Morgunblaðið - 06.12.1969, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.12.1969, Blaðsíða 23
MORGUNBLADIÐ. LAUGARDAGUR 6. DESEMBBR 1999 23 Elísabet Jónsdóttir —Minning Fædd 4. desember 1878 Dáin 23. nóvember 1969 í BIRTTNGU á köldum vetrar- degi úti í Kaupmannahöfn, barst mér sú fregn, að látizt hefði um nóttina föðuramma mín, Elísa- bet Jónsdóttir. Fregnin koim ekki með öllu á óvænt, því árin voru orðin næstam níutíu og eitt og heilsunni hafði hraikað. Saant þó eins og reiðarslag, því það var einhvern veginn svo erfitt að sætta sig við að lifa í veröld, þar eem hún ekiki lék með. Sviðið var autt. Elísabet Jónsdóttir var fædd 4. desember 1878, dóttir Guðrún- ar Jónsdóttur frá Sauðtúni og Jóns Þórðarsonar, óðalsbónda og alþingismanns í Eyvindar- múla í Fljótsh'líð og þar við grös ugar brefcfcur, tún og gljúfur og sýn til jökla ólst hún upp á góðu íslenzfcu sveitaheknili. I>ar mótaðist slkapgerð hennar í stór- brotnu uonhverfi og teiknuðust fyrstu drættirnir í þann lifsstíl er hún tileinfcaði sér. Eyvindar- múli var gott heimili og þjóð- legt og við þann stað batt hún ævarandi tryggð. Elísabet var átján ára gömiul, er hún hélt út í heiiminn, til Eyrarbafcka til að læra saum hjá Þórdísi Símonardóttur, ljósmóð- ur. Hatfði hún verið gift Berg- steini bróður hennar, en var nú giift öðru sinni. Var Elísabet í heimili hjá Þórdísi. Þórdís var einstök gáfumanneslkja og nýiir straumar í þjóðmálum fóru þar efclki hjá garði. Eitthvað nýtt var að sfce á íslandi, einhver eftir- vænting lá í lofti — kannsfci það, sem nú er orðið að veru- leika. í hús Þárdisair koimu mangir og þar var rökrætt og sagt frá nýjum tíðindum. Og í því húsi kynntist Elísabet mannsefni sínu, Pétri Guðimundssyni, sikóla srtjóra, fæddur 17. maí 1858. Pétur var glæsilegur fulltrúi þeirra manna er báru fræðslu- málin mest fyriæ brjósti, orð- lagður fyrir gáfur sínar og mælsiku. Hann var útskrifaður úr Möðruvallasfcóla, en bætti síð ar við þefckingu sína erlendis. Þau hjónin giftu sig áirið 1898 og bjuggu fyrst í sfcólahúsinu. Síðar festu þau fcaup á svo- nefndum Halldórsbæ, er síðar varð að vífcja fyrir húsi er þau byggðu og nefndist Garðhús. Á fyrstu búskaparárum sínum höfðu þau nokkurt bú: fáeinar kindur, kú og hesta. Pétur var eftirsóttur til að fylgja erlend- uim ferðamönnum, vegna mála- kunnáttu, sem var fátíð í þá daga. Þeim Pétri og Elísabetu varð 11 barna auðið, en börn þeirra voru þessi: talin eftir aldri: Jón Axel, fv. bankastjóri, kvæntur Ástríði Einarsdóttur. Steinunn, lézt aðeins 10 ára gömul. Nellý, gift Jóni H. Jónssyni, bónda að Miðhúsum í Álftanes- hcreppi á Mýrum. Guðmundur, loftskeytaimaður, kvæntur Ingibjörgu Jónasdóttur. Ásgeir, verfcaimaður, kvæntur Dýrleifu Árnadóttur. Auður, gift Kristófer Jónssyni, bónda í Hólabrekku í Garði. Tryggvi, banlkastjóri, kvæntur Guðrúnu Jónasdóttur. Steinunn Bergþóra, gift Þor- móði Jónassyni, húsgagnasmíða- meistara. Ásta, dó 1938 aðeins 23 ára að aldri. Pétur, fv. útvarpsþulur, kvænt ur Birnu Jónsdóttur. Bergsteinn, eem dó á fyrsta ári. Ennifremur ólst upp hjá henni öðrum þræði Haraldur fyrrv. safnvörður, kvæntur Mar gréti Þormóðsdóttur. Var hann soruur Péturs manns hennar. Har aldur reyndist henni ávallt eins og sonur og henni