Morgunblaðið - 22.05.1969, Síða 24
24
MORIGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1969
— Jæja, það var nú það, sagði
hann.
— Hvað gerðist? Ég hef verið
svo afskaplega kvíðin.
— Ég lamdi John sundur og
saman. Og hafði ánægju af!
—Ó Nick!
— Þú vilt kannski, að ég
hefði látið það ógert?
— Nei. Það held ég að minnsta
kosti ekki. En það er bara . . .
— Hlustaðu nú á mig, Mel-
issa. Hann fékk hvorki annað né
meira en hann átti skilið. Fyrst
skömmuðumst við og síðan slóg-
umst við. Og mér veitti betur.
— Það var gott. En fréttirðu
ekkert af Kay? Það er nú það,
sem ég mestan áhuga á.
— Nei, því miður er víst
ekkert af henni að frétta.
— Hann sagði þér ekki, hvar
hún væri?
— Ef satt skal segja, þá held
ég, að hann hafi enga hugmynd
um það. Mér skilst þau hafi far-
ið að rífast — þú getur nú rétt
hugsað þér, hvemig hún hefur
brugðizt við, þegar hún heyrði,
að hann ætlaði sér alls ekki að
giftast henni.
— Já, það get ég sannarlega.
Ég fyllist meðaumkun með henni.
Veslings bjáninn hún Kay, sem
hefði átt að vita, að hún gerði
eklki annað en stofna sér í vand-
ræði með því að hlaupa burt
með John, og trúa því, þó að
hann segði það, að hann ætlaði
sér að giftast henni.
En ég brauit heil’ann uim, á
hvaða stigi málsins þau Joh-n
T ízkufatnaður
fyrir unga manninn
Laugavegi 37 — Laugavegi 89.
Amerískar gallabuxur
og flouelsbuxur
fyrir domur og herra
hinar landsþekktu
hefðu farið að rífast.Ég vonaði,
að það hefði verið nógu
snemima, En ég yrði nú að bíða
með að komast að því.
— Ég verð að segja, sagði Nick,
hróðugur, — að við létum hvorn
aninan heyra álit ökk ar á hiimutm.
— Hvernig það?
— Jú, hann fór að ögra mér í
sambamdi við peningana, og hóta
mér, að enn gæti hann kært mig.
— Ég fékk fyrir hjartað.
— En hvernig getur hann það,
þegar hann er búinn að fá allt
sitt aftur?
— Vertu óhrædd, Melissa. Það
verðuir ekkert úr því. Hann var
bara að reyna að hræða mig. Ég
sagði honum, að ef hann gerði
það, gæti ég líka sagt sögur af
honum. Þar ó meðal eina, sem
ekki yrði honum til sóma.
— Þú átt við þetta að fara
svona burt með Kay og látast
ætla að giftast henni?
— Vitanlega! Og þá yrði
manmorð hans lítils virði hérna
í nágrenninu.
— Þó svo sé . . . Mér þykir
nú samt leiðinlegt, að þetta
skyldi koma fyrir. Og það ein-
mitt þegar þú ert að trúlofast
Deiþóru.
— Þú þarft engar áhyggjur að
hafa af mér. Nú er það bara
Kay,sem við þurfum að hafa
áhyggjur af.
— Vitanlega er það, sagði ég
og allur kvíði minn í sambandi
við Kay settist að mér aftur. Ég
vildi gefa aleigu mína til þess
að finna hana aftur. En hvern-
ig förum við að því?
— Svei mér ef ég veit það.
Mér finnst við ættum að bíða
með það í eina eða tvær vikur.
Við getum hvort sem er varla,
á þessu stigi málsins, farið að
tilkynna lögreglunni, að hún sé
horfin. Hún er yfir átján ára og
getur farið að heiman, ef húm
vill.
— En þetta er bara ekki nein
venjuileg heimianför. Það er
ekki eins og henni hafi lent sam-
an við neitt okkar. Ég veit,að
hún var mér gröm,af því að ég
vildi ekki lofa henni að giftast
John, en ©iras og hainin er
búinn að fara með hana, skyldi
maður ætla, að hún vildi koma
heim aftur.
— Ég finn það alveg á mér,
að hún kemiur aftur. En í bili . . .
Hann brosti. — Það veit enginn
annað en hún sé enn í Camber.
— Við getum nú ekki látið það
í veðri vaka lengi. En annars
kom kærastan þín hérna meðan
þú varst í burtu.
Andlitið á Nick ljómaði.
— Gerði hún það? Ja, hver
skrttinm. Ég viildi, a«5 við hefð-
um ekki farizt á mis. Bað hún
fyrir nokkur skilaboð?
— Já. Hvort þú vildir hringja
til hemnar þegar þú kæmir heim.
Ég brosti. — Mér skildist á
henni, að það væri svo iangt
síðan hún hefði heyrt í þér.
— Það er það líka. En sagð-
irðu henni, að þú værir ánægð
með okkur?
— Vitanlega gerði ég það. Og
Bob líka. Hann var hérna stadd
ur, þegar hún kom.
— Er lanigt síðan hún fór?
