Morgunblaðið - 12.08.1969, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.08.1969, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1969 Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Gerðu ráS fyrir dálítið ójþtegileguni degi. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Gættu vel að smáatriðunum, þar sem sennilegt er að leynist villur. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Það getur verið, að 1>Ú verðir að eyða meiru, en þú gerðir ráð fyrir. Krabbinn, 21. júní — 22. júli í dag skaltu vinna öll verkin einn. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Veldu vini þina með varúð, því að þeir eru ekki allir þar sem þeir sýnast. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. I dag er eins og þú getir ekkert gert, án þess að það kvelji aðra. Vogin, 23. september — 22. október. Þér verður vel launað að vera ekki með fýlu. Sporðdrekinn, 23. október. — 21. nóvember. Reyndu að vinna jafnt og vel og gerðu ekki ráð fyrir neinu sér- stöku. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Leggðu það á þig að ganga dálítið undir sjálfumglöðum manneskj- um i dag. Það borgar sig seinna. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Það sem þér finnst vera fullkomlega í lagi er það e.t.v. ekki. Ein- hver ýtir óþægilega við þér. Láttu fjármálin eiga sig i bili. Þér geng- ur ilia að fá skilafrest á einhverju láni. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Vinir þinir eru góðir, en allir aðrir á móti þér. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Þér skilst málið nægilega vel til að vera óþægilegur. taldir hafa gert, féll þeim ekki alls kostar vel í geð. Þeir ýttu báðir á grindurnar. Nú létu þær talsvert undan, en komust samt ekki svo langt út, að hægt væri að skríða undir þær. Þeir voru enn að bisa við þær, þegar þeir heyrðu dyrnar opnast og síðan dýrsleg fagnaðaróp. Tuck er slökkti á lampanum og tók aftur til við grindurnar með Pont. Þeir strituðu nú af öllum maébtí og heyrðu ura leið fótatak í stiganum. Einstök ljós og skuggar færð- ust inn í herbergið, frá berum kyndlunium úti fyrir. Þeir beittu ölluim kiröíluim símum við grind- urnar, um leið og skríllinn rudd ist inn í herbergið. Það var um seinan. Tucker og Pont snerust til varnar með hnífa sína í hönd- XIV. Fyrst staðnæmdust mennirnir rétt innan við dyrnar, um sex talsins. Öskrin í þeim urðu að tauti, er þeir þreif- uðu fyrir sér í myrkrinu, eftir þessum tveim Evrópumönnum. Hvíturnar í augum þeirra sáust greinilega í dökkum andlitunum og það var líkast því sem þær hérugju í laiusu iofti í myrfcrkuu. Þeir komu auga á Tucker og Pont, sem sneru baki í vegginn, en nú, er þeir stóðu augliti til auglitis við þá var rétt eins og þeir hikuðu örlítið. En það gerðu ekki hinir, sem að baki þeim stóðu. Öskrin í þeirh færð- ust í aukana og foringjunum var ýtt áfram af mannfjöldanum að baki þeim. En þeir fáu, sem fremstir voru, virtust í óvissu um, hvað gera skyldi, og það lá við, að Pont ætlaði að fara að semja við þá ,þegar stóri dólg urinn með rauða vefjarhöttinn, sem sá þetta hik á hinum, kom þjótandi inn í herbergið og öskr aði hástöfum. Hann benti á mennina og hellti úr sér fúk- yrðum, froðufellandi. Foringjunum ,sem enn voru tregir, var ýtt áfram og nú komu tvö blys og lýstu upp herbergið, og þeim var haldið hátt svo að birtan skein á hóp- inn, sem var eins og hrærigraut- ur af óðum djöflum í-rauðleitum bjarmanum, sem skein á hrædd morðingjaandlit og gerði ástand ið ennþá hræði’egra en verið hafði. Stóri dólgurinn bablaði og i æpti enn og húðskammaði fél- / aga sína. Hópurinn tók dýfu J fram á við, og hver brint’ öðrum, vopnaðir prikum og bareflum. Og nú vissu ofsóttu mennirnir tveir, að enginn jarðneskur kraft ur gat lengur haft hemil á skrílnum. Nú geystist hann fram og barði í allar áttir. Sumir í hópn- um virtust samt enn hik- andi, en' höfðu hvorki vit né tækifæri til þess að draga sig í hlé. En mörg höggin í þessari árás voru illa hitt og jafnvel viljandi. En þessu gat samt ekki lengi farið þannig fram. Tucker neytti ekki hnífsins, og langaði heldur ekki til þess, nema helzt að reka hann í stóra dólginn, en dólgurinn tók engan þátt sjálfur í barsmíðinni og var held ur ekki innan seilingar en