Morgunblaðið - 12.08.1969, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.08.1969, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1&Ö9 19 - MINNLNG Framhald af hls. 11 iar ættir. Foreldrar voru Olgeir Þorsteinsson frá Króki í MeSall. og Steinunn Einarsdóttir. Þórar inn missti föður sinn 5 ára gam- all, listfenga hæfileikamanninn Olgeir Þorsteinssor.. Frá honum fékk hann lítið af veraldarauði sér til framfæris, en auðlind fá- gæta í meðfæddum hæfilei'kum var hans föðurarfur, þótt á öðru sviði væri en arfur Kjarvals, en Þórarinn og Kjarval voru syst- kinasynir. Því að Þorsteinn í Króki var móðurfaðir Kjarvals. Móðir Steinunnar var Guðný Stefánsdóttir, prests að Felli í Mýrdal, Skaftafellssýslu Stef- ánssonar, prests að Stóranúpi oig víðar, Þorsteinssonar prests að Krossþingum í Landeyjum. Krist ín, móðir Guðnýjar, kona séra Stefáns á Felli Ólafsdóttir. Maddamia Kristín Ólafsdóttir, eins og hún var kölluð, varð eft ir lát séra Stefáns seinni kona Ófeigs Vigfússonar ríka í Fjalli á Skeiðum. Faðir Steinunnar móður Þórarins var Einar Ingi- mundarson, umhoðsmaður, af Bergsætt. Frá móður sinni mun Þórar- inn hafa fengið óbilandi kjark, úthald og seiglu, sem átti eftir að vera svo áberandi í fari hans allta ævi. Næstu 10 árin af ævi Þórarins eftir föðurmissinn var uppvöxtur og kjör hins föður- lausa drengs harður skóli til Ihins ýtrasta. Þrátt fyrir það er (hann svo merkilegur, að honum verður að gefa nánar gætur. Til þess að geta dregið þar mokkrar ályktanir af því sem síðar varð. Á þeim árum varð hainin fúRniuma í þrældómi, vöik- um og vosbúð. Bóknám var þart- ur úr 2 vetrum og ein vika hjá sóknarpresti fyrir fermingardag. Þetta ásamt fleiru kemur fram í sjálfsævisögu Þórarins Olgeirs- sonar. Lestur lærði hann hjá móður sinni, „en að draga til stiafs“ hjá hinum sérkennilega presti séra Eggert Sigfússyni á Vogsósum, „sem hafði kringjiur á bandi í stað dagatals". Þegar tekið er tillit til þess, að Þórar- in-n Olgeirsson hafði allra mainna Skarpasta athyglisgáfu, þá er meir en sennilegt að af séra Egg ert hafi Þórarinn lært fleira en hiann sjálfur áleit, þar sem ekki var um bóknám að ræða. Og þó að leiðir þeirra skyldu eftir 10 .ára samveru, sem voru þau fyrstu af ævi Þórarims, þá finnst mér ég fái svar við þeirri sér- kennilegu nákvæmni og ég leyfi mér að segja vísindaleigu ruá- kværmni á sjó, sem einkenndi starf hans alla hans skipstjóra- tíð, sé vísds að leita til sr. Egg- erts á Vogsósum, þótt auðvitað upplag og hæfileikar Þórarins Ihafi þar mestu ráðið Á 16. aldursári Þórarins fer (han-n til Reykjavíkur í atvinnu- leit. Fjölskylda hans fylgdi eft- ir. Steinunn, móðii Þórarins, þá orðin ekikja í annað sinn, með börn sín 6, þar af 3 innian 14 ára aldurs. Það er þess virði að fram sé tekið að Þórarinn verð- ur til húsa í Bjarnarbæ hjá ömmusyst-ur sinni, Gróu Stefáns