Morgunblaðið - 10.04.1969, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1969
Staðreyndir og réttnefni
að áliti Kristjáns Halldórssonar kennara
í>egar ég rakst á grein með
fyrirsögninni „Heilaflótti" í MbL
1. marz sl., datt mér fyrst í hug,
að þar væri komin skynsamleg
og vel rökstudd grein um það
vandamál, sem ég hélt, að fyrir-
sögnin benti til — þ.e. flutning
menntamanna frá heimalandi
sínu til annarra landa. Svo var
þó ekki, því miður. Greinin fjall
aði mjög lítið um þennan vanda,
og hann var afgreiddur með fá-
einum stóryrðum. Síðan var
miklu rúmi eytt í það að velja
Menzku skólafólki sem
óskemmtilegust heiti og eink-
unnarorð. Svo langt var sums
staðar gengið í þá átt, að les-
endum greinarinnar gat jafnvel
dottið í hug, að greinarhöfundur
hefði sjálfur beinlínis orðið fyr-
ir einhvers konar heilaflótta.
Nú hefur þessi rökfasti og hóf-
sami rithöfundur birt annað
skáldverk í svipuðum anda í
Mbl. 27. marz sl. Það tekur því
fyrra þó að ýmsu leyti fram —
er t.d. allmiklu styttra, stóryrðin
færri og sannsögulegur kjarni
stærri. K.H. (Kristján Halldórs-
son) vill þó ekki orðalaust fall-
ast á, að hann hafi haft rangt
fyrir sér í fyrri greininni, held-
ur segir orðrétt um hana: „En
1 þessari grein minni nefni ég að-
eins nokkrar staðreyndir, sem
flestum eru kunnar, en margir
kveinka sér þó við að ræða, og
því síður að nefna réttum nöfn-
um“. Ég býst við, að K.H. eigi
með þessari klaufalegu máls-
grein við það („kveinka sér þó
við.......og því síður að nefna
. . . .“ er að vísu nánast óskiljan-
leg samsetning), að hann hafi
þarna aðeins rætt um staðreynd-
ir og notað réttnefni. Ég hef þó
áður bent á (í Mbl. 8. marz sl.),
að svo var alls ekki, enda legg-
ur K.H. eftir meira en hálfs mán
aðar umhugsun ekki út í að mót-
mæla þeim rökum, sem ég setti
þá fram. Hann er hættur að tala
um stúdenta sem „ofalin dekur-
börn“ sem stundi „háskóla-
hobby“ árum saman með fullar
hendur námsstyrkja af ríkisfé.
Með tilvitnunum í úthlutunar-
reglur Lánasjóðs íslenzkra náms
manna var líka sýnt, að þær
„staðreyndir" og „réttnefm“
K.H. höfðu ekki við nein rök að
styðjast. Þar kom fram að sú
opinbera aðstoð, sem íslenzkir
námsmenn njóta, er lán, sem er
aðeins ákveðinn hundraðshluti
pess fjármagns, sem þá vanhagar
um til að geta framfleytt sér,
þegar tekjur þeirra hafa verið
dregnar frá námskostnaðinum.
K.H. er svo skynsamur, að hann
sér, að hann getur ekki með
nokkru móti fengið lesendur
Mbl. til að fallast á, að þessi að-
stoð sé ofeldi eða dekur. Samt
hefur K.H. fundizt, að hann
mætti til að skrifa meira í Mbl.
og reyna að láta sem ekkert
hefði í skorizt. Þess vegna birt-
ir hann þetta seinna ritverk sitt,
kallar það orðsendingu til mín,
lætur mikið yfir velvilja sínum
í garð háskólans, gerir. gys að
landfræðikunnáttu einhvers
bónda fyrir vestan, reynir að
níða háskólastúdenta svolítið og
fer svo að tala um prósentur og
greindarvísitölu. Þegar ekki er
lengur stætt á þvi að reyna að
telja fólki trú um, að háskóla-
stúdentar fái alltof mikil lán og
styrki, verður í staðinn að grípa
til þess ráðs að segja, að þeir
séu þó a.m.k. heimskir! En í
þessu greindarspjalli sínu verð-
ur K.H. líka með einhverj-
um hætti á í messunni, eða
þá að ég hef svo lága
greindarvísitölu, að ég skil
hann ekki. Hann segir nefni-
lega: .„Rannsóknir dr. Matthías-
ar Jónassonar hafa leitt í ljós
(svo!), að það er nokkuð stór
hópur nemenda með lága greind
arvísitölu, allt niður í 85 grv,
sem getur sloppið í gegnum
landspróf og stúdentspróf, að
vísu með lágar einkunnir, en þó
með fullan rétt til inngöngu í
háskóla". Síðar í greininni:
„Áðurnefndar rannsóknir dr.