hélt áfram að æpa og bölva. Hans Hlæið bara! en þetta eru þægileg- ustu sokkabuxur sem þér getið fengið. v8$ crépt / með styrktum hæl og tá, ein stærð sem pass- ar öllum, reynið nýj- ungar og sannfærizt. VOGUE-búðirnar hlutverki var lokið, og hann beið nú aðeins eftir að sjá, hvernig færi. Tucker barði frá sér eftir mætti, en hafði högg- in snögg og lág, en þá var eins og heilinn í honum væri að springa og sársaukinn var af- skaplegur, svo að sem snöggv- ast hélt hann, að höfuðið á sér hefði klofnað, og hann hneig niður innan um veifandi fætur og hendur. Svo vissi hann ekki meira af sér. Þeir voru að reyna að sökkva honum í gröf hans, áður en hann var almennilega dauður. Það lá eittlhrvað þumigt á brjóstiimu á hon- uim, og hálf-mieðviitiuindarlauBiuim fannst honum, sem verið væri að troða ofan á sér. Ein- hver hafði sparkað í höfuðið á honum — nei, nú mundi hann, að einhver hafði klofið það. Það virtist einnig svo sem þeir hefðu reynt að brenna hann, því að hann gat fundið sviðalykt og hitinn var afskaplegur, kokið var eins og loðið af reyk og það, ásamt þunganum sem á hon um hvíldi, olli því. að hann gat varla andað. En það voru ein- mitt þeseir erfiðleikar á öndun- inni, sem hristu hann aftur til meðvitundar, því að hann átti erfitt með andardrátt og sem barn hafði hann einmitt alltaf verið hræddur um að kafna. Og það gerði illt vei-ra, að einhver hélt fyrir munninn á honum og þá greip hann eitthvert æði, er andardrátturinn varð erfiðari með hverju augnablikinu, sem leið. Hann reyndi að hreyfa hend- urnar til þess að rífa þennan þunga ofan af sér og losa um ginkeflið og brölta á fætur. Hann vissi, hvað hann vildi gera, en heilinn í honum var enn meira en hálfdofinn, og gat ekki sent limunum nein boð. En svo fannst honum hann vera að deyja og tók á öllum sínum viljakrafti til þess að rífa sig upp. Loks komst hann til með- vitundar, liggjandi máttlaus. En þegar hann ætlaði að rífa frá munninum á sér, fann hann, að allur þunginn hvíldi á brjóstinu á honum. Hann brauzt um fast og þunginn valt ofan af honum og hann greip andann á lofti. Nokkra stund lá hann þannig másandi en þakkaði um leið guði fyrir, að hann gat andað. Hann verkjaði í höfuðið, en það var nú fyrir sig: Hann gerði sér það ljóst ,að það, sem legið hafði ofan á honum var manns- líkami. Nú fór hann að sjá svo- lítið betur og hann gat séð flökt- andi ljósgeisla á gólffjölunum og undir hurðina. Herbergið var að fyllast af reyk, en logarnir virtust ekki ná almennilega taki, enda þótt þiljurnar þarna virt- ust annars sæmilega eldfimar. Pont! Tucker rak frá sér oln- bogann, en þá var næstum liðið yfir hann við þessa snöggu hreyfingu. Nú mkmtist hann alls þess, sem gerzt hafði. Hvar var allur skríllinn? Hann brölti upp á hnén og leit í kringum sig í herberginu, sem var upplýst af logum, en þeir voru eins og hræddir við að sýna sig, og svo djarfaði líka fyrir gluggunum í morgunskímunni. Loftið var svo þungt þárna ,að hann gat varla dregið andann, en nú, þegar hainin vair valknaðiur, var það samt þolanlegra en áður. Það hefði átt að koma loft inn um gluggann, en þegar hann leit þangað ,sá hann, að glugga- umgerðin hafði verið felld í aft- ur. Skrílinn hafði lokað honum áður en hann fór af staðnum. En hvar var Pont? Tueker þurfti ekki lengi að leita. Hann fann til þess í hrædd um huga sínum, að það hefði verið Pont ,sem lá ofan á hon- um. Hann þuklaði á líflausum manninum og fann brátt andlit- ið. Hann varð sjálfur jafn lif- laus og Pont, er hann fann blóð, og hjarta hans var næsturn hætt að siá. Hann þuklaði á slagæð- inni, en fann enga hreyfingu. um. Ferðafólk Hinar vinsælu eins dags hringferðir í Þjórsárdal eru á sunnu- dögum og miðvikudögum. Meðal annars er komið í Gjána, að Stöng og Hjálparfossi, sömuleiðis er ekið að útsýnisstað yfir virkjunarsvæðið við Búrfell. Á austurleið er komið að Skálholti. Upplýsingar gefur B.S.I., Umferðarmiðstöðinni, sími 22300. LANDLEIÐIR H.F. Einbýlishús til sölu Nýtt 6 herbergja i Árbæ. Nýlegt 5 herbergja i Garðahreppi. Nýtt 5 herbergja á Álftanesi. Öll laus fljótlega. Skipti möguleg. RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, HRL., Laufásvegi 2. Simi 19960.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.