Morgunblaðið - 12.08.1969, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.08.1969, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1969 Sigríður E. Sælond ljósmóðir — Áttræð f DAG á ein af merkisikonum Hafnarfjarðar 80 ára afimæli, þ.e. Sigríður Eiríiksdóttir Sæ- land, ljósimóðir, Hverfisgötu 22. Við hinir eldri Hafnfirðingar munum þessa konu þegar hún sem ung stúlka fluttist hingað til Hafnarfjarðar árið 1907, ásamt foreldnxm sánum og systkinum. Sigríður er fædd að Norðuhkoti á Vatnsleysuströnd þaran 12. ágúst 1889. Voru for- eldrar hennar hjónin Sólveig Benjamínsdóttir og Eiríkur Jóns son sjómaður, sem bjuggu á Halldórsistöðuim á Vatmsleysu- strönd, þangað til að þau fluttu til Hafnarfjarðar, eins og að framan er getið. Ólst Sigríður upp hjá foreldrum sínum og var elzt barna þeirna af 11, sem þau eignuðust, og má nærri geta hvað elzta systirin hefir þurtft á sig að leggja, til að hjálpa móður sinni við heimilis- störfin, þar sem faðirinn varð ölluim stundum, sem unnt var, að stunda sjóinn og afla heirn- ilinu bjargar, etftir því sem orka og kraftar leyfðu. En áreiðan- lega hetfur oft verið þröngt í búi hjá þessari fjöllmennu fjöl- sflcyldu og hefir slikt haft djúp áhritf á hina ungu stúlku, enda hefir hún áreiðanlega oft minnzt í huganum, erfiðleika móður sinnar frá æslkuárumxm og reynt eftir mætti að bæta hag þeirra, sem erfið hafa átt lífskjör og otft komizt í snertingu við slíkt á sinni löngu ævi. Ég minnist þess þegar ég var unglingur í Kefla- víkurveginuim, árið 1909, að ég heyrði séra Árna Þorsteinsson, sem þá var prestur á Káltfatjörn segja, að Sigríður Eiríksdóttir frá Halldóngstöðum væri einn gáfaðasti unglingur sem að hann hefði fermt. Árin líða, unga stúlkan þráir að læra eitthvað meira en barna lærdóminn, en ekki varð nú af því að hún kæmist i Flensborg- arskólann, enda þótt að hún væri nú komin í Hafnarfjörð, þar sem skólinn var. 'Fátæfctin og þörtfin fyrir störfin hennar á heimilinu, hefur sennilega or- sakað það. En menntunarlöng- unina vair efcki unnt að deyfa eða kæfa. Haustið 1911 fór Sigríður í Ljósmæðradkólann og lauk þaðan burtfararprófi 30. maí 1912. Eftir það byrjar það starf, sem hún hefir helgað snna krafta óslitið síðan. Hún var þegar ráð- in ljósmóðir i Garða- og Bessa- staðahreppum, en siðár, eða ár- ið 1916, féfck hún réttindi sem ljósmóðir fyrir Hafnarfjarðar- kaupstað og hefir starfað þar eem ljósmóðir alla tíð sáðan. En nú eru störf þesisarra Ijósmæðra orðin lítil. Það emu komin full- koimin fæðingarheimili og þang- að fara flestar konur i kaup- stöðum til að fæða. Ég man Sig- ríði frá fyrstu árum hennar sem ljósmóður. Hún sást otft á ýms- um timurn sólarbringsins á ferð með ljósmóðurtöSku sírua í hend- inni og þá gekk Sigríður oft hratt, enda þótt að hún væri að fara suður í Hiraun, eða fram á Álftanes. En það leið ekki á löngu þar til að hún féfck sér hjólhest og á þeim grip sóst hún i mörg ár, og var það miikil bót tfrá þvi að ferðast gangandi. Og svo var það ef til vill hin síðustu árin að Sigríður fór að nota bif- reið við ljósmóðurstörfin, en það var minnst af hennar startfstíma. Frú Sigríður hefir ritað stutt- an kafla úr starfissögu siinni í riti, sem kom út árið 1962 og nefnist fslenzkar Ijósmæður I., og segir hún þar frá ýmsu sem fyrir kom við 1 j ósmóðurstörf hennar og er mjög fróðlegt að lesa, og um leið sikyggnast inn í heim þeirra tíma, erfiðleika ljós- móður og fátæklegu heimilin mörgu, þar sem ljósmóðirin varð að taka sínar ábyrgðanmiklu ákvarðanir, en erfitt var