Morgunblaðið - 12.08.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.08.1969, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1®6® MAGNUSAR «iPH3m21 mmar21190 ©ft»r lokun »lmi 40381 1-44-44 Hverfiseötu 113. Simi eftir lokun 311M. BÍLALEIGAN FALIIR hf car rental service ö 22*0-22- RAUPARÁRSTÍG 31. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14870. bilaleigan A K Ji R A VT ear rental service 8-23-47 sendnrn HÖRÐUR ÖLAFSSON hæstar jttarlögmaður skjalaþýðandi — ensku Austurstræti 14 simar 10332 og 35673. Knútur Bruun hdl. Lögmannsskrifstofa Grettisgötu 8 il. h. Sími 24940. VANDERVELL Vélalegur Bedford 4-6 cyl. dísil 57, 64. Buick V 6 cyl. Chevrolet 6-8, '54—'68. Dodge '46—'59, 6 cyl. Dodge Dart '60—'68. Fiat flestar gerðir. Ford Cortina '63—'68. Ford D-800 '65—'67. Ford 6—8 cyl. '52—'68. G.M.C. Gaz '69. Hillman Imp. '64—'65. Moskwitch 407—408. Opel '55—'66. Rambler '56—'68. Renault flestar gerðir. Rover, bensín, disil. Skoda 1000 MB og 1200. Simca '57—'64. Singer Commer '64—'68. faunus 12 M, 17 M '63—'68. Trader 4—6 cyl. '57—'65. Volga. Vauxhall 4—6 cyl. '63—'65. Willys '46—'68. Þ. Jónsson & C# Simi 84515 og 84516. Skaifan 17. 0 Góður ljóðalestur I.jóöavinur skrifar: „Kaeri Velvakandi! Nóg er af nöldrinu í fólkinu, en sjálfsagt er að láta líka heyra í sér til þess að þakka það, sem vel er gert, og hvetja með því fólk til þess að vanda sig. Ég var að hlusta áðan (skrif- að á sunnudagskvöldi) á frú Guð rúnu Þ. Stephensen lesa ljóð í út varpinu. Það var fallegur lest- ur. og vandaður. Guðrún hefur góða og fagra rödd, sem hún kann mjög vel með að fara. Lest urinn var látlaus, tilgerðarlaus, skýr og ómþýðui. Ekki gladdi það mig sízt, að hún las' Ijóð sem ljóð, fylgdi hljóðfalli og stuðla setningu í áherzlun, en eins og kunnugt er, er alveg hörmulegt oft að heyra lærða leikara lesa ljóð, ef þeir hafa ekki tilfinn- ingu fyrir kveðskap og bragregl um. Þótt hér sé allsterkt að orði kveðið, tel ég það þó ekki oflof. Megi hún sem oftast lesa fyrir útvarpshlustendur Ljóðavinur." Q Áhugi Ólsara á brezku konungsfjölskyldunni Vestan frá Ólafsvík berst eft- irfarandi bréf: „Kæri Velvakandi! Fyrirgefðu þetta kvabb, en svo leiðis er, að ég og systir min er- um ekki á eitt sáttar með það, hve mörg börn Elísabetar Breta drottningar og Margrétar prins- essu eru, og hvers kyns þau eru. Ég segi, að Beta eigi fjögur. Þrjá stráka og eina stelpu, og Magga strák og stelpu. Systir mín segir aftur á móti, að Beta eigi þrjé og Magga tvo stráka. Það mundi gleðja mig mikið, ef þú vildir dæma í þessu fyrir okkur.