Morgunblaðið - 10.04.1969, Side 19

Morgunblaðið - 10.04.1969, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1969 19 Lög um Stofnlána- deild endurskoðuð Þingsályktunartillaga Pálma Jónssonar Pálmi Jónsson hefur lagt fram á Alþingi tilloRii til þingsálykt- unar um endurskoðun laga um stofnlánadeild landbúnaðarins, landnám, ræktun og byggingar í sv-eitum og fl. Er tillaga þingmannsins svo- hljóðandi: Alþingi ályktar að fela landbúnaðarráðherra að láta endurskoða lög um Stofn- lánadeild landbúnaðarins, land- nám, ræktun og byggingar í sveitum: ennfremur önnur lög og lagafyrirmæli, er varða ríkis framlög til jarðræktar, bygg- inga og byggðaþróunar í sveit- um og taka til athugunar, hvort eigi sé ástæða til að samræma þau og fella inn í lögin um stofnlánadeild og fl. Hér er þó ekki lagt til að endurskoða II. kafla laganna er fjallair um Stofnánaleid land- búnaðarins. í greinargerð sinni með tillög- unni segir þingmaðurinn: Frá því er lögin um Stofn- lánadeild landbúnaðarins, land- nám, ræktun og byggingar í sveit um voru sett 1962, hafa þrívegis verið gerðar á þeim minni háttar breytingar. Sá hluti þeirra, er fjal'lar um Landnám ríkisins, er þó að meginefni mun eldri, enda þótt miklar breytingar hafi ver- ið gerðar frá því er fyrst voru sett lög um þetta efni 1941. Þrátt fyrir, að lögin hafi verið endur- skoðuð á tiltölulega fárra ára fresti, virðist augljóst, að þau Pálmi Jónsson. hafa tæpast fylgt eftir þróuninni í landbúnaðinum nú hin síðustu ár, þeirri þróun, sem þau vissu- lega hafa átt sinn gilda þátt í að hrinda áfram. Með þeirri endurskoðun, sem hér er lagt til að fram fari á lögunum, er þess vænzt, að tak- ist að samræma þau nýjum við- horfum og marka þeim skýrari framtíðarstefnu í viðleitni til áhrifa á byggðaþróun og upp- byggingu í sveitum landsins. J afnframt verði leitazt við að sneiða hjá þeim ágöllum, sem komið hafa í ljós hin síðustu ár. Lögin virðast t.d. ýta um of und ir skiptingu jarða vegna tak- markana á framlögum til jarð- ræktar eftir stærð rækunarlands Skipting á góðum jörðum getur í vissum tilvikum átt rétt á sér, en allt of mörg dæmi eru þess, að sú ráðstöfun hefur reynzt til óþurftar, og er hætt við, að þess gæti meira í framtíðinni. Ýmis ákvæði laganna utn Stofn lánadeild landbúnaðarins, land- nám o.fl. eru næsta ó'ljós, eins og t.d. er viðkemur byggðaþró- un, en jafnframt hafa verið sett önnur lagafyrirmæli, sem hafa skyld verksvið, þó að þau gangi ekki í sömu átt, eins og lögin um jarðeignasjóð ríkisins nr. 54 27 april 1967. Við endurskoðun laga þessara virðist ástæða til að taka til at- hugunar hvort eigi sé unnt að koma við meiri hagkvæmni í skipt ingu verkefna milli Búnaðarfé- lags íslands og Landnáms rík- isins að því er varðar framlög ti'l ræktunar og bygginga í sveit uim. Fljó'tt á litið sýnist ekki óeðli legt, að innan stofnlánadejldar- laganna rúmist ákvæði um hvort tveggja í senn, lánveitingar og ríkisframlög til styrktar þessum framkvæmdum, í stað þess að dreifa þeim verkefnum á hendur fleiri aðila. Fyrir Alþingi liggja nú tvö mál, á þskj. 286 og þskj. 394, er varða einstaka þætti í lögum um Stofnlánadeild o.fl. Þau atriði rúmast vitaskuld mjög vel inn- an þeirrar