eða ókleift að ná í lækni henni til hjálpar. Þetta eiga nú ekki að vera neinar minningargreinar xxm atfmælisbarnið. Vonandi á hún enn eftir störf í þágu þjóðtfélags- ins og bæjartfélagsins. Ljósu- börnin hennar eru nú á þriðja þúsund víðs vegar um landið og það er áreiðanlegt að mæður og börnin minnast Sigríðar ljósmóð ur með þökk á þessum merkis- degi í lítfi hennar. Tvívegiis fór Sigríður utan til frekara náins í ljósmóðurfræði, fyrra sfciptið 1914. Þótt heims- stj'rjöldin væri dkollin á og i síðara skiptið 1937. Frú Sigríður kvæntist 14. ofct. 1916 Stíg Sveimasyni Sæland, lögregluþjóni í Hatfnarfirði. Eiga þau 3 börin sem öll eru á lífi. Það sem ég hefi nú þegar sagt um frú Sigríði snertir að mestu ævistartf hennar og æsfcu. En það er langt frá að þar með sé sögð öll starfsisaga þesnarar merku fconu. Stígur Sveinsson Sæland, maður hennar, hafði frá barn- æsfcu starfað mikið fyrir Góð- templararegluna og var starf- andi í st. Danielsiher nr. 4. Fljót- lega koim frú Sigríður auga á, að þarna var meinsemd í þjóð- félagsbyggingunni sem þurfti að læfcna og því gjörðist hún fljót- lega virfcur félagi í Góðtemplara reglunni og þau hjónin hafa sannarlega haft hin sömu áhuga- mál hvað bindindisstaT'fsemina snerti, og það er vist að einlæg- ari og áhugasamari góðtemplara og bindindismann getur ekfci, en firú Sigriði Sæland. Og þá hafa þau hjónin ekfci legið á liði sínu í öðru björgunarstarfi í þessum bæ, en það eru slysavarnadeild- irnar í Hafnarfirði. Fyrir báðar þessar hugsjónir hafa þau hjón- in sannhent helgað krafta sína. f kvöld gangast konur hér í Firðinum fyrir því að frú Sig- ríði verði haldið samsæti, þar sem henni verði þöfcfcuð- hin miklu störtf, sem hún hetfir innt atf höndum fyrir þetta bæjarfé- lag í rúma hálfa öld, sem hún hetfur verið hér ljósmóðir, ' og einnig barizt fyrir ýmsurn þjóð- þrifamálum og ávallt verið fús til að rétta hverjum þeim hjálp- arhönd, og að vera málsvari þeirra er við bágust kjör eiga að búa. Frú Sigríður hefur verið kirkjixrækin kona og hún er áreiðanlega trúuð kona. Hún er einlæg kona, segir sána mein- ingu umbúðalaust, hver sem í hlut á. Ég þakfca þér, frú Sigríður, og manni þínum fyrir 'hönd ofck- air hjóna, allt samstartf á um- liðnum árum og áratugum og ekfci sízt fyrir hið mifcla sam- starf sem við höfum átt í Góð- templarareglunni. Ég þykist áreiðanlega vita að ég megi fyr- ir hönd margra hinna eldri Hafn firðinga, þakka frú Sigríði fyrir hin mifclu og fórnifúsu störf henn ar, fyrir margan einstafcling og samfélagið á umliðimni hálfri öld, og ósfcia henni og fjölsfcyldu hennar blesisunar á ókomnum árum. Guð blegsi þér og manni þínum ævikvöldið og ég færi öll- um þínxim ástvinum hamingju- órfkir í tiléfni þegsara merku tímamóta. Gísli Sigurgeirsson. Mér er í æskuminni mynd roskirmar konu gangandi eða hjólandi á götum Hafnarfjarðar, sem mér fannst vera ákveðnari í fasi en flestar aðrar konur svo að ekki var um að villast, hvert förinni var heitið og til hvers. Síðar, er ég átti því láni að fagna að kynnast þessari konu, komst ég að raun um, að æskumyndin var mun marg- brotnari en ég gerði mér þá grein fyrir. Að vísu sá ég hinn ákveðna svip hennar, sem bar vott um samvizkusemi og starfs- gleði, en það liðu mörg ár, unz ég kynntist þeim göfugu hug- sjónum, sem hún hafði þroskað I brjósti sínu og þeirri um- hyggju, sem hún bar fyrir sam- ferðamönnum sínum, ungum sem öldnum. Einnig sá ég töskuna, sem þessi kona bar ávallt i hönd inni, en það liðu mörg ár, unz ég sá hinn fagra gunnfána, sem