Morgunblaðið - 04.05.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1969
3 <
ÉÉéÉÉ
EFTIR EINAR SIGURÐSSON
TOGARARNIR
Tíð hefur verið góð hjá toguT-
unum. Ein fjögur skip hafa
verið við Austur-Gr'senland og
aflað vef, þegar þau hafa getað
verið að fyriir íanum. :Hin hafa
verið á heimamiðum eða í sigl-
ing'um, en afli er nú fairinn að
tregast á Bankanum, en Akur-
eyrartogararnir hafa verið að
afla vel, líklega fyrir Norðuc-
landinu.
Þ'essir togarar seldu afla sinn
erlendis í síðustu viku:
Egill Skallagrím'ison 177 lestir
fyrir 2.8'95.000 kr. eða 16,35 pr.
kg.
Neptúnus 183 lestir fyriir kr.
2.984.000 eða 16,30 pr. kg.
Röðuil 107 lestir fyrir kr.
3.033.000 eða 28,35 pr. kg.
Sléttbafcur hafði selit helming-
inn af afla sín.urn, 123 lestir fyr-
ir 1.395.000 fcrónur eða 11,34 pr.
kg-
REYKJAVÍK
Lítið hefur verið landað af
fiski upp á síðkastið í Reykja-
vík, þar ®em helzt allir netabát-
ar og mangir trollbátar líka hafa
verið fyrir sunnan land. Menn
eru nú sem óðast að færa net
sín norður í Faxaflóa og út af
honum. Afli hefur verið mis-
jafn hjá netabátum og farið
minnkandi. Einstaka togbátur
hefuir verið að koma inn með
góðan afla, alH upp í 35 Lestir.
KEFI.AVÍK
A meðan á verkfallinu stóð,
var allur háttur á löndun hjá
bátunum. Sumir lönduðu aflan-
um í Grindavík, og var aflinn
veginn í Keflavík, sumir lönd-
uðu i Keflavík. í þesisum tilfell-
um unnu eigendur sjálfir að afl-
anum. Svo komu tveir bátair, sem
ísað hafið verið í, að verkfallinu
lokmu hvor með um 40 le'stir.
Afli hefur annars verið rýr og
farið s'narmin.nkandi við norðan
rofcið, sem gerði, á meðan á verk
fallinu stóð. Norðanþræsingur á
afar illa við fiskinn í * lokin.
Netabátarnir hafa síðustu daga
verið að fá algengast 3—6 lesti.r
eftir nóttina, hsest 9 lestir. Það
bendir ýmblegt til, að fiskurinn
sé að síast í burtu af heima.mið-
um„ en menn gera sér vonir um,
að af'li kunni eitthvað að fást
fram eftir vestur við Jökul.
AKRANES
Aflabrögð hafa verið ódrjúg
upp á síðkastið ýmist vegna verk
falls eða frídaga. Nokkrir neta-
bátar kom.u með sæmilegan afla
þriðjudaginn eftir verkfallið,
allit upp í 60 lestir. Síðan hefur
afli verið rýr og mjög miejafn,
komizt t.d. upp í 55 lestir hjá ein
um bátnum eftir eina umvitju.n,
en iíka hjá öðrum niður í 6 lest-
ir.
Reytingsafli er hjá eina bátn-
um, sem rær með línu, allt upp
í 9 lest.ir í róðTÍ.
GRINDAVÍK
Eftir verkfallið komu bátar
inn með 4ra daga afla, og var þá
landað á þriðjudeginum um 1000
lestum af fiski, sumir bátar fengu
U'pp í 70 lestir, en algengasti afli
hjá netabátium var um 40 lestir.
Menn höfðu gert að fiskinum o}
ísað hann úr fyretu lög'nunum,'
en úr seinustu löignin.ni komu
þeir með fiskinn óslægðan og ó-
ísaðan, eins og vant er.
Afli 'hefur verið tregur upp á
síðkastið, eins og oft er venja
um þetta leyti,, en svo geta kom-
ið aftur nokkrir góðir dagar.
SANDGERÐI
Afli hefur undanfairið verið
tregur hjá netabátum, þó hafa
þeir verið að fá upp í 19 lestir.
Ei.nn og einn hefur verið að
skipta af lí.nunni yfir á troilið,
en á hana hefur verið mjög tregt
upp á 'siíðfcastið.
