Morgunblaðið - 04.05.1969, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4, MAÍ 1969
Sigurður Ólafsson
rakarameistari
F. 3. 5. 1885 - D. 18. 4. 1969.
ÞAKKARMÍNNING
VINUR minn Sigurðuir Ólafsson
er nú horfinn sjónum yfir móðu
tímans, á áttug,asta og fjórða
aldursári. Hann var búinn að
ijúka lífsstarfi sínu og gegna
lífsskyldu sinni. Þ>ess vegna ber
ekki að harma heldur gleðjast,
því að líf hans var fullkomnað.
Við brottför sína skilur hann
eftir sig anda andlegrar göfgi.
Hann kvaddi þegar myrkur nor-
raenna slóða var' að vikja fyrir
birtu hækkandi vorsólar. Og
segja má, að þetta geti verið
táknrænt fyrir lífsferil Sigurðar.
í öllu lífi sinu og starfí sótti
hann til fegurðar og birtu. Og
þesfsi birta birtist í handtaki
hans, orðum og brosi.
Og þegar ég nú fæ ekki fram-
ar litið ásjónu þessa aldna vinar
míns eftir hálfrar aldar órofa
vináttu, þá verður mér á að líta
ti.1 baka yfir liðið æviskeið og
íhuga hvernig lffið og atvikin
geta tvinnað æviþráðinn. Öll
mín æskuár eru bundin við
Skuegahverfið og fjöruna fyrir
neðan Byggðarenda. bæinn-, sem
léngst stóé neðst við Frakka-
stíginn. Og. -mörg. voru þau
björtu sumárkvöld er víð krakk-
amir stóðum í fjöruhni og
horfðum á gömlu útróðursmenn-
ina koma úr róðri utan af hafi
með björg í bú og lenda í
Bakkabúðarvörinni. Og ég man,
að er ég vár nfu ára stóð ég
eitt bjart kvöld í fjörunni og
horfði á bát kom.a að landi. Er
bátinn tók niðri, snaraðist þrek-
legur maður í skinnbrókum yfir
bórðstokkinn og dró bátinn
lengra upp í fjöruna. Mér fannst
þetta vera höfðinglegur og góð-
legur maður. Eftir þetta kann-
aðist ég alltaf við Ólaf frá Fells-
öxl, eins og hann var kallaður.
t
Eiginmaður minn og faðir
okkar
Sigurgeir Steindórsson
bifreiðastjóri,
Hofsvallagötu 18,
andaðist í Landakotsspítala
2. maí.
Vilhelmína S. Tómasdóttir
börn, ter.gdabörn og
bamaböm.
Hann bjó við Lindargötu, stein-
snar frá Bakkabúð, í reisulegu
húsi. Ekki hvarflaði það að
minni einföldu barnsál, að Sig-
urður sonur Ólafs yrði aldavin-
ur minn síðar á lífsleiðinni. En
einmitt þá vair Sigurður orðinn
24 ára, sigldur ög orðinn rakar.a-
mieistari í Reykjavík. Tíminn
mjakaðist áfram. Átta ár liðu.
Framundan var myrkur óviss-
unn.ar, óblíð evrin og líkamlegur
brældómur. Engin önnur leið
var opin fyrir bláfátækan ungl-
ing. Þá var það, að fátækur
verkamaður, er verið hafði
srúklingur á Vífilstöðum og
vann er.fiðisvinnu. fór að fræða
mig í vinnunnti um ókunn fræði.
sem nefnd voru euðsDeki. Þessi
maðw fékk leyfi til að bióða
•mér á fund í einu guðsoekistúk-
■unni. sem þá var hér i bæ Ég
kom þar alloft eftir þetta og
‘þar sá ég Siffurð og hans kær-
leiksríku konu í fyrsta sinn.
Nokkru síðar fór ég inn á rak-
■arastofu Siguirðiar og Kjartans
■til að fá klhaioingu og lænti í stól
Sigurðar. Hann kannaðist við
mig. háfði' séð mig í guðspeki-
'húsinu. og fór að ræða við mig
>um andleg mál. Ég svaraði hon-
•um eim og ég hafði bezt. vit á
í fáfræði minni. Heimili Sigurð-
ar var þá inn víð Hverfisgötu.