hún stefndi af einbeitni að, gunnfána lífsins. Þá komst ég einnig að raun um, að þessi kona var virðulegur arftaki þeirra kvenna, sem frá upphafi vega hafa, að öðrum ólöstuðum, lagt hvað mest af mörkum til þess að gera gunnfána lífsins jafn glæsilegan og raun ber vitni. Þessi kona var Sigríður E. Sæland, ljósmóðir í Hafnarfirði, sem í dag fyllir áttunda tuginn. Sigriður fæddist hinn 12. ágúst 1889 í Norðurkoti á Vatnsleysu- strönd og var hún ein af 11 börn um hjónanna Sólveigar G. Benja- mínsdóttur, sem var ættuð frá Hróbjargarstöðum í Hnappadals sýslu og Eiríks Jónssonar ætt- uðum úr Reykjavík. Árið 1907 fluttist Sigríður með foreldrum sínum til Hafnarfjarðar og þar hefur hún síðan alið allan sinn aldur og tileinkað því bæjarfé- lagi allan starfstíma sinn, bæði vinnustundir og tómstundir, að undanskildum stuttum tímabilum, er hún var við nám erlendis. Á árunum 1911—1912 stundaði Sigríður ljósmóðurnám hjá Guð- mundi Björnssyni, þáverandi landlækni. Að því loknu vorið 1912, var Sigríður skipuð ljós- móðir í Garða- og Bessastaða- hreppi en því starfi gegndi hún til 1914. Það er einkennandi fyr- ir Sigríði, að hún gerði sig ekki ánægða með þá menntun, sem hún hafði öðlazt, enda þótt hún væri staðgóð á þess tíma mæli- kvarða. Hún tók því fegins hendi boði er hún fékk um að nema sérgrein sína við Ríkisspít alann í Kaupmannahöfn. Hún sigldi með norsku „Flóru” áleið- is til Danmerkur árið 1914 og lauk þar námi sínu árið eftir og kom þá þegar til íslands. Árið 1916 kvæntist Sigríður Stíg Sveinssyni Sæland, síðar lög regluþjóni í Hafnarfirði og eign uðust þau 3 börn. Árið eftir var Sigríður skipuð ljósmóðir í Hafn arfirði, sem hafði verið sérstakt ljósmóðurumdæmi frá árinu 1909 og gegndi hún því starfi til árs- ins 1959. Eins og kunnugt er, hafði sú kenning, er Lou- is Pasteur (1822-1895) setti fram árið 1864 um það, að sýklar yllu sumum sjúkdómum, átt mjög erfitt uppdráttar og var komið fram yfir fyrri heimsstyrjöld, er hún hafði öðlazt fullkomna viður kenningu. Hef ég sannfrétt, að á þeim árum hafi aðeins hinir yngri læknar viðurkennt hana til fulls. En ástæðan til þess, að ég minnist á þetta hér er sú full yrðing fróðra manna, að í hinni hræðilegu „spönsku veiki” árið 1918 hafi Hafnarfjörður og ná- grenni goldið minna afhroð en ýmis önnur byggðalög. Til þessa liggja að sjálfsögðu margar á- stæður, en ein ástæðan er vafa- laust sú, að á þessum árum voru íbúar Hafnarfjarðar svo lánsam ir að hafa í sinni þjónustu tvær ungar og duglegar manneskjur, sem báðar höfðu verið við fram- haldsnám í heilbrigðisfræðum í Danmörku og komu til starfa í bænum árið 1917. Þessar mann- eskjur voru Sigríður E. Sæland, ljósmóðir og Bjarni SnæbjÖrns- son, læknir. Hinn ágæti héraðs- læknir, sem hér starfaði þá, Þórður Edilonsson, tók veikina og lá mestallan tímann, sem hún geisaði. Eitt er víst, að þau Sig- ríður og Bjarni lágu ekfci á liði sínu þá fremur en æ síðan í þiónustu sinni við bæjarbúa. jEkki ber svo að skilja, að bæjar búar hafi ekki rétt hver öðrum hjálparhönd eftir því sem hægt var, og bjartur ljómi verður á- HÆTTA Á NÆSTA LEITI — eftir John Saunders og Alden McWilliams — En við förum auðvitað fyrir Heims- fréttir h.f., Dan! — Sumarleyfi yrði bara til vandræða, Troy. — Ég mundi bara fitna á eldaniennsku sysfcur minnar ... og fá harðsperrur af því að glima við sitrákinn bróður minn. — Stattu ekki þarna eins og þvara! Gerðu eitthvað! — Já. Bíttu frá þér! Sýndu þjálfaran- um að Raven sé karlmenni! vallt yfir lýsingunni af norska trúboðanum