Morgunblaðið - 09.03.1969, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1969.
Verzlunarmála
ráðstefna
Sjálfstæðismanna
11-13 marz 1969
Ráðstefna um verzlunarmál haldin að tilhlut-
an Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík að Hótel Loftleiðum.
fí*
Þriðjudagur 11. marz — 1. dagur
(13.30) 1.1. Ráðstefnan sett.
Ávarp:
Hörður Einarsson, formaður
Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag-
anna í Reykjavík,
Ávarp:
Haraldur Sveináson, formað-
ur Verzl'unarráðs íslands, for-
maður framkvæmdanefndar
ráðstefmunnar.
(14.00) 1.2. Stefna Sjálfstæðisflokks-
ins í viðskiptamálum:
Dr. Bjarni Benediktsson, for-
sætisráðherra.
(14.30) 1.2. Verðlagsmál verzlunar-
innar — opinber afskipti:
Sveinn Snorrason, hrl,
(15.00) 1.4. Staða smásöluverzlunar-
innar: Sigurður Magnússon,
framkv.stj. K. f.
(15.30) 1.4 Staða heildsöluverzlunar-
innar: Björgvin Schram,
form. F.Í.S.
(16.00) 1.6 Þátttaikenidur skiptast í
. umræðuhópa um einstakar
grein.ar verzluraarinnar.
Kaffiveitinigar.
Miðvikudagur, 12. marz — 2. dagur
(12.15) Hádegisverður.
Almennur fundur.
(13.30) 2.1 Skýrt frá niðurstöðum umræðuhópa.
(14.30) 2.2. Verzlunin og neytendur:
Ólafur Björnsson, prófessor.
(14.50) 2.3 Viðhorf launþega í verzlunarstétt:
Magnús L. Sveinsson, framkv^stj. V.R.
(15.10) 2.4. Fjárhagur og fjármögnun verzlunarinnar:
Höskuldur Ólafsson, banikastjóri.
(15.30) 2.5 Skattamál verzlunarfyrirtækja:
Önundur Ásgeirsson, forstjóri.
(16.00) 2.6. Umræðuhópar að störfum — Kaffi-
veitingar.
(17.30) 2.7. Almennur fundur. Skýrt frá niðurstöð-
um umræðuhópa.
msma
'
Fimmtudagur 13. marz — 3. dagur
(10.00) Nefndarálit um niðurstöður
ráðstefnunnar.
Hádegisverður.
Almennur fundur.
(13.30) 3.1. Áhrif EFTA-aðiIdar á
inn- og útflutningsverzlun
fslands: Guðmundur Magnús-
son, prófessor.
— Fyrirspurnir —
(14.30^ 3.2. Fyrirspurnartími:
(Ráðherrar Sjálfstæðisflokks
ins og borgarstjórinn í
Reykjavík ræða sín á milli
og svara fyrirspurnaim frá
þátttakendum).
Stjórnandi: Gíslí V. Einars-
son, viðskiptafræðingur.
(16.00) 3.3. Ályktanir ráðstefnunnar.
(17.00) 3.4. Ráðstefnuslit.
1. Þátttaka er heimil öllum áhugamönnum um
verz unarmál, er fylgja Sjálfstæðisflokknum
að málum.
2. Þátttökugjald er kr. 900 og innih&ldur viður-
gjörning og ráðstefnugögn.
3. Þar eð takmarka yerður tölu þátttakenda láti
væntanlegir þátttakendur skrá sig í síma 17100
ekki seinna en fyrir hádegi mánudaginn 10. marz.
Ráðstefmugagna sé vitjað á saima tíima í Vallhöll
v/Suðurgötu og sé þátttökugjald þá greitt.
