Morgunblaðið - 07.12.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.12.1969, Blaðsíða 10
10 MORGUHBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 106» f Keldnaholti er hafin bygg- ing á þriðja rannsóknastofnana húsinu og er það fyrir Rann- sóknastofnun iðnaðarins. En sem kunnugt er á þama að risa rannsóknahverfi og eru þegar fluttar þangað Rannsóknastofn un landbúnaðarins og Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar- ins. Næsta haust þarf Rannsókna stofnun iðnaðarins að víkja fyr ir Háskólanum úr gamla At- vinnudeildarhúsinu á háskóla- lóðinni og því eru áform um að ljúka nýju byggingunni fyrir þann tíma. Mbl. leitaði frétta af •V* íftj/v' Grunnur fyrir ............^ < .»' . V&Lh ’ V ' ■■■:■■■:«■»:■ Rannsóknahús iðnaðarins bíður næstu þíðu. í baksýn hús Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins, sem er svipuð bygging. ÞRIÐJA BYGGINGIN í KELDNAHOLTI Rannsóknastofnun iðnaðarins flytur þangað næsta haust nýju byggingunni og starfsem- inni, sem þangað fer, hjá Pétri Sigurjónssyni, forstöðumaimi Rannsóknastofnunar iðnaðar- ins. Búið er að graifa grurminn undir nýja húsið í Keldnaholti og fylla hann með hraungjalli. Með því vinnst það, að þarna er frostlaus grunnur og hægt að hefja byggingaframkvæmdir um leið og frost fer úr lofti. Jafnvel hugsa iðnaðarstofnun- armerm sér að byrja að steypa undirstöður, etf þíða kemur í vet ur. Þetta spairar mikinn tíma, flýtir verfkinu um marga mán- uði. Byggingin verður 900 fer- metrar og öll á einni hæð. Hug- myndin er að steypa súlur, veggi og burðarbita fyrirfram og reisa það síðan. Byggingin er mjög svipuð húsi því, sem reist var í Keldnaholti undir Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins, og er í ýmsu byggt á reynslu, sem þá féklkst, eins og t.d. í sambandi við þéttingu. í húsi Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins var tölu- vert af tréflekum í útveggjum, en Rannsóknastofnun iðnaðar- ins ætlar að steypa þá fleka. Þá verða innréttingar mjög ein faldar. Allar leiðslur verða að- gengilegar og ekki faldar í veggjum. Þær verða færðar upp yfir loft, en í gólfinu að- eins komið fyrir frárennsli. Annars sagði Pétur, að ekki væri alveg búið að ganga frá þessu. Unnið er að teikningum. Teiknistofa Skarphéðins Jó- hannssonar arkitekts teiknar húsið, Stefán ólafsson venk- fræðingur hefur verkfræðileg- ar teikningar og KristjánFlyg enring sér um loftræsti- og hita lagnir. En vonir standa til að húsið verði tilbúið og hægt að flytja inn í setpember næsta haust. RANNSÓKNIR FYRIR IÐNAÐINN Hvaða starfsemi er það þá, sem flytur í nýju bygginguna í Keldnaholti? — Það er rann- sóknastarfsemi fyrir iðnaðinn, og hún er býsna margþætt, seg ir Pétur. Ákveðnar stefnur eru þó að myndast og byggjastupp vissir kjamar, eins og málmiðn aðanrannsóknir, tiréiðnaðarrann sóknir, efnaiðnaðarrannsóknir tnefjaiðnaðarrannsóknir o.fl. Þessar greinar blandast að nioikikru leyti í ramnsóknastainf- seminni. En þær þurfa líka stundum að haldast aðgreindar. Það fer eftir því hvernig má stilla saman nauðsynlegum tækjum. Sumar rannsóknir eru þess eðlis, að þær mega ekki koma saman við aðrar. Meng- unaTrannsóknir verða t.d. að vena út af fyrir sig, þar sem ekki mega koma að sýnishorn- unum nein utanaðkomandi efni. Og sama er um fluorrannsókn- imar vegna Straumsvíkur. — Málimiðnaðarramnsóknirnar hafa ryk og óhreinindi í för með sér og því mega ýmsar aðr- ar rannsóknir ekki vera á sama stað. — Þetta hefur allt sín áhrif á hönnun nýju byggingar innar, segir Pétuir. Við reyn- um að stúka húsnæðið sem minnst niðuir, þar sem það er ódýrara í byggingu. En sumt getuir ekki farið saman. Öll starfsemi Rannsókna- stofnunar iðnaðarins flytur í Keldnaholt. Þar er þó litlu hús rými eytt í skrifstofur, því rannsóknastofnanirnar hafa sameiginlega skrifstofu í bæn- um, og fá þannig vélabókhald, sem er fullkomnara og ódýrara og betri þjónustu. Það hús, sem nú á að byggja, gerir þó ekki meira en rétt nægja í bili und- ir starfsemina, að því er Pétur segir. Og fljótlega þarf að halda áfram með fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir á þess- um stað. Bn allt, sem byggt er þama, er þannig, að það fari vel saman við heildarsvip svæð RANNSÓKNIR Á MENGUN Við notuðum tækifærið til að ganga um hjá Rannsóknastofn- un iðnaðarins og spyrja Pétur hvaða verkefni séu þar helzt í gangi. — Vandi okkar er að finna út hvar við getum bezt orðið að gagni. Þar sem peningar eru af skomum skammti, reynum við að taka það sem hefur fljót virkasta og raunhæfasta þýð- ingu, segir hann. Af því mótast starfsemin. Við höfum því beitt okkur í iðnaðanrannsóknum þar sem