Morgunblaðið - 17.04.1969, Page 21

Morgunblaðið - 17.04.1969, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1969 21 Eru sumarbústaðir æskilegir? Fréttir og tilkynningar í blöð- um valda því m.a., að ofanrit- uð spuming eða aðrar henni tengdar a'ð efni til hafa undan- farið leitað í hug margra sum- arbústaða og landeigenda í ná- grenni Reykjavíkur, síðustu mán uði óg vikur. Fleiri aðilar hafa vafalaust hugleitt þetta efni lengi og vel- svo sem sveitarstjórnir á höfuð- borgarsvæðinu svonefnda að ó- gleymdum öllum þeim sem lang- að hefur til að gerast sumarbú- staða- og landeigendur, en ekki náð því marki ennþá eða horfið frá því af einhverjum sökum. Veigamikil rök má vafalaust færa með og móti svari við ofan- ritaðri spurndngu, hvort sem það verður já eða nei. Borgarstjórn Reykjavíkur virð ist lengstum hafa haft ti'lhneig- ingu til að ganga til móts við óskir og löngun borgaranna um ræktun og útivist og varið fil þess allmiklum fjármunum. Aðrir valdhafar á höfuðborgar- svæðinu hafa nú sumir gengið lengra í því að hamla mótifrjáls um byggingum á umráðasvæðum sínum en áður hefir þekkzt og liggja til þess nokkur rök, sem hér verða að litlu talin m.a. vegna þess að með breyttum ástæðum eru mörg þau rök úr sögunni, sem upphaflega mæltu mest með strangara eftirliti, um byggingar í nágrenni Reykjavík ur, má þar til nefna bættan smekk og hag fjölda manna. Þó virðist ástæða til að ætla, að ennþá ríki mikill ótti hjá bæjar- og sveitarstjórnum um að sagan um illa gerðar byggingar full- ar af þurfandi fólki með alls- konar kröfugerð á hendur sveit arfélagi endurtaki sig í nágrenni Reykjavíkur, sé nokkuð leyft að byggja umfram það, sem skipu- lags- og bygginganefndir ákveða og úthluta af náð sinni eftir ströngustu reglum í fyllingu tím ans. Vissulega er þetta nokkurt vorkunnarmál, en hér mun fara sem oftar, að óttinn og ábyrgð- in kunna að villa svo um fyrir vænstu mönnum, að þeir sjá tóm ljón á veginum í stað lamba. Glöggt dæmi um hvert mats- atriði það kann að vera fyrir yfirvöld, hvort leyfa skuli bygg- ingu sumarbústaða, er það, að á sama tíma og æðstu valdhaf- ar vorir telja rétt að úthluta leyfum fyrir sumarbústaði á Þing völlum nærri þjóðgarði neita sumar sveitarstjórnir algjörlega um slít leyfi á sínu umráða- svæði. Þessi á'litsmunur tveggja valda aðila kann, e.t.v. að gefa hug- mynd um að ákvarðanir þessara aðila séu umdeilanlegar. Þannig er það t.d. álit umra og sann- færing, að sú stefna bæjar- og sveitarfélaga að banna með öllu sumarbústaðabyggingar sé röng. Skipulg og skipulagsskylda eru góðir hlutir, ef rétt er á haldið, en þegar þeir eru notaðir til að meina hinum almenna borgara áratugum saman eða svo kynálóð um skiptir aðgang að þeim lífs- gæðum, sem hann metur hvað mest og gæti ella notið í nútíð, jafnframt því að búa að nokkru í haginn fyrir eftirkomendur, þá fara þetta ekki að verða góðir hlutir og þá verða þeir, sem eiga vald á þessum hlutum, heldur ekki firrtir ámæli. Ekki er held- ur rétt að láta hjá líða að gera þeim kunnugt að vafi leiki á um réttmæti þeirra og ráðsnilld. Fáir þeirra manna, sem