Morgunblaðið - 07.12.1969, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNTJDAGUR 7. DESEMBER 1960
P.V.G. Kolka:
Tveir ferðalangar
Það getur vart ólíkari ferða-
langa á lifsins krókaleiðum en
þá Sigu'rbjörn í Vísi og Magnús
Storm. Annar er með heilags
manns yfirbragði, en hinn mark-
aðuir rúnum syndarinnar, o? báð-
ir virðast una vel því útliti þeg-
ar þeir bregða upp spegilmynd
af sér og samtið sinni. Við nán-
ari athugun er þó Sigurbjöm
næsta ólíkur þeim helgu mönn-
um, sem höfðust við á hárri
súlu eða sem einsetumenn hell
isskútum eyðimarkurinnar því
hann var maður dugnaðar og
áfergju, ekki aðeins við að
vinna fyrir stónri fjölskyldu,
heldur og í hverjum félagsskap,
sem hann var viðriðinn, hvort
sem var K.F.U.M., sóknarnefnd,
niðurjöfnunarnefnd eða sund
keppni í straumiðu stjómmál-
anna, eins og þau vora framan
af þessari öld, þegar persónu-
legur kunningsskapur og
ísmeygilegur áróður máttu sin
meir en flokksblöð og l.jóður-
bönd stéttarfélaga. Og hann
kunni því ekki illa að synda móti
straumnum, ef því var að skipta,
því að þar átti hann betur heima
en í djúpum hyljanna.
Kostum og göllum bessara
endurminninga Sigurbjarnar hef
Ur verið lýst svo vel í Reykja-
vikurbréfi Mbl. frá 30. f m. að
litlu er við að bæta. Þó má geta
þess, að í viðbót við frásagnir
um ýmislegt sem gerðist að
tjaldabaki í landsmálum og bæj-
armálum, þá gefur bókin all-
glögga mynd af þeirri bjart-
sýnu atoirku og fórnfýsi, sem
einkenndi að mörgu levfi fyrri
hluta þessarar aldar hér á landi.
Og þótt frásögnin snúist mjög
um höfundinn sjálfan og alls-
konar smáatvik, sem litlu eða
engu virðast skipta aðra, þá er
hér um að ræða allmikla fram-
för frá fyrsta bindi þessarar
ævisögu, sem enginn sér enn fyr
ir endann á. Skráð smáatvik geta
stundum veitt síðari kynslóðum
forvitnilega skráargatssýn inn á
leiksvið liðinnar aldar og ar dag
bók Pepys glöggt dæmi um það,
en hún var að vísu leynileg
minnisbók fyrir hann sjálfan
svo að ekki þurfti að haga dóm-
Sigurbjörn A. Gislason
uim uim mernn og máiliefini m.eð til
liti til aðstandenda. Pepys gaf
gleggstu lýsingiu sem tii er, á
pestinni í London og brunanum
mikla, en annars snýst dagbók
hans mikið um hversdagslega við
burði, svo sem það hvað var á
borðum hjá honum og öðrum við
ýmis tækifæri og hvað einstak-
ar flíkur á konu hans kostuðu.
Þetta getur varla kallast
skemtilestur, þegar það er rak
ið dag frá degi, en hefur hó sína
þýðingu til skilnings á 17. öld-
inni. Við sem nú lifum, hefðum
líka getað þegið nokkrar smá-
smugulegar firásagnir Sturlu
Þórðarsonar af daglegu Irfi á
Sturlungaöld.
Hinn syndugi maður Magnús
Magnússon á lítið skylt við þá
garpa, sem bundnir eru satan-
isku bræðralagi Mafíunnar.
Hann átti að vísu um stutt skeið
að afloknu embættispróH nokk
ur samskipti við ýmsa afbrota-
menn, en aðeins sem fulltrúi
sakadómara. Sennilega hefur
honum ekki verið sýnt um að
sveifla hrísvendi laganna og
varð haran því hvorki sýslumaður
né ráðuneytisstjóri og ekki not-
aði hann heldur próf sitt til upp
skúfunar á söluverði íbúða, né
heldur til að greiða úr brætu-
flækjum deilugjamra manna, svo
Kópavogsbúar
Snjókeðjur á ýmsar gerðir fólks-
bifreiða við mjög hagstœðu verði
Skodabúðin Auðbrekku 44-46.
Kópavogi simi 42606
Bongoud
Margir vita að Bongoud kventöskur eru á
heimsmælikvarða að gæðum.
Höfum úrval af þessum töskum í ýmsum
litum og skinnum.
Allar skinnfóðraðar. Ákjósanleg jólagjöf.
