brugð ust mér aldrei. Að endingu opn uðust augu manna í Bviss og Belgíu og öðrum Vestur- reynd, að kærurnar á hendur mér áttu við engin rök að styðj Evrópulöndum fyrir þeirri stað ast heldur voru þær sprottnar af einsltæru hatri. Mér veittist loks tóm til að huga að heilsu minni (varð að ganga undir uppskurð í Lausanne) ná sam- an vísindalegu bókasafni mínu og skjölum og starfa við eðii- legri aðstæðuT. Á meðan var í Frakklandi látilaus og hetjuleg barátta fyr- ir almennri sakaruppgjöf, fyrir því að pólitískir fangar yrðu látnir lausir og útlögum leyft að snúa heim, og jókst hreyf- ingu þessari mjög fylgi undir forystu ýmissa mætra manna, einkum Jean Le Hargue, próf- essors. Allt varð það þó árang- urslaust um árabil, þar sem forsetinn neitaði þinginu þver- lega um að greiða atkvæði um náðunarfrumvarpið. Það var ekki fyrr en innviðir ríkisins virtust að því komnir að lið- ast sundur, sem de Gaulle lét undan almenningsálitinu. Ár- angurinn varð sá að báðar deild ir samþykktu almenna uppgjöf saka. Hvað mig sjálfan áhrærir og eins Bidault, fyrrverandi for sætisráðherra, liggur í augum uppi, að sakaruppgjöf í hinni þrengri merkingu orðsins var ekki rétta svarið, þar sem við höfðum hvorki komið fyrir rétt né hlotið dóm. En það var þá orðið svo augljóst, að ákær- urnar um „samsæri gegn stjórn inni“ áttu við engin rök að styðjast og voru jafnvel hlægi- legar að rétturinn sjálfur ákvað að láta málið niður falla. Því var það þann 24. októ- ber 1968 að ég steig út úr sviss neskri flugvél á Orly-flugvelli, þar sem eiginkona mín og vinir biðu mín. í Lyons, borginni þar sem ég hafði eytt uppvaxtar- árum mínum og þrívegis verið kjörinn á þing, tóku borgar- stjórinn og ótal vinir mínir á móti mér og ég var aftur stadd- ur í lágreistu húsi áttræðrar móður minnar. Þá vissi ég að ég var í raun og veru kominn heim. Það kemur í hlut sagnfræð- inga framtíðarinnar, að meta skapgerð og verðleika de Gaull es. Um það verða þeir miklu færari en við erum nú, að dæma af sanngirni og hlutleysi. Sjálfur ber ég ekki við að dæma gerðir manns, sem ég fylgdi dyggilega að málum í tuttugu ár og sem síðar sveik öll loforð sín við mig og marga aðra, eins og ég væri að skrifa um einhvern Aztecakónginn. Mannlegt eðli er samt við sig og eg veit að viðhorf mitt hlýt- ur að mótast af því. Ég hef þó reyn í síðustu bók minni að sýna fyllstu sanngirni og halla hvergi réttu máli. Fyrsta frægðarverk hershöfð ingjans var án efa sú ákvörð- un, sem hann tók 18. júní 1940, að standa við hlið Breta á mestu hörmungarstund styrj’- aldarinnar. Herumbil allir hern aðarleiðtogar Frakka voru þess þá fullvissir að Þjóðverjar myndu „snúa Breta úr hálsliðn um eins og kjúkling" svo höfð séu orð Weygands hershöfð- ingja. Uppgjafarandinn gagn- tók allra hugi. Bandaríkin virt ust langt í burtu, óviðhúin og enn bundin hlutleysi sínu. Frjálsir Frakkar voru þeir sem vonuðu þegar öll von virt- ist úti. Það var vissulega mikil stund í sögu Frakklands, þegar de Gaulle sýndi þá dirfsku að ganga til liðs við málstað sem virtist með öllu glataður. Ég skyidi verða síðastur til að loka augunum fyrir þeirri stað- reynd, sem verið hefur landi mínu örlagarík. Ég býst við að sagnfræðing- arnir myndu einnig telja þann mikilvæga þátt, sem hann átti í að verja kornmúnistum leið- ina til val'da á árunum 1944 og 1945. Að sönnu hefðu herir Bandamanna undir stjórn Eis- enhowers ekki látið stjórnar- byl'tingu viðgangast í Frakk- landi á meðan þeir notuðu land okkar til flutninga og samgangna í úrslitaorrustun- um við Þýzkaland. Valdastreita og skæð átök móttú ekki eiga sér stað á svo mikilvægu svæði. Engu að síður var það afar þýðingarmikið fyrir hin- ar frjálsu þjóðir, að friður og eining ríkti innan Frakklands á tímum þegar Bandamenn þurftu að einbeita allri orku rramhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.