Morgunblaðið - 10.06.1969, Page 21

Morgunblaðið - 10.06.1969, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1969 21 SKAKÞATTUR í UMSJÓN SVEINS KRISTINSSONAR Frá heimsmeistaraeinvíg'inu Þegar þetta er ritað, er lokið 16 skákum í einvígi þeirra Petro sjans og Spasskys, og eru kepp endur jafnir að vinningum. Bor- ið saman við einvígi það, sem sömu keppendur háðu sín á milli 1966, einnig um heimsmeistara- titilinn, þá hefur gangur þessa einivígis verið allmjög frábrugð- inn því, sem þá var. — Að vísu varð Petrosjan fyrri til að vinna skák þá eins og nú, en þar sem hanin vamm sikák nr. 1 að þessu sinmi, þá varð skák ntr. 7 fyrsta vinningsskákin þá. Að 12 skák- um tefldum, 1966, hafði Petro- sjan unnið tvær skákir, en engri S. Helgason hf. tapað. Það var ekki fyrr en í þrettándu umferð að Spassky varun sína fyrstu skák, og að 16 skákum tefldum hafði Petrosjan einn vinning yfir þá. Síðan vann Spassky nítjándu skák- ina og tókst þannig að jafna metin, en Petrosjan vann tutt- ugustu og tuttugustu og aðra, og tryggði sér meistaratignina enn í þrjú ár, með þeim vinn- ingi. Það er táknrænt um það, hve litla trú margir höfðu á heims- meistaranum í byrjun yfirstand- andi einvígis, að sigur hans í skák nr. 1. kom flestum á óvart að því er helzt var að heyra. Svo kom Petrosjam aftur á ó- vart, með því að tapa tveimur skákum í röð, þeirri fjórðu og fimmtu, en slíkt hefur ekki hent hann í einvígi fyrr. Svo koma tvö jafntefli, en síðan kemur Petrosajn enn á óvart að þessu sinni með því að leika af sér skiptamun í 14. leik í jafnri stöðu, og minnist ég þess ekki, að hafa áður séð harnn gera sig sekan um svo áberandi yfirsjón í jafnmikilvægri keppni. Þar með var Spassky kominn tvo vinn- inga yfir, og var næsta eðlilegt, að flestir tækju nú að spá hon- um sigri, líkt og í byrjun einvíg- isins. ÞORFINNUR EGILSSON héraðsdómslögmaður Málflutningur - skipasala Austurstræti 14, simi 21920. SÍMI 36177 Súðarvogi 20 HORÐUR 0LAFSSON hæstaráttarlögmaður skjalaþýðandi — ensku Austurstræti 14 simar 10332 og 35673. LEIKTÆKI Hin heimsþekktu, fallegu amerísku BLAZON leiktæki fyrir heimahús fást nú aftur. Lengd 210 cm, 2 rólur og salt. Verð með rennibraut kr. 3.958,00. Án kr. 2.877,00. GODDI S/F, Skeifan 3 C. Sími 30801. En Petrosjan hélt áfram að koma mönnum á óvart. Eftir jafntefli í níundu skákinni, vinn ur hann nú tvær skákir í röð, þá tíundu og elleftu og var þar með orðinn jafn áskoranda sín- um. Síðan hafa komið eintóm jafntefli, eins og getið var. Ég tel jafnivalt að spá uim úr- slitin nú eins og í byrjun. Benda má á, að Petrosjan stend ur að því leyti betur að vígi en Spassky, að hann heldur titlin- um á jöfnu og mundi því verða raunverulegur sigurvegari, ef til dæmis, allar skákirnar, sem eftir eru, yrðu jafntefli. Fremur er þó ólíklegt, að svo verði. Er