Morgunblaðið - 10.04.1969, Page 23

Morgunblaðið - 10.04.1969, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1969 23 artijónin Bjarni ívarsson og Magndís Benediktsdóttir. Aðal- steinn var næst yn.gstur sjö barna þeirra, hjóna. Fjölskyldan íluttist til Keflavíkur árið 1930, en þar kynntist ég þessu ágæta fólki, var heimagangur þar um fjögurra ára skeið, og án þess að hallmæla nokkrum, hefi ég ekki kynnzt samstilltari hjónum en einmitt þar. Ljúfmennska hús- bóndans og skilningur hús- freyjunnar í vandamálum dag- legs lífs, eru mér enn í fersku minni. Þau eru nú bæði látin, en ég er þakklátur þeim báðum og öllum er ég kynnitist á því heim- ili. Þetta eru aðeins orð, með öðru get ég ekki þaikkað. Áður en Aðalsteinn fluittist til Keflavíkur, kunni hann íslend- ingasögumar svo að segja utan- að, hann dáði hreysti og dreng- skap fornkappanna, þann dreng- skap og þá hreysti tileinkaði hann sér allt lífið. Við Aðalsteinn gengum í skóla saman, sátum saman, lékum okkur saman. Það sló oft í brýnu milli okkar, og börðumst við stundum af mikilli hörku, en hvert högg er við lét- um dynja hvor á öðrum voru ekki óvitdar högg, þau aðeins undirstrikuðu hugmyndir okkar um fornikappa og hetjudáðir, og innsigluðu um leið æfilanga vin- áttu. Við gerðumst fóstibræður. Eftir fermingaraldur skildi leiðir, ég fluittist til Reykjavíkur, og hittumst við ekki aftur fyrr en urn tvítugs aldur, hafði Aðal- steinn þá lokið námi frá Lauigar- vatnsskóla, og tókum við þá þráðinn upp að nýju. Aðalsteinn var í meðallagi hár, herðanjifcill, og leyndi sér ekki, að í þeim herðum bjó mifcill styrkleiki. Hann var döktahærð- ur, með blá snarleg augu, andlit- ið samsvaraði sér vel, svipurinn hreinn, en bak við hann leyndist góðlátleg kímni, hreyfingar dá- lítið óráðnar, þar til grípa þurfti til verka. Hefði Aðalsteinn verið uppi í fornölid, væri hann áreið- anlega skráður afreksmaður í ís- lendingasögunum. Hamn var kjarkmenni, sterkur, hamlhleypa að hverju sem hann getak, og enginn stóðst honum snúnimg er til verka var gengið er kröfðust mikilla átaka og hugdirfsku. Aðalsteinn vann hjá Vélasjóði um langt Skeið, og þar voru hon- um falin margvísleg störf. Hann ferðaðist uim landið, flubti og gerði við þungavinnuvélar. Dirfsku hans verður bezt lýst er hann þurfti að taomast yfir Þjórsárþrúna gömlu á vörubíl með sex tonna hlassi, en ekki þótti ráðlegt vegna ótraustleika brúarinnar, að fara yfir hana nema með mjög takmarkaðan þunga, en yfir varð farmurinn að komast í einu lagi, þvi efcki var annara kosta völ, hann lagði á brúna, og svignaði hún svo, að engu likara var en keyrt væri niður brekku og upp aðra. Þeir sem þekfcja aðstæðurnar, vita ihverskonar dirfska sMfct hef- ur verið. Þreki, kröftum og útlhaldi má lýsa með fáum orðum. Um tíma átti hann 3ja tonna vörubíl. Hann lék sér að því, að moka þrem tonnum af sandi á bílinn með venjulegri skóflu, án þess að blása úr nös eða rétta úr bafci, og tók það hann aðeins % klst. Þetta var á þeinj tímujp er un.nið var í ákvæðisvinnu hvað mest á stríðs- árunum. Stundum kom það fyrir eftir erfiðann dag, að hann lét sig ekki muna um að skreppa austur á Vopnafjörð til kunn- ingja og vina, og keyrði þá sjálf- ur hvíldarlaust í einum áfanga, og voru engin áberandi þreytu- merki á honum að sjá. Aðal- steinn átti kjark og þrek og rnarga fleiri kosti, góðar gáfur stál minni. Hann