nú eiga mestan hlut að því að banna byggingar sumarbústaSa og fegr un lands, mundu, að ég hygg, vi'lja neita því, að betur eru gerðir en ógerðir fjöldi þeirra bústaða og ræktunarreita, sem þeir hafa séð víðsvegar á þessu landi. Selmörk við Selvatn og fleiri bústaðir þar í grennd og annars staðar í Mosfellssveit og Kolla- firði, svo næsta nágrenni sé nefnt, eru gerðir með þeim hætti, að nær hver maður full- heill mundi slíka „Li‘lju“ viljað gert hafa. Verði bönnuð í reynd bygging sumarbústaða, á næsta kynslóð við það að búa, að ótald ir unaðsreitir eins og Lynghóll og Langeyri verði óbyggðir. Er þó erfitt að sjá í fljótu bragði, hverju eða hverjum slík ráð- stöfun er til góðs. Þá er hugs- anlegt, að við vissar aðstæður yrðu sumarbústaðirnir okkar beztu almannavarnir. Náttúru- hamfarir eða ógnir ófriðar gera einatt ekki boð á undan sér, en við slíkar aðsteðjandi hætt- ur gætu sumarhús komið í góð- ar þarfir. Einis og í upphafi var að vik- ið má margt til færa með og móti byggingu sumarhúsa, miklu fleira en hér verður gert. Göm- ul viðhorf og sjónarmið í sveit- um, tekin upp af nýjum aðilum í vörn gegn áhrifum og ágangi nýs tíma, kunna að lifa í leyn- um og hafa sín áhrif jafnframt einstaklingshagsmunum. Hér mun fara sem oftar, að meðalvegurinn, leiðin milli of- stjórnar og ótakmarkaðs frelsis mun vera hinn bezti og raunar sá eini vegur, sem fær verður í framtíð, hvort sem ráðamenn vorir bera gæfu til að fara hann nú þegar eða þeir vilja fyrst reyna sig við íhleypurnar frekar en orðið er. Kunnugir menn vita af reynslu, að fólkið, sem helzt sæk ist eftir löndum til ræktunar og bygginga sumarbústaða, er með- al beztu, starfsömustu og traust ustu þegnum okkar þjóðfélags. Það er virkilega illa farið og gert, ef ekki er reynt að koma til móts við slíka menn, sem með fordæmi sínu og starfi verja flestum sínum tómstundum til ræktunar í marggildri merkingu þess orðs. Sumir fegurstu staðir, sem nú eru varðveittir í þáttbýli, eru upphaflega handaverk og vilja- átak manna, sem fengið hafa að njóta eigin frumkvæðis í skjóli þess frelsis, sem sumar nýjustu lagasetningar og skammsýni for- ráðamanna m.a. í skipulagsmál- um eru að gera óhugsandi. Ein- att eru athafnir þessara forráða manna ranglega túlkaðar sem verk í þágu framtíðarinnar. Eðlilegt er, að forráðamenn séu nokkuð tortryggnir og sjái fyrst og fremst vankanta þess frelsis, sem gilt hefir, en sýni þeir ekki nokkru meiri hófsemi og samkvæmni í starfs- háttum en borið hefir á um sinn, kann svo að fara, að í al- gera ófæru verði stgfnt, eða svo lízt nú mörgum þeim, sem til þekkja um framkvæmd skipu- lags- og byggingarmála á skipu lagsskyldum en óskipulögðum landsvæðum sums staðar í nær- sveitum Reykjavíkur. Þar hefir þróunin orðið sú, að þrátt fyrir neitanir skipulags- yfirvalda um byggingarleyfi hafa á undanförnum árum risið upp fjöldi sumarbústaða m.a. í landi ríkisjarðarinnar Þormóðs dal. Nokkuð munu vera skiptar skoðanir um byggingar þessar og munu þar koma til flest þau sjónarmið, sem að framan er get- ið, en hreppsnefnd mun hafa staðið nokkurnveginn einhuga