Morgunblaðið - 22.05.1969, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 22.05.1969, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAl 196® 15 Hafnarfjarðarvegurinn - Akkilesarhæll ísl. vegamála — frá fundi Sjálfstœðisfélags Garða- og Bessastaðahrepps um Hafnarfjarðarveginn FYRIR skömmu hélt Sjálfstæð- isfélíig Garða- og Bessastaða- hrepps almennan funð í sam- komuhúsinu á Garðaholti. Var fundarefnið, Hafnarfjarðarveg- urinn og á fundinum mætti Ing- ólfur Jónsson samgöngumálaráð- herra og Matthías A. Mathisen alþingismaður. Framsögumenn voru þeir Sveinn Ólafsson fuli- trúi og Sveinn Torfi Sveinsson verkfræðingur. í fundarlok var borin upp ályktun og hún sam- þykkt með samhljóða atkvæðum. Var ályktunin á þessa leið: Fundur í Sjálfstæðisfélagi Garða og Bessastaðahrepps, b.aldinn föstudaginn 2. maí 1969 ályktar, að það sé skiiyrðislaus nauð- syn að nýbyggingu Hafnarfjarð arvegar v-erði hraðað svo sem frekast er kostur, enda er veg- urinn í algjörlega óviðunandi á- standi, þrátt fyrir þær miklu tekjur, sem ríkissjóður hefur af veginum. Fundurinn skorar á þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi, að sjá til þess, að bygging nýs Hafnar- fjarðarvegar verði tekin inn í þá vegaáætlun, sem nú liggur fyrir Alþingi. MISHEPPNUÐ VIÐGERÐ Formiaður félagsins, Steinar S. Waage setti fundinn og skipaði fundarstjóra, Jón Sveinsson og Sundarritara Magnús S. Magnús- son. Sveinn Ólafsson hóf mál sitt með því, að gera stuttlega grein fyrir ásigkomulagi Hafnarfjarð- arvegairins nú og á undaniförn- um árum. I>á rakti hann nokk- iuð hversu viðhaidi vegarins hefði verið háttað, og gagnrýndi ýmis legt um vinnubrögð og tilhög- un viðhalds á umliðnum árum. Varð honum einnig táðrætt um slitlag það er lagt var á Hafn- arfjarðarveginn sumarið 1967, og sem varð gjörónýtt innan eins árs. Ennfremur átaldi hann vinnubrögð við endurviðgerð sumarið 1968, sem hann taldi gjörsamlega misheppniaða og hneykslanlega, þar sem telja mætti hana flokkast undir só- un á almannafé. Þá vék Sveinn að hinni fjárhags legu hlið málöins. Kvað hann aug ljóst, að af því hlytist verulegt fjárhagstjón fyrir þjóðarbúið Ihve ásigkomulag vegarins vaeri lélegt, bæði sökum óhæfilegs slits á ökutækjum og glataðra vinnustunda, sem rynmu óbættar út í sandinn, fyrir tafir á um- ferð, um 6000 þúsund ökutækja á mánuði um veginn. Tekjur af veginum eru 30—40 millj. kr. á ári af umferðinni, og taldi Sveinn óhægt að þeir sem legðu fram slíkar tekjur til vegamála væru afskiptir um þjónustu. Dýr vegalagning í gegnum Kópa vog ylli á'hyggjum af því, að ekki yrði úr framkvæmdum við vegimn sunnan Kópavogslækjar, nema fjár yrði aflað sérstaklega til þeirra framkvæmda. Að síðustu lagði Sveinn Ólafs son áherzlu á að það væri mik- ið hagsmunamál, ekki Garð- hreppiniga einna, heldur og at- vinnuveganna á Reykjaneskjálk anum öllum, að góður vegur kæmi í gegnum Garðahrepp án tafar, og einnig að vegasam- band imnan stór Reykjavíkur svæðisins væri þarna komið í viðunandi horf, því það efnahags tjón er af slæmum vegi stafaði væri meira en menn e.t.v. grun- aði. MIKLAR TEKJUR AF UMFERÐ UM HAFNARFJAROARVEG Sveinn Torfi Sveinsson sagði m.a. í ræðu sininii: Vegur þessi er Akkilesarhæll íslenzkra vegamála og ekki al- veg að ástæðulausu. Umferð um hann er