Morgunblaðið - 17.04.1969, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.04.1969, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1969 23 Ásd ís Margrét Þor- grímsdóttir Minning ÁSDÍS Margrét Þorgrímsdóttir, ekkja Sigurðar Þórólfsisonar skólastjóra, andaðist að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík, 9. þ.m. — 85% árs gömul. Jarðarför hennar fer fram i dag. Ásdís var fædd 18. okt. 1'883 á Ytri-Kárastöðum á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu. Þar bjuggu myndarbúi foreldrar hennar, Þor,grímur sonur Jónatans hreppstjóra að Marðarnúpi, og móðir hennar Guðrún dóttir Guðmundar Þorsteinssonar bónda að Gestshúsum á Seltjarn- arnesi við Reykjavík. Af isystkinum Ásdísar dóu tvö í bernsku. Hún var elzt þeirra þriggja sem lifðu. Næst 'henni að aldri var Guðrún, — sem á sínum tíma fór með henni í Búðardalsskóla. Hún bjó um langt árabil með manni sínum í Reykjavík og hér dó hún fyrir nokkrum árum. Bróðir þeirra systra, Davíð, var yngstur. Hann tók við búi eftir föður sinn á Ytri-Kárastöðum og reyndist dugnaðar- og hagleiksmaður eins og hann. Ásdís var af merkum bænda- ættum komin. Snemma mun hafa sýnt sig að hún var þeim það, sem okkur langaði til að fá vitneskju um. Guðrún Hafliðadóttir fæddist 26. marz 1901 að Haugi í Gaul- verjabæjarhreppi, en fluttist kornung til Reykjavíkur með foreldrum sínum, Hafliða Jóns- syni og Vilborgu Guðnadóttur, sem bæði voru ættuð úr Árnes- sýslu. Hún var rótgróinn Reyk- víkingur, ójst upp á Vesturgöt- unni og bjó allt sitt líf vestan lækjar í bænum. Árið 1927 gift- ist 'hún Kristjáni Kristjánssyni skipstjóra, síðast á Akurey, en hann lézt árið 1958. Heimili þeirra, sem bar vott um friðsæld og hamingju, stóð í þrjá áratuigi að Sólvallagötu 13, þar sem veitt var af rausn hverjum sem að garði bar, og þeiir voru margir. Þar ríkti hlýja og þar var gott að koma. Þennan heimilisbrag flutti Guðrún með sér á síðasta heimili sitt enn vestar í Reykja- vík. Einkadóttir Guðrúnar og Kristjáns er Vilborg, ekkja Jó- 'hanns Gíslasonar, deildarstjóra hjá Flugfélagi ÍSlands. Þegar ég minnist Guðrúnar, móður æskuvinkonu minnar, er mér efst í huga hve lífshlutverk hennar var samofið þjóðemi hennar. Hún var framar öðru ís- lenzk /nóðir og amima. Án þess að gera -sér sérstaklega far um, kunni hún að færa afkomend- um sínum og öðru sér yngira fólki hlutdeild í íslenzkum menn ingararfi. Hún var mjög fágiuð kona, réttsýn og hugsandi, og hafði til að bera eðlislæga hóg- værð og tillrtssemi við menn og málefni, sem jafnan reynist þyngst á metunum í samskiptum rnanna. Þegar hún gat því við komið var hún a'lltaf fremur veit- andi en þiggjandi. Hún var við- mótsþýð og kunni vel að meta iglettni og æskufjör. Það var igaman að vera kátur með Guð- rúnu. Minnisstæðust er hún þó fyrir æðruleysi sitt og kjarfc, sem bezt kom í Ijós, er hún efldi fjölskyldu sinni dug og þol í mikilli raun. Ég veit að ég mæli fyrir munn frændfólks og vina af þeirri kynslóð, sem hún tók þátt í að ala upp, er ég þakka Guð- rúnu Hafliðadóttur trygga vin- áttu og góðvild í garð ofckar, sem höfðuim tækifæri til að vera hennar aðnjótandi. Vigdís Finnbogadóttir. kostum