Morgunblaðið - 06.12.1969, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.12.1969, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1909 Óli Bang, —Minning MEÐ fráfalli Ola Bang er horf- inn af sjónarsviðinu einn ágæt asti borgari Sauðárkróks. Hann var danskrar ættar, fæddur í Árósúm 23. marz 1905. Foreldrar hans voru hjónin Ingeborg og Axel Bang yfirkennari þar. Hann nam lyfjafræði og lauk kandidatsprófi 1932. Árið áður hafði hann eignazt Sauðárkróks- Apótek, en fengið mann til að annast rekstur þess þar til hann gat sjálfur tekið við, en það var sama árið og hann útskrifaðist. Oli Bang var ekki með öllu ó;kunnugur íslandi því hann dvaldist hér á landi um eins árs slkeið (1929) og stanfaði þá í apótekum í Reykjavík og í Hafn arfirði. Með komu Bang til Sauð árkróks hófst lífsstarf hans og því lauk þar 17. nóv. sl., en að kvöldi þess dags varð hann bráð kvaddur á heimili sínu. Hann var jarðsunginn frá Sauðárkróks kirkju 25. s.m. að viðstöddu fjöl- menni. Skoðanú okkar á mönnum og málefnum mótast að sjálfsögðu mjög af persónulegri reynslu. Þegar ég tek mér penna í hönd til að minnast með nokkrum orð um Ola Bang hlýtur viðhorf mitt að mótast m.a. af því, að hann var næsti nágranni minn í meir en aldarfjórðung. Eitt af því fyrsta, sem ég man eftir er tengt Apótekinu og fólkinu þar. Þannig minnist ég bjartra sum- ardaga í garðinum við Apótekið lyfsali ~ ■'jm Móðir okkar og aimma, Jústa Benidiktsdóttir, andaðist 4. desember. Halldóra Sigurðardóttir, Benedikt Sigurðsson, Kristens Sigurðsson, Sigríður Stefánsdóttir. Hjartkær eiiginmaður minn og faðir okkair, Guðmundur Gíslason, skipstjóri frá Ólafsfirði, lézt að heimili sínu, Álfheim- um 16, Reykjavík, að kvöldi 4. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Jónína Jónsdóttir og dætur. Útför m.annosins míns, Sunnlaugs Sigjónssonar, Marargötu 5, sem lézt 29. nóvembeir, fer fram frá Fossvogskirkju mánu daginn 8. þ.m. kl. 13.30. Sigríðuir Jónsdóttir. Þökkum samúð og vinanhug við andlát og útför Guðrúnar Högnadóttur. Kristín Halldórsdóttir, Högni Helgason, Ketill Högnason, Hildigunnur Daviðsdóttir, Hildur Högnadóttir, Gylfi Guðmundsson, Ilaukur Högnason þar sem drukkið var kaffi eða límonaði í sólskininu og hús- bændumir léku tennia við vini og kunningja. Þetta var okkur krökkunum framandi og bar með sér dálítinn andblæ frá út- landinu. Og ég man líka, að jól- in voru örugglega ekki á næsta leiti fyrr en Bang hafði skxeytt búðina og stillt út margvíslegum jólavörum, sem komu víst beint frá útlöndum og fengust hvergi á íslandi nema í Apótekinu á Sauðárkróki. Þá var hátíð í nánd og gaman að lifa. Þetta eru bernskumyndir frá löngu liðn- um tíma, þegar allt virtist óum- breytanlegt — bæði fól'kið og umhverfið. Á þessum árum bjó hinum megin við götuna annar dansik- ur maður, J. F. Michelsen. Hann var mikill og einlægur áhuga- maður um velferð og heill stað- arins. Á Sauðárkróki hafa búið nokkrir Danir, sem skilið hafa eftir sig óafmáanleg spor í sögu hans. Góðra áhrifa þeirra hefur gætt með ýmsum hætti þótt ekki verði farið nánar út í það hér. í mínum huga er Oli Bang og J. F. Michelsen næsta ólíkir menn, en viðhorf þeirra til um- hverfisins og samferðamann- annna þó hið sama. Báðir vildu þeir duga íslandi vel og það tókst þeim. Eftir að Oli Bang settst hér að hóf hann fljótlega þátttöku í félagslífi, því að hann var félags lyndur maður. Ekfci miun hann hafa óskað eftir að gegna þar forystuhlutverkum, en hjá því gat ekki farið, að til hans væri leitað af ýmsum aðilum. Þeim málum, sem hann tók að sér, þótti vel borgið. Hann naut allra trausts. Á síðari árum dró Bang mjög úr þátttöku sinni í félags- lífi nema á vettvangi Rotary, en á málefnum þess félagssikapar hafði hann mikinn áhuga. Það er grunur minn, að Bang hafi hin síðari ár ekki ætíð geng ið heill ti'l skógar en um það tal- aði hann ekki. Starf hans sem lyfsala jókst stöðugt og tók mest an tíma hans. Hann var frábær reglumaður í starfi og kunnugir hafa sagt mér, að rekstur hans á Apótekinu hafi verið til fyrir- myndar. Um einkahag Bangs veit