hafði yndi af tónlist, sömg í karlakór um nokkurt skeið, var ljóðelskur, góður bridgespilari, hann var hjálpsamur með afbrigðum, og vildi hvers manns vanda leysa. Hjá Vélasjóði var Aðalsteinn sem fuglinn fleygi, hann var á stöðugum ferðalögum og þótti öllu borgið er hann tók að sér að framkvæma. En árið 1959 er hann var að skyldustörfum úti á landi, stórslasaðist hann á höfði, var mánuðum saman á sjúkrahúsum og fékk aldrei fulla heilsu eftir það. Þessi sterki maður lokaðist þá inni á verkstæðum, varð eins og fugl í búri, og mátti þá stunduim finna biturleika í skapshöfn hans. Sá biturleiki var efcki að öllu ástæðulaus, en sú saga verður ekki rakin hér. - Árið 1943 giftist hann Herdisi Vigfúsdóttur, ættaðri frá Vopna- firði. Eignuðust þau þrjár dætur, Vigdísi Björgu, Birnu Magndísi og Jóhönnu Júlíu. Þau hjónin áttu yndislegt heimili, þar var gott að koma, gestrisni, líf og fjör. Þar átti ég margar ánægju- stundir sem ég þakka. I desember síðastliðnum veikt- ist Aðalsteinn alvarlega og dró sá sjúfcdómur hann til dauða. í helstríði sínu lét hann engan bil bug á sér finna, en brosti og gerði að gamni sínu fram á hinztu stund. Vinur er horfinn, engu verður þar um breytt, við lútum lög- málum, þar verður engu um Hokað. þokað. Ég votta eiiginfconu, dætrum, systkinum og öðru venzlafótki samúð mrna á sorgarstund. Þorgrímur Einarsson. Almennur borgorafundur „um popmessur" verður haldinn í Tónabæ í kvöld kl. 8,30. Framsögn: Séra Sigurður Haukur Guðjónsson, séra Bjöm O. Bjömsson, Valdimar Sæmundsson formaður skipti- nemendasambandsins og Guðmundur Einarsson kennaraskólanemi. BANDALAG ÆSKULÝÐSFÉLAGA REYKJAVlKUR Gísli Ásgeirsson Minning ENNÞÁ á ég bágt með að sætta mig við þá hugsun, að hann Gísli afi minn, sé endanlega horfinn. Það er svo örstutt síðan hann kom ennþá akandi í bæinn, viðræðuhress og glaðlegur. Ég bjóst við að við ættum margar skákir ótefldar. Á bernskuárum mínum áttum við systkinin ekki fleiri spor í önnur hús en á heimili afa og ömmu, þar sem okkur mætti •ama hjartahlýjan og alúðin og afi sýndi okkar börnum síðar. Mér hefur alltaf fundizt að hann afi hafi ráðið geðum tveim. Annars vegar var sú skapharka og hraðýðgi við sjálfan sig, sem hélt honum uppréttum gegnum langvarandi veikindi þegar aðr- ir menn sjálfum sér betri hefðu bognað, en að hinu leytinu átti hann til þann hlýleik, sem gerði samband hans við syistkini sín og börn svo náið og innileg. Löng og erfið baráttan við sjúkdóminn eyðilagði aldrei sívakandi skop- skyn hans né þann viðkvæma eðlisþátt sem laðaði að honum yngstu fjölskyldumeðlimina. Með þessum fátæklegu kveðju oiðum þykir mér hiýða að segja í örfáum orðum æviferil hans afa. Gí5ii Ásgeirsson fæddist að Álftamýri við Arnarfjörð 17. febr. 1898. Hann fluttist á unga aldrei með foreldrum sínum til Bíldu- dalr og gerðist þar sjómaður. Á Bíldudal kvæntist hann Kristínu Kristjánsdóttur frá Hvestu í Ketilsdölum. Gísla var gefið óvenjulegt þrek og af dugn- aði hans fór orð svo leið þeirra hjóna virtist krókalaus til bjartr ar framtíðar. En eftir fárra ára hjónaband veiktist Gísli af berkl um og varð að fara suður á hæli. Af hælinu kom hann 1929 með skert starfsþrek en á þeim ár- um var ekki margra kosta völ fyrir slíka menn að sjá sér far- borða og eftir þriggja ára erfið- isvinnu við misjafnan aðbúnað, veiktLt hann að nýju og lenti aftur á Vífilsstaðahæli