Morgunblaðið - 22.05.1969, Blaðsíða 17
MORlG-UNBLAÐIB, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1909
17
Austasti bær í Breiðuvífeur-
hreppi á Snæfellsnesi er Öxl og
stendur í brekkufætinum þar
sem Axlarhyrna rís upp af slétt-
lendinu. Forna-Öxl, þar sem
orðingiinm Axlar-Björn bjó, stóð
aftur á móti mun neðar, í norð-,.
urjaðri Búða-hrauns. Þar var
einnig sú fræga Iglutjörn, sem
kunn er úr sögum af Birni og
fylgir sögunni að í þeirri tjörn
hafi þrællinn komið fyrir líkun-
um af fórnarlömbum sín-
um. Vegna sagnanna, sem
bundnar eru staðnum, stafaði
jafnan nokkur óhugnan af bæj-
arnafni þessu, en hefur nú verið
rækilega hrundið og við augum
vegfaranda blasa reisuleg bæj-
arthús og furðumikil túnstæði,
ýmist fullræktuð eða framræst.
Þarna hefur mikil og gleðileg
breyting á orðið, því fyrir rúm-
einkar gott lag á að koma niður
draugum og var til þess fenginn
víða um lamd.
Fyrir vestan Knörr eru Kambs
bæir, eins og fyrr var á minnzt,
og enn utar eru Hamraendar og
fleiri bæir. Nokkur eftir 1930
var á Hamraendum byggt íbúðar
hús, er á þeim tíma tók langt
fram því sem þá gerðist um hí-
býli manna þar í grennd. Hamra
endalækur, sem rennur þar við
túnfótinn var þá virkjaður og
rafmagn notað til Ijósa og suðu
og var það einnig nokkurt ný
mæli í þann tíð. Enn er búið
góð i búi á Hamrarndum og bónd
inn sem nú situr jörðina hefur
raektað og framræst um 30 hekt
ara lands. Hamraendar er rétt-
niefni því skammt frá bænum
endar sjávarihamrabelti, sem er
næstum óslitið allar götur utan
lækjum og smáám rennur gegn
um hraunið víða í fossaföllum
fram af hömrunum, en meðal
þeirra er Þrífyssa hvað þekkt-
ust.
I Breiðuvík er Hnausahraun,
allmjög gróið, síðan tekur við
hraunlaust svæði að Klif-
hraumi, þar vex melasólin fagra
hvað syðst á landinu. Innarlega
í víkinni er farið yfir Sleggju-
beinu á brú, en þar fyrir ofan
Skerst gjáin inn í fiallið, gapir hún
um aldarfjórðungi voru bæjar- .frá Lóndröngum Fjöldinm allur af
hús í Öxl komin að hruni, en
túnið gaf af sér eitt kýrfóður.
Breiðavík skerst í‘ boga inn í
nesið vestan við Búðahraun. Fyr
ir víkurbotninum er Hraunlanda
rif ljósgult af skeljasandi, en inn
an við rifið heitir Miðhúsavatn.
Þar uppaf er graslendi mikið og
fagurt mót suðri, en litförótt fjöll
liggja í sveig að baki eins og
skjólveggur og gefa byggðarlag
inu yfirbragð. Bílvegurinn ligg-
ur fram hjá bænum Öxl, fyrir
Axlarhynntu og síðan út með fjöll
unum. Næstu bæir við Öxl eru
Knarrarbæir og að baki þeirra
rísa Knarrarklettar háir og þver
hníptir. f Knarrarklettum er ein
stigi, sem nefnt er Bjarnargang-
ur — kennt við Björn Breiðvík-
ingakappa, en hann átti heima á
Kambi, næsta bæ við Knörr.
Tíðum hafa orðið slys í Knarr
arklettum og einatt með þeim
hætti, að menn sem koma norð
an Fróðárheiði, villtust af réttri
leið, fóru of vestarlega, hröpuðu
fram af klettunum og létu þar
lífið. Þótti það ekki einleikið á
stundum. Einnig hefur borið við
að fé hefur fennt á fjalli og
hrakið fram af Knarrarklettum.
Þá er og í frásögur fært að um
miðja 18. öld hafi kona látizt
með sviplegum hætti, er hún
varð fyrir grjóti sem hrundi úr
Knarrarklettum, þó var fremur
talið að hræðsla hefði dregið
hana til bana heldur en að hún
skaddaðist svo mjög. Seint á 18.
öld bjó Latínu-Bjarni á Knerri
í Breiðuvík, en hann er talinn
í röð helztu galdramanna, sem
Lóndrangar.
J/ stál
um
'sin
Ágústa Björnsdóttir:
Á ferð um Snæfellsnesið
gleitt við þeim, sem fram hjá fer
og heitir Rauðfeldsgjá. Nær sjón
um hefur Sleggjubeima grafið sig
djúpt ofan í móhelluna, en á
eystri árbakkanum hefur fram
til þessa mátt sjá þústir nokkr-
ar þar sem hinn dáði rímsnill-
ingur Sigurður Breiðfjörð bjó
Frá Arnarstapa.
uppi hafa verið á landi voru og
fara af honum margar sögur.