dóttur prests frá Felli, en þær voru alsystur, Gróa og Guðný amma ÞórarinB. Gróa var talin með allra duglegustu konum á sinni tíð, miikiil tósikapankona og hamhleypa til allrar vinnu. Hún var móðir þeirra þekktu Bjarn- arstaðabræðra Stefáns skip- stjói'a, Guðjóns og Guðmundar. Ovenjuleg fiskisæld þeirra frænda var tekin að nokkru úr ætt þessara systra. Á þeim árurn, sem í hönd fóru, var framleiðslutækja'húngur í Reykjavík. Sérstaklega á vetr- um. Svo sagði mér Þórarinn Ol- -geirsson, að kl. 2 á nóttu hafi verið sinn fótaferðartími, ef Vinnuvon var, og þá beðdð við fjöru þar til vinna byrj-aði. Á ýmsuim skútum var Þórarinn á vetrarvertíð og sumrum. Fátt thefur j-afnmikil áhrif á framtíð unglinga eins og það, hvað-a leið andi mönn-um þeir kynnast, þeg- ®r mann'dómsárin byrja. Tvítug- ur að aldri réðst Þórarinn há- seti til Hjalta Jónssonar, Eld- eyjar-Hjalta, á kútter Swift. Ein af áhrifamestu málsgreinum í sjálfsævisögu Þórarins Olgeirs- sonar eru orð Hjalta Jónssonar 7. apríl 1906, mannskaðadaginn mikla: „Mér lízt ekki á að leggja til hér við Reykjanes í þessu veðri. Við verðum að reyna að hætta á að sigla og komast í var innan við Garðskaga". Þetta ráð Hjalta telur Þórarinn Olgeirs- son h-afa bjargað skipi og mönn- um. Svo segir Þórarinn: „Hjalti var mikil sjólhetja og öruggur. Kjarkur hans og framsýni var óbilandi í öllum hættum". Svo vita allir, sem til þekkja, hvaða þoranraiun það hefur verið, sem lagt va?r út í, að sigla frá Reykja nesi inn fyrir Garðsk-aga í því voðaveðri, sem þá var. í þessu veðri fórust 3 skútur með allri áhöfn svo sem öllum er kunnugt. Árið 1907 hefst útgerðarferill Þórarins Olgeirssonar, sem stend-ur óslitið í 6 áratugi. í árs byrjun 1907 leggur hann fram kr. 2.000.- til togaralkaupa — al- eigu sína. í þessu máli var Hjalti Jónseon sá, sem stöðvaði fyrirhugaða Ameríkuferð Þórar ins. Hjalti var aðalei-gandi tog- arans Marz samkv. ritstjórnar- grein í ísafold í Árslok 1907, ævisaga Þ.O. bls. 53 Stýrimannaskólanám. í apríl 1909 tekur Þórarinn Olgeirsson burtfararpróf frá Stýrimannaskólanum í Reyfcja- vík eftir eins vetrar setu í skól- anum þeim. Þetta gefur nokkra bendingu um námsgáfur Þórar- ins! En þá hafði íslenzka þjóð- in kostað til hans í skól-agöngu part úr 2 vetrum í barn-asfcóla og 6 mánuði í stýrimannaskóla. Hann verður stýrimaður með Hjalta Jónssyni á b.v. Marz, þá strax um vorið. Jón Jóhannsson frá Nj’arðvík, se-m verið h-afði stýrimiaður Hj-alta, varð skip- stjóri á b.v. íslendingi. Jón varð síðar þekktur og ágætur skip- stjóri. Eftir eitt ár sem stýrimað ur er Þórarinn Olgeirs-son orð- inn skipstjóri á b.v Marz. Ævis. Þ.O. bls. 58. Þá þegar varð Þór- arinn ein-n af mestu sjósóknur- um og aflamönnum í skipstjórn- arstétt — innan'lands og utan, þegar alls er gætt. Næstu ár eru biómaskeið ísl. togaraflotans. Þar bar margt til. To-gararnir