búin, sem unga konu prýða mest. Meðfæddar gáfur þroskuðust við áhrifamátt ís- lenzkrar heimiliismenningar þeirra tíma. Hún vár kostuð til námis 18 ára gömul, í Kvennaskóla frú Elínar Briem á Blönduósi. Það var veturinn 1901—02. Þar vakn- aði skilningur hennar á gildi skólamenntunar. Henni nægði hvergi nærri þessi eini vetur í skóla. En möguleikar ungra kvenna til frekari skólagöngu voru sáralitlir í þann tíma. Hana hefur eflaust ekki órað fyrir því, að þenna sama vetur var sá möguleiki í sköpun að hún gæti aflað sér framhaldsmenntunar, og síðan fórnað sér fyrir þá göf- ugu hugsjón, að ungu fólki í sveitum landsins gæfist kostur á að ná eðlilegum líkams- og sálarþroska, í andrúmslofti kristi legrar og þjóðlegrar menntun- ar. Veturinn sem Ásdís er í Kvennaskólanm, er íslenzkur kennari, Sigurður Þórólfsson að nafni, við nám í hinum kunna lýðháskóla, Askov í Danmörku. Hann hefur af frábærri elju- semi og viljafestu brotizt undan ánauð fátæktar, vanþekkingar og staðnaðra liðnaðarhátta al- mennings í landinu. Frá því um tvítugt hefur hann einbeitt sér að því að afla sér menntunar, unz hann náði búfræðinga og kennanaprófi, þá 28 ára gamall. Siðan hefur hann verið „kennari í 8 ár við barna- skóla og auk þess kennt árlega mörgum ungmennum eftir ferm ingaraldur“. Honum brennur í brjósti sú þrá „að gera alþýðu- fræðsluna að ævistarfi, — stofna sjálfstæðan alþýðurkóla með lýð háskólasniði, á góðri jörð uppi í sveit“. Að loknu námi í Askov kynnir hann sér alþýðumenntun og landbúnað í Danmörku. Þe.gar Sigurður Þórólfsson kom heim úr siglingunni, var hann vel undir köllunarverk sitt búinn. Hann var 33 ára gamall, menntaður og lífsreyndur mað- ur. Ungur kvæntfet hann indælli stúlku, Önnu Guðmundsdóttur úr Hafnarfirði, en missti hana eftir stutta sambúð. Dóttir þeirra, Kristín Lovísa, eitt sinn alþingismaður, lifir enn. Það er ekki ofsagt að Sigurður hafi komið heim til fslandis „í fyllingu tírnans". Hann hefst handa í Reykjavík, stofnar þar kvöldskóla með lýðháskólasniði. Hann fær í lið með sér ágæta áhugamenn og sjálfboðaliða. Þá er hann fenginn til að stofna unglingaskóla ’vestur í Búðardal og er þar í tvo vetur — 1903—05. Fyrri veturinn eru þar nem- endur systurnar Ásdís og Guð- rún frá Ytri-Kárastöðum á Vatns nesi nyrðra. Síðari veturinn er Ásdís þar enn og nú sem eigin- kona skólastjórans. Hún er þá 21 árs, fullþroska og kjarkmikil. Það kemur sér vel. Henni er mik ill vandi á höndum. Unga hús- móðirin gegnir heimilishaldi í þröngum húsakynnum og sér auk þess um matreiðslu og þjón- ustu fyrir 14 nemendur. Undursamleg er handleiðsla Drottins. Þegar að upphafi síns erfiða brautryðjendastarfs, er Sigurði Þórólfssyni gefin sú aðstoð, sem hann gat ekki án verið. Þau eru tvö — en hann alls ekki einn — um að koma háleitri hugijón í framkvæmd. Vor- og sumarmánuðina 1905 er Ásdís við húsrtjórnarnám í Reykjavík, meðan Sigurður gengur frá jarðarkaupum uppi í Borgarfirði og undirbýr þar skólahald. Hugsýn margra ára er orðin að veruleika: „Sjálf- stæður æskulýðsskóli á góðri jörð í sveit“. Skólinn er aug- lýstur. Umsóknir beraiit frá úr- ræðalausu ungu fólki, sem skyndilega sá