l'angmest allra þjóðvega á landinu og yfirborð hans er verst allra þjóðvega. Vegurinn var fyrst til sem krókóttur hest- vagnavegur, ef frá er talið, að ef til vill hafa sauðkindur áður troðið þær slóðir. Er það svo sem ætla má sýnu betri aðferð við ákvörðun vegarstæðis en nýj- ustu aðferðir, en þær ganga út á að láta laxinn í ánum ákveða brúarframkvæmdir, eins og gert var í Elliðaánum. Þogar Bretar komu hingað í stríðsbyrjun, komu þeir upp flugvelli í _ Vatnsmýrinni í Reykjavík. Á þennan völl átti að setja asfaltyfirborð, og var flutt inn asfaltemulsion, og var um til þeirra framkvæmda. Ekki tókst þó betur til en svo, að seinni hluta árs þegar kólna tók í veðri urðu Bretarnir dauð- hræddir um að asfaltemulsionin mundi skemmast vegna frosta. Var hún þá gefin Vegagerð rík isins, sem helti henni á Hafnar- fjarðarveginin, eins og hann var, og að þeirri fyrstu gerð hefur verið búið fram á þennan dag, og veginum Htið breytt í legu síð- an. Sveinn Torfi ræddi síðan Hafn arfjarðarveginin gegnum Garða- hrepp og sagði: Á umræddum kafla er nauðsynlegt að gera nokkur jarðvegsskipti fyrir báð- ar brautir, en samkvæmt áætl- unum er ætlazt til, að vegur- inn verði tvær tvöfaldar ak- brautir í hvora átt. Nú þegar er hægt með mjög lágum kostn- aði að taka upp úr næstum öllu vegarstæði vestari akbrautar allt það efni, sem óhentugt er undir veginn. Hentugt fyllingarefnii má að þó nokkru leyti fá á stæði veg- arins á Arnarmeshæðinni, og einnig í Hraunsholtshæð, en auk þess þyrfti að sækja nokkuð fyll- ingarefni að. Slíkt verk er sjálf- sagt að bjóða út, og er þá átt við alvöru útboð, en ekki slíkt, sem fyrirtæki wokkru var fengið í hendur samkeppnislaust nú ný lega. Rétt er að taka fram, að ríkisstjórmdn og SÍS eiga rúm- lega helming í því fyrirtæki. Vegagerðin hefur verið sein- heppin með sín útboð, og er á- stæða að bendá á Hafnarfjarð- airveginn til dæmis um það. Sett var eftir 20 ára þóf slitlag á veg inn, og þar sem Vegagerðimni hafði aldrei til þess tíma tek- izt að leggja út asfaltyfirborð var leitað til sama fyrirtækis og fyrr greinir um framkvæmd verksims, og lagði það út slit- lagið. Tæki þeirra höfðu aldrei áður lagt út asfalt á veg, sem var með hjólför í undirlaginu, og var þjöppun af þeim ástæðum misjöfn og lagið eyðilagðist. Ekki sá útboðslýsingin við þesis- um ósköpum og runnu þarna miklir peningar út í sandinm vegna galla í lýsingu. lFeiri dæmi mætti til nefna. Vék Sveinn Torfi síðan að fjármálahlið Hafnarfjarðarvegar ins og sagði að umferðatalning sýndi að umferð inn í Garða- hrepp norðan frá væri 12.000 bílar á dag, en það samsvarar því, að þriðji hver bíll á land- inu aki um veginn á hverjum degi. Skýrði Sveimn frá útreikn- ingum af tekjum af þessari um- ferð og sagði að þær mundu nema 99.470,00 kr. á dag, sem skiptist þannig: af benzíni 59.076,00 kr., af dekkjum 5.840,- kr. og af bílnum 34.554,- kr. Sam svarar þetta því, að 36,3 millj. kr. komi inn til ríkisins árlega af umferð um veginn umfram tolla og gjöld bifreiðaeigenda fyrir bifreiðar sínar, benzín þeirra og dekk Varahlutum til bifreiða er sleppt. S.l. 10 ár hefur ríkisvaldið fengið 300 milljónir króna um- fram tekjur af umferð um þennan veg, og látið alls á móti 1020 milljónir kr. af handvömm. Mis- munurinn hefur t.d. farið til