höfð-u yfirburði yfir allar fleytur, sem fiskveiðar stu-nduðu á þeim tím-a. Verk- menning áraskipasjómannann-a og skútusjómannanna var frábær, en þeir komu nú á togaran-a. Þeir voru meira en ven'julegir sjóm-enn, því þeir voru frábærir íþróttaimenn á sínu sviði Afköst og út'hald sumra þeirra voru tröllau/ki-n. Viðurgerningur á'tog urunum var veizla Þetta hefur aldrei breytzt á togurunum — ef menn hafa kunnað með að fara. „Skútuöldin var jámöld, þar sem sjómennirnir urðu að vin-na baki brotnu svo að segja dag og nótt, en báru oftast lítið úr být-um. Má segja, að í samian- burði við vistin-a á skútunum ■hafi vistin á togurunum verið sannkölluð gullöid, og voru þeir þó ólíkt ófullkomnari skip en nú — og vinnutíminn len-gri.“ (Ævis. Þ. O. bls. 42). Skipstjóm Þórarins Olgeirs son-ar á b.v. Marz sýndi svo að efeki varð um villzt, að óvíða mundi hans j-afnin-gi fást. Nú stóð-u honum allar dyr opnar — innan lands og utan. Hann fer fljótlega á nýjan togara, Great Admiral frá Grimsby. Hann tek ur þó strax fram, að ekfci sé um lan-ga ráðningu að ræða, því huigur h-ans stóð til þess að taka upp þráðinn sem hann lagði í b.v. Marz og nú í stærri stíl, enda hafði aðstaða hans tekið ævintýralegri breytingu. Þórar- inn gerir félagss-kap við þá Jes Zimsen, Joe Little, Hjal'ta Jóns- son o.fl. og stofnsetur h.f. Belg- aum, sem lætur srníða samnefnd an togana 1915. Meðan stríðið stóð hljóp Þór-arinn undii bagga á ísafjarðarjarlinum (Earl Mon mouth) sem gerður var út frá Reykjavík og gerði sex saltfisk túra á 36 dögum, allt þorskur. í ársbyrj-un 1919 er b.v. Belg- aum orðinn ferðafær eftir stríðs þjónustuna. Hér er ljóst, að 3— 4 ár eða svo er eyða í skip- stjórn Þórarins. Við því var ekkert að ger-a. Hann gat ekki eins og á stóð gert annað en vakað yfir hverri hreyfingu 'við víkjandi togara sínum. Belgaum, sem að sjálfs sögn var öll hans þekking og allir hans fjármunir. (Ævis. Þ. O. bls 24). Hann hafði kynnzt mörgum ágætismönnum í Englandi, þar á meðal Sir Alex BlaOk, se-m veittu honum mjö-g mikilsverða aðstoð með það að fá b.v. Belgaum að stríðinu loknu. En það byggðist á því að um leigu eii ekki sölu var að ræða í stríðsbyrj-un. Togarinn Belgaum var gerður út frá Reykjavík næstu 6 ár. Þá seldur Aðalsteini Páls-syni, skipstjóra o.fl. (H.f. Fylkir). Ár ið 1925 lætur Þórarinn smíða b.v. Júpíter eldri, sem kom til Reykja víkur í nóvember það ár og sel- ur hann samnefndu hlutafélagi 26. júlí 1929. Lætui þá smiða tog ara-nn Venus, sem var tilbúinn í ársbyrjun 1930, og selur hann samnefndu hl-uitafélagi 1936. Á öllum þessum þremur tog- ururn var Þórarir.n Olgeirsson skipstjóri m-eðan þeir voru eign h.f. Belgaum — lengst af eða í 14—15 ár. Öll árin hafði Þórar- inn sama háttinn á, að gera skip in út á saltfiskveiðar á vetrar- vertíð og vorvertíð eins og gilti um aðra íslenzka togara. Þama sýndi Þórarinn