sér leið opna inn í draumalönd framtíðarinnar. Skömmu eftir að kennsla hefst elur húsmóðirin unga fyrsta barn þeirra hjóna, Þorgrím Vídalín. Húsnæði var engu rýmra en í Búðardaliskólanum og heimilisfólk miklu fleira, vegna búskapar og mikilla bygg ingaframkvæmda, — 16—18 manns. Nemendur urðu jafn- margir, eða 14, og eru þeir tekn- ir inn í heimilið. Það hélzt noklc ur fyrstu árin á Hvítárbakka. Nemendum reyndust skólastjóra hjónin eins og foreldrar. Stofnun og rekstur Hvítár- bakkaskólans má óhætt fullyrða, að sé eitt af meiriháttar afreks- verkum sem íslenzk skólasaga greinir frá. Sigurður Þórólfsson telur í minningariti sínu, að á þeim fimmtán árum, sem skólinn starfaði undir hans stjórn, hafi nemendafjöldi verið samtals 319, — en miklu fleiri hafi að jafn- aði sótt um skólavist og verið vísað frá sökum þrengsla. Marg- ir Hvítbekkingar eru enn á lífi. Þegar nú móðir skólans hefur kvatt, hugsum við til brautryðj- endanna og velgerðarmanna okk ar með þakklátum huga og ein lægri virðingu. í hálfan annan áratug háðu þau sameiginlega erfiða en sig ursæla baráttu fyrir tilveru skólans. Þau yfirgáfu 'hann ekki fyrr en þau bæði voru þrotin að kröftum en framtíð skólans tryggð í höndum mætra manna. Líklega hefur Ásdís aldrei beðið þess bætur að henni ungri var ofboðið með alltof miklu erfiði í þjónustu skólanna í Búðardal og á Hvítárbakka, eða fyrstu árin þar. Oft lá hún. Oft hefur hún unnið sárlasin og lagt hart að sér. Um Áidísi sextuga skrifaði Helgi Hjörvar (Hvítbekkingur) m.a. þetta: „Frú Ásdís virtist nær á engan hátt skifta sér af skólahaldi manns síns . . . Þrátt fyrir æsku sína er þ'au hjón komu fyrst í Borgarfjörð, bar hún yfir Bkólanum og nemend- um einhvern ægishjálm kvenlegr ar prýði og dyggðar, með tilvist sinni einni saman, og brá yfir hinn fátæklega stað því for- dæmi fegurðar og kurteisi, sem mjög þurfti við hin þröngu kjör, sem allir áttu þar í bróðerni, skólinn og nemendurnir. Eng- inn þeirra mun nokkurn tíma gleyma hinni fríðu, hóglátu konu. Þegar frá leið munu þeir hafa skilið betur, að hún var ekki aðeins hamingja manns síns ,skólastjórans, heldur var hún og hamingja skólans". Þrátt fyrir mikla vanheilsu þeirra beggja, Ásdísar og Sigurð ar, varð þeim ekki skotaskuld úr að sjá sinni stóru fjölskyldu farborða, þegar þau urðu að yf- irgefa starf sitt og stöðu og flytja suður. Sigurður keypti jörð — Ráðagerði á Seltjarnar- nesi — og gildan bústofn. Ætla mætti að þeim hafi reynst róð- urinn þungur með níu börn í heimili og aðeins eitt yfir ferm- ingu. Þeim búnaðist vel í Ráða- gerði, en seldu þó og keyptu í staðmn Útgarð, miklu minni jörð en hægari og nær Reykja- vík. Loks fluttu þau inn í bæ inn og dvöldu þar síðan, en aldrei í leiguhúsnæði. Nú er aldarártíð Sigurðar Þórólfl-sonar og fjörutíu ár lið in síðan hann dó. Fyrir fjörutíu árum var sá mikli vandi lagður á herðar heilsulítillar konu að ala önn fyrir barnmörgu heimili. Því fýlgdi mikið erfiði og margvís- legar áhyggjur. En Ásdís reynd- ist vandanum vaxin. En hún naut þess að vel var í hag búið af hendi Sigurðar, hins hagsýna manns, sem og þess að hún átti miklu barnaláni að fagna. Það var