að byggingarbanni, ásamt skipulags stjóra ríkisins. Þá ætla ég, að nú sé svo kom- ið, að þeir séu allmargir, sem ef- ast um að rétt sé stefnt og nærri mun stappa, að styrjöld sé fyrir dyrum við eigendur hinna óleyfilegu sumarhúsa, þeg ar þess er krafizt, að þeir stöðvi byggingu eða flytji brott ný- byggð hús. Ekki fer á milli mála, að flest- ir sumarbústaða- og landeigend- ur álíta að eina hæfa leiðin í þessu máli sé að veita bygginga leyfi með ákveðnum skilyrðum, sem þeir telja að gætu verið bæði hrepp og leyfishöfum tU hagsbóta. Enda hefir Reykja- víkurborg veitt álík leyfi und- anfarna áratugi og það jafnvel við aðalverzlunargötu borgarinn ar. Hitt sé óskynsamlegt ó- mannúðlegt og raunar ófram- kvæmanlegt að fjarlægja eða meina skilyrðislaust byggingar á eignarlöndum á svæði, þar sem ekki er fyrirsjáanlegt að skipulagt verði á næstu áratug- um. Hér verður lítið lagt til mála um hver væru eðlilegust skil- yrði fyrir veitingu bygginga- leyfa fyrir sumarbústaði enda eðlilegast, að hlutaðeigandi að- ilar komi sér saman um reglur þar að látandi, þegar valdhafar hafa áttað sig á hverja heildar- stefnu sku'li taka í þessum mál- um. Vegna nokkurrar reynslu, varðandi sjónarmið almennings og nábýlis við sumarbústaða- eigendur, skal þó bent á at- riði, sem til greina mættu koma. a) Stærð lóða og valfrelsi þyrfti að vera í sem minnstum skorðum, þar sem smekkur og ytri ástæður einstaklings eru svo mjög misjafnar. b) Mjög ákveðið eftirlit þyrfti að vera um hirðu jafnt á landi sem húsum, að viðlögð- um réttindamissi um bygginga- leyfi, leigu- eða kaupgerninga. c) Bæjar- og sveitarstjórnir yrðu að sjálfsögðu að fjalla um allar leyfisveitingar, gerð húsa og staðsetningu í höfuðdráttum. Áður en lengra er haldið telst ekki fært annað en lýsa þeirri skoðun, að hendur forráða- manna þéttbýlishverfa í ná- grenini Reykjavíkur hafi reynzt mjög mislagðar, er þeir hafa fjallað um beiðnir þegna sinna um leyfi til byggingar sumarbú- staða. Al'la þessa annmarka virðast nefndir ráðamenn mikla fyrir sér án þess að hugleiða hið gagn- lega og jákvæða. Má og vera, að nokkru ráði mannleg van- geta og kjarkleysi, þegar takast skal á við vandamál, sem kynnu að bætast við þau, sem fyrir eru. Skipulagsstjóri ríkisins hefir tekið það ráð að styðja sjónar- mið þessara manna, þótt ætla hefði mátt, að þaðan væri að vænta þeirrar víðsýni og raun sæi, sem afsaka má hjá sumum þeim, sem hendingin og áhugi einn ýta í valdastóla. Slíkum mönnum er valdið jafnan sætt, en það hvorki bætir þá né vitk- ar svo sem kunnugt er. Eitt hið versta, sem hér verð ur þó talið, er það, þegar framan greindir aði'lar taka það til ráðs stefnu sinni til framdráttar að neyta ráða og söksemda, sem varða óskyld mál, aðeins ef slíkt mætti duga til fulltingis því mál efni, sem fyrir er barizt. Hér er átt við þá aðför, sem svoköliuð vatnsbólanefnd á höf- uðborgarsvæðinu hefir hafið gegn eigendum og byggjendum landa í nágrenni Reykjavíkur. Nefnd þessi, sem er undir- nefnd samvinnunefndar um skipu lagsmál og skipuð fulltrúum við komandi sveitar- og bæjarfélaga hefir ratað í þá