Morgunblaðið - 06.12.1969, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.12.1969, Blaðsíða 14
14 MORGU'N’BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBBR Raforka í auknum mæli til húsahitunar? — nefnd vinnur nú að rannsókn á hagkvæmni rafhitunar — frá umræðum á Alþingi A FUNDI Sameinaðs-þings á mið vikudaginn kom til umræðu fyr- irspurn er Eysteinn Jónsson hafði borið fram til raforkumála- ráðherra um raforku til húsahit- unar. Flutti Ingólfur Jónsson ráðherra ítarlega ræðu um mál- ið og kom fram í henni, að nefnd hefur verið skipuð til þess að rannsaka þetta mál til fulls, en þegar liggur fyrir, að raforku til húsahitunar getur verið hagkvæm, til hitunar ein- býlishúsahverfa, sem skipulögð eru fyrirfram með rafhitun fyrir augum. Einnig kemur rafhitun til greina í fleiri tilvikum þótt endanlega liggi ekki fyrir um hagkvæmni þess. Hér á eftir fer meginhluti af ræðu ráðherra. Hér er um mjög mikið stór- mál að ræða og umfangsmikið og það er nauðsynlegt að greina á milli tvenns konar tilvika. þegar um þetta mál er rætt. Það er í fyrsta lagi hitun húsahverfa, þar sem bæði húsin sjálf og dreifihverfi raforkunnar í hverf inu eru skipulögð með rafhitun fyrir augum, og í öðru lag' hit- ún húsa, sem þegar eru byggð og eru ekki gerð sérstaklega fyr ir rafhitun né heldur dreifikerf- ið við hann miðað. í fyrra tilvikinu, þegar húsa- hverfi er skipulagt fyrir rafhit- un, getur húseigandi oft notfært sér alla kosti rafhitunar, svo sem ódýrt hitunarkerfi og dreg- ið úr kostnaði við hana með því að velja þá einangrun, sem hag- kvæmust er fyrir rafhitun. Hann getur þá sparað sér mið- stöð, kyndikelfa og skorstein, sem annars kynni að vera rauð- synlegur. Á sama hátt getur raf veitan miðað dreifikerfi sitt í upphafi við það hlutverk að dreifa rafoirku til hitunar. TTm- firamkostnaður rafveitunnar vegna dreifingar hita orkunnar, getur þá orðið tiltölulega Ht’ll I síðara tilvikinu, þar sem um er að ræða þegar byggð hverfi, sem ekki eru skipulögð sérstak lega fyrir rafhitun, er enginn þessara möguleika til staðar. Vilji húseigandi taka upp raf- hitun, verður hann að leggja í nýjan stofnkostnað. Einamgrun hússins er sjaldnast eða aldrei við rafhitun miðuð og ef Raf- veitan þarf að styrkja dreifi- kerfið, sem fyrir er vegna hit- unarálagsins, getur orðið um mjög mikinn viðbótarkostnað að ræða fyrir hana. Aðstaða raf- orku til samkeppni við aðra hitagjafa er því gerólík í þess- um tveimur tilvikum. í því fyrra keppir raforkan á jafnréttis- grundvelli, að segja má. í því síðara þarf hún að rýma burt keppinaut, sem þegar hefur náð markað'muimi. SAMKEPPNI VIÐ OLÍU Húshitun með raforku er enn þá tiltölulega lítt rannsakað mál á íslandi. Þær athuganir, sem gerðar hafa veirið, benda þó ein- dregið til þess að rafhitun sé mjög vel samkeppnisfær við olíu hitun í einbýlishúsahverfum, sem skipulögð eru frá upphafi fyrir rafhitun. Þar mætti naforkan kosta a.m.k. 60—70 aura á kw- stund án þess, að samkeppnis- aðstöðunni gagnvart olíu vseri stefnt í hættu. Athuganimar benda einnig til þess, að í slík- um hverfum geti rafveitan dreift hitaorkunni með því að skipu- leggja dreifikerfi fyrirfnam fyr- ir húshitun með tiltölulega lág- um kostnaði. Það væri því í slík um tilfellum fyrst og fremst vinnslu- og flutningskostnaður hitaorkunnar, sem ræður eða gæti ráðið söluverði hennar til notenda. Varla leikuir á því vafi, að hitun slíkra einbýlishúsa- hverfa með raforku, sem seld væri í heilldisöliu til direitfiveitna á 26 aura kw-stund, sama verði og til álbræðslunnar væri ábata söm. Á hinu leikur