Morgunblaðið - 07.12.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.12.1969, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1969 Mjl BÍLA.LEIGAA ÆÍAIAJJRf BIUi LEfBA MAGOiÚSAR IKIPHOLTI21 SIMAR 21190 efttrlolcun $Imi 40 J S1 4444 W/UFIDIfí BILALEIGA HVERFISGÖT U 103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna -VW svefnvagn VW 9 manna- Landrover 7 manna Schannongs minnisvarðar Biðjið um ókeypis verðskrá. ö Farimagsgade 42 Köbenhavn ö. Hótel Evrópa FRÁBÆRT ÚTSVNI yfir borgina og höfnina. líkt og úr hinu fræga Hotel Hassler yfir Róm, Tour d'arg ent yfir París. Maturinn er óviðjafnanlegur. — Ógleym- anleg endurminning, sem þér skulið ekki láta ganga yður úr greipum er þér komið til Kaupmannahafnar. Hótel Evrópa HÓTEL RESTAURANT SELSKABSLOKALER H. C. Andersen Boulevard 50. Köbervhavn V. Teiex 5700 Telegramadr.: Europahotel. Telf. (01) 12 68 68. 0 Sjónvarp og bóklestur „Amicus librorum" skrifar: „Heiðraði Velvakandi: Hann fylgist illa með, þingmað urinn, sem heyrir aldrei nefnda bók í sjón-varpinu. Að auki mætti fraeða hajin á þvi, sem allir vita, er eitthvað fyigjast með þessum málum, að reynslan af sjónvarpinu hefur alls staðar orð ið til þess að auka áhuga almenn ings á bóklestri, bæði fagurra bókmennta og fræðlrita. Flutnmg ur leikrita f sjónvarpi verður til dæmis til þess, að almenningur fær áhuga á að lesa leikrit. Sjón varpið örvar fræðslu- og menn- ingaráhuga allra (nema e.t.v. þessa þingmanns). Við getum til að mynda hug- leitt, að nú er komin út bók eftir Strindberg, alveg áreiðan- lega sakir vinsælda samnefnds sjónvarpsleikrits, sem hér hefur verið sýnt. Sjónvarpið hefur hvarvetna stuðlað að aukinni lestrarþörf alls þorra manna. 0 Sænska ,,innrætingin“ Ég finn það aðallega að sjón- varpinu hér, að sænsk innræting (indoktrinering) veður óbeizluð uppi. Hirðum við allt og sýnum, sem Svíar senda okkur? Hvað á það til dæmis að þýða að láta Svía sýna okkur Kalifornfu? Fyr ir utan það, að myndin var illa gerð og frumstæð, hefðu bæði Bretar, Frakkar og Þjóðverjar gert þessu efni betri skil, aðekki sé nú minnzt á Bandaríkjamertn. Eða það hneyksli að sjónvarpa hér hégómlegri pop-tildurmessu sem var ekki annað en níð um Bandaríkjamefin. Sænsk pop- Til leigu í Grindovik Til leígu f Grindavík frá næstu áramótum um 65 ferm hús á tveimur hæðum. Húsið er til margra hluta nytsamlegt. 1 hús- inu hefur undanfarin ár verið starfrækt netaverkstæði. Til greina kemur að leigja hluta hússins. Leigutaki gæti einnig fengið íbúð á leigu á sama stað, ef þörf krefði. Upplýsingar gefur ENAR G. ÓLAFSSON. Garðhúsum, simi 8107. Inni- og útiljósaseríur Mikið úrval af inni- og útiljósaseríum, mis- litum perum, Ijósaskrauti svo og allt efni til raflagna. Næg bflastæði. LJÖSI//RK/HfJ Bolholti 6 — Sími 81620. IDIPMIMAT Hver er Diplomat? Kynnist Diplomat Reykið Diplomat Verið Diplomat SA RETTI messá með akfeitum, lendavagg- andi gítarspilandi guðsorða- snápi, gaulandi róg um Banda- ríkjamenn, — getið þið ímyndað ykkur annað eins? Og hvað er okkur boðið upp á eitt föstudagskvöld? Sænska kvikmynd um álaveiðar við suð- urströnd Svíþjóðar! Þessi mynd getur sjálfsagt gengið eftir 150 ár á þröngum klúbbfundi sér- fræðinga í atvinnusögu Suður- Svía á miðri tuttugustu öld, en, guð hjálpi okkur, ekki á íslandi í dag! Mættum við fá fleira frá öðrum þjóðum en þessari sérgóðu og sjálfumglöðu útkjálkasmánation. A.L.“. 