Morgunblaðið - 01.10.1969, Síða 12

Morgunblaðið - 01.10.1969, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1960 ÁÐUR en rætt gkal um ritgerð ina, má geta þess, að Einar er Austfirðingur að ætt. Faðir hans var Vigfús Einarsson bóndi á Keldhólum á Völlum, Gíslasonar, alþingismanns á Höskuldsstöðum í Breiðdal, en móðir hans var Sólveig Ólafs- dóttir frá Mjóanesi í Skógum. Einar varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1936. 1940 innritaðist hann í Landbúnaðarháskólann í Kaup mannahöfn, þaðan sem hann út skrifaðist 1943. Eftir próf flýði Einar frá Danmörku til Sví- þjóðar, þar sem hann var ýmist við nám eða vann að jurtakyn bótum til 1947. Það ár kom hann heim, en fór aftur utan eftir hálfs annars árs dvöl hér heima. Fyrstu þrjú árin vann hann að jurtakynbótum. Þá réðst hann sem kennari til há- skólans í Lundi og þar hefur hann verið síðan. Vísindalegar rannsóknir Ein- ars munu er fram líða stundir reynast mikilvægar kynbótum og kynbótastarfsemi yfirleitt og þá að sjálfsögðu landbnúaðin- um. f kroppsfrumum með lifandi kjörnum bæði hjá plöntum og dýrum — sagði Einar — er tala erfðastocfna í hverri saimstæðu tveir eða tvífeldi einhverrar lágrar tölu. Vissir sérhæfðir vef ir eru þó undantekning því að þar getur verið um veldi — stundum í meðallagi há — að ræða. Til skilningsauka þeim, sem eru ekki heima í erfðafræði, má orða þetta þannig að erfða- stofnar, sem hafa áhrif á sama eiginleika koma sjaldan fyrir einn og einn í frumum jurta og dýra (að undanskildum kyn- frumunum), heldur samsvarar fjöldi þeirra tveimur eða ein- hverri lágri tölu, en sjaldan oddatölu. Á talnamáli tjáð eru 2, 4, 6, . . . venjulegt, en 1, 3, 5, .. . sjaldgæft. Samsetning erfðastofnanna í hverju pari eða í hverri sam- stæðu þeirrar lágu en jöfnu tölu, seim um er að ræða, getur verið með ýmsu móti vegna þess að báðir, ef um par er að ræða, Vísindi og rannsóknir EINAR Vigfússon, fil. lic., plöntuerfðafræðingur frá Svíþjóð hefur fengið tekna gilda doktorsritgerð sína um fjölfrumufrjóvgun sólar- blóma. Ver hann ritgerð sína í haust við Erfðafræðistofn- un háskólans í Lundi. Einar var nýlega staddur hérlend- is í sumarfríi ásamt sænskri konu sinni og þremur dætr- um. Mbl. fékk hann til þess að ræða ritgerðina. geta verið ríkjandi, báðir geta verið víkjandi eða sinn af hvoru tagi. Sama máli gegnir, þó samstæðan sé af hærra gildi en tveir — allir stofnarnir geta verið ríkjandi, allir geta verið víkjandi eða allir möguleikar þar á milli geta komið jafnt til greina. Þegar kynfrumurnar myndast fá þær hins vegar aðeins annan erfðastofninn af hverri sam- stæðu eða tvo af fjórum ef um fjóra í samstæðu er að ræða o. s. frv. — Eru möguleikarnir ekki gíf urlega margir? — Hjá hverjum einstaklingi jurta og dýra skiptir fjöldi erfðastofna þúsundum eða jafn vel tugum þúsunda. Ef við höf- um þetta í huga og ennfremur, að við kynfrumumyndunina ræð ur hending að mestu í hvorri frumunni af hinum tveimur dætrum gömlu frumunnar ákveð inn stofn lendir, þá er ljóst, að um feiknalegan fjölda mögu- leika er að ræða í samsetningu stofna kynfrumanna. Tilvera einstaklings hefst með samruna tveggja kjarna, egg- kjarna og sæðiskjarna og hvor um sig svarar