ekki ólíklega til getið, að sá keppenda, sem verður næstur til að vinna skák, verði sigurveg- ari í einvíginu. Einkium fyndist manini Spassky standa illa að vígi, yrði hainn fyrri til að tapa þar sem hann yrði þá að vinna tvær Skákir til að hreppa titil inn. Annars er vissast að spá sem minnstu. Vonandi halda keppendur áfram að koma mönnum á óvart allt til loka. Allmikið hafa keppendur breytt út af í byrjanavali, ein- um Spassky. Það er eðlilegt, þeg ar skákmenu eru að þreifa fyr- ir sér um veikleika andstæðings ins í einvígi. Til dæmis hefur Spassky a.m.k. fjórum sinnum brugðið út af því að leika kóngs peði í fyrsta leik, en í einvíginu 1966 lék hann kóngspeði í öll- um skákunum, nema einni. Um Petrosjan er það að segja að hanin er eini heimsmeistari skáksögunnar, sem hefur , ég held aldrei — að minnsta kosti ekki í alvarlegri skák — leik- ið kóngspeði í fyrsta leik, og af því principi hefur hann heldur ekki brugðið í þessu ein- vígi. Hann er meira fyrir það að tefla „lokuð“ töfl en „opin“, en sem kunnugt er, koma þau síðar- nefndu fremur fram eftir kóngs- peðsbyrjun. Af því stafar það fyrst og fremst, að hann teflir ekki kóngspeðsbyrjanir á hvítt. Enn má benda á eitt, sem er allsérkennilegt fyrir þetta ein- vígi, fram til þessa. Af sex skák um, sem unnizt hafa, þegar þetta er ritað, hafa aðeins tvær unn- izt á hvítt, en fjórar á svart. Venjulega vinnst verulegur meirihluti skáka á hvítt, til dæm is vannst aðeins ein skák á svart í fyrra einvígi Petrosjans og Spasskys, en sex á hvítt. — Hestamonnaiélogið Andvari Garða- og Bessastaðahreppi. Aðalfundur félagsins verður haldinn 13. júní 1969 í sam- komuhúsinu á Garðaholti kl. 8.30. STJÓRNIN. Skriistofuhúsnæði Skrifstofuhúsnæði í steinhúsi í Miðbænum, alls 4 herbergi (um 82 ferm.) til leigu nú þegar. Upplýsingar gefur Sigurgeir Sigurjónsson, hrl„ Óðinsgötu 4, sími 11043. NauBungaruppboö Eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á Akranesi fer opinbert uppboð fram á ýmsum ótollafgreiddum vörum miðvikudaginn 18. júní nk. Meðal þess sem selt verður er síldarnót, sokka- umbúðir, sútunarvélar o. fl. Uppboðið hefst kl. 10 fyrir hádegi í vöruafgreiðslu Haraldar Böðvarssonar & Co„ umboðsmanns Eirr.skip Akranesi og verður síðan fram haldið í vöruaf- greiðslu Þórðar Þ. Þórðarsonar umboðsmanns Hafskip Kirkjubraut 16 Akranesi. — Greiðsla fari fram við hamarshögg. Listi yfir vörurnar sem seldar verða svo og söluskilmálar eru til sýnis í skrifstofu embættis að Mánabraut 20 Akranesi. Uppboðshaldarinn á Akranesi 7/6. 