endurgjald ástríkis hennar og umönnunar. Tvö barna sinna misstu þau ung: Hrefnu tæplega eins ára gamla og Guðmund Axel tvitug- an að aldri. Hann var stud, jur., mikið mannsefni. Þá skulu talin börn þeirra sem lifa: Þorgrímur Vidalín, prófaistur að Staðarstað á Snæfellsnesi, kvæntur Áslaugu Guðmundsdótt ur frá Bóndhóli í Borgarfirði. Anna, gift Skúla Þorsteinssyni námsstjóra. Guðrún, gift Þórði Guðmunds- syni verzlunarmanni. Aðalheiður, gift Skarghéðni Magnú:syni verzlunarmanni. Sigurmar Ásberg, borgarfó- geti, kvæntur Sólveigu Jónsdótt ur. Áslaug, gift Hauki Hafstað bónda. Valborg, gift próf. Ármanni Snævarr háskólarektor. Ásdís Þorgrímsdóttir er kvödd af þakklátum huga og minning hennar blessuð. Hún var mikil- hæf ágætiskona, sem skilaði miklu dagsverki og afbragðs- góðu. Ólafur Ólafsson. Guðlaugur Jónsson — Minning — Fæddur 27. júní 1871. Dáinn 26. marz 1969. ÁLLT er Guðs vilji, var hans sterka trú. — Lífið bar hann í gegnum hung ur, fátækt og ástvinamúsi. Hann tók því öllu ólhaggaður, án deilu né örvilnast. Hann vann óslitið sína ævi, og tók hvaða vinnu sem honum bauðst. 'Hann var hreinskilinn og óeigingjarn, þekkti hvorki dramb né hé- góma. Síðustu æviárin lá hann rúm- fastur, líkamskrafturinn þvarr meir og meir, hann sá og heyrði ver, en samt var hann ánægður og hafði gleði af hverjum degi, þar sem hann lifði í hópi barna sinna og barnabarna. Hjarta- hlýju bænir hans hafa eflaust hjálpað og styrkt margan án þess að þeir hefðu hugmynd um það. Hraustur var hann ætið á nærri 100 ára æviskeiði sínu, nema síðustu og erfiðustu stund- ir lífs síns, en þær bar hann með þögn. Megi blessun hans fylgja okk- ur öllum og blessuð sé minning hans um alla ævi. Vinur. Fjóla Hafsteinsdótti Fædd 27. júlí 1933. — Dáin 23. marz 1969. Nú ert þú horfin elsku dóttir mín og aldrei framar lít ég hrosin þín; og mál þitt ljúfa er lét svo blítt í eyra um langa daga, fæ óg ekki að heyra. Þú varst svo góð, og áttir ylinn þann er öllu lífi sýnir kærleikann. Svo mildin þín af aumum angurstár strauk ylrík hönd og græddi hjartasár. í kalda gröf nú fellur fögur róis svo fær hún ekki giefið meira ljós; en minning þín ei moldu verður orpin þótt mó'ðan streymi fram að dular ós. í móður barmi, barna þinna og ma'ka í björtu skini mun hún jafnan vaka. Þig kveður „Hlíðin“ kæra vina mín og kveðjan verður ástarljóð til þín frá fjalli og dal í grósku grænna lunda. Er sumárblærinn sefið strýkur hljótt, í samhljómi er boðið góða nótt: Sof þú vært til seinni endurfunda. Magn. Kr. G. Við komum hér að kistu þinni, að kveðja þig i hinzta sinni, og þakka blíðu og alla ást, þú varst óþreytandi okkur að leiða um æskudaga bjarta og heiða umihyggja þín oss aldrei brást. Við fengum að lifa í friði saman, með föður og móður það var sivo gamai\ er okbur fyrir öllu sá, nú leitar í hugann harmur frekur er hjartkær mó'ðir dauðinn tekur, við erum enn svo ung og smá. Það er okkur huggun í sárri sorg, að sál þín er flutt í æðri borg, þinn líkami laus frá kvölum nú er fráliðin þjáning þín, þú hefur litið móður mín, eilíft ljós í drottins dýrðar sölum. B. P. Frá Buddu og börnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.