ég ekki, en álit manna var að hagur hans stæði föstum fót- um. Víst er um það að hann naut sérstaks trausts allra sem við hann óttu Skipti. Velgengni sína átti hann meðfæddu við- skiptaviti og miklum dugnaði Þökkum hjairtanlliega auðsýnda samúð og hlýhuig vegna and- láts og j ar'ðairf'arar Óla Bang,. lyfsala, Sauðárkróki. Fyrir hönd dætra og tenigda- sona, Minna Bang. Þökkum inniiliega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för föður okfcar, tengdaföður og afa, Sigurðar Hjálmarssonar frá Rekavík. Guðrún Sigurðardóttir, Geir Runólfsson, Sigríður Sigurðardóttir, Júlíus Halldórsson, Björg Sigurðardóttir, Jón Jónsson og barnabörn. að þakka, samfara einstakri sam heldni fjölskyldu hans. Á Sauð- árforóki átti Oli Bang alla tíð heima á sama stað. Húsið var ekfki nýtt þegar hann eignaðist það og mun það efcki hatfa verið ga'Hi í hans augurn. Hann unni því, sem var gamalt og gott, hvort sem það var á sviði and- ans eða efnisins. Hann vildi láta nýjungarnar sanna ágæti sitt áð- ur en þær hlutu viðurkenningu. Það má eklki skilja þessi orð svo, að hann hafi verið aftunhalds- maðUr — öðru nær. Hann gladd ist yfir framförum, en íhalds- maður var hann í fallegustu og beztu merfcingu þess orðs. Ég heyrði Bang einhvern tíma tala um að byggja sér nýtt hús, en ég áíeit það ekfci alvöru hans, enda kom það á daginn. Hann stæfcfc- aði og bætti gamla húsið og í sameiningu skapaði fjölgkyldan í Apótekinu heimili, sem rómað er fyrir smekkvísi, fegurð og gestrisni. Er þá komið að þeim þætti í lífi Ola Bang sem skipti hann mestu og reyndar öllu máli, en það er fjölskylda hans og heim- ili. Á því leikur enginn vafi, að gæfan í lífi Ola Bang var Minna Elísa Lauersen. Hún var æsku- vinkona hans og henni kvæntist hann 15. júní 1935. Frú Minna er um margt fágæt kona. Með óvenjulegum hætti sameinar hún margt það bezta sem eina konu má prýða. Þetta eru stór oæð, en þeir sem til þékkja vita að þau eru sönn. Þau hjón eignuð- ust fjórar dætur: Birgit, Inge Viböke, Anne Lise og Eddu Marianne sem allar eru búsettar á Sauðárkróki. Hjónaband Minnu og Ola var traust og farsælt. Þau voru au- fúsugestir hvar sem þau komu og að þeim var sómi hvar sem þau fóru. Oli Bang fylgdist vel með því, sem var að gerast hvort sem það var í næsta nágrenni, eða úti í hinum stóra heimd. Hann hafði mifcinn áhuga á þjóðmálum og hafði á þeim fastmótaðar sfcoðan ir. Hann var frábitinn því að líta á stjórnmál, sem einfcamál ákveðins hóps manna en almenn ingur ætti ekki að koma nálægt Inniliegar þakkir fyriir auð- sýnda samú'ð og vinaffíhiug við amdflét og bálför mannsins míns og föður okkar, Flafliða Þorsteinssonar. Guðrún Jónasdóttir, böm hans, tengdabörn og barnabörn. Okkar inniil'egusitu þakkir fær- uim við öiiuim þeim, eir sýndu samúð og vinainhug við amd- lát og jarðarför bróðuir okkar, Einars Grímssonar, bónda, Gröf, Laugardal. Sérstaktega þökfcium við öll- um þeiim, er veittu aðstoð við lieit að honium. Systkini hins látna. til að óhreinka sig ekki. í hans augum var það sfcylda hvers manns að kynna sér þjóðmál og mynda sér slkoðanir á þeim til þess að geta verið hlutgengur þátttafcandi í lýðræðisþjóð- félagi. Oli Bang var einstaklings hyggjumaður, en hann hafði ríka samrkennd með meðbræðr- um sínum. Hann var manna fús- astur til að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda. Skapgerð hans kom í veg fyrir, að hann stæði á torgum og gatnamótum og pré- dikaði umihyggju sína fyrir vel- ferð samnborgara sinna en góð- vild hans og réttsýni var þrátt fyrir það öllum kunn. Við flokks bræður hans söknum nú vinar í stað. Hann var í stairfS sínu fyrir Sjálfstæðisiflakkinn heill og sann ur. Oli Bang var enginn hávaða- maður í lífi sínu. Framkoma hans var hógvær og hlý. Hann virtist eiga afar auðvelt með að uimgangast fólk og fór þar aldirei í manngreinarálit, en þó hefi ég grun um það að i eðli sínu hafi hann verið feiiminn. Það var eðli Ola Bang að eiga vinsamleg samsikipti við alla menn, en það táknaði ekfci a’ð honum féUi hvað eina sem gert var. Hann gagnrýndi það, sem honum þótti miður