Morgunblaðið - 13.09.1969, Blaðsíða 14
14
MOftGUiNöLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. SEPT. 1196®
tíitgefandi H.f. ÁrváfcuT', ÍReyfcJaviik.
Fnamfcvœmdaatj óri Haraldur Svemsaon.
•Ritistjórax* Sigurður Bjam'ason frá Viguir.
Matifchías Johannesslen.
Eyjiólfur Konráð Jónsaon.
Bitstj ómarfullfcrúi Þ orbjöm GuðStnundsson.
Eréttaisitjóri Björn Jóhannssom
Auglýsihgiasfcj óri Arni Garðar Kristin'SBon.
Ritetjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. Simi 10-1:09.
Auiglýsin'gao? Aðafctræti 6. Sími 22-4-30.
AsfcriiEtargjald fcr. IBO.ÖO á mánuði innanilan.ds.
í lausasjöiu fcr. 10.00 eintafcíð.
NÝTT TÍMABIL
, IIÐNAÐI
TjRÓUN innlenda iðnaðarins
■* á þessu ári bendir tví-
mælalaust til þess að nýtt
tímabil sé að hefjast í þess-
ari atvinnugrein. Eftir geng-
isbreytinguna í nóvember á
sl. ári hefur nær mánaðarlega
verið skýrt frá nýjum út-
flutningi á iðnaðarvörum eða
markvissri markaðsleit m.a.
með sýningum á íslenzkum
iðnaðarvörum. Nú um þessa
helgi sýna ailmörg iðnfyrir-
tæki framlei ðsiuvörur sínar í
Færeyjum og er það í annað
sinn á skömmum tíma, sem
íslenzkar iðnaðarvörur eru
kynntar þar.
1 Gengisbreytingin hafði tví-
mælalaust hagstæð áhrif á
iðnaðinn. Hún hefur valdið
um 17% samdrætti í innflutn-
ingi og þannig veitt innlend-
um iðnaði aukin tækifæri á
heimamarkaði. En jafnframt
hefur hún orðið iðnaðinum
hvatning til þess að hefja út
flutning og er enginn vafi á
því, að veruleg hugarfars-
breyting hefur orðið í þeim
efnum hjá iðnrekendum og
iðnaðarmönnum. Þeir hugsa
ekki lengur einvörðungu um
heimamarkaðinn heldur leita
þeir nýrra tækifæra erlendis.
Vöxtur iðnaðarins á þessu
ári hefur verið eðlilegur eða
um 4% miðað við sl. ár. En
jafnframt ber þess að gæfca,
að ekki er hægt að búast við
jafnmiklum stökkbreytingum
í iðnaði eins og t.d. sjávar-
útveginum. Hins vegar er
full ástæða fcil að ætla, að
vöxtur iðnaðarins verði jafn
og traust-ur ekki sízt, ef við-
leitnin til útflu tn i n gss tarf -
semi ber vexulegan árangur.
í þeim efnum hljóta iðnrek-
endur að binda töluverðar
vonir við samninga um aðild
íslands að EFTA. Náist samn-
imgar um hana opnast iðnað-
inum nýir og stórir markaðir
og jafnframt er nú ljóst, að
þá mun miklu fjármagni
verða veitt til iðnaðarins úr
norræna iðnþróunarsj óðnum,
sem mun hafa yfir að ráða
um 1300 milljónum íslenzkra
króna. Það er mikið fé á okk-
ar mælikvarða og kann að
valda byltingu í þróun iðnað-
arins hér á íslandi.
Um nokkurt skeið hefur
verið ljóst, að þýðing iðnað-
arins fyrir þjóðarbúið fer
mjög vaxandi. Það mun fyrst
og fremst falla í hlut iðnað-
arins að veifca hinum stór-
aukna fjölda, sem kemur á
vinnumarkaðinn á næstu ár-
um, aukna atvinnu. Öflugur
^ útflutningsiðnaður ásamt stór
iðnaði er einnig nauðsynleg
forsenda þess, að jafnvægi ná-
ist í þjóðarbúskapnum, svo að
þjóðin verði ekki lengur háð
hinum öru sveiflum í sjávar-
útveginum. Af þessum sökum
ber að leggja megin áherzilu á
eflingu hins innlenda verk-
smiðjuiðnaðar á næstu árum.
Iðnaðurinn ei kominn í sviðs-
Ijósið og mun verða það um
langa framtíð.
TAP SF OG
KOMMÚNISTA
TPAP SF-flokksins og komm-
únista í norsku þing-
kosningunum hefur vakið
mikla athygli. Kommúnistar
töpuðu enn fylgi og SF-
flokkurinn missti bæði þing-
sæti sín. í þingkosningunum,
sem fram fóru í Svíþjóð á sl.
ári biðu kommúnistar mikið
afhroð, þótt þeir reyndu að
sigla undir fölsku flaggi og
SF-hreyfingin, sem varð á
tímabili mjög sterk í Dan-
mörku, er nú margklofin og
hefur tapað miklu af sínum
fyrri áhrifum.
Þessi þróun mála í Noregi,
Svíþjóð og Danmörku sýnir,
að klofningsbrotin til vinstri
hafa ekki unnið varanlega til-
trú kjósenda, enda hefur
reynslan sýnt, að í þessum
flokksbrotum er hver höndin
upp á móti annarri og því
virðast í rauninni engin tak-
mörk sefct hvað þessir aðilar
geta klofnað niður í smáar
einingar.
Svipuð þróun hefur einnig
orðið hér á íslandi. Flokkur,
sem í síðustu þingkosningum
gekk nokkurn veginn samein-
aður til kpsninga, er nú klof-
inn niður í þrjú flokksbrot og
enn virðist nýr klofningur í
aðsigi í Kommúnistaflokkn-
um. Þeir aðilar, sem að þess-
um flokksbrotum standa, eru
augljóslega svo önnum kafnir
við innbyrðis baráttu, að þeir
hafa raunverulega dæmt sig
úr leik í íslenzkum stjórn-
málum. Almenningi er þetta
ljóst, og þess vegna er ekki
ólíklegt, að niðurstaðan verði
sú sama í kosningum hér og
á hinum Norðurlöndunum að
flokksbrotin til vinstri tapi
verulega fylgi.
DEILUR SOVÉT-
RÍKJANNA
OG KÍNA
F'UNDUR forsætisráðherra
* Sovétríkjanna og Kína
hefur vakið heimsathygli.
SAGA
TVEGGJA
BORGA
Ágreiningurinn milli þessara
tveggja risavelda hefur vax-
ið mjög að undanförnu og
hvað eftir annað komið til
hernaðarlegra átaka á landa-
mærum þeirra.
Lítil ástæða er til að ætla
að Sovétríkjunum og Kína
takist að jafna þann hug-
sjónalega ágreining, sem rík-
ir milli þeirra og má því bú-
ast við að hinn kommúníski
heimur verði eftir sem áður
klofinn í tvær andstæðar
fylkingar. Hins vegar hljóta
menn um allan heim að vona,
að ríkjum þessum takist að
halda ágreiningi þeirra í
milli á fræðilegum grund-
velli. Alvarleg hernaðarátök
milli þessara stórvelda
mundu hafa ófyrirsjáanlegar
afleiðingar fyrir friðinn í
beiminum.