aðeins til einnar af hinni feiknalegu mergð til- breytinga hjá kynfrumiuim þessa einstaklings. Þegar maður hug leiðir, að um svo geysilegan fjölda möguleika er að ræða í tilbreytni kynfruma einnar líf- veru, þá órar mann fyrir hví- líkur óhemju fjöldi samsetn- ingsmöguleika á erfðastofnum er hugsanlegur hjá afkvæmum tveggja lífvera — föður og móð ur. Þar að auki er val einstakl- inganna meira eða minna frjálst innan tegundarinnar, þegar um eðlun er að ræða. Þegar hugleitt er, ef maður- inn er tekinn sem dæmi, að í allri sögu mannkyns hafa vafa- lau'st aldrei tvær manneskjur fæðzt með sömu erfðaeiginleik- um (að undaskildum tvíburum sem koma úr sama eggi) er auð veldara að skilja hvílíkan ógnar fjöldi möguleika um er að ræða Þessi fjöldi er af svipuðu tagi og viss gildi stórra talna, sem menn tengja einna helzt stjörnu fræði og sem menn fá svima af að hugsa um. Tilbreytnin, sam- setning erfðastofnanna og nátt úruvalið eru meginþættir í fram þróun lífveranna. Till þess að hinn líffræðilegi heimur yrði að njótandi tilbreytni samsetning- anna var frjóvgunin nauðsyn- leg. Hún er m.ö.o. meðal allra mikilvægustu straumvakarása líffræðinnar. — Er ekki mikil gróska í rannsóknum sem þessum? — Eftir að Oscar Hertwig sýndi fram á 1875, að hjá ígul- kerum renna kjarni sæðisfrum unnar og eggkjarninn saman og mynda einn kjarna, eftir að ein sæðisfruma hefur rutt sér braut inn í eggið, hafa menn hér á vesturlöndum tekið viðfangs- efni frjóvgunarinnar makinda- lega. íhaldsmennska, sem telur mönnum trú um að þetta sé svona og ekki öðru vísi, hefur ríkt og menn hafa dregið al- mennar ályktanir af einstökum tilfellum. Sérstaklega hafa ígul ker verið notuð til þessara rann sókna og virðast niðurstöður af þeim hafa verið yfirfærðar á allar mögulegar tegundir dýra og jurta. f sérfræðitímaritum er að finna fjölda lýsinga á tilfell- um, þar sem þetta er ekki svona heldur öðru vísi, en það er alveg eins og menn hafi kas að þessu öllu aftur fyrir sig Rússarnir, sérstaklega Lýsenkó og hans sinnar líta þó allt öðr um augum á frjóvgunina og má vera að það hafi rumskað við mér. Hvað sem því líður, hefur það komið í minn hlut að huga nánar að frjóvgun æðri jurta og dýra. — Þú fékkst lengi við jurta- kynbætur. — Ég vann við plöntukynbæt ur fyrir allmörgum árum og fékkst aðallega við tvær tegund ir af sólarblómaættkvíslinni. Sól arblómið, sem er ræktað mikið í Austur-Evrópu vegna fræj- anna og jarðarhnýðið, sem rækt að er víða vegna rótarhnýð- anna. Það er auðvelt að fá fram bastarða af þessum tveimur tegundum, ef jarðarhnýðið er móðir en sólarblómið faðiir. Litningafjöldi jarðar- hnýðisins er sex sinnum grundvallartala þessarar ætt- kvíslar og hefur sennilega mynd ast við samruna þriggja teg- unda með grundvallartöluna tvisvar sinnum hver um sig. Keynslan hefur sýnt, að þegar tvær tegundir eru víxl- frjóvgaðar og fjöldi litninga er tvisvar eða . þrisvar sinnum meiri hjá annarri tegundinni, þá er vænlegra til árangurs að nota þá tegund, sem hefur lægri litningatöluna sem föður. f þessu tilfelli kemur líka til greina, að ejálffrjóvgun á sér ekki stað hjá jarðarhnýðinu og þar af leiðir að ekki er eins tímafrekt að koma víxlfrjóvgun til leiðar