mikla ósérhlífni þar sem hann var búse-ttur í Englandi öll árin og mikla þjóð- rækni. „Frá 30. október 1924 fluttist h.f. Belgaum til Hafnarfjarðar samkv. samþykfctri lagabreyt- ingu og starfar þar upp frá því. Var þetta einkum gert m-eð til- liti til þess, að fást myndi í Hafn arfirði fljótari afgreiðsla á skip inu heldur en í Reykj-avík, end-a reyndist það svo“, Ævis. Þ.O. bls. 102. Þórarinn hætti skipstjórn á b.v. Ven-usi 1933—1934 þá búinn að vera á togara í “nær 30 ár, allan erfiðasta tín.ann í togara- sögunni, þar áður á skútum í 6—7 ár, sem var verst af öllu, en samt á hann eftir nóg þrek til að vera 3 ár “iskipstjóri frá Grimsby á nýju skipi, „King Sol“, og hefur allra skipa mest- an afla af þeim, togurum sem frá Grimsby gengu, en þeir voru 1—2 hun-druð. Við félagar hans og st-éttarbræður urðu-m á þeim árum að ve-ra á gömlum og minnd skipum. íslenzka löggjöfin sá um það. Hér hef-ur nú verið rak inn að nokfcru æviferill og þó fljótt farið yfir sögu. Lika hef- ur verið getið þáttar Þórarins í togaraútgerð íslendinga. Skip.stjórnarhæfileikar Þóra-r ins Olgeirssonar voru miklir og að sumu leyti sérstæðir. Hann hafði skip sín vel haldin, þrifa- leg og vel umgengin, fór vel með skip og veiðarfæri. Harih var allra gleggstur á vandasöm um miðum. Það reyndi mjög á þetta 1921 og síðar, þegar Hra-unið á Selvogsbanka varð almennt fiskimið íslenzku togar- anna. Þar tök Þórarinn forustu tafarlaiust og ákveðið og hélt -henni. Hraunið á Selvogsbanka er merkilegasta mið á landgrun-n inu íslenzka, hrygningarstaður svo merkilegur, að fáum eða en-g um verður til jafnað. Nú segja mér góðir togaraskipstjórar, að Hra-unið sé orðin ýlduhola draugameta og fisfcur sé lagstur frá Hrauninu á su-mum svæðu-m. Þekking Þórarins á brezfcum fiskimarkaði var einsto-k. Þar naut hann sinnar rnifclu reynslu, sem var mjög verðmæt og h-ann notaði til hins ýtrasta. Það kom sér vel fyrir hann sem sfcip- stjóra. Á þá þekkingu reyndi þó rnest, þegar hann varð umboðs- m-aður flestra íslenzku togar anna í 20 ár eða meir. Bæði í Fl-eetwood og svo við H-uimber, eftir að hann hætti skipstjórn. Frásagnargáfu hafði Þórarinn afar glögga, þegar um fiskimið var að ræða, end-a voru þau Ihan-s uppáhaldsu-mræðuefni. FiSkifræðingur var Þórarinin mikill og áreiðanlegur eins og þó nokkrir af hans margreyndu stéttarbræðrum, sem hafa ára- tugareynslu að baki. Það er auð trúa bjálíaháttur að nokkurra vetra innanhússlestur geti jafn azt á við ævil'anga reynslu á öllum sviðum við alls konar að- stæðuir. Einn af þeim merkismönnum, sem Þór-arinn Olgeirsson kynnt- ist á sínum fyrstu skipstjórnar- árum í Grimsby, var Joe Little, skipstjóri og útgerðarmaður í Grimsby. Hann var skipstjóri á b. v. „Sailcot", sem Geir Zoega o.fl. keyptu til íslands um 1920, það var b.v. Geir, og þeir voru skipstjórar á Jón Jón-asson frá Litlahólmskoti