1
Wr
Ráðleggingar til
ungs rithöfundar
í BRÁÐSKEMMTILEGRltl
og skynsamlegri ræðu, sem A1
exandre Arnoux hélt á jíTngi
P E N- klúbbanna, sagðist
hann fyllast hugarangri,
blöndnu samviskubiti, í hvert
sinn sem ungu-r rithöfundur
kæmi til hans að biðja um
heilræði og stuðning. Auðvit-
að kann eldri rithöfundurinn
vel að meta það að hafa orð
ið fyrir valinu, ef gesturinn
lítur út fyrir að vera áhuga-
verður. Hann finnur til und-
arlegs stolts og einlægrar
löngunar til að verða að liði.
En hann veit ekki hvernig
hann á að sýna velvilja sinn
þannig að hann hafi þegar til
lengdar lætur gagnleg áhrU'
á byrjandann.
Oftast nær hefur byrjand-
inn sent eða tekið með sér
handrit. Þá rís strax örðugt
vandamál, því að rithöfundur
inn er vafalítið störfum hlað-
inn. Hann á þegar í talsverð
um erfiðleikum með að sinna
þeim ýmsu verkefnum, sem
lífið leggur honum á herðar.
Er ekki hægt að ímynda sér,
hvernig það er fyrir þreytt
augu að rýna í þriðja afrit
léttfingraðs vélritara. Hvern
ig á maður að finna margar
klukkustundir til að verja í
samvizkusamlegan lestur þrjú
hundruð síðna? Rithöfundur-
inn á ekki annarra kosta völ
en að fórna hluta af sinni eig
in vinnu, og hann er alls
ekki sannfærður um að það
sé skylda hans. Þvert á móti.
Hugsum okkur að hann hafi
fært þessa fórn. Ef í ljós kem
ur að handritið er meistara-
verk, þá er allt í lagi. Rit-
höfundurinn hleypur eins og
fætur toga til útgefenda og
segir við hann: „Kæri vinur,
þá mátt þakka mér fyrir, hér
færi ég þér fjársjóði“. En í
þessu tilviki hefði sama ár-
angri auðveldlega verið náð,
og á miklu skemmri tíma, með
því að senda handritið beint
til útgefandans.
Nú á tímum er nefnilega
allt lesið. Hugsum okkur rit-
smíð, sem ekki er út í hött
og hafin yfir fordæmingu, en
hrífur mann þó ekki. Hvað á að
segja og gera? Væri heiðar-
lerga að draga kjarkinn úr
höfundinum? Þá yrði maður
að tryggja það að láta sér
ekki v-erða á yfirsjón. Um dag
inn, þegar ég var að lesa
fyrstu sögur Jeans Girauoux,
sem gefnar hafa verið út í
einu bindi, spurði ég sjálfan
mig: „Ef ungur maður hefði
komið til mín að leita ráða
og aðeins haft msðferðis texta
á borð við þetta, hvað hefði
ég sagt við hann?“ Gleymum
því ekki að Anaotle France
taldi góðvin sinn Marcel
Proust ekki til merkra rit-
höfunda og að Gide hafnaði
Du Cote de Chez Swann.
Þetta ætti að vara menn við
að setja sig á háan hest. „Þú
skalt ekki dæma“, segir gamli
rithöfundurinn við sjálfan sig.
„En þessi ungi maður er hér
og bíður, Hvaða ráðleggingar
get ég gefið honum?“
Kannski þessar: „Ungi rit-
höfundur, vinur minn og bróð
ir, biddu ekki um aðstoð,
hvorki frá mér né neinum
öðrum. Ef þú ert gæd-dur snilli
gáfu, eða jafnvel aðeins góð-
um hæfileikum, getur þú lagt
út í baráttuna hjálparlaust.