fyrirtækin þurfa mest á því að halda. Þannig hefur skiptingin i fyrrnefndar grein- ar orðið til. Við höfum líka orð ið mjög gott samband við málm iðnaðarmennina og trésmiðina Rann- sóknir á íslandi og sendum þeim prentaðar upp lýsingar, þegar einhver vanda mál koma upp. Og ætlunin er að halda áfiram að byggja upp þetta samband. Mininzt vair hér að oflain á mengunarrannsóknir og fluor- rannsóknir. Mengunarrann- sókniæ á öllu neyzluvatnssvæði Elliðaánna eru að hefjast hjá Rannsóknastofnun iðnaðarins en þær taka tvö ár, þar sem sýnishorn þarf að fá á öllum árstíma. Fluorrannsóknir fara reglu- lega fram í sambandi við ál- verksmiðjuna í Straumsvík. Rannsóknastofnun iðnaðairins byrjaði þessar rannsóknir um leið og byggingaframkvæmdir hófust og mun halda áfram reglulegu eftirliti. Þá hefur verið unnið tals- vert í sambandi við límingu í trésmíði. Og einnig eru í gangi ranmsóknir á réttu ralkiahlutfalli í sambandi við viðinn, sem un-n ið er úr, sem er mikilvægt í trésmíði. Þá hefur að undanförnu ver- ið mikið unnið að rannsókr.um í sambandi við saltvinnslu á Reykjanesi. Einnig úr sýnis- homum frá júgóslavneska sér- fræðingnum, sem hefur veirið hér vegna málmleitar. Og fjölda margar aðrar rannsóknir eru í gangi, fyrir utan hina venju- legu þjónustu fyrir iðnaðinn, sem er mjög fjölþætt. TUGMILLJÓNA TJÓN VEGNA MALMTÆRINGAR Eitt af stæsrri vandamálunum, sem Rannsóknastofnun iðnaðar ins er að flást við, er mélim- tæring. En tugir milljóna fara forgörðum á hvetrju ári vegna slíkrar tæringar. Þetta er eink um vaindamál hér vegna sjáv- arloftsins, sem alls staðar er. En einnig er mikið um tæringu vegna vatns. Nú er til dæmis verið að at- huga miíkla tæringu á hitalögn- um í Árbæjarhverfi. Þair hefur verið olíukynding og notað upp hitað kalt vatn og stendur taer- ingin í sambandi við það. Nú verður hitaveituvatni hleypt á hverfið, en ekki er þó útilok- að að tæringin geti haldið áifram. Þess vagna þarf að gera einhverjar ráðstafanir til að ■koma í veg fyrir það. í sambandi við þetta og fleiiri málmtæringarvandamál kemur hingað innan skamms forstöðu- maður Konrosions centralen í Kaupmannahöfn, Hans Arup, en harrnl er sérfræðingur í efnis tærinigarvandacmiáíLuim. Sagði Pét ur, að hann mundi halda fyrir- lestra, hjálpa Raransóikniaistofin- un iðnaðarins með að skipu- leggja tæringarrannsóknir, og auk þess mundi hamn aðstoða við að leysa verkefni, eins og tæringima í Árbæjarhverfi og fleira af því tagi. Pétur sagði, að þessi háttur hefði stundum verið hafður á, í byrjun einhverra verkefna. Um tvennt væri að ræða, að senda eigin mienn til rannsókna stofnama erlendis, til að kynna sér viðkomandi rannsóknaað- ferðir. Eða þá að fá sértfræð- inga hingað til ráðuneytis, og það væri miklu ódýrara og áhrifaríkara. Það hefði líka amniam kost. Þammig væri abofn- að til kynna og sambanda, sem gerði stanfssemi stofnunarinnar öruggari og betri. Á gönigu ökkar um Ramnsókna- stofnun iðnaðarins staðnæm- umst við hjá dýru tæki, sem kom í fyrra og kostaði rúma milljón, en það rannsakar áhrif raka og Ijóss á ýmisis konar efni. Er það t.d. notað við rannsókm ir á gæðum gólfteppa og hús- gagnaáklæðis, málningu plast- efna o.fl o.fl. Um leið og Pétur fylgir okk- ur til dyra, sýnir hann okkur í skonsu á neðstu hæð önnur tæki, sem mest eru notuð utan rannsóknastofanna. Með þeim er hægt að gegnumlýsa málma. Einnig að senda hljóðbylgjur gegnum þá og finna með því galla í málmum og vélum. Byrj að var að veita þessa þjónustu vegna byggingarframkvæmda í Straumsvík. En með því að geta gegnumlýst rafsuðu og annað og ganga þaranig úr skugga um að það sé gallalaust, geta ís- lenzkir iðnaðarmenn t.d. sann- að hæfni sína í samkeppninni við erlenda sérfræðinga. Með þessum tækjum er hægt að sýna, að þetta eða hitt sé ekki gallað og hvar gallamir eru, ef þeir eru einhverjir. Öll slík verk eru jafnóðum prófuð í Straumsvík. Þair sem oft eir erfitt að færa þá hluti til, sem á að prófa, vegna stærðar þeirra, og koma þeim á Raranlsóiknaistoifraun iðn- aðarins, þá er lagt kapp á að hafa færanlegan tækjakost, svo að hægt sé að fara á staðinn og veita þessa þjónustu. Þann- ig var t.d. nýlega sendur mað- ur með tækin til Norðfjairðar og þau eru tiltæk, ef á þarf að halda, hvar sem er á landinu. Margt fleira er í gangi í Rannsáknastafnun iðnaðarims og hefrar hér aðeins verið stikl- að á stóiru, til að gefa hug- mynd um þá starfsemi, sem ver ið er að byggja yfir í Keldna holti. — E. Pá. Pétur Sigurjónsson í rannsóknastofunni, við tækin, þar sem flu- orrannsóknir fara reglulega fram vegna álverksmiðjunnar í Strau msvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.