Morgunblaðið - 04.05.1969, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.05.1969, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1969 Andi Skagfirðinga í Ijoðum og lausu máli Skagfirðingabók III. komin úf KOMIN er út Skagfirðinga- bók, ársrit Sögufélags Skag- firðinga, 3. árgangur, undir ritstjórn þeirra Hannesar Péturssonar, Kristmundar Bjarnasonar og Sigurjóns Björnssonar. Bók þessi er mikil að vöxtum, 251 bls. o,g 'hin stærsta ti'l þessa af ritverkinu. I formál'sorðum er þakkaður góður stuðningur við ritið og þar segir um eínið: ,,Efni þessa árgangs er með svipuðu sniði og verið hefur, fjallar um liðna tíð 'íkagfirzka. í upphafi var svo ráð fyrir gert, að frems.t í hverju hefti birtist minningaþáttur um Skagfirðing á þessari öld. Flutti 1. hefti slík- an þátt, 2. hefti hins vegar ekki, en nú er þráðurinn aftur tekinn upp“. Ennfremur segir: „Ennþá hefir ekki verið hörg- ull á frambærilegu efni til birt- ingar, og nokkuð á ritstjórnin enn til í fórum sín.um. Samt sem áður vill hún enn á ný brýna fyrir þeim, sem gott efni hafa undir höndum, að láta Skagfirð- ingabók njóta þe'ss“. Loks segir ritstjórnin að ri'ið berjist í bökkum fjárhagsiega en hún muni þrjóskaist við að hækka það, en hvetur hinsvegar veliunnara til að styðja að auk- inni úitbreiðslu þess. Ritið er eingöngu selt áskrif- endum og er borið út til þeirra. Nýir áskrifendur geta snúið sér til ritstjóranna (í Reykjavík, símar 8-18-64 og 3-44-99) og til umiboðsmannsins í Skagafirði, Gunnars Helgasonar, Öldustíg lil, Sauðárkróki. Efni þessarar bókar, auk for- málsorða er Hallfríður Jónsdótt- Kristmundur Bjarnason. þætt efni að ræða. Til fróðleikv og skemmtunar grípum við nið- ur í þátt Hannesar Péturssonar um Einar á Reykjahóli. Þar seg- ir svo í upphafi þátta'rins: í aprílmánuði árið 1'91'0 var j.arðsunginn að Víðimýrarkirkju fátækur visnasmiður, sem Einar hét og var Sigurðsson. Hann hafði lengi búið á Reykjarhóli, þar út og niður frá kirkjustaðn- um, og einatt verið kenndúr við þann bæ. Á þúfunni hans grænka nú stráin og sölna eftir árstíðum, o.g flestum er hann ókunnur ut- an nokkrum gömlum Skagfirð- ingum og Austur-Hún'vetni'ngum, sem ýmist kynntust honum all- vel eða heyrðu hann og sáu í göngum og réttum, á förnum vegi og gleðimótum. í afkomend- um lifir hann ekki, þá eignaðist hann enga, og er hans því nú helzt að leiita í endiurminningum fáeinna manna og í stökum þeim og kviðlingum, sem hann skildi eftir, ef svo má segja, á vörum vina sinna og kunningja, og þó er margt af því gleymsku grafið — í þeirn vísnamálum li'fir geðs- lag hans og viðmót. Seint á ævidögum kvað Einar: Reykjarhóll mér löngum lét, þótt lítill væri auður. Þaðan ekki fer ég fet, fyrr en ég er dauður. Hannes Pétursson. Svona eftir fáein fet, flest þó snauðan hryggi, í Víðimýrargarði get gizkað á ég liggi. Þar er bvildin þægust léð i þröngu grafarbóli; alltaf getur augað séð út að Reykjarhóli. ;■ • . ■ ; , .;■:..• .• •, ■ • •■■ ■ ■ •'■■■• ••••■■ ■••■ i ••■• •■'•. ......... ( ' )»<>■■ /< Sigurjón Bjömsson. ir eftir Margréti Margeirsdóttur, Nokkrar æskuminningar eftir Jón Sigurðsson á Reynisitað, Frá Gísla sterka Árnasyni á Skata- stöðum eftir Brynjólf Eirík'ison, Hofsafrétt eftir Pálma Hannes- son, Gamlar bæjarvísur, Suður- ferðir og sjóróðrar, eftir Stefán Jónsson, Frá Reykjaströnd til Vesturheims, Gamalt bréf úr Vallhólmi, Einar á Reykjarhóli eftir Hannes Pétursson, Úr fór- um Jóns Jóhannessonar, Um flekaveiði við Drangey, Skíða- staðaætt Sigurjón Björnsson tók saman. Stökur, Athugasemdir og Nafnaskrár. Eins og sjá má er hér um fjöl- Fonsdða bókwrinmaff. RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI 1Q-1DD Skrifstofur vorar verða lokaðar vegna jarðarfarar Sigurðar Gunnars Magnús- sonar mánudaginn 5. 5. frá kl. 14. HAFSKIP H.F. Múrarar — múrarar Múrara vantar í gott verk. Þeir er vildu kynna sér það, leggi tilboð á afgr. Morgunblaðsins fyrir miðvikudag merkt: ,,2548-'. Ungur ijölskyldumaður óskar eftir atvinnu við verzlun eða annað svipað. Létt út- keyrslustarf kemur til greina. Góð reynsla í verzlun og verzl- unarstjórastörfum. IHefur bíl til umráða. Vinsamlega hringið í síma 82973. Automat hefur fjölbreytt þvottakerfi, vinduhraðí 400 snúningar á mín. Verð kr. 22.975.—. Echos II hefur 10 þvottakerfi, tekur inn bæði heitt og kalt vatn, vinduhraði 580 snúningar á mín. Verð kr. 31.572.—. Allar gerðirnar hita að suðu og allar taka 5 kg af þvotti. ÞVOTTAVÉLAR VIÐ ALLRA HÆFI STORT.HEIMILI m LITIS Hvort heldur sem er, hafa Heimilistæki sf. Philco-þvottavél, sem yður hentar: Echomat hefur 10 þvottakerfi, vinduhraði 500 snúningar á mín. Verð kr. 25.802.—. Mark IV hefur 16 þvottakerfi, tekur inn bæði heitt og kalt vatn, vinduhraði 600 snúningar á mín. Verð kr. 36.869.—. HEIMILISTÆKISF. HAFNARSTRÆTI 3, SlMI 20455 SÆTÚNI 8, SlMI 24000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.