var hann jafn kær eigin börnum. Þá ól Elísa- bet upp dóttunson sinn, Ástþór Pétur Ólafsson, mjóDkunfræð- ing, son Ástu, er lézt frá honum nýfædduim. Eins og sést af framansfcráðu, var þetta stór barnaihópur, en fjölslkyldan komst furðanlega af, eftir því sem þá gerðist á tímuim allsleysis. Eyrarbaikki var ekki aðeins verzlunamstaður fyrir Suðurlandsundirlendið alllt í Skaftafellssýslur, staðuir þar sem menn komu vor og haust, staður úttektar og innleggs, heldur líka staður menningar og sér- stæðs mannlífs. Fyrir dynuim þrumaði brim, sjóvarnargarður og útræði. Útgerð og fiskur, líf og dauði, björg færð á land, dánir bornir á kamb. Og dagarn- ir liðu og frítt vair til fjalla, en svo dregur ský fyrir sólu í Garð- húsum. Maður henmar missir heilsuna og deyr fyrir aldur fram eftir langa sjúlkdómslegu. Hann dó 8. maí 1922. Nú voru góð ráð dýr. Ekkja situr uppi með stóran barnahóp. Barátta var framundan. í fyrst- unni situr hún um kyrrt með hópinn sinn á Eyrarbafcka, en ræðst í það í samráði við elzta son sinn, Jón Axel, að flytja til Reykjavíkur; möguleikarnir meiri til að börn hennar mættu hljóta einhvern fraima og ef til vill fleiri úrræði með atvinnu en á Eyrarbakka. Jón Axel, sem nú hafði axlað byrðar heiimilis- ins í stað látins föður, útvegaði íbúð í Reylkjavilk og verður það úr að Elísabet flyzt suður með hópinn sinn haustið 1923. Eldri börnin höfðu farið á undan, en með henni komu þau yngri og móðir hennar háöldruð, sem einnig var þar í heimili, en lézt sama árið og fjölskyldan settist að í Reykjavík. Það er erfitt hiutsikipti að vena eikkja mieið stórian bairina- hóp, en þa!ð vair sérBtaiklega þuing bært á tímium aiilisiieysis og fá- tæiktar, eins og var á íslandi ár- ið 1923. Ekki sízit ef höfð er í huga sú skapgerð er Eiísabet var gædd og bjó yfir. Sjálfsvirðing í efsta sæti, heitt og logandi ákap og stórt hjarta. En þetta blessaðist einhvern veginn og börnin hlutu óll einhverja hald- góða menntun og komust til starfa í gróandi þjóðlífi. Hóp- urinn heima minnkaði. Það var lifsins lögmál, ungarnir flugu úr hreiðrinu, en heimili hélt Elísabet til ársins 1944 að Stein- unn dóttir hennar giftist. Þá fókk hún skjól hjá henni og manni hennar. Steinunn slkildi aldrei við móður sína og unni henni heitt. Að lýsa dkapgerð Elísabetar Jónsdóttur er vairla hægt, allra sízt í stuttu máli. í henni bland- ast með undursamlegum hætti sú forneskja og harka, sem ef til vill varð þess valdandi að við enn byggjum þetta kalda, harð- býla land. Ást á fróðleik, ætt- fræði, Ijóðum ög þjóðlegum arfi var henni meðfædd, en hún var einnig nútímakona. — Ef til vill fyrst og fremst nútímakona. Hún var jafnaðarmaður; ekkjan sem bauð valdinu og heiminum byrginn; ekkjan, sem stóð upp á mannfundum og hélt leitftrandi ræður til að verja smælingjana og hún skrifaði í blöð; jafnvel fram á síðustu ár. Hún var svo vel 'Skáldmælt, að það eitt hefði nægt til að varðveita nafn henn- ar, ef hún hefði lagt rækt við þá gáfu, og hún unni fegurð og söng og hún lék á hljóðfæri. En fyrst og fremst var hún móðir og uppalandi. Það var hennar æðsta skylda. Við oWkur barnabörn sín var hún um margt sérstæð, fór að tala við okkur um þjóðmál inn- an við fermingu, eins og við værum fullorðið fólk og