í Leiru og síðar Sigurður Sigurðsson skipstjóri. og bæjarfulltrúi í Reykjavík. Dóttir Joe Little skipstjóra, Nancy, var fyrri kona Þórarins, giftust þau 1915. Þeim varð 3ja barna auðið. Þau eru Þórarinn sfcipstjóri, yfirforingi á tu-ndur- spilli í stríði-nu, Nancy, gift verk smiðjuistjóra í Yorkshire og Ein- ar, verzlunarstjöri í Grimsby. Hann var loftskeytamaður á hex skipi á stríðsárunum. Seinni kona Þórarins Ol- -geirsisonar var Guðrún Zoega, dóttir Jóns kaupmanns Zoéga í Reykjavík og konu hans. Þau giftust 1935 í Reykjavik, en hafa verið búsett í Humber- stone í Lincolnshire síða-n. Þeirra kjörsoniur er Jón Trevor, fram- kvæmdastjóri Grimsby. Heim- ili Þórarins Olgeirssonar var höfðingjaisetuir alla tíð. Einis og að líkum lætur var gestana-uð þar miklu meiri eftir að hann hætti skipstjórn og kom í land, orðinn konsull fyrir ísland. Þá hafði hann strax mörgu aðsinna og margir áttu við hann erindi. Sá, sem þessar línur ritar, gæti sagt margar sögur af gestrisni Þórarins og höfðingsskap. Þegar við hjónin komu-m til Glasgow í Skotlandi 1930, sendi Þórarinn bíl til móts við okkur, sem flut-ti okkur til giktarhæli-s í Suð-ur- Englandi, 2 dagleiðir, og var þó greitt farið. Um borgun var auð vitað ekki að ræða. Svipaða sögu v-ar að segj-a á heimili Þór arins og frú Guðrún: Opnar dyr og íslenzk gestrisni. Þar var frú Guðrún enginn eftirbátur, slífct sem hún 1-agði á sig við að veita okkur fslendingum góða gest risni. Ævistarf Þórarins Olgeirsson- Framhald af bls. 14 50 milljón dolllara aiukning-u frá árinu á u-ndan. LÖND MEÐ MIÐSTJÓRNAR- HAGKERFI Lönd, sem búa við mið- stjómiairhagkerfi — Sovétrík- in, sex auat-ur evrópsk ríki og Kí-naverska allþý ðuiý ð veldið — lögðu fram 748 millljánir dol'lara tiil vanlþróuðu land- aimna á árinu 1968. Er það um 25 prósen-t meira en árið 1967. Tvei-r þriðju hluitair fram- lagainna kotnu frá Sovétríkj- unum og Téfckóslóvalkíu. f -skýrslunini er vakdn at- hyigli á þeirri einkennitegu staðreynd, að á árinu 1968 nuimnu framllögin til lítiHs hóps vaöþróaðra -ianda. Þannig fékk fra-n til dæmis 60 prósent af ailri hjiálp sem veitt var á árinu. önmur 23 prósent runnu til Ar-abískia samlbands- lýðveldisinis og afgamgurinn til Paikistan, Tú-nis, Sýriands og Angentlínu. LÖND MEÐ MARKAÐS- KERFI Sé litið á framlög frá lönd- um, sem búa við mairkaðs- fcerfi, kemiur í l'jóts að Veistur- Þýzkaliand komst upp í anmað sæti mieðafl ríkja, sem styðja vamlþróuðu -löndin. Hér var fyrst og frem-st um að ræða ar heima og erlendis var mifcið og gott í þágu íslands. Óskandi að mar-gir verði honum líkir á fcomandi árum. Tryggvi Ófeigsson. Fæddur 1. okt. 1883 Dáinn 5. ágúst 1969 Merkur útgerðarmaður sagði við mig, er talið barst að lá-ti Þórarins Olgeirssonar, skip- stjóra, að þar væri merkri, við- burðaríkri og starfsamri ævi lok ið. Og víst er um það. Ævi Þór- arins