Morgunblaðið - 12.08.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.08.1969, Blaðsíða 16
r- 16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. AGÚST 196« Tilboð óskast f Saab-fólksbrfreið, árgerð 1967, í núverandi ástandi eftir árekstur. Bifreiðin verður til sýnis í bifreiðaverkstæðinu Armi, Skeif- unni 5, Reykjavík, í dag og á morgun. Tilboðum sé skilað i skrifstofu Samvinnutrygginga, Tjónadeild, fyrir kl. 17, miðvikudaginn 13. ágúst 1969. Laufey Einarsdóttir — Minningarorð RITARASTARF Stúlka helzt vön sjálfstæðri vinnu við enskar og íslenzkar bréfaskriftir, óskast til starfa hjá verzlunar- og iðnaðarfyrir- tæki I Reykjavík. Umsókn er greini frá menntun og fyrri störfum sendist blað- inu merkt: „RITARASTARF nr. 3902". Bifreiðasmiðir og réttingamenn Nýtt fyrirtæki með góða verkefnamöguleika óskar eftir 8—10 fagmönnum í bifreiðasmiði, aðaliega til réttinga og yfirbygg- inga. Þeir sem áhuga hafa á starfinu eru vinsamlegast beðnir að leggja nöfn sín með upplýsingum inn á afgreiðslu Morgun- blaðsins fyrir laugardaginn 16. þ. m. merkt: „Bifreiðasmiðir — 3728". í gær var til moldar borin frú Laufey Einarsdóttir, Tjarnargötu 41, Reykjavík. Hún fæddist að Háholti í Reykjavík 20. lúlí 1898 og var því 71 árs að aldri, er hún lézt eftir langa legu 1. ágúst s.l. Foreldrar hennar voru þau Einar Einarsson í Háholti og kona hans, Kristrún Gísladóttir. Einar var frá Bollagörðum á Sel tjarnarnesi en Kristrún ættuð úr Kjósinni. Minntist Laufey oft lífsins á Seltjarnarnesi fyrrum daga, en þar átti hún víða skyld fólk, er hún heimsótti í æsku. Var þar bæði búskapur og út- ræði mikið, eins og kunnugt er. Börnin voru 7, og var Laufey þeirra yngst. Þrjú þeirra eru enn á lífi, Ólafur, Anna, ekkja Knuds Zimsen borgarstjóra, og ísafold, ekkja Einars Jónassonar hafn- sögumanns. Á gamlársdag 1918 giftist Laufey Haraldi Andréssyni, bróð ur Baldurs tónskálds og þeirra systkina, hinum mesta fram- kvæmda- og drengskaparmanni, er lézt fyrir aldur fram. Eignuð- ust þau tvö börn, Hrafnhildi, gift Tryggva Briem og Andrés, er lézt 1961. Laufey var sterk kona og mikil húsfreyja. Reyndi mjög á hana, er Haraldur fékk lömun- Nýkomin sending af PEYSUM og PEYSUSETTUM frá Lyle&Scott Einnig pilsefni með öllu tilleggi í pils i sömu litum Laugavegi 19. arveikina rúmlega þrítugur. Hjúkraði hún þá manni sínum af stakri alúð og elju. Var hún frígkleika kona og glaðlynd, stundaði sund og böð fram eftir öllum aldri og fyrr á árum með börnum sínum og vinum þeirra. Kunni hún bezt við sig innan um ungt fólk. Fór hún ferðir til útlanda, og öldruð fór hún með ferðamannahópi tll Austurlanda og lifði það ævintýri með vin- um sínum, er heim kom, í fjör- miklum frásögnum. Ég bjó í húsi frú Laufeyjar um nokkurt skeið og þótti mér hún óviðjafnanleg kona og glæsileg í allri framgöngu. Færi ég henni hugheilar þakkir fyrir elskusemi hennar og gott hjartalag. Blessuð sé minning hennar. P. Kr. Þ. Buxnaefni ull og terylene. Verð kr. 380,00 pr. m. DÖMU- OG HERRABÚÐIN, Laugavegi 55. I ðnaðarhúsnœði Óskum eftir iðnaðarhúsnæði fyrir léttan iðnað. Stærð 100— 200 ferm. Helzt á jarðhæð. Upplýsirigar í síma 82275 frá kl. 9^-6 í dag og næstu daga. Heimavist verður starfrækt við Gagnfræðaskólann Ólafsfirði næsta vetur. Nokkrir nemendur, sem ekki eiga kost á 3. og 4. bekkjar- námi í heimahéraði sinu, geta fengið þar vist. Umsóknir ásamt afriti prófskírteina berist sem fyrst skóla- stjóranum Kristni G. Jóhannssyni, sem gefur allar nánari upp- lýsingar í síma 96-62134 kl. 18—19 daglega. rr hestar Tveir hestar fóru úr girðingu i Mosfellsdal síðastliðinn föstu- dag. Annar er brúnn með stutt og rytjulegt tagl. Hinn er rauður glófextur og nösóttur. Þeir sem hafa orðið hestanna varir vin- samlegast hringi í síma 22230. Birgir Einarsson. Einbýlishús í Kópavogi Hef til sölu einbýlishús í austurbæ, Kópavogi, á góðum stað. Lögfræðiskrifstofa Sigurðar Helgasonar, Digranesvegi 18, sími 42390. The/imvfuui EINANGRUNARGLER JT. m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.