Stu ndarkorn. Húm ætlaði að
taka þig með sér til hádegis-
verðar. En hún gat ekki beðið,
af því að mamma hennar
átti von á einhverjum gestum, og
sagði að það væri illa séð, ef
hún kæmi of seint.
— Þú hefur vonandi ekki sagt
hemni, hvert ég fór?
— Nei, það vildi ég ekki gera.
Ég eftirlæt þér að segja henni
það sem þú vilt um það, og
— Læknir, það er eitthvað að: Ég hef ekki séð hann Sigga í
heila viku.
helzt vildi ég líka tala sem
minni3t uim Kay. Hún gæti nú
hvort sem er komið heim á
hveri stanndu.
— Við skulum vona.að hún
geri það. Nick leit hlýlega á
mig.
— Ves'lings Melissa, það er
meira standið hjá þér, vesling-
urinn.
— Ég brosti, enda þótt mér
væri engin kæti í huga.
— Já, ég skal játa, að þetta er
allt dálítið erfitt.
— En það er allt í lagi hjó
ykkur Bob?
— Ég hikaði, brot úr sekúndu.
Og síðan — af því að ég vildi
ekki segja Nick frá þessu fyrr
en ég mætti til, sagði ég: —Já,
það er allt í lagi hjá okkur Bob.
Farðu nú og hrimgdu til
Debóru og ég ætla að ljúka við
matinn. Bob ætlar að borða með
okkur og hanm kernur á hverri
stundu.
Daginn eftir, þegar ég var að
kiippa rósatrén, heyrði ég sím-
ann hringja og flýtti mér inn til
þess að svara.
Ég sagði númerið okkar og
beið síðan. Þetta var langlínu-
hringing,því annars hefði verið
svarað strax.
— Viljið þér, sem hringið setja
tvo shillinga í tækið? heyrði ég
sagt.
Hjartslátturimn í mér færðist
í aukana. Enn hafði ekkert
heyrzt frá Kay. Hvenær sem sím
inn hringdi, bjóst ég við, að það
væiri hún.
Mér var orðið ljóst, að ég gat
ekki lengur haldið uppi þeirri
sögu, að hún væri í Camber.
Ekki svo að skilja, að það stæði
á neirnu, en ef Kay kæmi aftur,
sem ég vonaði, að hún gerði, var
betra að enginn vissi um kvíð-
ann, sem hún hafði valdið okkur,
eða það, sem honum hafði vald-
ið.
Og nú heyrði ég loksins rödd
ina í henni. Kvíðafulla og skjálf
andi.
— Melissa?
— Já, elsku Kay Guði sé lof,
að þetta ert þú. Hvar ertu?
Á Carring Chross stöð-
inni. Ég fer með fimmlestinni
heim. Hún kemur klukkan sjö.
Og svo bætti hún við, ennþá
kvíðafyllri: — Er allt í lagi hjá
ykkur?
— Vitanlega. Hvað heldurðu?
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Næstu þrjá daga skaltu leggja áherzlu á að hagnast á kringum-
i stæðum, og því, sem þú hefur þegar hafið vinnu við. Hvers kyns samn-
i ingar varðandi þjónustu og skemmtistörf eru arðvænlegir.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Eltthvað, sem þú ert búin að segja skilið við, kemur aftur til þín I
dag. Þú færð meiri starfsorku, sem endist þér f marga mánuði, enda
ekki vanþörf. Notaðu þér út í æsar alia aðstoð, sem fáanleg er.
Tvíburamir, 21. maí — 20. júní.
Allt er rólegt í svipinn, svo að þú getur lokið daglegum störfum
og verið f góðu skapi. Spurðu spurningar, sem hefur lcgið þér lengi á
hjarta, ihugaðu síðan svarið, áður en þú hefst eitthvað að.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Letin og tfmasóunin freista þín, en taktu þig samt saman og reyndu
að aðhafast eitthvað. Afgreiddu fjármálin a.m.k.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Reyndu að miklast ekkl, vegna þeirrar öfundar, sem það kann að
skapa meðal þeirra, sem ekki eiga sama láni að fagna. I’ér býðst betra
tækifæri og hól, er fram f sækir, svo að þú skalt halda bjartsýninni.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Þér gengur vei að skipuleggja f dag, en skaltu ekkf gera neitt
meira. Reyndu að ihuga vandlega málin. Þú færð engan kraft frá vin-
um þínum, nema síður sé.
Vogin, 23. september — 22. október.
Þú skalt ekki fást við nein fjármál eða endurskipulagningu í dag.
Það er ennþá ekki tímabært.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Ef þú sýnir öfund þfna, liefnist þér fyrir það, enda er þetta alveg
ástæðulaust.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Sinntu þeim skyldustörfum, sem eru sérgrein þfn, vel f dag. Reyndu
að ljúka því, sem þú hefur þegar hafið. Byrjaðu ekki á nýju.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Nú skaltu hvílast, og njóta þess vel, hvernig þú hefur komið heim-
ili þínu og venjum fyrir.
Vatnsberinn, 20 janúar — 18. febrúar.
Þú færð hugmyndir, sem geta hjálpað þér að lagfæra heimilið.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
Margt sem áður virtist óæskilegt, er nú sjálfsagt.