Flestar eru þær um viðureign
han3 við Kölska en sá gamli var
Bjarna jafnan innanhandar ef á
þurfti að halda, enda höfðu þeir
gert með sér skriflegan samn-
ing á latínu við svokallaðan Kon
taktarstein hjá Fróða. Latínu-
Bjarni hafði ærinn starfa af þess
ari iðju sinni, þótti hann hafa
um nokkurra ára skeið við sára
fátækt og hvers kyns andstreymi.
Góðskáldið Steingrímur Thor-
steinsson, sem ólst upp við ólík-
ar aðstæður á amtmannssetrinu
á næsta leiti, m'nnist Sigurður
og ævikjarahans í kvæðiskorni
sem heitir „Á ferð fram hjá
Grímsstöðum í Breiðuvik" og byrj
ar á þessa leið'
Rennuir hér að flæði fram hin
fríða og hreina,
létt um sand og litla steina
lágum niði Sleggjubeina.
Milli Breiðuvikur og Stapa er
Sölvahamar, 40—50 metra hátt
strandberg við sjóinn. Klifhraun
hefur fossað niður hlíðina og svo
langt fram á hamarinn að að-
eins hefur orðið eftir örmjó
ræma yzt á bjargbrúninni, en á
þeirri tæpu brún var alfaraveg-
ur allt fram á síðustu ár, að
bílvegur var lagður miklum
mitn ofar. Lcngum þótti vegar-
stæðið á Sölvahamri heldur glæf
ralegt, og var það, einkum þeg
ar þess er gætt að þarna þurfti
að jafmaði að fara um með liang-
ar lestir klyfjaðra hesta hvern-
ig svo sem færðin var. Sérstak-
lega var til þess tekið hve illt
var að komast ofan af hamrinum
að vestan „ofan Klifið“ sem kall
að var, en viðhald þess vegar-
spotta var um skeið talið eitt af
vandamálum sýslunnar. Við göt
una á Sölvahamri er Göngukonu
steinn og einhveriar gamlair sagn
ir við hamn tengdar.
Á þessurn vegarkafla tekur út
lit jökulsins stórfelldum breyt-
ingum. Þegar svo nærri honum
er komið fer jafnvægið í línun
um, sem tilsýndar eru svo fagr-
ar og fastmótaðar, að raskast og
þær losna mjög í reipunum. Und
irfjöllin, sem í fjarlægð hverfa
mjúklega inn í formfagra heild-
armynd án þess eftir þeim sé tek
ið, rísa nú upp hvert af öðru
og vilja fá að vera með í leikn-
um. Engu að síður er jökullinn
tilkomumikill af þessum slóðum,
með snævi- og hraunum þaktar
hlíðar og er mjög ríkjandi þó
ekki sé hann allsráðandi á svið
inu. Meðal undirfjalla jökulsins
er Botnsfjall, en meðfram því
liggur vegurinn um sinn. Þar
fossa lækir um gróin hraun, og
heitir Smálækjahlíð, að því er
mér hefur verið sagt af kunn-
ugum. Eru þar afbragðs tjald-
stæð’ Stapafell blasir við stórt
og stæðilegt og Klifhraun, sem
runnið hefur niður undirhlíðar
jökulsins hefur skollið á norð-
uirenda þess oig klofnað þar, en
hrikalegir gígar teygja sig upp
úr hraunhafiniu hátt uppi í hlíð-
inni. Vegurinm niður að Stapa
liggur suður með Stapafelli að
austan en norðan með því ligg-
ur hins vegar leiðin upp á Jökul
háls og er sú leið venjulega far-
in þegar gengið er á jökulinn.
Á þeirri leið er skammt að fara
í Sönghel'li, sem er í móbergs-
kletti nokkrum á þeim slóðum.
Á Arnarstapa eða Stapa, eins
og staðurinin er nefndur í dag-
legu tali er fagurt um að litast
og eru þar með meiriháttar nátt
úrufyrirbærum hér á landi. Unid
anfarnar árþúsundir hefur sjór
inn verið að mölva niður bengið
og meitla og móta hin furðuleg-
ust listaverk í þverhnípta
hraunhamrana við sjóinn. List-
sköpun þessi hefur staðið yfir
um all-langt skeið, e.t.v. allt
að 15000 ár að þvi er fróðir menn
telja. Skemmtilegt er að koma að
Stapa fyrri hluta sumars meðan
gjár og gjótur, standar og stríp
ar eru kvik af fugli sem hver
syngur með sínu nefi, og má með
sanni segja að þá hljómi þar um
loftið „þúsund radda lag“. Þá
kvað og vera stórfenglegt að sjá
þegar brimið skellur inn í skúta
og hella og gýs upp um op, sem
eru á hvelfingum gjánna, en það
er eimkum að haustlagi. Þó ber
við að brim verður mikið um há-
sumar og svo var í júnímánuði
1967. Eftir aftaka sunnanrok
varð svo mikið brim vestra að
eldri menn mundu ekki annað
eins að sumarlagi. Gekk sjórinn
þá svo hátt að egg bjargfugla
sópuðust burt á stóru svæði.