endurskoðunar, sem hér er lagt til að gerð verði, og krefja einmitt frekar en el'la fram þá heildarendurskoðun, sem hér er stefnt að. Mörg rök virðast því hníga að því, að nú sé eðlilegt að láta fara fram endurskoðun stofnlána deildarlaganna ásamt athugun á samræmingu skyldra lagafyrir- mæla. Með því sé stefnt að því, að þau verði á komandi árum ekki síður en hingað til land búnaðinum öflug lyftistöng og þjóðarheildinni til heil'la. LAN DSLIÐSFLOKKUR : 1 2 3 4 5 6 7 8 2 Ifl 11 .12 ,Vmr 1 FRIDRIK ÖLAFSSON '4 1 1 !á 'a 'h 1. 1 1 1 1 9 ? GUOMUNDUR SIGURJÖNSSON Vl 0 'h 1 1 1 1 1 1 1 h 8 'h 3 HAUKUR ANGANTÝSSON 0 1 'h 0 'h 1 1 1 0 1 1 7 4 BJÖRN ÞORSTEINSSON 0 'h 'h 'h '/2 1 t 1 1 0 1 7 s FRFYSTFINN PORBFRGSSON 'A 0 1 'h 0 'h 1 'h 1 1 6 'h fi JÖN HÁLFOÁNARSON 'h 0 !4 'h 1 0 0 'h 1 'h 1 5 '/, 7 BJÖRN SIGURJÖNSSON 'h 0 0 0 'h 1 0 1 1 1 0 5 B ARINBJÖRN GUÐMUNDSSON 0 0 0 0 0 1 1 0 1 'h 1 4 h 9 JÓN KRISTINSSON 0 0 0 0 '4 'A 0 1 1 1 y* 4 a 10 JÖHANN ÞÓRIR JÓNSSON 0 0 1 0 0 0 0 0 1 h 3 11 HALLDÓR JÓNSSON 0 0 0 1 0 'h 0 '/1 0 0 m 1 3 Liz JÓHANN ÖRN SIGURJÓNSSON 0 'h 0 0 0 0 1 0 'h 'h 0 ii£ - SJÓNVARP Framhald af bls. 32 tíma um dreifingu sjónvarps um landið, og þim ákvörðunum, sem teknar hafa verið um framkvæmd ir á þessu ári, ásamt ráðgerðum framkvæmdum á næsta ári. Þegar ríkisstjórnin ákvað fyr ir fimm árum að beita sér fyrir því, að komið yrði á fót ís- lenzku sjórwarpi, var sú ákvörð un byggð á því, að aðflutnings- gjöld af innfluttum sjónvarps- tækjum skyldu ganiga til greiðslu á stofnkostnaði sjónvarpsins, en tekjur af árlegum afnotagjöldum og auglýsingum skyldu standa undir kostnaði við rekstur. A'l- þingi heimilaði ríkisstjórninni að nota aðflutningsgjöld af innflutt um sjónvarpstækjum til greiðslu á stofnkostnaði íslenzks sjón- varps, og hefur þessi heimild verið notuð síðan 1. júlí 1964. Allur rekstrarkostnaður sjón- varpsins hefur hins vegar verið greiddur með tekjum af afnota- gjöldum og auglýsingum. Unnt hefur reynzt, að hafa daglega dagskrá lengri en upp- haflega var ráð fyrir gert. Og dreifing sjónvarpsins um 'landið hefur og orðið örari en menn þorðu að vona í upphafi að orðið gæti. Um það bil tvö ár liðu frá því, að ákvörðunin var tekin um stofnun íslenzks sjónvarps, þangað til sjónvarpesendingar hófust frá sendistöð, sehn ætluð var Reykjavíkursvæðinu. Bygg- ingu aðalstöðvarinnar, sem vera átti og er hornsteinn dreifingar sjónvarpsins um landið, stöðvar innar á Skálafelli, var lokið í nóvembermániuði 1968. ,Um svip- að leyti hafði verið komið upp bráðabirgðastöð á Vaðlaheiði og endurvarpsstöð á Skipalóni til þess að sjónvarpið næði til Ak- ureyrar og Eyjafjarðarsvæðisins Rétt á eftir eða fyrir síðastlið- in ára.mót hófust einmig sjón- varpssendingar til Skagafjarðar um Ská'lafellsstöðina og til rtiokkurs hluta Vestfjarða um að- alstöð í Stykkishólmi. Jafnhliða hefur verið komið upp fjölmörg um minni stöðvum. Nú í dag, eða um það bil 2 Vá 'ári aftir að ís- lenzkt sjónvarp var hafið, nær það til landssvæðis, sem á búa 175 þúsund manns eða um 85% allrar þjóðarinnar. Á þessu land svæði eru nú 31.400 sjónvarps- tæki í notkun, og sé gert ráð fyrir því, að meðalfjölskylda sé um hvert sjónvarpstæki eru nú 