Morgunblaðið - 04.05.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.05.1969, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1999 17 Af hver ju sagði hann af sér? „Hann fór frá vegna þess að hann vildi sleppa. Hann sá fram á gengislækkun, vinnudeildur og aðra örðugleika og þóttist þarna " fá gott taekifæri til að aka hei’l- um vagni heim.“ Eitthvað á þessa leið fórust margreyndum hyggindamanni orð þegar í tal barst afsögn de Gaull es Frakklandsforseta. Óumdeil- anJlegt er, að hver sá, sem stjórn ar Frakklandi næstu misseri, hlýtur að lenda í margháttuðum erfiðleikum. Raunar er ekki ör- uggt að til gengislækkunar þurfi að boma. De Gaul'le lagði aðra leið á s.l. vetri. Ekki var sú leið þó sársaukialaus, heldur töldu ýmsir að þau úrræði, sem til var gripið, bitnuðu harðar á öllum almenningi, heldur en þótt gengislækkun hefði verið fram- kvæimd. MikM órói ag ókyrrð er í la«ndinu, en þar uim ráða mest sjálfir örðugleikarnir, sem við er að etja, en minna úrræð- in, sem ætluð eru til að ráða bug á þeim. Frakkland er ríkt en efmaJh'agur þess stendiur ekki Myndin er tekin í Gfindavik í aflahrotunni undanfarna daga. Ljósm. Sv. Þorm. REYKJAVÍKURBRÉF eins föstum fótuim og margir hafia ætlað. Utanríkisstefna Frakka hefur og misheppnazt í veruleg- um atriðum. Frakkland hefur ekki nægan styrk til að gegna því forystuhlutverki, sem de Gaulle hafði ætlað því. Það megnar ekki að skapa hið þriðja veldi, sem átti að mynda jafn- vægi á milli stórveldanna í austri og vestri. Brotthvarf Frakklands undan hinni sameig- inlegu herstjóm Atlantshafs- bandalagsins veikti bandalag- ið ekki neitt í líkingu við það, sem margir höfðu fyrirfram ætl- að. Hernám Sovétmanna á Tékkó slóvakíu batt enda á vonir de Gaulles um að koma á sæmílegu samstarfi Vestur- og Austur-Ev rópu. Honum hefur því misheppn azt um margt. Þó er harla ólík- legt, að afsögn hans eftir þjóðar atkvæðagreiðsluna s.l. sunnudag komi af því, að hann bafi sjálf- ur viljað opna sér útgöngudyr. De Gauillie er stórbrotnari mað- ur en svo að sú skýring fái stað- izt. Margslungin skapgerð Um það verður aldrei deilt, að de Gaulle sé og hafi verið einn stórbrotnasti maður sinnar samtíðar. En enn er erfitt og verður e.t.v. ætíð að átta sig til hlítar á eðli hans. Þar kemur hvorttveggja til: Skapgeirð hans er óvenju margslungin og um hann hafa myndazt sagnir, sem sumar eru fjarri veruleikanum en mörgum virðist a.m.k. enn vera ómögulegt að greina frá honum. Eitt hið einkennilegasta við de Gaulle er, hvernig hann hefur snúizt gegn þeim, sem hann á helzt frama sinn að þakka Fyrir seinni heimsstyrjöldina var hann skjólstæðingur Pétains markská'lks og mikill aðdáandi hans. í stríðinu skildu leiðir. Gremja de Gaulles í garð Pétains er skiljanleg, en trauðla hitt, hvernig hann lét hana bitna á hinum forna velunnara sínum út yfir gröf og dauða. Nú er sagt, að de Gaulle hafi snúið heim til Frakktlands að styrjöldinni lok- inni sem sigurvegari. Sanríleik- urinn’ er þó sá, að de Ga/ulle kom þangað í kjölfar herja Bandaríkjamanna og Breta. De Gaulle endurvakti sjálfsvirðingu Frakka, en aðgerðir hans réðu sáralitfllu eða engu um gang styrj aldarimnar. Allt frá styrjaldar- lokum hefur de Gaul'ie hinsveg- ar reynzt þeim, er raunveru'lega Laugardagur 3. maí frelsuðu Frakkland, eins óþægur ljár í þúflu og fremst mátti verða. Vorið 1958 var það ekki franska þjóðin, sem hóf de Gaulle til valda, heldur herforingjaklíkan