Matthíasar benda til að greind-
arvísitala 120 og hærri sé nauð-
synlegt (svo!) til menntaskóla-
náms á íslandi, með núgildandi
prófkröfum. Þessi atriði eru sá
kjarni málsins, sem ekki verður
komizt framhjá, og því ástæðu-
laust fyrir okkur að jagast um.“
Ég veit ekki til þess, að ég haf'
neitt verið að jagast við K.H.
um greindarvísitölu. En ég á
bágt með að skilja, hvernig
greindarvísitalan 120 og hærri
sé nauðsynleg til menntaskóla-
náms með núgildandi prófkröf-
um, úr því að menn með greind-
arvísitöluna 85 geta sloppið í
gegnum landspróf og stúdents-
próf og fengið fullan rétt til inn-
göngu í háskóla. Það þarf greind-
ari mann en mig til að skilja
þessa spaklegu röksemdafærslu
K.H.
En þótt K.H. hafi séð, að
hann gat ekki lengur haldið þvi
fram án þess að verða að enn
frekara athlægi, að opinber að-
stoð við íslenzka námsmenn sé of
há, hefur hann samt ekki skilið
hvert markmið námsaðstoðar-
innar er. Ég reyndi að útskýra
það fyrir honum, að námsaðstoð-
inni væri ætlað að jafna aðstöðu
manna til framihaldsnáms. Það
felur m.a. í sér, að henni er ætl-
að að draga úr fjölda þeirra, sem
verða að hverfa frá hálfloknu
námi af fjárhagsástæðum. K.H.
bendir réttilega á, að allmargir
þeirra, sem hefja háskólanám,
ná ekki að ljúka því. í mörgum
tilvikum stafar það einmitt af
því, að þeir eiga ekki kost á
nægilegri fjárhagsaðstoð, meðan
á þeirra kostnaðarsama námi
stendur, verða að fara að vinna
með náminu til að framfleyta
sér, námið dregst þá á langinn,
og loks flosna þeir alveg frá
námi af þessum sökum. Þeir,
sem koma auga á þennan vanda,
sjá á augabragði, að miklu hag-
kvæmara er fyrir þjóðfélagið að
veita þessum mönnum ríflega
fjárhagsaðstoð, á meðan á námi
stendur, og gera þeim þannig
kleift að helga sig því algjörlega
og ljúka því á skömrnum tíma.
Frá skóla ísaks Jónssonar
Þeir foreldrar sem eiga börn fædd árið 1963 og óska skóla-
vistar fyrir þau i skóla ísaks Jónssonar nafesta vetur leggi inn
umsóknir í síma 32590 fyrir næstu mánaðamót.
I.O.G.T.
I.O.G.T.
Barnastúkurnar Æskan og Ljósið halda skemmtun í Templara-
höllinni við Eiríksgötu laugardaginn 12. apríl kl. 4 e. h.
Til skemmtunar verða leikþættir, dans, söngur, píanó- og
cellóleikur, nýstárlegur spurningaþáttur og skrautsýning,
Börnin sjá sjálf um allflest skemmtiatriðin. — Allur ágóði
mun renna til velferðarmála.
Aðgöngumiðasala verður við innganginn frá kl. 3.
Verð aðgöngumiða fyrir fullorðna kr. 50.00, en fyrir börn
kr. 20 00.
Bindindismenn, foreldrar stúkubarna og aðrir velunnarar eru
hvattir til að koma og leggja góðu málefni lið.
I.O.G.T.
I.O.G.T.
^UorfctuLctr
Amaryllis 4 tegundir frá kr. 295.—
Begóníur 8 tegundir frá kr. 27.— til 32.—
Dahliur frá kr. 38.— til 46.—
— Decorative 10 tegundir.