VESTMANNAEYJAR
Eftir verkfallið kom minna af
fiski en menn 'höfðu búizt við,
en alliir bátar böfðu verið úti og
fiskurinn verið slægður og ísað-
ur. Eftir verkfallið hafa bátar
verið að fá mest upp í 20 Lestir
í netin eftir nóttina, en líka
allt niður í ekki neitt.
■Nokkirir bátar hafa tekið upp
netin og farið á troll. A.mnairs er
lélegt í trollið. Það er lika lítið
að fá á færin, en hins vegaæ gott
á linuna.
Er allur atvinnurekstur í sjávar
útvegi og fiskiðnaði kominn á
framfæri þess opinbera?
Mörgium finnst sjálfsagt., að
spurningu þessa.ri mætti snúa við
og spyrja, hvort það opinbera
væri ekki á framfæri sjávarút-
vegsins. Hvernig gebuir atvinnu-
vegur, 'sem framleiðir 90% af út-
flutniingi þjóðarinnar, verið á
framfæri þess opinbera. Og
hvernig getur mjólkurkú, sem
skaffar ríkinu 35 aura í tolltekj-
ur af hvenri gjaldeyriskrónu,
verið á framfæiri ríkisins.
Hinu er þó ekki að leyna, að
mörgum hef-ur verið tamt að
tala um sjávarútveginn sem styrk
þega og þurfaling, þegar ríkis-
valdið hefuir kosið að fara svo-
kallaða sty.rkjaleið í stað þess að
skrá rétt gengi. í ár er þó sjávar-
útvegurinn ekki „styrktur" með
einni krónu, utan hvað 20 millj.
króna kváðu vera handa togara-
útgerðinni á hinum 7.000.000.000
króna fjárlögum.
En er nú sjávarútvegurinn al-
ve.g S'aklaus af því að vera á
framfæri þess opinbera eða a.nn-
airra, þegar mál þetta er skoðað
f.rá annarri hlið. Hvert er álit
sparifjáreigenda, sem urðu að
þola, að sparifé þeiirna rýmaði
um helming á minna en einu
ári. Var gengisfellingin ekki
gerð fyrir sjávarútveginn. Hún
var gerð fyrir alla land'smenn,
seigja framleiðenduir sjávaraf-
urða, til þess að forða frá öðru
enn verra.
Hver á þær lána'dofnanir, sem
sjávarútveguirinn er kominn upp
á, Fiskveiðasjóð íslands, Fiski-
mála'sjóð, Atvinnuleysisbrygging
arsjóð, Atvinnujöfnunarsjóð og
gjaldeyrisbankana? Ríkið. En
sjávarútveguirinn hetfiur svo sann
airlega goldið keisaranum það,
sem keisarans er. Flestar þessar
Stofnainir hefur sjávarútvegur-
inn að langme'stu leyti byggt upp
með beimum framlögum og marg
hábbuðum viðskiptum.
Sjávarútvegurinn eir fjár'hags-
lega of ósjálfstæður. Það hefur
kannski oftast verið þannig, en
greinilegast kemur það í ljóst á
tímum verðfalls og síLdarleysis.
Þá vill sj ávairútvegurinn verða
um of komimn upp á lánastofn-
anir ríkisins. Úbvegurinn neyðist
þá til að biðja um meiri og meiri
lán, til þess að fyrr.tækin stöðv-
ist ekki. En sjávarútvegurinn
þarf allitaf að búa við þau starfs
skilyrði, að hann isé svo fjár-
hagslega sterkur, að hann geti
rækt hið mikilvæga hlutverk si t
í þjóðarbúskapnum án allt of
mikilla lána.
NORSKIR FISKIFRÆÐINGAR
SVARTSÝNIR
Nýlega var haldið í Noregi svo-
kallað sílda.rstórþing. Þar lébu
fjórir noirskir fiskifræðingar í
ljós álit sitt á isíldveiðunum, og
þar var ekki bjartsýninni fyrir
að fara.