í Alsír, sem ætlaði að nota de Gaullle til að koma áformum sínum fram. Þegar de Gaulle hafði búið nægilega örugglega um sig, snerist hann gegn þess- um stuðningsmönmum sínum og vann þá sitt mesta afrek með því að láta frörísku herina hverfa burt úr Alsír og semja frið við landsbúa. f fyrrasumar bar öll- um saman um, að hinn raunveru- legi sigurvegari kosninganna þá hefði verið Pompidou, forsætis- ráðherra, en ekki de Gaullli sjálf ur. Þakkirnar, sem Pompidou féklk voru þaer, að harrn var lát- inn víkja úr embætti fáum vik- um síðar með litlum og mjög tví- ræðum skýringutti. r Oraunsæi og staðreyndir Segja má, að ’lítið rúm sé fyrir þakklæti í valdabaráttu. Póli- tískar skiuldir fyrnast filjótt, var eitt sinn haft að orðtaki. Hinum mannlegu tengslium má þó aldrei gleyma. Þau eru ekki síður stað- reynd heldur en sittlhvað það, sem óþreifanlegt er. En mikil- mennin fiara sínar leiðir og þeim heppnast oft það, sem aðrir telja fráleitt. Þau mega þó ekki láta órökstutt lof þeirra, er gagn vilja af þeim hafa, villa um fyrir sér. Svo er t.d. þegar bæði de Gaulle og aðrir sýnast halda, að honum hafi tekizt að skapa þá viináttu eða a.m.k. virðingu, er Frakbar og Þjóðverjar nú bera hver fyrir öðrum, gagn- stætt því sem áður var. Þar höfiðu aált aðrir rutt brautina. Af Frökkum er þar langfremst- ur Robert Schuman, sem strax um 1950 tók fiorystuna um betra samstarf Frakka og Þjóðverja. Hann réð því t.d. að Strass- burg, hið aldagamla þrætueþ’lii Frafcbilandis og Þýzlballia.nds, var gerð að höfuðborg Evrópuráðs- ins, einmitt af því að hann vildi láta þessa gömlu menningarborg verða sýniilegt tákn nýs þáttar í samskiptum þessara tveggja grannþjóða, þjóða, sem hvor með sínum hætti hafa unnið ómetan- leg afrek, en jafnframt vegna ævaforns metnaðar hafa átt í stöðugum stríðum, sem að lok- um höfðu nær riðið Evrópu að fullu og ótvírætt valdið því, að hún, þar sem áður var vaxtar- broddur mannkynsins, er nú komin í aðra röð. De Gauille tók að nokkru við þar sem starfi Schumans og fylgismanna hans lauk. En í stað jafnræðis, þá hefur de Gaulle viljað forræði Fr^kka og hindrað þá samein- ingu Vestur-Evrópu, sem var komin vel á veg. Þykkja hans í garð Atfliantshafsibandalagsins lýsti sér fyrst verulega eftir að Eisenhower hafði neitað honum Im, að Frakkliand, yrði geirt ásamt Brefcllandi, yrði með Bandaríkjiun um forusturíki Atlanitislhafsbanda lagsins svo að þessi þríveildi tæki í sameiningu að sér einskonar yfirheimsstjórn, og að ekkert nama saimþýbki þeirra a'lflra kæmi ti’l. Lengst gekk de Gaulle þó þegar hann fór til Kanada og blandaði sér þar í innanlands- málefini með þeim hætti, að Lest- er Pearson forsætisráðherra, varð að láta hann skilja, að bezt færi á, að heimsókninni lyki sem fyrst. í öll'u þessi lýsir sér einbeittur vilji og kjarkur til að taka ákvarðanir. Mikill stjórn- málamaður þarf sannarlega á þeim eiginileibum að halda, en illa fier, ef raunsæi fylgir efcki mieð. Það er einmitt einbeitni, kjarlbur og skorfcur á raunsæi, sem nú hafa orðið de Gaulle að falli. Hanin setti á oddinn tiltölulega þýðing arlitlar til'lögur um breytta stjórn héraðsmál í FrakMamdi og nýja skipan öldungadeildarinn- ar Ölllum ber saman um, að al- menningur í Frakklandi hafi haft sáralítinn áhuga fyrir málinu sjálfu og það hafi spillt fyrir de Gaulíte, þegar hanm setti sjálf an sig á oddinn með þeim hætti, er hann gerði. Þeir, sem voru honum andstæðir málefnalega, bentu