hún unni ökkur öllum heitt. Hins vegar var hún ef út í það var farið, etókert feimin við að segja okkur til syndanna — og hún sannarlega hreif oktour líka, mótaði okkur og smitaði af lífsstíl sínum og ieiiftrandi gáf- uam, og við fundum hvað hún unni okkur heitt. Ævisaga hennar verður ekki rituð hér. Gamall vinur hennar af Eyrarbakka, Vilhjálmur S. Vilhjálmsson heitinn, rithöfund- ur ritaði um hana í bók er hann gaf út fyrir nökkrum ámim, „Fimm koniur" og fónst vel úr hendi. Níutíu og eitt ár er liðið. Langri lífssögu er lokið. Lifs- sögu konu, eem var etokja í 47 ár. Sá, sem þetta ritar, verður ekki viðstaddur þegar hún verð- ur í kirkjugarðinum á Eyrar- bafcka lögð við hlið manns síns á vetrardegi undir söltum himni. Sögunni er loöcið, þegar staðið er yfir moldum. Langrli baráttu- sögu, harðri og erfiðri, líka ást- arsögiu. Vindurinn mun bera slkýjaflotann yfir landið og leið- ið hennar mun gróa graisi. Við, sem þekktum hana og etókuðum geymum hana nú aðeins í hjart- anu. Guð blessi minningu hennar. Khöfn, 26. nóv. 1969 Jónas Guðmundsson, stýrimaður. KVEÐJA FRÁ DÓTTURSYNI LÍTIL telpa kemur að Eyvind- Sirmúla í Fljótshlíð. Hlýr faðlm- ur er breiddur út; ást tendrast í brjóstum feðgina, sem að mannanna dómi gátu varla átt brýnt erindi til samvista. Hún hafði verið með móður sinni á ýmsum bæjum, fyrst á Dag- verðarnesi á Rangárvöllum, siðast að Þverá í Pljótshlíð. Án alls efa hefur margt brotizt um í huga 8 ára gamallar jafnaðar- konu, sem var í þann mund að setjast að hjá föður sínum. Nokkur unaðsrík ár líða í föður- garði við ástrífci og mildi. Lítil dóttir, hreinlynd og trygg, skap- föst og blíð, greiðir blindum föður, les fyrir hann — þau eru saman. Ung stúlfca kemur til Eyrar- balkka til þess að læra fataisaum. Þar kynnist hún dkólamQnni, Pétri Guðmundssyni. Þau eig- ast. Brátt einkennist heimili þeirra af glaðværri barnafjöld og fátæfct, en framar öllu mann- dómi. Sár harmur sækir þau heim; þau missa barnunga dótt- ur, bráðefnilega stúiku; yndis- legur sonur, elkfci ársgamall, deyr í vöggunni sinni. Lífsbar- áttan er óvægin, og það reynist oft þung þraut að afla matar til næstu máltíðar; en margir eru munnarnir, mörg augun. En þá verður áfallið, sem fyrst sker úr um, hver þessi unga kona er; eigimmaður hennar, enn á góð- um aldri, missir heilsuna. Eftir þriggja ára erfiða legu deyr hann, henni og börnunum, sem elsfcuðu hann og virtu, ósegj anlegur harmdauði. Hún er orðin ekkja þessi barnmarga móðir, i heimi þar sem mannúð gengur illa að festa rætur og náungafcærleikur á erfitt upp- dráttar. Ungur sonur gengur fram fyrir skjöldu, og fjölskyld- an gengur órofa til móts við framtíð sína. Kona á miðjum aldri kemur með barnalhóp og aldraða móður til Reykjavíkur. Lífið hefur ótil- fcvatt og án vægðar sýnt henni fiitt rétta andlit, agað hana, kennt henni. Ekki veitir af, það eru erfiðir tímar, fóik í kreppu. Engu að siíður ræður glaðværð rí'kjum á heimilinu, söngur og orgelleilkur. Oft hafði hún orðið I að leggjast þungt á árar í bú- ] sikapnum, þótt henni væri um margt sýnna en heimilisverk. ' Aldrei var brýnni þörf en ein- mitt nú fyrir þá skaphöfn, sem henni var í eðli lögð, lifhöfn bairnanna. Fyrir ekkert kom að ætla að tala tæpitungu við