■Það hús er nú horfið. Ég átti
i°mnig heima við bá mvrku götu.
En hvernig sem á því stóð. á því
kann ég engin skil, þá fór Sig-
urður að taka uop á því að fá
imig í göngu með sér á sunnu-
■clagsmorgna inn aö Elliöaám. Og
er göngunni var lokið tók hann
■mig heim með sér í háÁegismat.
Og Halldóra konan hans tók á
•móti mér eins og ég væri eitt af
börnum hennar. Og er við urð-
'um samferða beim af guðsDeki-
fundi að vetrarlagi. varð það
•ófrávíkjanileg regla að ég fengi
*hjá þeim kvöldka.ffi og færi ekki
isvangur beim í háttinn.
Við þessi óvæntu kynni mín
við Sieurð Ólafsson og konu
han-s urðu mikilvæg þáttaskil í
lífi mínu. Fyrir hina einlægu og
óeigingjörnu vináttu Sigurðar í
minn garð ODnuðust fyrir mér
■víðáttur andlegs lífs. ekki í ihug-
un og einveru. heldur sem þátt-
takandi í hringiðu skaoandi lifs.
Og kærleiksþel þessara grand-
vöru hjóna opnaði augu mín
fyrir þvi, að mannúð og mann-
kærleiki' voru mikilvægustu
t Hiartkær eiginmaour minn og faðir Valtýr Lúdvíffsson Birkimel ÍCB andaðist að morgni 2. maí. Lára Kristinsdóttir Ragnheiður Valtýsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar Sveinn Júlíusson verkstjóri frá Húsavik, til heimilis að Hátúni 10, Reykjavík. verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju mánu daginn 5. maí kl. 13.30. Magnea Guðlaugsdóttir og böm.
t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Kristján Soffíasson fyrrv. póstmaður, Ásgarði 103, verður jarðsunginn í Foss- vogskirkju J.riðjudíginn 6. maí kl. 1.30. Blóm vinsamleg- ast afbeðin, en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Svava Guðjónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér sam- úð við andiát og jarðarför eiginkonu minnar og móður Erlu Valtýsdóttur Grýtubakka 32. En sérstakar þakkir færi ég starfsfélögum mínum í Slökkviliði Reykiavíkur og •hr. forstjóra Othrri Eliing sen og starfsfólki hans. F. h. vandamanna, Guðmundnr Bergsson Berglind Guðmundsdóttir.
þættirnir í andlegri þróun. Það
fó>r að brjótast um í mér þrá til
mennta, til þroska og vaxtar.
Og þegar ég fór að hugleiða að
■fara vestur uim haf, út í hinn
■stór.a heim, þá stóð ekki á hvatn-
ingu Sigurðar og hjálpfýsi. Þeg-
ar ég kom heim aftur eftir mörg
’ár, tóku þau á móti mér af sömu
alúðinni og áður, eins og ég
’hefði ekki verið fjarverandi
lengur en vikutíma. AHt var
óbreytt í þeirra sálarreit. Og að
•heimsækja þau var sem að koma
'í sælulund friðar og gleði. Það
eitt veitti manni andléga nær-
ingu. Þessi hljóðláta gleði var
'þeiirra andlega aðalsmerki, sem
einkenndi þau bæði tii hinztu
stundar. En þessi gleði var ekki
keypt fyrir veraldarauð. Þa.u
'áttu bann ekki til. Þau höfðu
gefið hvort öðru sál sína, og þau
voru sameinuð í kærleikanum.
í aðeins eitt skipti sá ég gleðina
í augum Sigurðar víkja fyrir
'tárum sorgarinnar. Það var þeg-
ar hann missti sína sönnu konu.
En sálarfriður hans og gleði
kom yfir hann aftur því að
■börnin hans gáfu honum í ríkum
•mæli þann kærieika. sem gaf
lifi hans gildi. En ég vissi, af
því að ég þekkti Sigurð manna
bezt. að þrátt fyrir ástúð barna
sinna var hann innst inni ekki
tiema hálfur eftir missi korru
sinnar. Og mér segir hugur um,
að öll árin, sem hann lifði eftir
endlát hennar, hafi í raun og
veru eigi verið annað en þögul
bið eftir því. að á hinni hinztu
örlagasíund fengi sál hans í æðri
veröld að sameinast sál hennar,
sem farin var á undan h-onum.