132 þúsund landsmanna á þeim svæðum, sem sjónvarpið nær til, sjónvarpsnotendur, eða 66 prs. al'lra landsmanna. f svari við fyrirspurn hér á hinu háa Alþingi haustið 1967 sagði ég, að gert væri ráð fyrir því, að sjónvarp nái til allra landshluta á árinu 1969. Gengis breytingar þær, sem urðu haust in 1967 og 1968 hlutu hins vegar að raska verulega fjárhagsgrund velli þeirra framkvæmda, sem ráðgerðar höfðu. verið. Engu að síður tókst að halda framkvæmd um í fyrra í öllum aðalatriðum eins og áætlað hafði verið. En á þessu ári, árinu 1969, hafði verið áætlað að reisa aðalstöðvarnar á Vaðlaheiði og Fjarðarheiði, auk ýmissa aukastöðva. Til þess að gera þetta kleift hefur orðið að grípa til sérstakra ráðstafana. Með núverandi verðlagi eru þess ar framkvæmdir áætlaðar að munu kosta 80 millj. króna, en til viðhalds og endurnýjunar mun þurfa að verja 8 milljónum krórsa. Tekjur ríkisútvarpsins af innfluttum sjónvarpstækjum eru áætlaðar 48 milljónir, svo að 40 millj. króna hefur vantað á til þess að hægt mundi vera að fylgj a upphaflegum áætlunum. Fé hefur nú verið tryggt til þess ara framkvæmda, svo að unnt mun verða að fylgja upphaflegri áætlun. Munu því í ár verða byggðar aðalstöðvar dreifikerfis ins á Norðurlandi og á Austur- landi, þ.e.a.s. stöð á Vaðlaheiði og á Gagnheiði, sem nú er talin heppilegri en Fjarðarheiði, og sjónvarpi þar með komið til fjög urra kaiupstaða, þ.e.a.s. til Ólafs fjarðar og Siglufjarðar um Vaðla heiðarstöðina og til Seyðisfjarð ar og Neskaupstaðar um stöð- ina á Gagnheiði Þessar ákvarðanir hafa þegar , verið teknar. En áætlanir hafa einnig verið gerðar um fram- kvæmdir á næsta ári, árið 1970 I Þá er ráðgert að byggja aðal- stöð á Fljótsheiði í Suður-Þing og Húsavík, aðra aðalstöð á Blönduósi fyrir Austur-Húna- vatnssýslu og sem tengistöð fyr ir Hólmavík og norðanverða Strandasýslu, svo og tengistöð á Hrútafjarðarhálsi fyrir Vestur- Húnavatnssýslu og sunnanverða Strandasýslu. Ennfremur er ráð gert að byggja aðalstöð á Háfelli í Mýrdal fyrir Skaftafellssýsl- ur og til sambands við sunnan- verða Austfirði gegnum Höfn í Hornafirði. Auk þess verður þá haldið áfram útbreiðslumælingum fyrir Austfjarða- og Norður- Austurlandssvæðin. Ég tel ánægjulegt að geta skýrt frá því, að þegar á þessu ári muni verða svo komið, að ís- lenzkt sjónvarp nái til allra landshluta. Auðvitað mun það á þessu ári ekki ná til sérhvers landsmanins, enda á sér slíkt ekki stað enn í löndum, sem þó hafa haft sjónvarp miklu lengur en Islendingar og jafnvel þótt aðstæður séu ekki eins erfiðar og hér á sér stað. En fslend- ingar hafa sýnt sérstakan áhuga á sjónvarpi í þann stutta tíma, sem það hefur verið starfrækt hér. Þess vegna er sjá'lfsagt að leggja á það hina ríkustu áherzl að það kcmist sem fyrst í alla landshluta. Það er gleðilegt, að þeir fjárhagserfiðleikar, sem að þjóðinni hafa steðjað, skuli ekki hafa orðið til þess að raska áætl unum um dreifingu sjónvarps um landið né heldur til þess að draga úr þeirri þjónustu, sem sjónvarpið hefur veitt, með stytt ingu dagskrár eða því, að draga úr gæðum hennar. Unnið verður að því, að hvorugt eigi sér stað. Lúðvík Jósefsson sagði að fagna bæri yfirlýsingu ráðherra um útbreiðslu