BYLTING í SÍLDARGÖNGUM
Finn Devold sagði m.a., að við
stæðu.m andspænis sams konar
byltingu og fyrir humdrað áirum,
þegar síldiin hvarf gjörsamlega
frá Noregs',-tröndum um nokkurt
skeið. Og jafnvonlaust er það
fy.rir ísland, sem ekki getur 'held
ur búizt við 'SÍld. Devold er vap-
trúaður á, að þegar sé búið að
veiða árgangana frá 1963 og
1964, þó að þeir hafi gefið 114
millj. lesta af síld. Þeir geti skot-
ið upp kol'linum næsta vebur.
ATAN OG KLAKIÐ FARI
SAMAN
Olav Dragesund 'sagði, að ekki
væri hægt að gera sér neinar
vonir, sem talandi er um, í sam-
baindi við árgangana 1962, 1965,
li96'6, 1967 og 1(968. Bftir því er
engin von, nema sem bundin er
við þessa tvo árganga, sem De-
vold nefndi og hafa horfið an.n-
aðhvort vegna ofveiði eða af
öðrum ók,umnum orsökum. Nú
e.r ekki þar með sagt, sagði Olav,
að lélegur árgangur geti ekki
fæft af sér sterkan árgang og
öfugt. Ef það á að verða gott
klakár, þarf að fara samian síld-
arklakið og rauðátuklakið, ann-
ars svelta lirfurnar í hel.
OFVEIÐI í NORÐURSJÓNUM
Steinar Haraldsvik sagði frá
útlitinu í Norðursjónum og Skag
erat, en veiði á þessu 'svæði skiþt
ir nú einnig orðið ísleindinga
miklu. Veiðin hefur minnkað ár
frá ári, eftir að norska sn.urpu-
veiðin varð svo gegnda.rlaus.
Áður var jafnvægi í veiðinni frá
líffræðilegu sjónarmiði. Síðan
1964 hefuir gengið á stofninn og
veiðin farið minnkandi með
’hverju árinu. Það er sama ög
átti sér stað með tsunnanlandssíld
ina hér. Siteinar sagði, að álíka
síldarmagn væri við Shetlands-
eyjar og Hebridseyjar og í Norð-
ursjónum, en það svæði væri
minna kiannað. Við Shetlands-.
eyjar veiddu íslenzkir bátar
einnig í fynra. Við Hebridseyjar
er bezt veiði í september til
marz og suðvestur af Írlandi frá
október til febrúar.
EINS OG AÐ SKERA LÖMBIN
Á VORIN
Johannes Hamri sagði, að út-
litið með makrílveiðina væri
betra en með síldina, en þó hefði
stofninn greinilega látið á sjá
við hina miklu brinignótáveiði
Norðmanna. Hann varaði ein-
dregið við að veiða 2ja og 3ja
ára makríl og líkti því við að
skera lömfoin á vorin.
NORSKIR RENNA AUGUNUM
TIL AMERÍKU
Johs. K. Vartdal lagði þá
spurningu fyrir fiskifræðingana
á síldarstórþinginu, hvernig gæði
síldarinnar á Norðve'íitu.r-Atlants
hafinu væru og á hvaða tíma
væri bezt að veiða síldina þar,
t.d. á Georgsbanka og við kana-
disku ströndina. Finn Devold
sagði, að hingað til hefðu fiski-
fræðingarnir ekki haft tæki til
slíkra rannsókna, en það stæðu
kannski vonir til, að það væri
hægt, þegar þeir fengju nýja
hafrannsóknarskipið.
ÖRNINN RE 1 BRAUT-
RYÐJANDI
Mb. Örninn frá Reykjavík hef
ur verið í 'hálft ár á þesisum svæð
um og farið þair um vítt og breytt
og aflað dýrmætrar reynslu, en
minni árangurs enn sem komið
er. En þó er óbiluð trú skipshafn
arinnar og útgerðarinnar á, að
þetta takist að lokum.
Það hefði einhvern tíma veirið
sótt um styrk af minna tilefni
Þess má líka geta hér, að Örn-
inn var einskipa við síldveiðar í
Norðursjónum síðari hluita vetr-
ar 1967 og seldi það, sem hainn
fékk, í Þýzkalandi, þó að Jörund
arnir rynnu þar á vaðið árið áð-
ur og seldu síldina í Noregi. í
fyrra haust og vetur voru þarna
þó nokkuð mörg íslenzk skip við
síldveiðar, sem kunnugt er, og
lönduðu ýmist í Noregi eða
Þýzkalandi og víðar.