Ólsen, sem gekk um bæinn og vatt bakstra með þvotta vindu fyrir fólk. Árið 1937, eða 25 árum eftir að Sigríðxxr var fyrst í Dan- mörku, fór hún enn utan til frekara náms í sérgrein sinnL Fór hún þá til Noregs, Svíþjóð- ar og Danmerkur og kynnti sér nýjungair í fæðingarhjálp. Ekki er mér grxinlaust um, að með þessari námsför hafi hún viljað leitast við að búa sig sem bezt xmdir enn frekara þjónuistiuistarf fyrir Hafnfirðinga, er „Sólvang- ur” hæfi starfsemi sína. Aldrei fékk hún þó svo mikið sem tæki færi til þess að sækja um stöðu þar og munu það hafa orðið henni mikil vonbrigði, því fátt er jafn sárt og vanþakklæti fyr- ir vel unnin störf. Allir, sem til þekkja vita, að þótt hún sinnti fljótlega tveimxur störfum, húsmóðurstarfinu og ljósmóðurstartfinu, þá hefur hún rækt hvort tveggja af mik- illi skyldurækni og án tillits til þess, hvort greiðslugeta væiri fyr ir hendi, en slikt mun hafa verið nokkuð algengt á fyrstu starfs árum hennar sem ljósmóður. Startfsþrek og starfsgeta hennar hefur verið með fádæmum og vissulega þarf hún ekki að ótt- ast þann dóm, sem að lokum verður kveðinn upp yfir okkur öllum og leggur til grundvallar þau störf, sem við höfum innt af höndum. En Sigríður hefur ekki látið sér nægja að hjálpa fjöl- mörgum Hafnfirðirigum til þess að sjá dagsins ljós í fyrsta sinn, heldur hefur hún látið sér mjög annt um velferð þeirra og fylgt þeim fram á þroskabraut. Þess- um áhugamálum sínum hefur hún sinnt af stakri prýði meðal annars innan barnavernd arnefndar Hafnarfj arðar, en þar starfaði hún í tvö kjörtímatil. Auk ljósmóður- og húsmóður- starfsins hefur hún látið félags- og menningarmál til sín taka. Hinn 17. desember 1930 var stofnuð kvennadeild í Hafnar- firði innan Slysavarnafélags fs- lands, sem hlaut nafnið „Hraun- prýði’. Var Sigríður frximkvöð- ull að stofnun deildarinnar og formaður fyrstu árin, en virkur félagi allt til þessa dags. Er ó- hætt að fullyrða, að starfsemi „Hraunprýði hefur alla tíð ver- ið til mikillar fyrirmyndar. Árið 1928 gerðist Sigríður félagi í Góðtemplarareglunni og hafa þau hjónin, Sigríður og Stíg ur, innt af höndum mikið og fórnfúst starf í þágu þess félagsskapar. Mun hún í þeim efnum hafa orðið fyrir miklum áhrifum af tengdaföður sínum, Sveini Auðunssyni, en hann var áhrifamikill félagsmálaskör- ungur í Hafnarfirði. Má með sanni segja, að Sig- ríður hefur verið sístarfandi og síhugsandi, enda hafa áhugamál in verið fjölbreytileg. Þá hygg ég, að hugur hennar hafi hvað mest verið tengdur þeim, sem á einn eða annan hátt hafa mátt sín miður í lífsbaráttunni. Og vissulega hefur hugsunarháttur hennar aldrei verið sá að sitja með hendur í skauti og láta aðra framkvæma það, sem gera þurfti á ýmsum sviðum, heldur leggja sjálf hönd á plóginn. Hefur Sig- ríður í þeim efnum sýnt meira hugrekki en flestar konur gátu státað af á þeim árum, er hún var tvivsvar í framboði til Alþing is árin 1942 og 1946 og er mér enn í minni vaskleg frammistaða hennar gegn öðrum frambjóð endum, sem allir voru þjálfaðir st j órnmálamenn. Fyrir öll sín margvíslegu störf hefur Sigríður hlotið verðskuld- að þakklæti og heiður. Meðal annars er hún heiðursfélagi í Slysavarnafélagi íslands, Góð- templarareghxnni og Ljósmæðra- félagi íslands. Ég er viss um að ég mæli fyrir munn allra „barna“ hennar, er ég óisfca henni og fjölllsfcyldu hennar til hamingju með þenn- an dag og þess, að hún megi njóta góðrar heilsu og starfs- krafta enn um mörg ár. Vilhjálmur G. Skúlason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.