á, að kjörtímabili hans væri á emgan veig lokið, það stæði enn árum saman og þess vegna blandaði hann saman al'veg ó- skýldum efinum: Afstöðu till fiófflbs ins en þýðingarlítils máls og trauistið á sjáltfian sig. Ýmisir af fyrri fylgismönnum hans vildu hreint ebbi láta segja sór þann- ig fyrir verkum. Frjálsir menn geta út af fyrir sig haft traust á ríkisstjórn og forseta, þó að þeir í einstökum málefnum vil'ji fara eigin götur. Ekki hersýning Vegna þess að Frakkland er enn, þrátt fyrir allt, 'lýðfrjálst land, þá beið de Gaulle skipbrot, þegar hanm bersýnilega setti eig- in metnað ofar málefnum. í meg- inatriðum liggur þetta ljóst fyrir, þó að deilt sé um og sennillega verði lengi deilt um, hvað gerzt hafi í huga de Gaulles sjálfs, sem óneitanlega er á meðal mestu manna okkar tíma. En hvað er það að þurfa að geta sér til um, hvað gerist í huga eins manns þótt mikill sé, miðað við hitt, þegar dufl er dregin á það, sem gerist hjá einrni mestu þjóð ver- aldar? Bn svo er um atburða- rásinia í Sovét-Rússlandi nú, eins og oftast áður. Enginn veit með vissu um hið sannia orsakas'aim- hengi seim ileitt hiefiur till hennáims Téfcbóslóvakíu. Ýmsir hadda því fram, að þar lýsi sér aukin áhrif rússneska hersins og að ráð hinna varfærnari stjórnmála manina hafi orðið að lúta í lægra landi. Ef svo er, hvernig stendur þá á því, að nú í fyrsta skipti á flriðartímium, skuli engin her- sýning vera haldin á Rauða torg inu hinn 1. maí? Er það vegna þess, að herinn hafi nú tryggt sér þvílík völd, að hann þurfi ekki lengur að sýna vopnin? Um þetta getur enginn utan lítillar valdaklíku í Moskvu sagt neitt með vissu. ískyggilegt er, að fyr- ir skömmu hefur einn al æðstu hershöfðingjum Sovétmanna skrifað grein, sém mjög fer í aðra átt en kenningarnar um friðsam'lega sambúð, sem Krúsj- eff fyrst setti fram og menn hingað til hafa haldið, að eftir- menn hans fylgdu einnig. Nú endurvetaur þessi hershöfðingi gömlu fullyrðingarnar um, að á meðan kapitalisminn sé við lýði séu stórstyrjaldir óumflýjanleg- ar. Hann heldur því að sjálf- sögðu fram, að árásar sé að vænta frá Vesturveldunum en er jafnviss um hitt, að álík styrj öld eða styrjaldir hljóti að leiða til endaavlegs sigurs og heims vfirráða kommúnismans. Hér er staðreyndum gersamlega snúið við. Saga sáðustu árafcuga sýnir, svo að ekki verður um villzt, að Vesturveldunum, og þá ekki sízt Bandaríkjunum, er ekkert fjær skapi en árásarstyrjöid gegn Sov ét-Rússlandi. Á fyrsta áratugnum effcir lok seinni heimisistyrjialldiar- innar höfðu Bandaríkin tvímæ'Ia laust í fullu tré við Sovét-Rúss- land og gáfcu geneytt veldi þess, ef þau vildu, sjálÆum sér að meinaliausu. Nú giera alir viti- bomir menn á Vesturlöndum sér ljóst, að stórstyrjöld mundi valda ðbætanilegu tjóni, jafint hjá sig- urvegara sem sigruðum. Þegar þess vegna verði umfram al'it að forðast þvílík ósköp. Það er og einn hiinn ánægjuliegiasti atburð- ur síðustu missera, að Nixon- stjórnin í Bandaríkjunum virð- ist eindregin í, að vinna að mininkaðiri spennu og friðsam- liegri sambúð við Sovét-Rúss- land. Þess vegna gæti ekkert hörmiulegra gerzt en að einmitt í sömu svipan væru gagnstæð öfl búin að hrifsa til sín yfir- ráðin í Moskvu. Vonandi reyn- ast þeir hafa rangt fyrir sér, sem slíkan ugg bera í brjósti. Hægt gengur Flestir urðu fyrir miklum von órigðum, að ekki skyldi takast að ná sáttum í vinnudeilunum fyrir hiinn 1. maí. Því fremur sem sagnir