meiri vafi, hvort firamleiðandi raforkunnar, virkjunin stenzt það að selja raforku til hitunar á því verði. Á hiituoairimarkaðniuim og á ál- bræðslunni er nefnilega sá af- drifaríki munur fyrir firamleið- andann, að hitunin er mjög mis jöfn eftir tíðarfari og felluir mik ið til niður yfir sumarið, en sal- an til álbnæðslunnar eir jöfn all an ársins hring. Það er þetta jafna álag álbræðslunnar ásamt mjög miklu orkumagni, sem er alger forsenda hins lága raforku verðs til hennar. En jafnvel þótt vinnslukostn- aður hitaorkunnar hljóti jafnan að verða nokkru hærri en raf- orka til álbræðslu, er tæplega nokkur vafi á því, að rafhitun einbýlishúsahventfa getur verið hagkvæm, ef hverfin eru skipu lögð fyrirfram fyrir slíka hitun. Um ný fjölbýlishúsahverfi ríkir meiiri óvissa. Jafnvel þótt þau væru skipulögð fyrir rafhitun. Þar hafa athuganir enn ekki ver ið gerðar í nægilega ríkum tmael'i. Vitað er þó, að í sttiíkum hvertfum er samkeppnisaðstaða raforkunn'ar gagnivairt ölíun'ni örðugri en í einbýlishúsahvertf- um. Litlar sem engar athuganir eru til á hitun eldri húsa með raforku húsa, sem ekki eru byggð með slíka hitum sérstak- lega fyrir augum. Þó er augljóst, að verð raforkunnar verður þar að vera mun lægra en til húsa þeinra, sem áðan var rætt um, þeirra er sikipulögð eru fyrir- fram fyrir rafhitun. Mjög dýrt er að skipta um hitunarkerfi og ýmsa kosti rafhitunar er ekki unnt að nýta í eldri húsum, t.d. þá að losna við kyndiklefa og skorstein. Hlutverk raforkunn- air er þá það eitt að spara það olíuhituinarkerfi, sem fyrir er Núverandi olíuveirð til húshit unar er í kringum 50 aura á hverja kw-stund þeirrar varma orku, er úr olíunni nýtist. Varmaorku má mæla í kw-stund um engu síður en raforku. Raf- orka til hitunar eldri húsaþarf því að vera nokkru ódýrari en 50 aurar á kw-stund, því að not andinn þairtf að leggja í nokk- um kosfcnað vegna rafhitunar- búnaðarins. Spurningin er þá, getur rafveitan selt orku til hús- hitunar í eldri hverfum þar sem dreifikiertfið er ekki sérstaklega við hitun miðað við verði, sem er vel neðan við 50 aura á kw- stund? Svarið við þeirri spurn- iimgu er komið undir vininsliu- og flutnimgsibosifcniaði raforkunn- ar og dreitfinigarkost'na/ðinium. DREIFING ARKO STNAÐUR Lítum fyrst á síðari liðinn, dreifingarkostnaðinn. Rafveitan getur dreift vissu takmörkuðu magni hitunarorku fyrir mjög lágt verð um dreifikerfi, sem fyr ir er, nefindlega upp að því marki, að hitunarorkan fari að hafa áhrif á toppálagið Þessi arka nægir aðeins fyrir tiltölu- lega lítinn hluta hitunarþartfar innar. Ef hitunarorkan verður það mikil, að styrkja þurfi dreifikerfið, sem fyrir er henn ar vegna, • hækkair dreifingar- kostnaðurinn mjög mikið. Til kemur svo vinmslu- og flutnings kostnaðurinn eða heildsöluverð- ið, ef dreifiveita kaupir orku í heildsölu. Þetta verð er 37—74 aurar á kw-stund hér á landi til almennira rafveitna, mismun- andi eftir stöðum og nýtingar- tíma. Hér er um meðalverð að ræða, sem felur í sér fastagjald. Fyrir orku, sem ekki hefur áhrif á toppálagið eir heildsöluverð- ið 12—23 aiumar á kw-®fcund mis- munandi eftir stöðum. Þrátt fyr- ir takmairkaðar athuganir á möguleikum húshitunar með raf orku hér á landi, virðist mega greina etftirfarainidi meginafcriði og eru þau niðurstaða firaman- greindra hugleiðinga og athug- ana. Við vinnslu- og flutnings- kostnað raforku eins og hann gerist hér á landi og birtist í heildsöluverði til dreifiveitna, viirðist augljóst, að húshitun með rafarku sé hagkvæm í eftir töldum tilvikum: 1. Hitun einbýlishúsahverfa, sem