til- veruna. Þessi koha þelkkti sfcyld- ur sínar. Hún hafði ríka samúðar kennd með þeim, sem bágstadd- ' ir voru í lífinu; unni hinum sannmælis, sem betur voru sett- ! ir. En þessi kona þekkti einnig rétt sinn, hún var jafnaðarkona, í fegurstu merikingu þess orðs, sú sama og kom til Eyvindar- múla forðum. Engar hliðarhug- sjónir um að komast í nefnd eða ráð, engar sérgæzkulegair frama- vonir eða auðgunarsjónarmið vörpuðu sfcugga á afstöðu henn- air; krafan snerist uim tilveru- rétt. Hún fór í enga launlkofa með skoðanir sínar, hvor'ki fyrir há- um né lágum, heldur varði þær af þeiiTÍ mælsku og rökfimi, sem sannfæringarfcraftur einn getur látið í té. Logmmolla og I tepruslkapur voru henni víðs | fjarri slkapi; gustmikil reisn og einarðleg festa fylgdu orðum og athöfnum; þar sem hún fór, þar var líf. Bkki gekk of greiðlega að fcyngja því; eða hvað vildi þessi ómenntaða alþýðukona upp á dekk? Virðulegt fas og fleipurlaus máliflutningur gátu þó ekki annað en vakið aðdáun, jafnvel þótt undan sviði á stundum. Bjartari tímar renna upp. Harðsækinn karlleggur sækir | fram í námi og startfi, kvenlegg- Urinn fylgir fast eftir; andi móð- urinnar svífur yfir vötnum, ' minning látins föður vísar veg- inn. Börnin hverfa eitt og eitt af heimilinu, stofna sín eigin. Móðirin er ein eftir með tveim- ur yngstu dætrunum. Þá dimm- ir sviplega yfir ranni; yngsta dóttirin deyr frá ómálga barni. Oslitgjörn knýtast bönd milli móður og dóttur, þegar lítið barn er sikírt við hvíta kisfu. Gömul kona situr á rúm- stokknum sínum og honfir blind- um augum í gaupnir sér. Hún hefur lifað hálfa íslandssöguna; tíma styrjalda og fátæktar, hat- urs og heimsku, mannvonzku og misfcunnarleysis. Samt hefur ekkert megnað að veikja trú hennair á mannúð og kærleika. Hún hefur alltaf séð það góða í því vonda, ljósið í myrfcrinu. Þar á glaðlyndi hennar hlut að máli, fullt af góðlátlegri kímni og smitandi kæti. Hún hefur yndi af því að rifja upp liðna tíð, ljóð og sögur, menn og mál- efni. Minnið er óbrigðult, hugs- unin tær og Skörp, þótt dagleg önn sé elkki eins hugtæik og áð- ur. Ekki hefur réttlætiskenndin daprazt henni; hárbeitt mælskan venst og sækir með oddi og egg. Tilsvörin eru hnyttin, oft hvat- akeytleg eða jafnvel höstug, eða það brennur við, að rökum and- mælandans er ekki sýnd nein óþarfa tillitssemi. En að bafci býr einatt góðvild og framsýni, þótt ekki akiljist það alltaf jaifn- harðan. Stórbrotnum persónu- leifcum er vandfylgt. Hún situr þarna ein, á stokkn- um sínuim, rær fram í gráðið og hefur yfir gamlan sálm eða stöku; sjálf er hún hagmælt, þótt lítil grið gæfust til yrkinga. Gleði og eftirvænting af himn- esfcum toga færist yfir andlitið, þegar ættingi, eða fornvinur, gjeimgiuir immar till 'henimar, sezt á stokk og sameinast henni í orð- ræðu. Sálin er enn ung og heit, líkaminn einn hefur elzt. Enn er gleði, enn harmuír. Skýja- balkka dregur upp á bjartan vor- næturhimin, sem þó er í ætt við heiðríkjuna. Nú er sól hennar hnigin til viðar í þessum heimi. Vonandi birtir um leið í öðrum, þar sem drenglund og mannúð þykja nokfcurs virði. Megi almættið blessa þá för. Hilmar Pétur Þormóðsson. í DAG verður tíl moldar borin á Eyrarbafcka, frú Elísabet Jóns- dóttir, Grettisgötu 43 hér