1969 Jónas Thoroddsen Manni gæti jafnvel .dottið í hug að Spassky hafi áformað að beita því sem eins konar leyni- vopni, áður en einvígið byrjaði að reyna fremur að slægjast eft ir að vinina á svart en hvítt. Eða kannski var það ekki fyrr en hann hafði tapað skák nr. 1 á hvítt, að sú hernaðaráætluin mótaðist? Hvernig sem einvígi þessu lyktar, þá virðist eitt þegar kom ið fram: Þarna eigast svo jafn- ir menn við, að hvor sem sigrair verður naumast talinn óverðug- ur sigurvegari, úr því aðeins einn vinningur skilur milli feigs og ófeigs, samkvæmt keppnis- reglunum. Eigum við nú að athuga svo- lítið tíundu einvígisskákina. Fyrri skákina af tveimur, sem Petrosjan vann í röð og jafnaði þar með metin. Hvítt : Fetrosjan Svart : Spassky Niemzo — indversk vörn 1. d4, Rf6 2. c4, e6 3. Rc3, Bb4 (Niemzo-indverska vörnin er varla eiins mikið tefld allra síð- ustu árin og áður var. Trúlega er þar um tízkusveiflu að ræða, því naumast verður traustleiki varnarinnar véfengdur.) 4. e3, o-o 5. BdJ, b6 (Þetta er ekki al gengur leikur í þessari stöðu, al gengara er að leika b6 í fjórða leik, en ekki skiptir þetta útaf- brigði meginmáli. Hugmyndin er sú sama: að gera drottningar- biskupinn sem fyrst að vel virk um manni) 6. Rg-e2, d5 7. o-o (Fram að þessu hafði skákin teflzt, eins og skákin Calvo- Spassky á Mallorca-skákmótiiniu í desember sl. Calvo lék 7., cxd5 og Spassky drap aftur með peði og vann eftir 31 leik. En ekki er sama, hvað andstæðingurinn heitir) 7 — dxc4 (Það sýnist dá- lítið kynlegt hjá svörtum að lina þannig tök sín á miðborð inu. 7 — Bb7 virðist eðlilegri leikur) 8. Bxc4, Bb7 9. f3, c5 10. a3 (Nú er úr vöndu að ráða fyrir svartan 10 — Bxc3 11. bxc3 mundi enn styrkja mið borð hvíts. Spassky bregður því á annað ráð, þótt ekki reynist það vel) 10 — cxd4 11. axb4, dxc3 12 Rxc3! (12. bxc3 lítur í fljótu bragði öllu betur út, þar sem hvítur losnar þannig við tví peðið og styrkir enn peðamið- borð sitt. En kostirnir við að drepa með riddaranum koma fljótt í ljós) 12 — Rc6 (12 — a6 til undirbúnings b5 hefði trúlega reynzt hér betri leikur) 13. b5 (Nú kemur glöggt í ljós, að hvíta peðið á b2 gegndr mikilvægu hlutverki. 13 — Ra5 væri nú miður góður leikur, með því að aftara b-peðið hótar að ónáða riddarann, eftir að hvítur hef- ur bjargað biskupnum. Afleið- ing þessa verður svo sú, að peð- ið á a7 liggur undir stöðugum þrýstiingi) 13.—Re5 14. Be2, Dc7 15. e4, Hf- d8 16. Del, Dc5f 17. Df2, De7 (Spassky legguir ekki í drottningakaup, vegna biskupapars hvíts og veikleik- ans á a7, og verður honum varla láð það.) 18. Ha3 (18—Rd3 strandar nú á 19. Bxd3, Hxd3 20. Rd5 o.s.frv.) 18—Re8. 19. Bf4 Rg6 20. Be3, Rd6 21. Hf-al, Rc8 (Þetta er eini leiburinn til að valda a-peðið, en ekki er hann fallegur. Biskupinn á b7, hrók- urinn á a8 og riddarinn á c8 eru nú allir bundnir við völd- un eins peðs. Tafl svarts er nú strategiskt tapað, og er skák þessi ágætt dæmi þess, hve nauð synlegt er að tefla byrjanir kvæmlega gegn sterkum mönn- urn) 22. Bfl, f5 23. exf5, 24. Ha4, He8 25. Bd2, Dc5 (Það er í rauninmi hrein örvænting hjá svörtum að bjóða