og ella. Þegar hin leið in er farin og sólarblómið not- að sem móðir er nauðsynlegt að fjarlægja frjóikorndn, vegna þess að þessi tegund er sjálf- frjóvgandi að nokkru leyti. Að ferðin, sem ég notaði við þetta, er í því fólgin, að frjóknappa- rörin (frjóknappar körfublóma eru samvaxnir og mynda rör í kringum stílinn) eru fjarlægð með kloftöng, strax og þeim hefur skotið upp milli krónu- blaðanna, sem breiða sig út stundu seinna. Þegar rörin eru fjarlægð á þennan hátt er ekki hægt að komast hjá að einhver frjókornasekkurinn springi og að eitthvað af frjókornum verði eftir á stílnum. Vatni er þá úð- að á körfuna í þeim tilgangi að þau frjókorn, sem eftir eru á stílnum springi eða þeim skoli burt. Það sýndi sig, svo sem ég skal víkja að á eftir, að þessi aðferð er ekki einhlýt. Þvert á móti munu nokkur frjókorn á hverjum stíl standast þetta allt, spíra og senda frá sér slöng- ur, sem vaxa á eðlilegan hatt. Þegar karfan var orðin þurr, var hún duffcuð með frjókonn- um frá jarðarhnýði. Síðan var þess beðið að fræin þroskuðust og þá voru þau fcekin og geymd og sáð að vori. Þegar plönfcurn ar voru komnar upp og farnar að vaxa að ráði kom fljótt í ljós að þetta voru ekki bastarðar, hieldur sólarblóm. Einnig kom betur og befcur í ljós eftir því sem plönturnar þroskuðUst, að þær urðu kröftugri, náðu meiri hæð og blóm,guðust seinna en venjuleg sólarblóm. — Og hér stangast þá stað- reyndir á við kenningar? — Já. hvernig stóð á þess- um mismun, sem var að vísu efcki sannaður, en var þó greini leigur engu að síður? — Það var aldrei um það talað. Þegar menn rekast á staðreyndir, sem stang aist á við kenningar þeirra, þá er það æði oft, að menn tala ekiki um það. Ef til vill loka menn augunum fyrir því og sjá það ekki. Ég sá enga ástæðu til þess að innleiða rökræður við yfirmann minn um þetta, en ég hugsaði mitt. Þess skal getið, að útlit bast- arða milli þeirra tegumda, sem hér um ræðir, eT mismunandi eftir því, hvernig að er farið. Ef sólarblómið er móðir bastarð anna og jarðarhnýðið faðir þeirra minna þeir á jarðarhnýð ið. Sé farið öfugt að og jarðar- hnýðið er móðir og sólarblómið faðir, minnir afsprengið á sólar blómið. Útlits föðurins gætir með öðrum orðum rneira en móð urinnar hjá þessum bastörðum. Þrátt fyrir að þetta stangaðisit á við kenningarnar ámóta mikið og stærð og sein blómgun sólar blómanna, sem ég gat áður var þó ekki farið í neina launkofa með það. Má það vera vegna þess að fleiri dæmi eru þekkt þar sem árangur verður mismun andi eftir því hvort ákveðin teg und af tveimur er notuð sem móðir eða hvort hún er notuð sem faðir við tegundablöndun. Má þar nefna hestinn og asn- ann sem dæmi um þetta. — Á þessu stigi hefjast síðan rannsóknir þínar? — Innan skamms fór ég að vinna við Erfðafræðistofnun Há akólans í Lundi og fór fljótlega að glíma við hina fræðitegu hlið þessa viðfangsefnis. Ég áleit að skýringar á hinni auknu stærð og seinkun blómgunar sólar- blómanna, sem ég gat um áðan, hlyti að vera að leita í áhrif- frumufrjóvpn sólur- blómu — Spjallað við Einar Vigfússon, íslenzkan vísinda- mann, sem verja mun doktorsritgerð í Lundi í haust um rannsóknir sinar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.