gengu um það nokkr- um dögum áður, að vænlegar' horfði en fyrr. Enn er þó ekki ástæða ti'l að ætla, að öll von sé úti um friðsamlega lausn. Þess verður að gæta, að hér er mikilll vandi á höndum. Eðlilegt er, að menn séu tregir til að semja um svobal'laða „kjarasberðingu" þó að hún sé einumgis staðfesting á óumflýjanlegum raunveru'leika. Þar togast margir hagsmuruir á, og þrátt fyrir alflt, þá má ebki gleyma því, að tekizt hefur að bjarga vertíðinni að mestu. Slíkt hefði ekki orðið, ef meiri skiln- ingur á erfiðleikunum væri ekki raunverrítega fyrir hendi hjá ábyrgum aðiilum beggja vegrva en ætla mætti af blaðaskrifum og ræðuhöldum. Kvartað er und an því, að ríkisstjómim sé of afiskiptalítil og hafi látið deifliur magnast án þess að sberast í leikinn. Auðvitað hefur hún stöð ugt fylgzt með málum og eftir föngum reynt að afstýra vand- ræðum. Hver sem endirinn verð ur að lokum, þá hefur sem sagt tekizt að bjarga vertíðinni, sem afboma þjóðarinnar öðru frem- ur veltur nú á, að mestu ótíma- bær „sköringsskapur“ hefði get að leitt til alveg gagnstæðrar niðursfcöðrí. Framsókniarmiaðuir, sem um þessar mundir er einna stórorðastur í garð ríkisstjórnar ininar og heimfcar stöðugt afsögn hennar, lét svo ummæ'lt við kunningja sinn um jólahelgina, að strax upp úr áramótum mundi hér allt lenda í öngþveiti og full kominni upplausn. Því miður hefur hvorki hann né sumir aðr- ir llátið standa við orðin ein í þessum efnum, heldur fylgt hrak spám sínum eftir með því að kynda elda að ósamkomu'lagi og víeri þó naumast á arði hafandi, ef það væru einungis óábyrgir liausumgarmenn sem slíka iðju stunduðu. Hitt er úr hófi, þegar miðstjórn næst stærsta stjóm- málaflokks landsins, Framsókn- ar, gerir samþykkt um það, að sjáflfsagt sé að greiða fullar vísi töluuppbætur, eins og nú stend- uir á íslenzku efnahagslífi. Með sllíku er bersýr.ilega verið að hella olíu á eld. Það er gert í þeirri trú, að með því sé hægt að fcnýja rétt kjörna ríkisstjórn til að hverfa frá völdum. Áhrif- in verða alveg gagnstæð. Menn- imir, sem svo fara að, vinma óa'f vifcandi að því, að þeim mistak- ist það, sem þeir segja, að með engu móti megi mistakast, eima og Hölgi Bergs bankastjóri gerði á dögunum. Lætur ofsann ráða Þrátt fyrir frumhlaup sitt gegn Eyjólfi K. Jónssyni á dögumum, leggur Magnús Kjartansson auð sjáanlega mik'la stund á það um þessar mundir, að taka á sig virðulegan þingmannsblæ. Enn hleypur ofsimn þó of oft með hann í göntur, ekki einungis í málflutningi, heldur og í tillögu gerð. Svo var t.d. um frumvarp hans um leigunám á atvinnufyr- irtækjum. Meginatriði í mállflutn ingi kommúnista hefur löngum verið það, að ríkisvaldið ætti ekki að b’landa sér í vinnudeil-* ur. Þeir hafia einnig mjög beitt sér á móti endurskoðun vinnu- löggjafarinnar í þá átt að draga úr hættu á vinnudeilum. Komm- únistar hafa a.m.k. öðru hvoru talið núverandi vinnulöggjöf vera einskonar réttindaskrá, sem með engu móti mætti hagga. Bn sú löggjöf veitir jafnt verkamönm- um sem vinnuveitendum heim- ild til þess með vissum skilyrð- um að boða verkföll og verk- bönn. Ef ríkisvaidið á að hlut- ast til um á annan bóginn með þeim hætti, sem Magnús gerði að tillögu sinni, þá er þar með rudd leiðin til þess að það verði einn- ig gert á hinn bógiimn. Vonandi bemiuir eklki til slíbs nú, en Magn. ús mætti val muna, að miklu veldur sá, sem upphafinu veldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.