drottninga- kaup nú. Skárra var þó að fara í drottningakaupin í 17. leik) 26. Dxc5, bxc5 27. Hc4, He5 28. Ra4, (Þar með fellur c-peðið) 28—a6 29. Rxc5, axb5 30. Rxb7! (Líklega hefur Spassky sézt yfir þennan smaggaralega leik, sem rebur smiðshöggið á vinning hvíts. Ef til vill hefur hann vonast eftir 30. Hxa8, Bxa8 31. Hcl, Rd6, og væru þá allir menn svarts skyndilega orðnir sæmilega virkir) 30— Hxal 31. Hxc8f, Kf7 32. Rd8t Ke7 32 — Kf6 var ekki betra vegna Bc3) 33. Rc6f, Kd7 34. Rxe5 t, Kxc8 35. Rxg6, hxg6 36. Bc3, Hbl 37. Kf2, b4 38. Bxg7 og Spassky gafst upp. Eftir að þetta er skráð, hefur Spassky unnið 17. skákina og stendur því nokkru nær hinu langþráða marki en áður. Leiðrétting í MINNINGARLJÓÐI um Eirík G. Guðjónsson Sl. la'Uigardag varð miisirituin í síðusitu vísu fyrra kvæðiisinis. Þar átti að siiainida í 5. lljóðMimu: „Hjúpur værðar vefur“ o.s.frv. Liisa Tuhkoven ilSTSKAIITWÁMSKEII) Skautahöllin hefir fengið fr. Liisu Tuhkoven til þess að veita til- sögn í listskautun. Aldustak- rrark er ekkert, en skilyrði er nokkur almenn skautakunnátta. Námskeiðið hefst nk. miðvikud. og stendur yfir í 5 daga. Kennt er frá id. 13—15. Námskeiðs- gjald er kr. 375,-, skautaleiga er kr. 100 fyrir tímabilið. — Ath.: Það er viðurkennt að listskautafólk hefir fegurri lí-k- aimsbyggingu og hreyfingar. — Innritun í Skauta'höUinni. Sími 84370. Allt á sama stab BIFREIÐASALA EGILS Notaðar bifreiðir til sölu. Jeep Vagoneer '65 með tal- stöð á góðu verði. Willy's jeep '68 með blæjum. Wilfy's jeep '67, 6 cyl. með blæjum. Wilty’s jeep '65 með blæjum. Wiliy's jeep '62 með Egils- húsi. Willy's jeep '55 með blæjum. Willy's jeep '46, '47. Willy's station '59, 4ra cyl. Jeepster Commando '68. Gloria '67, lítið ekinn. DKW union '62. Hillman IMP '64. Fiat 600 T '66, sendibíll. Opel Caravan '64. Moskwitch '66, '65, '63, '59. Saab '66. Mercury Comet '61. Ford F 100 Picup '59. Tökum vel með famar bif- reiðir í umboðssölu. Úti- og innisýningarsvæði. Lgili Vilhjálmsson hf. Laugav. 116. Sími 22240. Nafn féll niður í „Systurkveðju", seim bir’tist sí. föstudaig félll niöur mafin hiiimar látnu, Emidllíu Elístalbetar Söe- bech. Höfiundur ljóðisims er Stef- anía Söebech. VANDERVELL Vélalegur Bedford 4-6 cyl. disil 57, 64. Buick V 6 cyl. Chevrolet 6-8, '54—'68. Dodge '46—’59, 6 cyl. . Dodge Dart '60—’68. Fiat flestar gerðir. Ford Cortina '63—'68. Ford D-800 '65—'67. Ford 6—8 cyl. '52—'68. G.M.C. Gaz '69. Hillman Imp. '64—'65. Moskwitch 407—408. Opel '55—’66. Rambler '56—'68. Renault flestar gerðir. Rover, bensin, dísil. Skoda 1000 MB og 1200. Simca '57—'64. Singer Commer '64—'68. launus 12 M, 17 M '63—'68. Trader 4—6 cyl. '57—'65. Volga. Vauxhall 4—6 cyl. '63—'65. Willys '46—'68. Þ. Jónsson & Co. Simi 84515 og 84516. Skeifan 17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.