vegagerða á Vestfjörðum, þar sem eru 1.750 bílar, en þar á sam kvæmt Vestfjarðaáætluninni að vera unnið fyrir 128,4 millj. kr. Þó er umferð um Vestfjarðaveg ina hverfandi og að auki aðeinis hluta úr árinu Ég vil leyfa mér að halda því fram, að sú fram- kvæmd hafi átt að koma á eftir vegabótum í nágrenni Reykjavík ur. Með vísan til þess sem sagt hefur verið, hefur verið sýnt fram á, að brýna nauðsyn ber til að hefja þegar í stað fram- kvæmdir við lögn nýs Hafnar- fjarðarvegar gegnum Garða- hrepp. Umrætt mál er þjóðhags- lega skynsamlegt, og er það ann að en hægt er að segja um býsna margt, sem það opinbera veit ir fé til hér á landi. Með þeim framkvæmdahraða, sem gera má ráð fyrir að verði á verkinu, er hægt að fullyrða með rökum, að: 1. umferðin hefur nú þegar margfalt greitt allan kostnað við vegagerð á umræddu svæði í rík issjóð, en því fé verið varið til aninars. 2. umferðin mun á meðan á framkvæmdum- stemduir skila rík issjóði öllum kostnaði jafnóðum og honum yrði eytt til vegarins. 3. umferðin mun að lokinni veg lagningu skila ríkissjóði veruleg um tekjum árlega, sem ríkissjóð- ur gæti notað með betri sam- vizku til annarra vega, þar sem líkja má rekstri ríkisins í Hafn- arfjarðarvegi undanfarna ára- tugi við hreina rányrkju, þar sem mikið hefur verið tekið og illt eitt látið í staðinn. Er því ástæða að benda þingmönnum okkar á að styðja rækilega við bakið á samgöngumálaráðherra í þessu máli og það í verki. VEGYLÖGIN 1963 STÓRT SPOR I RÉTTA ATT Ólafur G. Einarsson sveitar- stjóri kvaðst telja víst, að allir þeir sem um veginn fara, væru sammála um að endurbygging hains væri orðin brýn nauðsyn. Skiljanlega væri ekki hægt að frarmkvæmdium. Þegar saman gera allt í einu. Spurningin væri í hvaða röð ætti að vinna að framlkivæmd'um þegar saman færi lélegur vegur og mikil um- ferð, meiri en á nokkrum öðrum vegi, ættu framkvæmdir þar að ganga fyrir öðrum. Einnig mætti spyrja, hvort við gerðum ekki of miklar kröfur með því að ætla að leggja tvo vegi að sama marki með innan við tveggja kílómetra millibili, sem hraðbrautir. Eininig kynni að veira ofrausn að byggja þrjár brýr á liðlega 2aj km. kafla. Fjárráð væru takmörkuð og því dregur eðlilega úr magni fram- kvæmda, ef við gerum alla vegi úr 20 cm. steinsteypu. Olíumöl hefur sannað ágæti sitt á þeim vegum sem hafa innan við 1500 bíla umferð á sólarforing. Aðr- ar og ríkari þjóðir en íslending ar telja sig fullsæmdar af slíku slitlagi á vegi. Ólafur sagði að viðurkenna bæri, að afrek hefðu verið unn- in í vegamálum á undanförnum áratugum. Hins vegar hefði þess ekki verið gætt, að með mjög vax andi umferð hefði þurft að bæta vegakerfið, sem fyrir var .Aukn um innflutningi bifreiða yrði að fylgja sterkari vegir. Lítið sam ræmi væri í því að leyfa inn- flutning stærstu flutningabíla, sem svo vegirnir ekki þyldiu. Líkti Ólafur þessu ástandi við inmflutning skipa til lands, sem engar hafnir hefði. Ólafur kvað vegalögin frá 1963 hafa verið stórt spor í rétta átt og ætti samgöngumálaráðherra þakkir skilið fyrir sinn þátt í setningu þeirra. Benti hann þó á, að heppilegra væri að veita hér- uðunum meiri sjálfstjórn í vega- málum. Það hefði ekki gefið góða raun að fella ýmsa sýSlu- vegi undir þjóðvegakerfið. Væru dæmi þess sjáainleg í næsta nágrenmi. Að