0 Loksins einn ánægður „Faðir“ skrifar: „Dálkamir þinir eru alltaf fuil- ir ai kvörtunum og óánægju- pistlum, Velvakandi góður. Fáir nenna að setjast niður og skrifa um það, sem vel er gert. Þess vegna veit ég, að þú ert feglnn að sjá einu sinni bréf, sem byrj ar ekki : Þetta er ekki hægt! — eða: Hingað og ekki lengra! Ég hef lengi ætlað að biðja þig að koma á framfæri minni beztu kveðju til ritstjóra Æsk- unnar og þakka honum fyrir blaðið. Það er eina ritið, sem slegizt er um á minu heimili, — ætli það endi ekki með því, að ég verði að gerast áskrifandi að tveímur eintökum. Þegar ég var strákur, beið ég alltaf eftir Æskunni með mikilli tilhlökkun, ekki sízt jólablaðinu. Kannski vegna þess, að þvi var alltaf stungið undir stól og ekki opnað fyrr en á jólunum. Það var gömul venja að opna ekki jólablöðin fyrir jól, venja, sem Mklega er ekki haldin neins stað ar nú á dögum. En það er önnur SKANDINAVISK TOBAKSKOMPAGNI 1035 § 30. nóv.-ballið „Stúdent" skrifar: „Alltaf endurtekur sig sama pukrið og laumuspilið í sam- bandi við 36. nóvember-fagnað Stúdentafélags Reykjavíkur. Virð ist gilda einu, hvort félagið er í höndum lögfræðinga eða presta. Þegar byrjað var að selja mið- ana og taka frá borðin — samkv. áður birtti auglýsingu — var bú- ið að ráðstafa flestum þeim borð um, sem eftirsóknarverð teljast. Þeir, sem voru svo míklir kjánar að standa í biðröð í tvo eða þrjá klukkutima, Ientu út í homi. Ég er ekki að segja, að stjórn armennimir séu slæmir. Þvert á móti, greiðviknir og fylgjandi gamalli venju. Það er hins vegar tímabært að gera eina smábreyt- ingu á undirbúningi þessarair ár- legu hátíðar Stúdentafélagsins. Það er blekking að auglýsa miða sölu og ákveðinn tíma til borð- pantana, úr þvi að búið er að ráðstafa borðunum fyrirfram. Þess vegna á frannvegis að aug- lýsa nöfn stjómarmanna og sfma númer. Þannig væri öllum gert jafnhátt undir höfði og enginn biekktur í biðröð". Stúdent". £ Stjórnmálafundur á messutíma Ólafur Sigurðsson Mávahlíð 33, skrifar: „Sunnudaginn 9. nóvember sið astliðinn voru stofnuð hverfasam tök Sjálfstæðisflokksins í Hlíða- og Hottahverfi. Á undan gengu margar auglýsingar með mynd- um af undirbúningsnefnd. Eina al menna félagslega starfsemin í Reykjavik, sem bundin er hverf- um, er kirkjan. Það geta því varia talizt afsakanieg vinnu- brögð hjá þessaii undirbúnings nefnd að halda fundinn á sama tíma sem messa fer reglulega fram 1 Háteigskirkju. Það virðist ekki til of mikils mælzt, að nefnd, eins og þessi, gæti þess að rekast ekki á þá starfsemi, sem fyrir er í hverf- inu, þegar hún leitast við að ná nánara sambandi við fólkið í hverfinu. Reikna ég þá með, að hér sé um almennan trassaskap og losaraleg vinnubrögð að ræða, frekar en árás á kirkjuna i heild eða séra Jón Þorvarðsson, 9em miessaði þennan dag. Það hlýtur að vera aöiyglis- vert fyrir þá menn, sem skipu- Ieggja þessa starfsemL áð í venjulegri messu, sem ekki var auglýst á neinn sérstakan hátt, voru kirkjugestir álíka niargir og þeir sem sóttu stofnfund hverfasamtakanna. Við smekkleysið bætist svo það, að þetta fundarhald var ólöglegL I lögum nr. 45 frá 15. júní 1926, 6. grein, segir svo: „Almenna fundi má ekki halda um verald- leg efni á helgum dögum Þjóð- kirkjunnar, fyrr en um nónbil ..." (nónbil er kl. 150Ó). Ef það á að takast að hleypa nýju lífi I starfsemi Sjálfstæðisflokksins, verður að gera kröfur um al- menna þekkingu á félagsmáium til þeirra, sem að því vinna. Frammistaða eins og þessi er flokknum hættuleg, því að það er engin ástæða til að ætla, að geta slíkra starfsmanna geti ekki brugðizt í fleiru en þessu. Rétt er að geta þess, að hliðsfæður hhitur gerðist I Grensáspresta- kalli helgina á eftir. Ólafur Sigurðsson, Mávahlið 33“ VEL-JIÐ LITINN VIÐ LOGUM HANN A MEÐAN ÞER BÍÐIÐ ! 2800 litir! MÁLARINN GRENSÁSVEGI 11.SÍMI 83 500 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.