Útsýni frá Stapa er tilkomu-
mikið. Upp af staðnum gnæfir
Stapafell, 526 m.y.s. Dregst það
saman í kolffimm í uppmjóan tind
og heitir þar Fellskross. Fram-
úr miðjum hlíðum fjallsins, sem
er mjög skriðurunmið, ganga stór
ir klettarmir og hnjúskar, marg-
víslega lagaðir og er mál manna
að þar eigi ýmsar dularverur sér
bústað. Þá má og geta þess, hve
fagurt er í björtu veðri að líta
í austurátt, til fjallgarðsins, sem
teygi,r sig langt burt í fjarskann
og yfir bláan flóann með gula
strönd sem gjarnan er skreytt
hvítu, léttu brimkögri svo langt
sem auga eygir. Stapi var fyrr
meir mikið verzlunarpláss og
bjuggu þar einatt höfðingjar og
heldri menn, m.a var þar
amtmannssetur um skeið. Vafa-
laust hafa heimili margra þess-
ara manna verið íburðarmeiri en
hjá óbreyttu alþýðufólki, oig
einu slíku kaupmanmsheimili er
lýst á eftirfarandi hátt af Eng-
lendingi, sem var á ferð sumarið
1810:
„Heimilið er hið fegursta, sem
við höfum séð á íslandi og er
stiftsamtmannshúsið ekki undan
skilið. Stofurnar eru stórar, þægi
legar og vel b inar húsgögnum.
I stærri setustofunini eru tveir
speglar. í bezta svefnlherbenginiu
er röð af gluggum eftir endi-
endilangri hlið þess, skrautlegt
og vel búið rúm og fögur krist-
alsljósakróna í loftinu“.
Eins og fyrr var frá sagt var
Steingrímur Thorsteinason,
skáld fæddur og uppalinn á
Stapa og finnst mörgum að
„brimaldan stríða“ í kvæðum
hans muni eiga rót sína að rekja
til strandarinnar hjá bernsku-
heimkynnum hans.
Nokkru utar á Nesinu er ann-
að sjávarpláss — ITellnar — og er
ekki löng en skeirmtileg göngu-
leið þangað frá Stapa, með
ströndimni. Bilvegurinn liggur
hins vegar með Stapafelli að sunn
an, en nokkru fyrir vestan fel'l—
ið ér vegur á vinstri hönd, og
liggur hann niður í Hellnapláss-
ið, meðfram Laugarholti, en þar
stóð fyrrum Laugarbrekka, bær
Bárðar Snæfellsáss, einnig er þar
Bárðarlaug. Á Hellmum er bæja
þyrping nokkur og kirkja, en
sókn að henni eiga býli öll utan
Sleggj ubeinsár.
Af þeim, sem þar hafa annazt
kristnihald, mun kunnastur vera
Ásgrímur Hellnaprestur, sem .
stundium var kallaður hinn illi
(d. 1829). Fara af honum margar
sögur einkum í sambandi við erj
ur og útistöður, sem hann átti
stöðugt ívið samtíðanmen.n sína,
og þá hvað helzt Jón Espólín,
sem þá var sýslumaður Snæfell
inga.
Merkilegt náttúrufyrirbæri á
Hellnum er hellirinn Baðstofia í
svonefndri Valasnös. Er það all-
mikil hvelfing með bogadregnu
opi en stuðlabergið i veggjum og
lofti er með alls kyms flúri sem
verður einkennilega fagurt og lit
skrúðugt þegar birtan fellur á
það frá vissri hlið. Fremur er ó-
greiðfært að hellisopimu sakir
urðar og stórgrýtis. en ekki laimgt
að fara. Bæði plássin, Stapi og
Hellnar eru nú upplýst með raf
magni frá Rafmagnsveitum ríkis
inis, en Oddný píla og fleiri
rammir, nafnkunnir draugar virð
ast hafa tapað krafti sínum.
Hér látum við staðar numið að
sinni, en á næsta leiti gætum
við ef til vill fundið þau hjúin
Jón nrímius og Hnallþóru og þeg
ið hjá þeim kaffi í krús og svo
lítinm geira af vænni stríðstertu.
13. maí 1969.
GLE R
Tvöfalt ,,SECURE" einangrunargler
A-gœðaflokkur
Samverk h.f., glerverkstniðja
Hellu, sími 99-5888.