— Cactus 10 tegundir.
— Pompon 4 tegundir.
Gladiólur, 6 tegundir kr. 10.—
Iris Germanica 4 litir kr. 46.—
liljur 8 tegundir frá kr. 42.— til 65.—
Paeonlur (Bóndarósir) 2 tegundir kr. 75.— tH 95.—
Gloxínía 4 litir kr. 48.—
Anemónur 2 tegundir kr. 6.—
Fleiri tegundir af smálaukum, einnig garðrósir, margar
tegundir kr. 95.—
Póstsendum. Adr.: Alaska, Reykjavík.
Gróðrarstöðin v/Miklatorg — Sími 22822.
Gróðurhúsið v/Sigtún — Sími 36770.
Gróðrarskálinn v/Hafnarfjarðarveg — Sími 42260.
Menntun þessara mainna keimur
þjóðfélaginu þá fljótt að notum,
í stað þess, að annars kæmi
hún annað hvort mun síðar
eða aldrei að notum. Það
er alveg rétt hjá K.H., að
þessi mistök kosta þjóðfélagið
stórfé. — Nú á síðari árum hafa
verið sett þrengri tímamörk um
nám í flestum deildum háskól-
ans. Um það er ekki nema gott
eitt að segja í sjálfu sér. En þessi
þröngu timamörk krefjast á hinn
bóginn þess, að stúdentar fái
meiri fjárhagsstuðning en áður,
þar sem nú er orðið ókileift að
vinna nokkuð að ráði með námi
í flestum deildum vegna þeirra.
Það er því aðeins um tvennt að
velja: meiri fjárhagsaðstoð við
námsmenn eða stærri hóp há-
skólastúdenta, sem flosnar frá
námi af efnahagsástæðum. Menn
geta gert upp við sig, hvort þeir
telja hagkvæmara fyrir þjóðfé-
lagið.
Ég varpaði því fram til K.H. i
grein minni, hvort hann gæti
leyst vandamál tannlæknadeild-
ar. Hann segir, að það sé guð-
velkomið! Síðan slær hann fram
fiugmyndum um hlutafélag eða
samvinnufélag starfandi tann-
lækna, sem kosti nám og náms-
aðstöðu tannlæknanema, og til
vara þvi, að samið verði við
verkalýðifélögin um styrk til
tannlæknadeildar. Þar með held-
ur hann að málið sé leyst og er
nú heldur en ekki upp með sér!
Mikið barn getur barnakennar-
inn verið. Það, sem þarf, eru
nefnilega ekki tillögur af þessu
tagi. Það þarf að fá forráða-
menn þessara mála til að að-
hafast eitthvað raunhæft til lausn
ar vandanum — fá þá til að
vakna til meðvitundar um þá
hættu, sem steðjar að landi tann-
læknaskortsins, ef hætt er að út-
skrifa tannlækna. Samtök stúd-
enta hafa bent á þessa hættu ár-
um saman og gert tillögur og
ályktanir um nauðsyn þess, að
hafizt verði þegar handa um
lausn þessa brýna verkefnis. Það
hefur allt komið fyrir ekki.
Tannlæknadeildin hefur ýmist
verið lokuð eða hálflokuð undan
farin ár, og henni verður lokað
alveg í haust, ef ekki verður áð-
ur hafizt handa um raunveru-
lega lausn málsins. Sú lokun fer
ekkert siður fram, þótt ég stingi
nú upp á því til samræmis við
tillögur K.H., að félag vegg-
fóðrarameistara beri allan kostn-
að af tannlæknakennslu á ís-
landi. — Það eru algjör ósann-
indi hjá K.H., að íslenzkir stúd-
entar hafi einihvern tíma hótað
því „að grípa til líkamsmeið-
inga og eyðileggingarstarfsemi",
þótt hvorki gengi né ræki í bar-
áttumálum þeirra árum saman
— t.d. i málefnum tannlækna-
deildar. Þeir hafa hins vegar velt
því fyrir sér, hvort ekki væri í
slíkum málum hægt að grípa til
einhverra róttækari aðgerða en
oftast hefur verið beitt — og það
hefur rauar verið gert í vetur og
alveg án þess að skert væri hár
á höfði eins einasta manns eða
nokkur hlutur skemmdur. —
Ég vil svo að lokum vitna í
K.H. þar sem hann segir, að
fyrri grein minni hafi frekar
verið ætlað „að varpa skuggum
en birtu.“ Hafi einhvers staðar
fallið skuggi á við það, sem fram
kom í þeirri grein, hefur það lík-
lega gerzt á svipaðan hátt og í
þjóðsögunum gömlu, þegar dags-
röndin brauzt fram, nátttröllin
dagað upp, af því að þau þoldu
ekki ljósið, og þau urðu að stór-
um, ljótum steindröngum, sem
vörpuðu fyrst löngum skuggum,
en síðan æ styttri, unz sólin
komst í hádegisstað.