Töskubúðin Laugaveg 73
hann öðlaðist aldrei þann
heiður að fá að bera réttlætÍ3-
skrúðann, sem er embættisbún-
ingur hæstaréttar. Aftur á móti
gerðist hann um tíma ritstjóri
stj ómmálablaðs og er hugsan-
legt að hann hafi þá gengið með
þrngmann í maganum, en bað var
ekki óalgengur atvirnnusjúkdóm-
Ur meðal lögfræðinga. Hvergi
getur hann þó um innantökur af
þessu tagi og lýsir hann bó ýms-
um bneyskleika sínum af mikilli
hreinskilni í þessari ævisögu
sinni.
Magnús kaus í stað þessara
möguleika hið Ijúfa líf, ef hægt
er að hafa það orðtak um það
að berja fótastokkiim á víxlum
á reið sinni milli æskuára og gam
alsaldurs. Þá þjálfun í rök
rænmi hu'gBun, s&m lögfiræðin
átti að inn-ræta honum, notaði
hann til altra tegunda spila-
mennsku, allt að þrjá til fjóra
daga í viku í 65 ár, en stundaði
af jafnmikilli reglusemi drvkkju
,skap 1—2 daga í viku um meiira
en 40 ára skeið. Þann tíma sem
afgangs vairð sveiflaði hann sín
um lipra penna til að skrifa og
gefa út blaðið Storm, og síðair á
ævinni til að þýða ýmsar fróðleg
ar ævisögur frægra manna.
Stormur mun um langt skeið
hafa veitt honum nauðsynlegt
lífsuppeldi, enda var blaðið vin
sælt, ekki hvað sízt fyrir palla-
dóma sína um alþingismenn, en
þeir voru að jafnaði hnittnir,
mátulega illkvittnir til að
skemmta lesandanum og sjaldan
með áberandi smekkleysur. Þetta
var á meðan maddama Fram-
sókn var í banneign og sxipaði
húsfreyjusess eða a.mk. hjá-
konusess á þjóðarbúinu, og
gerði Magnús henni ýmsar glett
ur.
Magnús var kominn af góðu
og gáfuðu bændakyni og áttu
foreldirar hans sex syni. Hann
gefur stuttorðar lýsingar á
helztu bændum um allt miðbik
Húnavatnssýslu, þeim er voru
ofar foldu á uppvaxtarárum
hans, enda eru snjallar mann-
lýsingar höfuðkostur á bók hans.
Hann reyndist klaufskur á flest
það, er til búskapar horfði, en
hugur hans stóð mjög til
mennta eins og margra rnnarra
ungra manna í ættarhérraði hans.
Eftir eins vetrar nám í Hvítár-
bakkaskóla var hann talinn svo
menntaður, að hann var gerður
að farkennara 17 ára gamll, en
jaifntframt reynidist hann sjálfur
námfús lærisveinn tveggjaheima
sætna, sem veittu honum verk-
lega kennslu í kynlífsfræðum,
og hafði önnur þeirra forÞam-
ast vetrarlangt í Reykjavík.
Hann neyndist síðar á ævinni
með köflum hyskinn við nám
sitt, en hefði getað náð ágætis
einkunin, ef hefði hann sttindað
það af jafnmiklum áhuga og
Magnús Magnússon
19
19W
Magntís t. Baldvinsson
Laugaveg 12, simi 22804.
þennan leyniiega lærdóm æsku-
áranna, þótt uppburðarlítill og
klaufskur væri til að byrja með.
Magnús fór 21 árs gamall í
þriðja bekk Gagnfræðaskólans á
Akureyri, en vaT svo illa und-
irbúinn, að það háði honum þá
og síðar. Hann klöngraðist þó
yfir ýmsa þröskulda i mismun-
andi prófgreinum, varð stúdent
frá Menntaskólanum í Revkja-
vík 1917, orðinn 25 ára, og tók
lögíræðipróf fimnim áruim siðar. A
þessari námsbraut átti harm
marga ágæta samferðamenn. er
sumir komust síðar til metorða.
en eins og margir fleiri vanin
hann á sumrum fyrir sér síld-
inni og síðustu árin með þing-
skriftum, sem komu honum að
góðu haldi við palladóma hans
seinna meir. Að ofloknu ?mbætt-
isprófi fékk hann námsstyrk til
útlainda og naut þar einnig
hjálpar Thoir Jensens, sem var
jafnan mjög ósinkur á fé við
unga menntamenin og listamenn,
sem leituðu til hans, þótt ókunn-
ugir vsbtu. Leið hans lá til Dan-
merkur og Þýzkalands og not-
aði hann tímann meir til að sjá
sig um en að hlýða fyrirlestrum,
en í því fór hann að ráðum kenn
ara síns Einars Arnórssonar, sem
hann mat mjög mikils.
Öll námsár Magnúsar féllu
ingsbann á áfengi var í lögum á
Islandi. Bannið slævði mjög þá
bindánidiÍBÍhmeyfiinigu, sem áður vair
orðin sterik, eiinkuim meðail ungra
manna, og almenn fíkn í áfengi
fór því í vöxt. Það þótti manns-
bragur að því að geta náð í ólög
legt áfengi. Löghrjótair hafa
alltaf fyrirfundizt á fslandi, en
það voru að jafnaði menn, sem
fóru einförum og voru litnir
homauga af almenningsálitinu.