skipulögð eru fyrirfram með rafhitun fyrir augum. Um fjölbýlishúsahverfi ríkir mikill vafi enn sem komið er. 2. Hitun eldri hverfa getur verið hagkvæm að vissu marki, en það mark er ekki nema til- tölulega Htill hluti af hitunar- þörfinni. Sé farið yfir það mark, er hagkvæmnin miklum mun vafasamari. FATAMARKAÐUR •KARLMANNAFÖT frá kr. 1.990.00 KARLMANNAJAKKAR — — 975,00 DRENGJAJAKKAR — — 875,00 DRENGJABUXUR — — 390.00 MOLSKÍNNSBUXUR — — 350.00 TERYLENEFRAKKAR — — 1.760.00 VETRARFRAKKAR KVENKAPUR frá kr. 500.00 KVENREGNKÁPUR á — 350.00 TELPNAREGNKÁPUR á — 150.00 TELPNABUXUR frá — 390.00 hettuUlpur frá — 1.035,00 GERIÐ GÓÐ KAUP Op/ð til kl. 4.oo á laugardögum Armúla 5. ORKUÞÖRFIN Heildarþöirf orkiu til húshi'tun- ar á fslandi er sem stendur af stærðargráðunni 1500—2000 gígavatnsstundir. Ein gígavatns stund er 1 millj. kw-stundir á áirL Atf því sér ratforkan fyrir nálega 90 gígavatnsstundum eða 5%. Aflganigurinin, 95%, skiptist milU jarðhita og olíu, þannig að jarðhitinn sér fyrir 55% en ol- ían fyrir 40%. Til samanburðar má geta þess, að orkusala til ÍSAL varður 1237 gígavatns stundir á ári, ef viðbótarsölu- samnintgur sá, sem nú liggur fyr- ir Alþingi, verður staðfestur. Af firamangreindum tölum má fá hugmiynd um huígisiam'lega sitærð markaðsins fyrir rafhitun. Ef ekki er reiknað með, að raf- orkan taki markað fná jarðhit- anum, verður eftir núverandi hlutur olíunnar um 700 gíga- vatnsstundiir. Rafhitunin næmi þá alls um 800 gígavatnsstund- um á ári nú, ef öll olíuhitun væri flutt yfir á rafhitun. Tölur þessar eru í eðli sínu óvissar, en þær gefa samt rétta hugmynd um stærðargráður. Nú er nokkuirn veginn öruggt. að ekki borgar sig að útrýma olíu- hitun með öllu, svo að hugsan- legur raíhitunarmarkaður í dag er nokkru minni en þessar 800 gígavafcnsstundir. Qrkuþörfin til húshitunar fer að sjálfsögðu vaxiandi. Etftir 10 ár er hún væntanlega orðin 30% meiri en í dag. Svo sem þegar er sagt, hafa húshitunarmál ekki verið rann- sökuð að fullu hér á landi, til þessa. Hér er um yfirgripsmik- ið mál að ræða, sem tekur mik- inn tíma að rannsaka að fullu. Nú í haust var skipuð sérstök rannsóknamefnd húshitunar með fulltrúum frá Orkustofnun, Efnahagsstotfnun, rafveiifcum, hita veifcum, Landsvirkjum og olíufé- ilögiuinium. Gallar 1 Breið- holtsíbúðum — til umræðu á Alþingi KOSTIR og gallar hinna svo- kölluðu Breiðholtsíbúða, þ.e.a.s. fjölbýlishúsa þeirra er reist voru í Breiðholtshverfi af Fram- kvæmdanefnd byggingaáætlana, komu til umræðu í efri-deild Al- þingis á fimmtudaginn. Fluttu þeir Jón Þorsteinsson, Einar Agústsson og Eggert G. Þorsteinsson félagsmálaráðherra ræðu um málið, en tilefni um- ræðnanna var gagnrýni sem kom ið hafði fram hjá Einari Ágústs- syni við umræður um frumvarp um húsnæðismál sem dcildin fjallar nú um. Jón Þorsteinsson sagði að sú gagnrýni væri engan veginn á rökum neist. Vitanlega mætti finna galla í svo mörgum íbúð- um, en gert væiri miklu meira úr þeim en efni stæðu til. Einar Ágústsson sem sagðist hafa farið að skoða nokkrar þess ara íbúða, tilgreindi nokkur atriði sem hann sagðist hafa séð: „í mörgum þessara íbúða, sem ég kom í,“ sagði Einar, „er ekki hægt að opnia glugga í svefnher- bergi. Ég hygg að það muni brjiófca í bága við heillibriigðiissiam þykkt Reykjavíkurborgar, að svo skuli vera. f staðinn fyrir opnanlegan glugga í þessum íbúð um á að vera loftventill, sem íbúar þeirra segja, að sé frosinn fastur mestallan veturinn, þann- ig að loftræstingin í herberginu er engin.