NEYÐIN KENNIR NAKTRI
KONU ... <"
Það er greinilegt, að Norð-
menn ætla að bregðast við síld-
veiðibrestinum með því að hag-
nýta síldina til manneldis. Eins
og kunnugt er, haf.a þeir fjöld-
ann allan af skipum, sem eru út
búin með geymum til að varð-
veita síldina óskemmda í kæld-
um 'sjó. Sérstaklega hefur þessi
geymsluaðferð þó reynzt vel við
makrílinm.
Nú eru Norðmenn að búa sig
út til að veiða síld við Shetlands-
eyjar og ísa hana í kassa eins
og Í'slendingar gerðu í fyr.ra.
TÆKIFÆRIÐ GRÍPTU
GREITT
Sjómenn segja, að í vetur hafi
hér við suðurlandið allt verið
morandi af spærlingi, en hann *
hafi þó verið bvo dreifður, að
hann 'hafi ekki verið veiðanleg-
ur í nót, hins vagar hefði mátt
sópa honum upp í troll. En þá
hefði það þurft að vera með
þýzka útbúnaðinurn, netzonde og
flotvörpu.
Kolmiunni er mikill hér í Norð
'ur-Atlantshafinu, sem ætti að
vera hægt að veiða í stórum stil,
ennfremur svonefndan pólar-
þorsk, að ógleymdri loðnunni.
Það er einnig talið, að mikið sé
af makríl vestur af Færeyjum, al
veg ókannað.
Ef það væri nú hægt að afla
verksmiðjunum nógs hráefnis
al'lt árið, þá breyttist fljótt við-
horfið til afkomuskilyrða á ís-
iandi.
Það, sem þarf, er að skipu-
leggja fiskileit með tilliti til
breyttra aðstæðna, þegar síldin
er 'hætt að veiðast finna ný veiði
svæði og nýjar fbktegundir.
Fullfrúasfarf
Háskólamenntaður fulltrúi óskast til starfa á skrifstofu Háskóla
Islands Laun samkvæmt 22. flokki Kjaradóms. Umsóknir send-
ist skrifstofu Háskóla íslands fyrir 10. þ. m.
Bl
ferðaskrifstofa bankastræti 7 simar 16400 12070
Því er s/egið fösfu:
travel
Hvergi meira fyrir
peningana
15 dagar, Mallorca. Kr. 11.800
— 257» fjölskylduafsláttur. — HÓPFERÐAAFSLATTUR.
Brottför annanhvorn miðvikudag, og að auki annanhvorn föstu-
dag, júlí, ágúst og september. Þér getið valið um 15 daga ferðir
til Mallorca, eða viku á Mallorca og viku á meginlandinu. Viku
á Mallorca og viku með skemmtiferðaskipi um Miðjarðarhafið,
en flestir velja aðeins Mallorca, því þar er skemmtanaltfið, sjórinn
og sólskinið eins og fólk vill hafa það. Fjölsóttasta ferðamanna-
paradís í Evrópu. Fjölbreytt úrval skemmtiferða til Barcelona,
Madrið. Nizza oa Alsír. Nú komast allir i sumarleyfi til sólskins-
landsins, með hinum ótrúlega ódýru leiguferðum SUNNU beint
til Spánar. Miðvikudagsferðir flestar 17 dagar — Tveir dagar
i London á heimleið.
Kaupmannahöfn, 15 dagar. Kr. 11.800
Brottför 5. júlí, 19. júlí, 2. ágúst, 16 ágúst og 30. ágúst.
Óvenjulegt tækifæri til að komast í ódýrar sumarleyfisferðir til
Kaupmannahafnar og margra annarra landa, þaðan í sambandi
við þessar ódýru ferðir.
Biðjið um nýja ferðaáætluri. Eigin skrifstoíur SUNNU á Mallorca
og í Kaupmannahöfrt, með íslenzku starfsfólki, veita farþegum
okkar ómetanlegt öryggi og þjónustu. Pantið snemma, því marg-
ar SUNNU-ferðir í sumar eru að verða þéttbókaðar.
Þér fáið hvergi meira fyrir peningana og getið valið úr öllum
eftirsóknarverðustu stöðum í Evrópu.
feroirnar sem folkið velur
*