og nú kom hann þaðan öryrki eftir 10 ára dvöl. Með þeim veikindum hófst erfið og tvísýn skák við dauð- ann. Mér er nær að halda, afi, að sú skák hafi verið þín bezta. Ég heyrði þig aldrei æðrast né kvarta þótt olt — mjög oft — virtist mátið óumflýjanlegt og á næsta leiti. Ekki man ég til þess að hafa nokkru sinni heyrt þig mlnnast á sjúkdóm þinn né heiisufar að fyrra bragði. Jafn- vel þegar aðrir lýstu fjálglega heilsufari sínu misgóðu, voru þér flest umræðuefni tiltækari. Við öll, sem þekktum I þig, vissum hvað þú varst oft þjáður og hve iáralitlu mátti oft muna til þess að maðurinn með ljáinn hrósaði sigri. Þrátt fyrir það held ég tæpast að nokkurt ofckar minnist þín sem sjúklings. Við fundum full- vel hvernig þrek þitt dvínaði og hvernig dauðinn bætti taflstöðu sína. En samt sem áður hafðirðu það skapferli sem ekki baðst neinnar vægðar né lét nokkurn tíma deigan síga. Þín skák var málamiðlunar- laust tefld til sigurs. Á. Á. Örfá kveðjuorð frá stofufélaga NÚ ERT þú Gísli minn kominn yfir þau landamæri, sem við bjuggumst við að ég færi yfir á undan þér, svo nærri þeim var ég kominn fyrir síðustu jól, en þín eftirtekt og árvekni yfir stofufélaga þínum hefir kannski orðið til þess að það varð ekki ég sem átti eftir að taka á móti þér, sem góðum stofufélaga hinu megin heldur tekur þú á móti mér þegar kallið kemur. En hvað sem því raeður þá ert þú horf- inn mér um óákveðinn tíma, en ég hlakfca til ofckar endurfunda. Við áttum saman margar góðar og eftirminnilegar stundir þau ár sem leiðir okkar lágu saman á Vífilsstöðum, og ég mun ætíð muna og virða minningu uim góð an og mætan mann. Mér varst þú ávallt mikill og góður vinur.Ef þú sást að ég átti bágt eða við erfiðleika að stríða varst þú ávallt fyrstur til að vei'ta þá hjálp sem þú gazt í té látið í það og það sinnið, ég gleymi því aldrei en vlrði það og met. Við vorum orðnir það samrýmdir á stofunni ókkar á Vífilsstöðum, og svo góðir félaig- ar, að ég get ekki gleymt því að þegar ég útskrifaðist síðast í janú ar sl. og var að kveðja þig góði kæri félagi þá gazt þú ekki sagt neitt, en tárin í augum þínum töluðu sínu máli og urðu mér meira virði en nokkur orð. Ég kveð þig svo kæri vinur og fé- lagi og bið þér allrar blessunar guðs og votta þínum ástvinum mina innilegustu samúð. Hörður Gestsson. Gísli lézt 2. apríl að Vífils- stöðum. Útför verður gerð í dag. í Kúnigúnd Skólnvörðustíg 4 Handunnar öl- og kaffikrúsir, lauksúpuskálar, ofnföst föt, vasar o. fl. eftir Hauk Dór. Úrval af trévörum, vefnaði, batikskermum, handunnin kerti. Sérstæðar vörur, fallegar fermingargjafir. KÚNIGUND, Skólavörðustíg. SKUTTOGARAR Getum útvegað skuttogara, nýsmíði af fullkomnustu gerð, ennfremur nýlega verksmiðjuskuttogara á sérstaklega hag- stæðu verði. Afhending innan tveggja mánaða. Hafið samband við okkur sem fyrst, og fáið frekari upp- lýsingar. HEILDVERZLUNIN ÖÐINN Traðarkotssundi 3, sími 17344—18151. nt FERÐAVIÐTÆKI, verð frá kr. 1350.00. SEGULBANDSTÆKI. verð frá kr. 4876.00. PLÖTUSPILARAR, verð frá kr. 2275.00. RONSON HARÞURRKUR. verð frá kr. 1840.00. RAFMAGNSRAKVÉLAR verð frá kr. 930.00. RATSJAHE LAUGAVEGI 47 Svelnbekkur — ný gerð NYR SVEFNBEKKUR eins manns. Góður SÓFI og GOTT RÚM fyrir heimili — skóla — gistiherbergi. Húsgctgnaverzlun Axels Eyjólfssonar Skipholti 7 — Sími 10117—18742.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.