sjónvarpsins, og væri hún mjög ánægjufeg þar sem jafnvell hefði verið búizt við að ekki yrði uinnt að standa við áætlanirnar. Benedikt Gröndal ræddi uim útbreiðslu sjónvarpsins og sagði að hún hefði gengið skjótar fyr- ir sig en nokkur hefði þorað að vona. Hér væri mjög miklir erf- iðleikar á dreifingu sjónvarps vegna landslagsins, en tækni- menn Landssímans sem störfuðu Skákþingi íslands 1969 lokið: Friðrik skókmeistari íslonds Cuðmundur Sigurjónsson annar, Björn Þorsteinsson og Haukur Angantýsson í þriðja og fjórða sœti SKÁKÞINGI ÍSLANDS 1969 er lokið. Þátttaka var meiri en áð- úr hefur þekkzt hérlendis, eða alls 84. í hinum útvalda lands- Iiðsflokki kepptu 12, og er sú tala óbreytt frft ári til árs og hefur verið svo í all'mörg ár. Ur- s'lit einstakra skáka í keppninni um titilinn Skákimeistari íslands birtast hér á meðfylgjandi töflu í blaðinu. Friðrik Ólafsson stónmeistari bar sigur úr bítum, eins og allir bjuggust við, en Friðrik vann með minni mun en nokkurn hafði órað fyrir, því að hann var aðeins hálfum vinningi ofar en íslandsmeistarinn fyrrver- andi Guðmundur Sigurjónsson. Landslið fslendinga í skák er aðeins skipað fjórum mönnum. og eru því Friðri'k, Guðmundur, Haukur Angantýsson og Björn Þorsfeinsson sjálfkjörnir þar til næstu landsliðiskeppni, að ári. í meistaraflokki voru 24 þátt- takendur og keppnin jöfn og sikemmtileg frá byrjun. í meist- •araflokki var teflt eftir svo- inefndu Monrad-kerfi, 9 u'mferð- 'ir og urðu jafnir efstir þeir ©jörn Jóhannesson og Ingvar fÁsimundsson með 7 vinninga ;hvor. Stefán Briem, Benedikt |Halldórsson og Jóhann Þorst- teinsson hlutu 6 vinninga hvor. Ólafur H. Ólafsson, Stefán Þorm gr, J'úlíus Friðjónsson og Karl ,Þorleifsson 5 V2 vinning hver. |Þeir Björn og Ingvar hafa með |bessu unnið sér rétt til að tefla | landsliðsflokki árið 1970. í 1. flokki voru þátttakendur 13 og sigurvegari Gunnar Finns- •son með 514 vinning, en í öðru |og þriðja sæti þeir Ingi Ingi- mundarson og Magnús Gylfasor með 5 vinninga hvor. Tefldai voru 7 umferðir eftir Monrad- kerfinu. 18 tóku þátt í 2. flokki og sigr aði Þórður Ragnairsson með 5V vinning og Ádolf Emilsson ann- Friðrik Ólafsson stórmeistari skákmeistari Lslands 1969. ar með 5 vinninga af 7 möguleg- 'um. • Unglingameistarj var Haf- Steinn Ágústsson með 5 vinn- Inga af 5 mögulegum, eða 100%. 'Þátttakendur í Unglingaflokki voru 18. ■ Skákstjóri var hinn þekkti iskákmeistari Þórir Ólafsson og 'Stjórnaði hann mótinu af mikilli ifestu og skörungsskap — sig. Stærsta og útbreiddasta dagblaöið Bezta auglýsingablaðiö Aðallundur Verzlunarmannafélags Hafnarfjarðai verður haldinn laugardag- inn 12. apríl kl. 2 e.h. í Sjálfstæðishúsinu i Hafnarfirði. Dagskrá: I. Venjuleg aðalfundarstörf. II. Verkfallsmálin. STJÚRNIN. JÓN ÞORSTEINSSON læknir Domus Medica verður fjarverandi um óákveðinn tíma vegna veikinda. Staðgóngumaður: Nikulás Sigfússon sérfæðingur i lyflækn- ingum, Domus Medica, sími 12810. LOKAÐ vegna jarðarfarar laugardaginn 12. april. að þessu má'li hefðu staðið sig ENDURSKOÐUNARSKRIFSTOFA EYJÓLFS K. SIGURJÓNSSONAR Lágmúla 9. eyjarsýslu fyrir Þingeyjarsýslur með miklum ágætum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.