fara en gerði það af með- fæddri kurteisi. Áreitni eða hvöss ádeila í annarra garð var honum fjarri skapi. Oli Bang var danSkur maður, eins og áður segir. Hann kom hingað til lands í blóma lífsins og vann hér lífsstarf sitt. Danir og fslendingar eru skyldar þjóð- ir, en um margt ólíkar. Á ýmsu hefur gengið í samdkiptum þeirra. Aukin samvinna og bróð urthugur þessara þjóða glöddu Bang mjög. Hann var einlægur föðurlandsvinur, en einnig trúr og traustur þegn íslands. Hon- um heifur nú verið búin hinzta hvíla í Skagfirzkri mold. Fegurð Skagafjarðar mun ríkja yfir leg- stað hans. Samborgarar Ola Bang þakka honum samifylgdina. Þeir munu í þafcklátum huga geyma minninguna um vamimilausan mann og góðan dreng. Kári Jónsson. Ágúst Jónsson Minning F. 5.8. 1891 — D. 1.12 1969 í dag er til moldar borinn Ágúst Jónsson, Varmahlíð í Vest mannaeyjum. Ágúst var Rangæ- ingur að uppruna, en fluttist til Eyja á yngra aldri, nam þar tré smíði, festi ráð sitt og bjó í Eyj- um æ síðan, þar til hann lézt 1. desember síðastliðinn á sjötug asta og níunda aldursári. Ágúsit lifði ekki viðburða- ríku lífi í þeim skilningi, að ævintýr drifi á daga hans. En hann var þeim góða eiginleika gædduir að sjá haf í dropanum og tilbreyting í önn hversdags- ins. Uppvaxtarár hans voru að sönnu viðburðarík, en ekki að sama skapi erfiðislaus, því Ágúst missti ungur föður sinn og skipti oft um verustað upp úr því. Misjöfn hafa þau heimili verið Og atlæti upp og ofan. Sjaldan eða aldrei minntist Ágúst þó nema björtu stundanna frá upp vax tarárunum og gat engra manna nema að góðu. Á æskuárunum eignaðist hann vini, sem hann hélt stakri tryggð við síðan, þó vík skildi á milli, eftir að hann fluttist til Eyja. Vildi hann ógjaman láta líða svo mörg áir, að hann vitjaði ekki fornra slóða til að hitta þá smástund, hvern og einn. Ágúst hlakkaði til þeirra ferða Og helduir betur lyftist brúnin á fomvinum hans, þegar hann birt ist, karmski alóvænt, og ætíð til skammrar stundar, því Ágúst vildi ekki tefja of lengi, þar sem hann kom. Var þá tekið að spjalla um gamla og nýja tíma og hvorki sparað glens né gam- anyrði. Stundum barst talið að hestum, og var þá ekki komið að tómum kofunum hjá Ágúst, því hestar voru líf hans og yndi. Og ekki átti hann aðrar kærari minningar frá æsku en fjörugar útreiðar á sléttum grundum í fylgd með kátum félögum. Hestamannamót sótti Ágúst, þegar hann kom því auðveldlega við, og munu fáir hafa fylgzt bet ur með því, sem fram fór á þeim samkomum. Sagði hann kost og löst á hverjum gangvara, svo unun var á að hlýða, jafnvel fyrir þá, sem höfðu annars lítið vit á hestum. Ágúst hafði næma kímnigáfu, einkum þar sem um var að ræða fólk og atburði frá eldri tíð, mundi hana betur en seinni tíma, eima og titt er, þegar aldur fær- ist yfir. Var gaman að hlusta á hann segja sögur af skrítnu fólki og kátlegum kringumstæð- um. Slíkar sögur sagði Ágúst út- skýringalaust, en svo áhevrilega og hressilega, að í minni hlaut að festast. Sérstaklega hafði Ágúst gaman af að segja frá óvenjulegum og margræðum til- svöirum, og voru honum framar öðru hugstæðar persónur, aem kunnu að bregða yfiæ sig gervi einfeldninnar, en reyndust svo klókari en í fljótu bragði sýnd- ist. Ágúst átti lengst af fyrir stórri fjölskyldu að sjá. Hann vann svo lengi sem kraftar leyfðu, virti vinnuna sem siíka og hafði vökulan áhuga á iðn- grein sinni. Sá, er þetta ritar, kynntist Ágúst ekki fyrr en á efri árum hans, en á þó margar minning- ar frá þeim kynnum og allar skemmtilegar og hugljúfar. Ég þakka honum traust hans, tillit- semi, glaðværð og góðvild og minnist með ánægju smáferða- laga okkar — svo og allra ann- arra samverustunda. VELJUM ÍSLENZKT EJ Hjairtantega þabka éig ölliuim, sem heimsótitiu miig á áttræðis- afmæli miíniu 20. nóveimiber. ÉG þakka brióður og syisitur- böimiuim mínium. Ég þakka firæniduim og vinium góðar gjafir, blóm og sfceyti. Gleðiteg jól og farseeilt bom- aindi ár ósfca ég ykltaur öfflium. Guð bdeissi ykíbuir ÖIL Guðrún Jónsdóttir, Laugavegi 74, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.