í borg. Með henni er hnigin merfc og mifcilhæf kona, sem lengi verð- ur iminnzt af þeim er kynntust henni og nutu samvista við hana. Elisabet var fædd í Dagverð- arnesi á Rangárvöllum 4. des- ember 1878, en móðir hennar var þá vistfcona þar. Foreldrair Elísa- betar voru Jón óðalsbóndi Þórð- arson á Eyvindanmúla í Fljóts- hlíð alþingismaður Rangæinga um ndkkurt Skeið, og Guðrún Jónsdóttir bóndadóttir frá Sauð- túni, sem nú er eyðibýli, skammt frá Eyvindarmúla, Fyrstu sex æviárin ólst telp- an upp með móður sinni sem var vinnulhjú á ýmisum bæjuim. — En eftir það skildu leiðir mæðgnanna. Telpan fluttist að Múla, til föður síns, og ólst þar upp síðan. — Þunguæ var skiln- aður þeirra mæðgna, eins og ætla má, og olli telpunni þung- uin trega. Ekki leið þó á mjög löngu unz hún ták gleði sína. Hún varð uppáhald föður sína, og kona Jóns, Steinunn Auðuns- dóttir prests á Stóruvöllum í Landssveit, reyndist telpunni sem góð móðir, enda valkvendi. Elísabet hlaut góðan andlegan og lífcamlegan þroska, vel gefin til munnis og handa, svo að hall- aðist ekki á. Þegar hún var full- vaxta, var hún í hópi glæsileg- ustu ungra stúlkna í Rangár- þingi, fögur og svipmikil og gáfuð í bezta lagi. Átján ára gömul hélt hún til Eyrarbaklka að læra fatasaum hjá Þórdísi ljósmóður, ekfcju Bergsteins bróður síns. Þar kynntist hún Pétri Guðmunds- syni þá barnakennara, sem var gagnfræðingur frá Möðruvöll- um. Þau felldu hugi saman og trúlofuðust. Ekki líkaði Jóni á Múla þetta alls kosttar og þæfði eitthvað móti því, að úr hjóna- bandi yrði. — Annars vegar fannst honum aldursmiunur þeirra Péturs og EMsabetar of mifcill, full 20 ár. — Hins vegar var hann hræddur um efnalegu aflkomuna, þar eð tekjur hans sem annarra barnakennara voru harla lágar. — En efcfci fékk hann talið hana á sitt mál. Hún unni Pétri og var fús til að mæta blíðu og stríðu við hans hlið. Árið 1898 voru þau gefin saman. Unmust þau vel og lengi. Brátt hlóðst á þau mikil ómegð og heimilisefni llítil, þar sem efcfci var við annað að styðjast en kennaralaunin og ígripavinnu við verzlun á aðal- fcauptiðinni. — Pétur var hug- sjóna- og félagsmálamaður, ura margt á undan sínum tíma, en hlaut að launuim erfiðið eitt. I Bkki gaf það braiuð. — Þrátt | fyrir alla atorku, nýtni og spar- semi húsifreyjunnar, leið heimil- ið skort með koflum. — Gest- risni þeinra hjóna þótti frábær, enda sóttu margir þau heiim. Alltaf var hjartarúm þeirra samt við sig. — Auk þeirra eigin barna, ólst upp á heimilinu son- ur Péturs, Haraldur, sem hann hafði eignazt fyrir giftingu. Enn fremur var á vist með þeim hjón um, Guðrún, móðir Elísabetar, eftir að kraftar hennar tóku að þverra. Börn þeirra Péturs og Elísa- betar voru ellefu. Eru átta þeirra á lífi. Máttu þau hjón hrósa miiklu barnaláni. Öll eru systfc- inin glæsileg útlits og góðum gáfum gædd, þróttmikil, starf- söm og viljasterfc. Eru sumir synir þeirra löngu landskunnir menn, er skipað hafa miklar og vandasamar virðingarstöður við góðan orðstír. Pétur kennari andaðist vorið 1922. Fluttist Elísabet rúmu ári síðar með sinn stóra barnahóp til Reykja- víkur. Voru sum þeirra þá enn á bernsfcuskeiði, aðrir unglingar. Má nærri geta um það hve Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.