lokum kvaðst Ólafur vænta þess, að þessi fundur yrði til þess að knúið yrði fastar á með úrbætur fyrir þann mikla fjölda vegfarenda sem um Hafnarfjarð- arveg þyrftu að fara. ASFALTGJÖFIN B J ARN ARGREIÐI Guðmundur Einarsson verk- fræðingur ræddi um vegamál almennt og gat þess að árið 1937 hefði fyrsti vegur hér á landi verið steyptur, en síðan ekki söguna meir fyrr en að 25 árum liðnum, og þá Keflavíkur- vegurinn. Hann kvað ófullnægj- andi skipulag hinis opinbera í vegamálum og peningaskortur til framkvæmda vera aðalorsök þess ástands, sem nú ríkti í vegamálum hér á landi. Guð- mumdur taldi að ráðlegra hefði verið hjá hinum opinbera að kosta til byrjunarframkvæmda á nýjum Hafnarfjarðarvegi með því fjármagni sem lagt var í að asfaltera Hafnarfjarðarveginn á áriniu 1967. Sagði hann asfalt- gjöfina frá Bretum vera hinn mesta bjarnargreiða, sem okkuir hefði verið gerður. Ætla mætti að betri vegur væri nú kominn ef asfaltið hefði ekki verið sett á. Guðmundur sagði, að fund- ur sem þessi gæti á jákvæðan hátt stutt stjómmálamenn í því, að ákveða fé til þeirra fram- kvæmda, sem skila mestum arði. STÓRATAK í VEGAFRAM- KVÆMDUM UNDIR FORYSTU SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Ingólfuir Jónsson samgöngu- málaráðherra sagði í ræðu sinni að þörfin fyrir varanlega vegi sannfært sig um að Hafnarfjarð- arvegurinn væri verri vegur en malarvegirnir væru yfirleitt og því væri ástæða til að hugleiða að tþörfin fyrir varanlega vegi væri víðar en á Hafnarfjarðar- lieiðinni, þótt honum væri vel kuininuigt um að umferðin eftir þeim vegi væri mjög mikil og þörfin fyirir varanlegan veg væri brýn nauðsyn. Fjármagnið væri hins vegar takmarkað og í mörg horn að líta, þar sem allsstað- ar væru uppi kröfur um nýja vegi og endurbætiur á vegum. Ráðherra kvaðst vilja benda fundarmönnum á að verið væri að vinma að Hafnarfjarðarvegi í Kópavoigi, þar sem Kópavogs- kaupstaður sæi um framkvæmdir, en ríkisstjórnin hefði ábyrgst lán vegna þeirra framkvæmda. Reykjavíkurborg ætti að sjá um vegarkaflann að Fossvogslæk, en þann hluta vegarinis sem eftiir væri, um 3,6 km. kafla ætti rílkiis sjóðuir að sjá um og yrði homum loikið 1971 eða 1972, samikv. á- ætlunum. En strax eftir að vega spottanium í Kópavogi yrði lok- ið væri mikill vandi leystur, því stór hluti umferðarinnar væri í Kópavog sjálfan og mestu um- ferðatafirnar í Kópavogi. Síðan upplýsti ráðherra að fjármagn til vegasjóðs, úthlutað af Alþingi, væri áætlað á árun- um 1969—1972 2220 milljónir kr., en hefði verið 1150 millj. kr. á árunum 1965—1968. Hér væri því um mikla aukningu að ræða. Aðaltekjurnar kærnu frá tollum af bifreiðum, þungaskatti, ben- zínskatti og gúmmígjaldi. Síðan rakti ráðharra hvernig áætluðum tekjum yrði varið til hinma ýmsu vega á áætlunartíma bilinu, og er skiptingin þessi: Til þjóðbrauta: 126,9 millj. kr., til landsvega: 94,3 millj. kr., til brúargerðar: 146,2 millj. kr., til sýsluvega: 35 millj. og til vega í kaupstöðum og kauptúnum 221,9 millj. kr. Ráðherra sagði, að þar sem Framhald á bls. 12 Hluti fundargesta. Frá vinstri: Matthias A. Matthiesen alþingismaður, Ingólfur Jóns son samgöngumálaráðherra, Ólafur G. Einarsson sveitarstjóri, Arinbjöm Kolbeinsson læknir, form. F.Í.B.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.