Morgunblaðið - 04.05.1969, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1969
— Það er nú ekki ákveðið
ennþá.
— Ég víldi gjarna, að það
yrði strax á morgum, sagði Bob,
og brosti til mín.
Ég kyssti á fingur til hans.
— Það væri fullsnemmt fyrir
mig, sagði ég, — því að ég vil
hafa ánægjuna af öllum undir-
búningnum.
Eftir að Bob var farinn út,
sátum við hin eftir, og töluðum
saman. Kay sagðist vilja verða
brúðarmær og mér varð illt við,
þegar ég sá svipinn á Lucy, og
vissi að hana langaði til þess
sama. Ég vissi, að það gat kom-
ið ti'l mála, en þá varð hún að
halfcra eftir kirkjugólfinu með
stafinn sinn og það vissi ég, að
henni var illa við.
— Ég verð víst að vera svara
maður? sagði Nick.
— Já, sannarlega,
— Mér finnst skrítið, að hann
Bob skyldi vera svona lengi að
hugsa sig um, sagði Kay, hugsi.
— Við höfum öll séð, að hann
var búinn að vera ástfanginn af
þér, guð má vita hvað lengi.
Ég lét sem ég heyrði þetta
ekki og stakk upp á, að við fær-
um öl'l að hátta.
— Sérstaklega þú, Lucy. Þú
ert orðin þreytt.
— Ég er ekkert þreytt! Ég er
alltof hrifin til þess. Ég get ekki
lýst því, hvað ég er fegin, að
þið Bob skulið ætla að gifta
ykkur.
Ég átti bágt með að sofna
þessa nótt. Ég var fegin, að hin
skyldu vita um þessa væntan-
legu giftingu mína. Ég velti því
fyrir mér, hvarnig við muindum
haga öllu, því að við Bob höfð-
um ekki enn rætt það í smáatr-
iðum. Samt var það víst þegj-
andi samkomulag, að hann
skyldi flytja til okkar, og Lucy
að minnsta kosti, yrði kyrr hjá
okkur. En hitt datt mér ekki í
hug, að Kay og Nick mundu
kæra sig um það, og hieldur ekki
bjóst ég við, að Bob myndi vilja
hafa þau í heimilinu, enda þótt
hann kynni vel við þau.
Nei, þau yrðu okkur dálítið
vandam.l. En aðalvandamálið var
lieyst. Bob vair frjáls að því að
giftast mér. Og það var fyrir
öllu.
Næsta morgum kom Kay of
seint til morgunverðar að vanda.
Gleði hennar og góða skapið frá
kvö'ldinu áður. virtist hafa
þurrkast út yfir nóttina. Ég sá
strax, að hún var í slæmu skapi.
Að vísu kom það fyrir, að hún
var óeðlilega kát, en það stóð
aldrei lengi.
— Verðurðu heima í kvöld?
spurði ég hana.
— Nei.
— Með hverjum ætlarðu út?
Ég vissi samstundis að þessi
spurning var bæði óþörf og ó-
nærgætin.
— John, sagði Kay snöggt og
var þotin út, og skellti á eftir
sér hurðinni, áður en ég gæti
komið að einu orði.
Nick hló. — Kannski fáum við
aðra trúlofun í fjölskyldunni. Ég
segi bara ekki annað en það, að
ef úir því verður vona ég, að
Kay verði dálítið skapbetri en
hún hefur verið undanfarið.
35
— Ef þú átt við, að hún trú-
lofist honum John, þá vona ég,
að það komi áldrei fyrir.
— Ég þarf varla að taka fram,
að ég er á sama máli. En hann
virðist bjóða henni nokkuð mik
ið út í seinni tíð.
Ég hristi höfuðið.
— Ég held ekki, að hún fari
neitt að trúlofast honum John.
MASGI -súpur
gerðar af sérfræðingum
framreiddar af yður
Svissneskir kokkar eru frábærir matreiðslumenn. Þeir einir kunna
uppskriftir af MAGGI-súpum. En þér getið frafnreitt þessa kostafæðu
með lítilli fyrirhöfn.
• Matseldin tekur aðeins 5 mínútur
• Þér getið valið um 18 Ijúffengar tegundir.
MAGGI-súpur
frá SVISS
eru beztar.
MAGGI
SWISS
sour
MUSHROOM VELOUTÉ DE BOLETS
4 6 SERVIN6S ASSIETTEf 1
©
c
ð
S
i
s
Þetta er bara til bráðabirgða.
Don er sá sem hún kærir sig um
í alvöru.