ófæru að gera til lögur meira og minna af handa- hófi tun friðun mörg þúsund h. lands í nærsveitum Reykjavikur, af ráðnum hug notaðar í barátt- unni gegn sumarbústaðabyggj- endum og það þótt sérfræðing- ar nefndarinnar lýsi því yfir, að SUmarbústaðir út af fyrir sig séu ekki skaðlegir vatrisbólum. Hér má þess geta auk annars, að þeg ar svona stórt landsvæði er tek- ið til friðunar getur það ekki annað en valdið miki'lli verðhækk un á þeim landsvæðum, sem eitt- hvað er hægt að athafna sig á. Því framboð og eftirspurn ræð ur alltaf verðlagi. Enda hefir þetta nú þegar komfð í ljós. Á s.l. hausti birtist fréttatil- kynning í Morgunblaðinu, um að borgarráð Reykjavíkur telji friðunarráðstafanir vegna vatns bóla ekki bótaskyldar, þótt land eigendur líti svo á. Þetta sjónarmið bæjarráðs- manna má telja eðlilegt eins og málið er lagt fyrir, en mér er til efs, að niðurstaða þeirra hefði orðið hin sama, ef þeir ættu landspildu í nær tuttugu km. fjarlægð frá Reykjavík, sem þeir hefðu varið áratugum af ævi sinni til að rækta og fegra, en þegar þeir óskuðu eftir leyfi fyrir börnin sín til að reisa smá- hús í þessum gróðurreit, þá fengju þeir þau svör, að slíkt væri ekki hægt, því að hætta væri á, að vatnsból Reykjavík- ur spilltust, ef slíkt leyfi yrði veitt. Ef þeir vissu jafnframt um það handahóf, yfirdrepsskap og misrétti, sem vart hefir orðið við framkvæmd þessara móla, þá má telja sennilegt, að sjónarmið þeirra hefði orðið annað. Greinilega hefir komið fram, bæði munnlega og skriflega, frá mönnum í vatnsbólanefnd, að þeir telja baráttuna gegn sum- arbústöðum eitt mikilsverðasta atriðið og eigendur lands eru ekki í nokkrum vafa um, að að- gerðir þessara manna kunna að vald þeim stórtjóni, end þótt ekki hafi ennþá reynt á sann- gildi þess sjónarmiðs fyrir dóm- stó'lum. Hverjum fullvita manni ætti þó að vera ljós munur þess að festa fjármuni sína í landi, sem engar kvaðir eru á, eða landi, sem um ófyrirsjáanlega fram- tíð yrði háð friðunarákvæðum, sem þá og þegar kynnu að verða hert og miklu minni líkur á að yrðu felld niður heldur en stund arákvörðun einstakrar hrepps- nefndar um neitun á bygginga- leyfi á kvaðalausu óskipulögðu landi. Hitt ér eins og áður segir ósköp ski'ljanlegt, að borgarráð Reykjavíkur vilji að óreyndu Framhald á bls. 25 Sumardvöl í sveit Barnaheimilið að Fcjilsá í Skagafirði starfar í sumar eins og að undanförnu. Söng- og íþróttakennari verður nú starfandi við heimilið. Upplýsingar í símum 18897, 42342, 12503, og að Egilsá um Silfrastaði. Bifvélavirkjar Óskum eftir nokkrum bifvélavirkjum á verkstæði okkar. Egill Vilhjálmsson ht. Laugavegi 18 — Sími 22240. Óskum eftir að ráða < fc < 2 starfsstúlkur við mötuneyti og við daglega ræstingu á skrifstofum og kaffistofum á athafnasvæði ISAL í Straumsvík. Við leitum að traustum starfsstúlkum á aldrinum 20—40 ára. Umsóknareyðuhlöð liggja frammi í bókabúð Olivers Steins i Hafnarfirði. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 25. apríl 1969, í pósthólf 244, Hafnarfirði. ISLENZKA ALFÉLAGIÐ h.f.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.