Ef þú hefur ekki hæfileika,
Iþá getur engin aðstoð gefið
þér hana. Hvernig átt þú að
fá umheiminn til að viður-
kenna hæfileika þína? Útgef-
endur bóka og tímarita hafa
atvinnulesara, sem gegna því
hlutverki að láta ekkert gott
verk ganga forlaginu úr greip
um. Einum þeirra geta orðið
á mistök, eins og Gide við
lestur Prousts. Það getur
hæglega komið fyrir. En það
er mjög ólíklegt að þeim verði
öllum á yfirsjón. í Frakklandi
eru fleiri bókmenntadómend-
ur í leit að góðri bók en góð-
ir rithöfundar á höttunum eft
ir verðlaunum. Hvernig eiga
þeir að hafa trú á þér, ef 'þú
heldur að þú þarfnist mín?
Varaðu þig á að falast eftir
meðmælum. Þeir sem þú sýnir
'þau, hafa sjálfir gafið of
mörg slík til að leggja hið
minnsta uppúr gildi slíkra
bréfa.
Bezti dómari verks þíns ert
þú sjálfur. Það er að segja
ef þú ert vel menntaður. Þú
verður að lesa meistarana,
ekki til að líkja eftir þeim,
heldur til að halda áfram
starfi þeirra. Þú átt hvorki
að skrifa Stríð og frið, Föður
Goriot né La Chatreuse. Hins
vegar munt þú setja mark þitt
hátt, ef þú hefur lesið þessi
meistaraverk. Eg vil verða
Chateaubriand eða ekkert,
sagði hinn ungi Victor Hugo.
Þetta áform leiddi til þess að
hann varð Victor Hugo, ekki
Chateaubriand. Við þurfum
hvorki Balzac né Tolstoi. Þeir
eru þegar til á hillum bóka-
skápa okkar. Við þurfum þig
en mótaðan af þessum miklu
mönnum og tíma þínum. Hinn
sanni lærisveinn Racines er
ekki sonurinn Racine, heldur
kannski einhver hæfileikafull
ur kvikmyndaleikstjóri fram
tíðarinnar. Þú skalt ekki hafa
vantrú á nýjum tjáningar-
formum. Hvað var frasinn, þeg
ar Moliére tók við h-onum?
Hvað er útvarpið í dag? Hvað
verður það á morgun?
Kannski mikilvirtur bók-
menntamiðill. Vertu maður
bíns tíma, ekki míns.
Þykir þér líf ungs rithöf-
undar erfitt? Það hefur það
alltaf verið. Hvaða eymd jafn
ast á við þá, sem Chateaubri-
and varð að þola, áður en
hann dó úr hungri í London?
Á hverju lifði Hugo, áður en
hann skrifaði Odes et Balla-
des? Ef þú getur ekki lifað
af penna þínum, fáðu þér þá
vinnu. Það er ekki aðeins vist
að það drepur ekki snilligáfu
þína, heldur mun það skerpa
hana. Hvers vegna var Balzac
auðugri að efniviði en nokk-
ur annar skáldsagnahöfund-
ur? Vegna þess að hann hafði
unnið í skrifstofum Guyonn-
ets og við hlið lögbókarans
Passez. Hvers vegna þekkti
Dickens svo marga ólíka
heima svo vel? Vegna þests að
hann hafði verið blaðamaður,
fylgzt með réttarhöldum og
kosningum. Paul Valery var
starfsmaður stjórnardeildar.
Varnaði það honum þess að
verða stórkostlegt skáld?
Segðu ekki að þú hefðir þá
engan tíma til að skrifa. Ef
þú finnur í raun og veru hjá
þér þörf til að skrifa, þá
verður tími það sem þú þarfn
ast sízt. Og ef þú ert gædd
ur snilligáfu, þá getur þú
verið alveg rólegur. Snilli-
gáfu er ekki hægt að byrgja
inni. Hún mun gjósa upp af
miklum krafti, gegnum
minnstu glufu.
Lifðu athafnamiklu og göf
ugu lífi. Lýsingar þínar verða
hvorki betri né verri en líf
þitt. Gefðu þig hvonki á vald
slæpingahætti né munaði. Ein
,-Framhald á bls. 18