Ég vissi alveg upp á hár, að
þetta var satt. En þegar Dor
kom frá Cambridge, hálfum mán
uði sednna, hittust þau aWis ekki.
Ég, sem vissi, að hann var kom-
inn heim, án þess að hitta Kay,
velti því fyrir mér, hvort eitt-
hvað væri fyrir alvöru komið
upp á mi'lli þeirra. Ég horfði til
baka yfir síðasta misserið. Þá
var dansleikurinn hennar Emmu,
systuir hans. Hvað þau höfðu ver
ið haiminigjusöm það kvöild! Ég
minntist þess, að þegar ég var
að leggja af stað með Rupert,
sem fylgdi mér heim, að þá hafði
ég rekizt á þau, og augmatilllit
þeirra beggja hafði sagt mér,
hve ástfangin þau höfðu verið,
hvort af öðru.
En hvað hafði síðan gerzt?
Það hefði mig langað að vita.
Mér fannst það ósamngjarnt, að
ég sjálf skyldi vera svona ham-
ingjusöm með honum Bob, en
Kaý svona óhamingjusöm, eins
og ég þóttist vita, að hún mundi
vera.
Fregniin um trúiofun okkar
fór eins og eidur í sirnu um allt
þorpið. Þarna var ég fædd og
eldra fólkið í þorpinu hafði
þekkt foreldra mína og séð okk-
ur systkinin vaxa upp. Ég fékk
mairgar hamingjuóskir, og fólk
var að taka mig tali, ef ég fór í
búðir, til þess að óska mér til
hamingju. Það var sýnilegt, að
fólkd flammst við Bob eiga vel
saman. Hann hafði rekið búið
með föður mínum og hvað var
þá eðlilegra en að hann ræki
það áfram með mér? Mér skildist
það á sumu, sem ég heyrði, að
fólk var mest hissa á því, að
við skyldum ekki vera gift fyr-
ir löingu.
Rupert sem hafði verið fjar-
verandi, þegar við opinberuðum,
gerði sér ferð til okkar jafn-
skjótt sem hann frétti það, en
það var daginm eftir að hann
kom heim. Ég rakst á hann, þar
sem hann var að tala við Lucy,
í stofiunni, þennan dag. Þau litu
upp með gleðihros á vör og
hættu samtalimiu samsfcundis.'
— Hvað er hér á seiði? sagði
ég.
— Það færðu ekki að vita,
sagði Lucy.
Rupert gekk tii mín og kyssti
mig.
— Ég kom nú ekki heim fyrr
en í gærkvöldi, svo að ég heyrði
ekki um ykkur Bob fyrr en í
morgun. Ég þarf vonandi ekki
að taka fram, að ég er stórhrif-
inn. Ég get varla beðið eftir að
segj.a honum, hvaða lulkkuinoar-
pamfílil hann er.
Ég brosti. — Vertu ekki að því
arna. Það eir ég, sem er ham-
ingjusöm.
Lusy sagði hóglega. — Mér
finost þið bæri vena baminigj.u-
söm.
— Kaminski eru þau það, sagði
Rupert. Að minnsba kosti finnst
niér þau eins og sniðin hvort
fyrir annað.
Lucy leit á mig.
— Hann Rupert ætlar að
drekka te með okkur. Er það allt
í lagi, Melissa?
— Hvort það er. Það skal
verða tilbúið eftir andartak.
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl
Þér kcinur margt á óvart, hagnýttu þér það.
Nautið, 20. apríl — 20. maí
Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur, verður upphaf nýrrar stefnu
þinnar.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júni
Ef þú getur einbeitt þér að þeim efnum, sem þér eru kleif, skaltu
gera það.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí
í dag kemur í Ijós, hvcrsu laginn og smekkvis þú ert.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst
Ef þú getur haldið stoltinu í skefjum, ávinnst þér mlkið.
Meyjan, 23. ágúst — 22. sept.
Reyndu að fullyrða ekki neitt, heldur bíða álekta.
Vogin, 23. sept. — 22. okt.
Þú hefur töluvert að glima við þar sem fjármálin eru.
Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv.
Guljið tækifæri virðist biða þin.
Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des.
Þú getur hagnast á þvi að halda þig fjarri allri fjárhættu.
Steingeitin, 22. des. — 19. jan.
Þér er hollast að geyma uppástungur þínar betri tíma.
Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr.
Skiptu tíma þínum og kröftum jafnt á það, scm þér er kærast.
Fiskamir, 19. febr. — 20. marz
Samningar, innkaup og þ. h. ganga betur. Reyndu eitthvað menn-
ingarlegt.