í mörg ár eftÍT andlát konu
sinnar bjó Sigurður áfram í hinu
gamla húsi föður síns við Lindar
•götu. Segja má, að hann hafi lei'
að aftur til gömiu föðurhúsanna.
Þar bjó hann með yngstu dætr-
um sínum tveim. Þegar yngsta
dóttir bans giftist og fór að
heiman, bjó hann með Guðrúnu
dóttur sinni í nokkur ár. Hún
andaöist eftir langa og stranga
sjúkdómslegu, rúmlega fertug að
aldri. Hún var þriðja í röðimni af
átta börnum. vönduð og vel gef-
in stúlka, eins og öll börn hans
eru. Sigurður seldi svo gamla
hiVsið og bjó hjá yngstu dóttuT
sinni og hennar ljúfa manni
næstu tiu árin í góðu yfirlæti.
En þegar Sigurður fann iík-
amskrafta sina fara ört þverr-
andi og óttaðist að hann kynni
að verða þung byrði á veikum
örmum dóttur sinnar, gerði hann
ótilhvattur ráðstafanir til að
komast á hjúkrunardeild Hrafn-
istu, þar sem honum var hjúkrað
af nærgætni og umhyggju tvö
seinustu árin, sem hann lifði.
Innilegar þakkir færi ég öll-
um þeim. sem glöddu mig
með gjöfum og hlýjum
kveðjum á áttræðisafmæli
mínu.
Bi'ð þeim öllum blessunar
Guðs.
María Vilhjálmsdóttir
Sjnkrahúsinu, Húsr.vík.
Þannig var umhyggja Siguirðar
og fyrirhyggja. Hann fann á sér
að „dagurinn mikli“ væri ekki
langt undan. Og þótt hann að síð
ustu væri nær þrotinn að kröft-
um og sjónin biluð, þá fann mað
ur alltaf þessa sömu, gömlu,
mildu gleði, sem varpaði Ijóma á
persónuleika hanis og líf.
Sigurður dó etekaður og bless
aður. Elskaður af börnum sín-
um og ættingjum, blessaður af
vinum og venzlamönnum. Þetta
eru beztu eftirmælin.
Og nú eru lokin komin á háifr
ar aldar vináttu. Ný þáttaskil
hafa orðið í lífi okkar. Við því
er ekkert að segja. Lífsins mikla
móða streymir án afláts út í hið
tímalausa haf. En Sigurður vin-
ur minn skynjaði örugglega í
vitiund sinni að þessi lífsins
straumur bæri alLt að settu
marki, að allt líf hefði tilgang.
Og þótt hann aðhylltist guðspeki
þá var hann ekki heimspekingur.
Hann braut aldrei heilann um
ráðgátur alheimsin's. Hann áleit
að þetta jarðneska líf væri
reynsluskóli, þar sem menn yrðj
að læra að þekkja þau hin and-
legu lögmál, sem marka braut-
ina til æðri andlegs þroska. í
manninum birtist æðra líf, ekki
aðeins djúptækt vitsmunalíf,
heldur einnig mannlegur kær-
leiki og mannleg samvizka, upp
lýst og hafin í æðra veldi. Þetta
eitt nægir sem megininntak
mannlegs lífs til andlegs þroska.
— Þetta er einföld lífsskoðun,
en eftir henni mótaði Sigurður
allt sitt líf og breytni ævina á
enda. Og mér finnst vel við eiga,
að enda þesisi fátæklegu kveðju-
orð til látins vinar með orðum
eins andlegs mikilmennis:
„Blessaður er sá, sem öðlast
hefur andlega innsýn. Hann sigr
ar þótt hann verði sár; hann
ljómar og skín þótt hann líði
þrautir; hann er sterkur þótt
hann hrotni undan þunga sinna
skylduverka; hann er ódauðleg-
ur þóitt hann deyi. Innsta eðli
hans er hreinleiki og gæzka“.
Ljós hinnar hreinu vizku lýsti
dómgreind Sigurðar, og réttlætið
nærði allar hans gerðir.
