Morgunblaðið - 09.03.1969, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 19&9.
15
Framhuldsskólonemar fó
setu í skólaróðum
MENNTAMÁLARÁÐHERRA
sagði á blaðamannafundi að
hann hefði í hyggj'u að kioana
á skólaráðum í framhaldsskólum
og jafnvel i gagnafræðaskólum,
samskonar og gert er ráð fyrir
í menntaskólafrumvarpinu. í
þeim ráðum eigi s*ti skólastjóri,
kennarar og fulltrúi frá nemend-
um, kjörinn af þeim.
Kom þetta fram, þegar Gylfi
I>. Gíslason, ráðherra, skýrði frá
löngum fundi er hann hafði átt
með landsprófsnemendum, þar
sem raeddar voru hugsanlegar
breytingar á landsprófsmálinu.
Sagði ráðherra að fundurinn
hefði verið mjög ánægjulegur, og
að nemendur hefðu bent á mörg
skynsamleg atriði. — Mér fannst
nemendur ábyrgar; bæði í skoð-
anamyndun sinni og framkomu
að öllu leyti en það sem virðist
vera annars staðar, sagðj ráð-
herra. Og það styrkir mig mjög í
Eisenhower
ó batavegi
Washington, 6. marz. AP.
LÆKNAR við Walter Reed
sjúkrahúsið, sögðu í morgun að
Eisenhower, fyrrum forseti, væri
nú óðum að hressast og tilkynntu
jafnframt að hætt yrði að gefa
út daglegar tilkynningar um lfð
an hans. Þykir þetta benda til að
gamla kempan sé nú kominn úr
mestu hættunni.
því að það sé eðlilegt að þeir fái
verulega aukin áhrif á stjórn
skólanna.
Gert er ráð fyrir auknum áhrif
um nemenda á stjórn i Háskól-
anum í einu eða öðrii formi, að
því er ráðherra sagði, og í frum-
varpinu um menntaskóla, sem
lagt var fyrir Alþingi í gær er
gert ráð fyrir slíkum skólaráð-
um, með skólastjóra, kennurum
og nemendum.
Þess utan er svo gert ráð fyrir
nemendaráði, sem í séu fulltrúar
nemenda gagnvart skólanum og
verði þeir til aðstoðar í mál-
efnum hans.
Hlílorfandur
heimilar
vinnustöðvun
VERKAMANNAFÉLAGIÐ Hlíf í
Hafnarfirði hélt fjölmennan fund
sl. fimmtudagskvöld, þar sem sam
þykkt var með öUum atkvæð-
um gegn einu að heimila 16
máriha samninganefnd ASÍ að
hafa á hendi samningsviðræður
við atvinnurekendur fyrir hönd
Hlífar. Einnig var samiþykkt að
heimila trúnaðarmannaráði fé-
lagsins að lýsa yfir vinnustöðv-
un ti'l að knýja fram kröfur fé-
lagsins.
Þá gengu inn í félagið á fund-
inum 73 verkamenn.
1 1
n 'lack & Deckei
FÖNDURSETT ER REZTA
FERMINGARGJÖFIN
INNIHELDUR:
2ja HRAÐA BORVÉL, HJÓLSÖG,
VÍRBURSTA, BÓNPÚÐA OG SLÍPISETT
G. ÞOnSTEINSSON 8 JBHKSON H.F.
Ármúla 1 - Grjótagötu 7
I Simi 2-42-50
SUÐURNESJAMENN >
Sýning og sýnikennsla í litla salnum, Stapa frá
klukkan 2-6 r dag.
Sýndar verða CANDY þvottavélar, PFAFF saumavélar,
PASSAP prjónavélar, saumavélaborð og strauvélar.
Ennfremur verða sýnd ný gólfteppamynztur frá
ÁLAFOSS og VEFARANUM.
CJeuuUf/ (PFAEF)
PFAFF H.F. KYNDILL H.F.
REYKJAVÍK. KEFLAVÍK.