“ Bréfritarinn hefur rétt fyrir sér. Börn Elízabetar eru fjögur þ.e. Karl (Charles Philip Arthur George), Anna (Anne Elizabeth Alice Louise), Andrés (Andrew Albert Christian Edward) og Ját varður (Edward Antony Richard Louis). Börn Margrétar eru tvö, Da- víð (David Albert Charles, titl- aður Viscount Linley) og Sara (Sarah Frances Elizabeth, titluð Lady Sarah Armstrong-Jones). Svo getur Velvakandi ekki stillt sig um að vera dálítið ó- notalegur: Drottningin og prins- essan eru ekki kallaðar Beta og Magga. Drottningin heitir Eliza- bet, en ekki Elísarbet, og hún er Bretadrottning, en ekki Breda; drottning. Drottningin á þrjá drengi og eina telp’ O Biblíufesta þarf ekki að vera ofstæki Kópur i Kópavogi skrifar: „Kæri Velvakandi! Það hefur aldeilis verið líf og fjör í dálkunum þínum að und- anförnu, og sannarlega skortir ekki fjölbreytnina í umræðuefn- in, þar sem eru hundamál, spíri- tismi, kristindómur, og ég veit ekki hvað. Það er reglulega for- vitnilegt að lesa bréfin, þegar mönnum er hæfilega mikið niðri fyrir, og þeir taka þátt í umræð- unum af lífi og sál Ég fyrir mitt leyti hef sérstak- lega gefið gaum að skrifum fólks um kristindómsmálin. Og það er ég viss um, að fleiri fylgjast með þeim skrifum en okkur grunar, því að í brjóstum flestra bærist spurningin um lífið og tilveruna, um guð og eilifa von. Ýmsir hafa lagt orð í belg, og sýnist sitt hverjum, eins og við er að búast. Hefur borið mest á tveimur aðilum, sem kalla sig Ólaf liljurós og Alfameyna. Mér virðist Ólafur tala fyrir munn þeirra, sem halda vilja fast við ritninguna og byggja á þeim grundvelli, sem kirkjan hefur gert um aldaraðii, þ.e. á Jesú Kristi sem drottni okkar og frels ara. Álfamærin er hins vegar á öndverðum meiði, og má vænt- anlega telja hana fulltrúa „frjáls lyndra" á þessum vettvangi. Reyndar hef ég alltaf skilið hug- takið „frjálslýndi" á þann veg, að í því felist bæði víðsýni og umburðarlyndi, og ætti Álfamær- in því að taka skrifum Ólafs samkvæmt því. Að vísu segir hún í síðasta bréfi (7. ágúst), að „vinsamlegt rabb við kunningja minn Ólaf liljurós hefur ekki ver ið til annars ætlað en reyna að auka víðsýni hans ..." En við lestur greina hennar hefur mér satt að segja reynzt afar erfitt að koma auga á þessa vinsemd og víðsýni. Hins vegar notar hún stór orð og ljót um Ólaf og aðra þá, sem vilja vera trúir ritn- ingunni. Hún ásakur þá um sjálfs réttlæti, trúarhroka, ofdramb og stórflónsku, svo að tilfærð séu nokkur orð úr síðasta bréfi hennar. En hvar er þá viðsýnið? Eða vinsemdin? Af hverju er það kallað „sjálfs réttlæti" að tileinka sér það rétt- læti, sem Guð veitn okkur af náð sinni í Jesú Kristi, samkvæmt ritningunni? O Þarf það að vera trúarhroki? Af hverju heitir það „trúar- hroki" að treysta orði guðs og leitast við að elska guð og ná- ungann í orði og verki? Af hverju er það túlkað sem „ofdramb" að þiggja náð guðs og fyrirgefningu óverðskuldað og reiða sig á hann í lífi og dauða? Af hverju heitir það „stór- flónska" að halda fast við ritn- inguna og boðskap hennar, hvað sem breytileg tízka segir á hverjum tíma? £ Víðsýni og vinsemd Ég spyr enn: Hvar er víðsýnið og vinsemdin? Eða bara sann- girnin? Séu nú skrif Álfameyj- arinnar lýsing á afstöðu þeirra „frjálslyndu" gagnvart öðru fólki, hverjir eru þá fullir af