Olgeirssonar er saga ís- lenzks sveitapilts, sem með d-ugn aði og atorku verður ungur skip stjóri og einn af brautryðjend- um í-slenzkrar togaraút-gerðar, sezt að hjá framandi þjóð, virt- ur þar og mikils metinn. Þór- arinn var mikill fsiendingur, þótt hann væri erlendur ríkisborg- ari. Hann unni íslandi heitt og vildi hag þjóðarinnar sem mest- an og ég hygg, að fáir íslend- ingar, búsettir erlendis, hafi dug að íslandi og íslenzkum málstað betur en Þórarinn Olgeirsson. Við andlát Þórarins Olgeirs- sonar er margs að minnast. Ég mian hvað við krakkarnir litum upp til þessa frænda okkar, er hann kom í heimsókn til foreldra minna, hár, spengilegur og ið- -andi af lífi og fjöri; Ég minnist dv-ala á heimili hans og hans glæsilegu og elskulegu kon-u, frú Nönnu, í Danesmere. Mér er minnistæður morgun einn, er við fórum niður í „dokfcu“ í Grimsby. Allir þekktu „01gie“ og allir þurftu að tala við hann. Og nú er hann horfinn, jarðlíf- inu lokið. Það er vissulega mik- ill sjónarsviftir er slíkur mað- ur kveður. Við skyldmenni han-s h-ér vott- um eiginkonu han-s og börnum innil-ega samúð. Mér finnst fara vel á því að ljú-ka þessurn fátæk legu kveðju-orðum með síðustu orðunum í æviminnin.gum Þórar ins er hann segir vel get-a verið sína trúarjátningu. Orðin, sem eru skorin í bogar.n yfir gamla kirkj-ugarðshliðin-u í Humbers ton, gætu svo vel verið hans: Death cannot long divide, for is it not as if the rose had climbed my garden wall and blossomed on the other side. fjártmaign frá einfcaaðiilum í Vestur-Þýzkalaindi. Eíninig varð veruleg aiulkning á fram- lögum Japanis og í minna mæli á fr-amlögum Kanda og Sviþjóðatr. Framlögin frá Banidaríkjun-um og Frafcklandi voru nofekurn veginn þau sömu og árið 1967. Fimm stórtækustu ríkin í hjiálparviðlleitninni við van- þróuðu löndin voru Ba/ndarík- i-n með 5300 miMjónir doll- ara, Vestur-Þýzkailand með 1400 milljónir doll-ara, Frafck- laind með 1300 milldjónir doll- ara, Japan með 850 miiljónir d-ölla-ra og Bretl-and með 780 milljóniir dollara. Að því er varðar m-arfcmið sem Sa-meinuöu þjóðirnar settu iðnaiðanrikj unum, þ. e. a. s. að þau tegðu árlega fram 1 prósent af brúttó-þjóð- arfr-amileiðlsluinini, þá segir í Skýrsluinni að efcki sé hægt að gera endanitegt ma-t á áram/gr- inu-m, fyrr en fuiMkomnar upp lýsingar llggi fyrir um opin- ber framilög og fram/lög einka a-ðila. En þó segi-r í Skýrsl- urnni að hluitfa-llið miilili opin- berra framílaiga og brúttó- þújóðairtekna hlutaðeigamdi lia-nda á áiriinu 1967 bafi svei/fl- azt frá minn-a en 0,3 prósent- uim hjá Danmörku, ítalía, Jap an., Noregi, Sviþjóð og Sviss upp í rmeira en 0,7 prósenit hjá lönduim ei-ns og Ástralíu, Fra-k-kla-ndi og PortúgaiL Vil koupo CORTÍNU ‘68 staðgreiðsla. Uppl. í sinna 51115 í dag. Þórarinn Sveinsson. - HAGVÖXTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.