Farðu heill, vinur! Þú gafst
mér vináttu þína og þú gerðir
mig, drenginn, að vini þínum.
Blessuð var þín ganga; blessuð
er þín minning. Far vel!
S. Sörenson.
KV EÐJA
Aiídi þinn, sál þín Guðsríki gisti,
hinn göfugi öðlast heiðurskrans.
Þér upprisnum ber ég kveðju frá
Kristi
Konungi, vemdara smælingjans.
Þú bentir mér ungum á brautir
hans.
Svo margt á ég þér að þakka.
Þokunnar mikla skýjabakka
upplýsa sólgeislar sannlcikans.
RöðuII í fegurð regnbogans
veiti þér frið unz þú fagnar
við fótskör helgasta meistarans
í dýrðarheimi djúprar þagnar.
Horfnum til æðri heima
hollvinum skal ekki gleyma.
Dásemdir megi þig dreyma.
Drottinn þig annist og blessi.
Kæri vinur, mín kveðja er þessi.
Horfnir ástvinir vaka,
vel á móti þér taka.
Heilagir söngvar þér hljómi
í himneskum leyndardómi.
Þú krýpur við altari kærleikans.
Bikar lífsins þér blessun veiti,
hlómin veg þinn skreyti.
Fagni þér englar Frelsarans.
Hjúpur þinn sameinast faðmi
foldar,
friðariands, íslenzkrar, gljúprar
moldar.
Saknað er grandvars, göfugs
manns.
Frá hæðum þú horfir til Jarðar,
yfir frjósamar byggðir
Borgarfjarðar,
þangað sem elfar ljómandi liða,
þar sem lindirnar fjalldali prýða,
þangað sem fljótið lygna má
lögmáli hlýða,
sameinast víðum sænum, breitt
hjá bökkum grænum,
um vetur og sumar, í vorþýðum
blænum.
Þú horfir yfir hvita tinda,
gullin blóm í grænum rinda,
austurheiðar árroðans,
klettahorgir kveldroðans.
Á heiðavötnum svanir synda.
Þn eygjir hið útvalda land.
Þar kyssa bylgjur svalann sand.
Það blessast af sóldöggum
sunnanvinda.
Voldugum kyndli Guðs hátt ég
held,
nær hlyninum skalt þú standa.
Nú sérð þú loga hinn eilífa eld
á altari Norðurlanda.--------
í launhelgum löngum þú dvaldir
í fortíð hér niðri um ár og aldir.
Lyklar að þeim eru frómum
faldir.
Þar finnur þú guðmennin háu,
er sigur þér veita í sölunum bláu.
Ein gyðja þín biður, við hennar
lilið
þú finnur, þú öðlast hinn eilífa
frið.
Þú sérð yfir himna og heima,
eilífðir margar, innri geima.
Ástvinum hér munt þú aldrei
gleyma.
Þú varst af mildi og manndómi
ríknr.
Hinn göfgasti loks verður
guðum líkur.
í Faradís blærinn um blóm-
krónnr strýknr.
BÆN
Þú, mikli Drottinn, árblik allra stjarna,
veit innri sýn á leiðum jarðarbama.
Gef þessum horfna bróður blessnn þína,
lát blik þitt ofar myrkri veröld skína.
Lát sendiboða, sigurhetjur þínar
í söngsins mætti hefja bænir mínar.
Ó, Kristur, þú, sem vígslur æðstar veitir
og veginn upp til hæstu sala skreytir,
af mildi þinni miskunn oss vilt sýna,
lát minninganna sorgarperlur skína.
Hann er og verður þjónn í þínu ríki,
af þínum leiðum hvergi sannir víki.
Mót riddaranum rósir bjartar anga,
lát röðulblik þitt helga brjóst og vanga.
Veit, Hirðir æðsti, frið um eilífð alla,
til upprisunnar lögmáls hljómar kalla.
Þú, allra vetrarbrauta sannleiksgeisla Sól,
ert sigurbogans Hátign, verad og skjól.
Sigfús Elíasson.
Lokoð vegno jnrðnrfnrar
Sigurðar G. Magnússonar mánudaginn 5. maí.
PÓLAR H.F,