Með banninu varð breyting á
þessu, því að þá þótti sjálfjagt,
að þeir sem höfðu aflað sér
áfengis, létu sem flesta vini og
kuTiniingja njóta þess með sér og
myndaðist þannig andlegt handa
lag Bakkusarvina, ekki hvað sízt
meðal menntamanna, sem áður
höfðu yfirleitt borið virðingu
fyrir landslögum, enda verið ráð
andi stétt, en þegar ráðandi
stéttir þjóðfélagsins hætta að
virða lög og hafa jafnvel félags
skap um að bijóta þau, er hætt
við að allri löghlýðni í landinu
hnigni.
Á þessum árum var hvwki til
hjjóðva.rp né sjónivairp, emigir op-
inberir vínbarir né dansstaðir,
ef frá er tekið Góðtemplarahús-
ið, þar sem að jafnaði voru
haldin böll fyrir almenning
vikulega, mikið sótt af þeirri
fjölmennu stétt, nú útdauðri,
sem gengdi vinnukonustörfum í
heimahúsum, áður en rafmagns-
tæki komu til sögu. Annars not-
uðu konur firítíma sína mest til
hannyrða, en karlmenn áttu
fleiri kosta völ. Margir og það
af öllum stéttum, notuðu hann til
bóklesturs, einkum fomsagna og
ljóða, en þá var hvert sæmilegt
skáld þj óðhetja. Þeir sem ekki
neyttu áfengis, sátu langtímum á
kaffihúsum við umræður um
skáldskap, stjómmál eða önnur
háfleyg efni, en yfir höfuð og
heirðar allra slíkra gnæfði hið
andlega aristókrati, menn sem
höfðu stúdentsmenntun, hvort
sem voru ráðhemrar eða rónar.
Með peningum einum gátu menn
varla keypt sér aðgang að þess-
ari hirð nema sem skutulsveinar,
en afreksmenn í göfugum listum
spilamenmskunnar, svo sem
bridge og lomber, áttu þar sæti á
bekk með þeim, sem stunduðu
slíka íþrótt. f höll Bakkusar var
þó á bannárunum oft aðeins
spurt um eitt: „Áttu nokkuð?"
Magnús var og er mikill
íþróttamaður í spilum, hafði
ágæta kímnigáfu og var vín-
hneigður, en þó varla svo ir.ikill
drykkjumaður sem orð hefur á
gert og sízt meiri en margir, sem
nú gegna þýðingarmiklum störf-
um í þjóðfélaginu. Homim varð
því gott til félaga, bæði við
spilamennsku og einnig við
drykkju, en það fór alls ekki
alltaf saman. Margir þessara fé-
laga hams voru þjóðkunnir
menn á sínum tíma og nöfn
nokkurra munu lemgi lifa í þjóð-
arsögunni. Flestir þeirra hafa
gengið fyrir ætteimisstapann á
undan honiuim, ein haimn slkýrir
frá samverunni við þá á hlýleg-
an og hispurslausan hátt, segir
af þeim margar eftinminnilegar
sögur, án þess að draga fjöður
yfir bresti þeirra, þótt á ein-
staka stað sé nafni haldið
leyndu. Hann dregur oft upp
skýrar myndir og skemtilegar í
hnitmiðuðu og stuttu formi, og
er það næsta ólíkt eftirmælum,
eins og þau gerast að jafnaði,
með mærðarfroðuna velland? út
-J innan þess tímabils, sem aðflutn yfir alla barma og jafnvel blaða-
ávörp til hins látna, eins og gera
v©«S»-» t<e««3V mBKSV
, ustöll
gamla
íímans
tiusgogti
r v^f5>9lSV více<<C»Kí>V ,VÍc)M(5V <VÍc)WðW> e<íe>M(5V >VÍc)M(SV e^cH KSV e.
megi ráð fyrir að íslenzk blöð
liggi frammi á biðstofunni hjá
sánkti Pétiri.
Bækur þeirra Sigurbjarnar og
Magnúsar sýna næsta ólíkar
htóðar þjóðlifisine á fyrri hliuta
20. aldar, en það or einmitt úr
slíkum brotum sem fræðimenn
ókominnia tíma munu setja sam-
an þá marglitu mósaikmynd, sem
heitir Saga. Án slíks efnis stend
uir hvert tímabil næsta litlaust
fyrir sjónum þeirra, sem reyna
að lyfta tjaldi timans til þess að
skyggnast inn í foirtíðina, ogþví
hafa þær ekki aðeins skemmt-
anagildi í bili, heldur notagildi
er fram í sækir. Slíkar bækur
falla því ekki í gleymsku.