“ Einar sagði ennfremur, að í mörgum íbúðum væru veggplöt- ur í baðherbergjum brotnar af í stórum flögum, þannig að veggur inn vaeri þar ber. Þennan ágalla hefði firamkvæmdanefndin marg- sinnis reynt að laga, en án árang urs. A.m.k. í tveimur íbúðum sem hann kom í hefði parketgólfið sigið um heilan sentimeter og í einmi íbúðinni hefðu íbúarnir tal ið, 'að gflleiymzt hetfði að eiinianigra úfcveigg 'að verulleigu Deyti. Þá hefði í tveimur íbúðunum sem hann kom í, sem lágu saman, verið gerð prufa á því hvað hljóð einangrunin væri góð milH svefn herbergjanna, og menn frá fram 'kvæmidan/efindiiinini ihetflðiu komið til að kawna þetta. Sagði Einar að þeim hefði meira að segja brugð- ið, þegar það heyrðist á milli herbergjanna sem sagt var í hálf um hljóðum, hvað þá það sem sagt var í venjulegri raddhæð. Þá væri frágangur frá geymsl- um, sem fylgdu íbúðunum slíkur, að þær væru naumast mannheld ar. Að lokum gerði svo Einar sprungur í veggjum húsanna að umtalsefni og sagði: „Ég hef oft séð miklar sprungur í húsum, bæði á steynsteyptum veggjum og samskeytum. En önnur eins listaverk í spruingum og sjá má í Breiðholti hygg ég, að erfitt sé að finna. Og það má satt að segja þakka fyrir, að veggirnir standast á. Stigarnir hafa lent þama að því er virðist af handa hófi irá 5 og upp í 25 cm flrá veggnum. Þá má og nefna það að herbergjum er skipt í sund- ur með skápum, og er samsetn- ing á skápunum þannig, að það er alveg óþartfi að hafa ljós nema í öðru herberginu, því að birtan verður þá næg í hinu. Jón Þorsteinsson svaraði gagn rýni Einars. Hann sagði að íbúð- ir framkvæmdanefndarinnar hefðu verið samtals 312 og þyrfti engan að furða þótt gallar kæmu fram í einstökum íbúðum. Vitað væri að gallair væru töluverðir í einiu ’stigahúsd, 8 íbúðium. Satgði Jón að svo virtist sem Einar, sem farið hefði í umrædda skoðunar- ferð með Stefáni Valgeirssyni og byggingameistara einum, hefðu einungis farið til þess að skoða gölluðu íbúðirnar og þá með sama hugarfari og blaðamenn dag blaðsins Vísis hefðu gert. Sagði Jón að blaðið hefði blásið það mjög upp að íbúði'mar væru gall aðar, en hins vegar hefði blaða mönnunum orðið tregara um svör þegar þeim var boðið upp eftir og þeir beðnir að benda á gall- ana. Jón sagði, að rógberar Breið- holtsframkvæmdanna hefðu t.d. talað um sigið parketgólf og ó- hæfilegt brak í því. Seint yrði reist það hús á íslandi að ekki beyrðist fótatak mann.a og réfct væri að benda á það að oarket- gólfin hefðu sparað íbúðareig- enidum tuigfþúsuodir í fceppakaup um. Jón sagði, að ef alflar íbúðiir væru skoðaðar með sömu gagn- rýnisaugum og Breiðholts'búðim ar væri sennilega engin íbúð á íslandi sem talin væri ógölluð, en litlar sögur færu af því að blaðamenn færu til þess að skoða galla í byggingum húsameistar- anna. Þá sagði Jón að meira hefði verið um galla í fyrstu bygging- unum en þeim síðustu og hefði Reykjavíkurborg t.d. fengið eina blokk, og hefðu engar kvartanir um galla í henná komið, enda hefði það verið síðasta blokkin seim firamlkvæmda'niefnidin byggði þarnia. Jón sagði að með byggingum þessum hefði verið reynt ýmis- legt nýtt og væri sumt það sem gagnirýnin beirnkt að hreimt fyrirkomulagsatriði, eins og t.d. sikiptimg heribergjia mieð sfcápum. Einar Ágústson tók aftur til málls og eagði að viðurikeninia bæri að margt gott væri hægt að segja um íbúðiir þessar, sérstak- lega teikningar þær sem farið hefði verið eftir. En það breytti því ekki að framkvæmdirnar viirt ust í mörgu misheppnaðar og að sínu mati væri það ekkert fvrk- komulagsatriði að skápahurðir væru signar niður undir gólf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.