sjálfsréttlæti, trúarhroka, of- drambi og stórflónsku? Það er aðeins til eitt, og ekk- ert annað, sem er öruggt í til- verunni og hægt er að byggja á um tíma og eilífð: Guð, skapari himins og jarðar. Og kærleikur hans til okkar birtist fyrst og fremst í Kristi Jerú og hjálpræð isverki hans, sem stendur öllum til boða, sem þiggja vilja, jafnt „Álfameyjum“ serr. „Liljurósum“ eða „frjálslyndum" sem „þröng- sýnum“. Mættum við öll þiggja náð hans í auðmýkt ... og fá hjálp til að elska náungann. — Það hæfir að kveðja með kunnu ritningarorði: „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glat- ist ekki, heldur hafi eilift líf", (Jóhs. 3, 16). Kópur 1 Kópavogl". 0 Athugasemd frá Stjörnubíó „Reykjavík 10. ágúst 1969. t þætti Velvakanda 9. þ.m. spyr Þorri hvers vegna sleppt hafi ver ið aftan af myndinni Ég er forvit in — gul, og óskar svárs strax, en hann kveðst hafa farið að sjá myndina sunnudaginn 3. þ.m. Rétt -er að upplýsa að regla Stjörnubíós er sú að klippa aldrei úr þeim myndum sem við tök- um til sýningar. Við álítum að þær eigi að fá að njóta sin með kostum og göllum. eins og fram- leiðandi hefur gengið frá þeim, og áhorfendur eigi að dæma um þær sjálfir. Ög síz' af öllu kæmi til greina að skerða listaverk eins og myndir Vilgots Sjömans, Ég er forvitin — gul, og Ég er forvitin — blá. Eftir að bréf þetta birtist, fór ég að grennslast fyrir um tilefni þess, og tjáði sýningarstjóri mér þá að á íyrstu sýningu myndar- innar umræddan sunnudag, kl. 5, hafi orðið þau mistök að filmu- spotti sem slitnað hafði aftan af síðustu spólunni, var ekki tilbú- inn í tæka tíð, svc að þegar að þeim hluta myndarinnar kom, voru kveikt ljós í sýningarsaln- um, meðan viðgerð fór fram. En sýningarstjóra láðist því mið- ur að tilkynna sýningargestum að þetta væri hlé vegna við- gerðar, og því töldu þeir mynd- inni vera lokið þegar ljósin komu. Við hörmum þetta leiðindaat- vik og biðjum velvirðingar á því en Þorra og aðra þá sem hafa orðið fyrir þessu og óska eftir að sjá þennan filmuspotta, bjóö- um við velkomna til sýningar á niðurlagi myndarmnar næstkom- andi fimmtudag kl 7.15 Með þökk fyrir birtinguna Virðingarfyllst Iljalti Lýðsson" Höfum flutt lækningastofu okkar að Laugavegi 42, H. hæð. Símar 12218, 21788. Viðtalstímar óbreyttir unz nýja símaskráin kemur út. Guðmundur B. Guðmundsson, læknir. Isak G. Hallgrimsson, læknir. Hljómsveitin FACON, Bíldudal. og fari það í... Myndin af hljómsveitinni FACON hefur auðsjáanlega misheppnazt, en nýja hljóm- platan þeirra, sem var að koma út, mis- héppnaðist ekki. Þetta er vafalaust sér- kennilegasta plata sumarsins og skemmti- leg eftir því. SG-hljómplötur r ..m mj \ \ Stratford ...a '* Éjgg , 1 : SAFE COMPANY LTD. V r.« p E N S K 1 R í i PENINGASKÁPAR þjófheldir — eldtraustir heimsþekkt — if'V viðurkennd framleiðsla. L i;' 4 E. TH. MATHIESEN H.F. SUÐURGÖTU 23 — HAFNARFIRÐl — SÍMI 50152

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.