Höskuldur Þráinsson,
form. stúdentaráðs.
Björgunarstörf
eru margvísleg
ÞEGAR einhver er týndur, hljóm
ar frá útvarpinu: „Skátar eru
beðnir að mæta til leitar“, Flug-
björgunarsveitin, og stundum al-
menningur, og er gott eitt um
það að segja, mjög gott, ómetan-
legt.
Aftur á móti er stundum kona
að deyja frá börnum sínum, ým-
ist í sjúkrahúsi eða heimahúsum.
Þá þarf hvorki flugvél né leitar-
menn með ljós í hendi. Hún ligg
ur þarna með ólæknandi krabba
mein, eða var það kanniski ekki
ólæknandi? Hefðu Kobaltgeislar
bjargað lífi her.nar, ef hún hefði
fengið þá í tæka tíð? Okkur eru
sagðar tölur þessara sjúklinga í
öðrum löndum, og eru batahorf-
ur mun meiri, þar sem Kobalt-
geislameðferð er fyrif hendi.
Krabbameinsfélagið hefur kom
ið upp leitarstöð B af miklum
dugnaði. Landsspítalinn hefur
fengið Kobalttæki að gjöf, sýn-
ir það skilning ogfrábærain höfð
ingskap gefenda. Ber að þakka
þessum aðilum gott framtak.
Peninga vantar alltaf, ef eitt-
hvað á að gera. Alltaf er samt
verið að byggja kirkjur, banka
og hraðbrautir, svo eitthvað sé
nefnt. Við erum búin að fá hægri
handar akstur með miklum kostn
aði, en nóg um það. Aðrar þjóð-
ir hafa tekið upp Kobaltgeisla-
lækningar, við þuríum að fá þær
líka, og það án tafar. Við áttum
að brosa við umferðarbreyting-
unni og gafst vel. Enginn getur
brosað við þeirri breytingu, sem
verður á móður á bezta aldri,
sem þessi hræðilegi sjúkdómur
nær tökum á. Skær og falleg
augu hennar verða döpur og ang
istarfull og bresta að lokum. Eft-
ir standa hnípin börn og oftast
eiginmaður.
Það kom skýrt fram við uim-
ræðurnar á Alþingi 26. marz sl.
að alþingismönnum var ekki
ljóst það neyðarástand, sem hér
Soffía Eygló Jónsdóttir
ríkir, vegna skorts á sjúkrarými
fyrir kvensjúkdómasjúklinga,
fyrr en þeim barst bréf með til-
lögu og greinargerð frá Banda-
lagi kvenna í Reykjavík varðandi
þessi mál, sem hin ýmsu kvenna
samtök í landinu styðja af al-
hug.
Þetta er ópólitískt mál, sem
allir eiga að standa saman um,
og kom greinilega fram vilji til
þess á Alþingi. Samkvæmit upp-
lýsingum heilbrigðismálaráð-
herra hillir nú undir bráðabirgð
arlausn varðandi Kobalttækin, en
það dregur á engan hátt úr þörf
inni á að f jölga sjúkrarúmum fyr
ir þessa sjúklinga.
Ég treysti þeim aðilum, sem
þessum málum ráða, að hefjast
handa þegar í stað, og munu kon
ur um land allt fylgjast með
framkvæmdum af áhuga.
Soffía Eygló Jónsdóttir,
formaður Kvenfélags Kópa-
vogs.