Morgunblaðið - 17.01.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.01.1970, Blaðsíða 4
4 MORCrUN'BLAÐIÐ, LAUGARDAOUR 17. JANÚAR 1970 * -25555 1^14444 BILALEIGÁ HVERFISGÖTU 103 VW Scndiferðabifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn VW9manna-Landrover 7rnanna MAGMÚSAR 5K1PHOLTi21 SIMAH 21190 eftir loltun ilml 40381 bilaleigan AKBMA UT i%y '.,* >> Lækkuð leigugjöld. 8-23-47 sendum BlLAVÖRUBÚÐIN mm FJOÐRIN LAUGAVEGI 168 — SlMI 241M NÝKOMIÐ : Mikið úrval aí hljóðkútum og púströrum í fiestar gerðir bifreiða. Mjög hagstætt verð. Setjum pústkerfi undir bíka. Sími á verkstæði 14895. MYNDAMOT hf. 1 PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI 6 SlMI17152 § Kvikmyndahúsin í hættu „G.A.S." skrifar: .Heiðraði Velvakandi! Mér þykir vera komið í illt efni, ef loka verður flestum kvik myndahúsum hér innan skamms. Finnst mér sjálfsagt, að komið verði þeim til bjargar með þvx að felia niður eða lækka skemmt- anaskattsinnheimtu þeirra fyrir ríkissjóð, ef það mætti verða til þess að koma þeim á réttan kjöl. í sambandi við þetta er margt að athuga. Við skulum gera okk- ur vel ljósit, að kvikmyndahúsin eru bæði menningar- og skemmti- stöðvar (eða „afþreyingarstöðv- ar“, ef sumir skUja það orð bet- ur), og hinar ódýrustu, sem völ er á. Eigi þjóðfélagið og ríkis- valdið yfirleitt að styðja við bakið á slíkum stofnunum, koma bíóin þar í fyrsta flokk. Fólk get ur þax notið listar, fræðzt og skemmt sér, allt í senn. Það getur varið tómstundum sínum á marg an verri hátt, og þetta er yfir- völdum erlendis yfirleitt ljóst. Q Reykjavík yrði fátækari Reykjavík hefur búið nokkuð vel í þessum efnum, þótt enda- laust megi deila um það, hvort val bíóstjóra á myndum sé nógu gott eða fjölbreytllegt. Reykja- vík yrði mun fátækari, ef kvik- myndahúsunum fækkaði. 0 Dregur sjónvarpið úr aðsókn? Það mun rétt, að tiikoma sjón- varps inn á flest heimUi hafi dregið til muna úr aðsókn í kvik myndahús. En hvað fær fólk frá því að sitja eins og klessa heima hvert kvöld og horfa á sjónvarps tækið sitt, heimUisaltari nútim- ans? Skrifstofustúlko óskust Tilboð er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. merkt: „Áhuga- söm — 8128“. Vörubíll 3—5 tonn í góðu ásigkomulagi óskast. Upplýsingar í síma 40134. Viljum ráða sendil nú þegar. — Vinnutími frá kl. 7V2—12 f.h. Talið við afgreiðsluna, sími 10-100. Krommine vinyl gólfdúkur, D.L.W., vinyl gólfdúkur, Vinyl veggfóður, Vymura, Decorine, Somvyl veggdúkur, nylon gólfteppi frá fjórum löndum. Hagstætt verð. Litið við í Litaveri. Þótt sjónvarpið sé ágætt svo langt sem það nær, þá getur það aldrei komið í staðinn fyrir kvik myndahús. Bæði verður sýnin-gaír- tæknin aldrei eins fullkomin í heimilistækjum, og svo getur það ekki sýnt nýjar myndir. Fólk á því á hættu að hætta að fylgjast með þróun í einni framsækmustu ligtgrein nútímans. Það er ömurleg staðreynd, að fólk situr heima kvöld eftir kvöld og horfir á tækið sitt, en oft fær það ekkert út úr því nema frétta- þættina. Á meðan er það kannski að missa af ágætum kvikmynd- um. Ég get tekið dæmi af kunn- ingja mínum, sem fór á bíó eitt kvöldið, sá kvikmynd, sem hann varð sitórhrifinn af, og botnar hann nú ekkert í sér, að hafa næstum því verið búinn að missa af þessari mynd og hafa örugg- lega misst af mörgum ágætum nú í vetur. Við megum ekki láta sjónvarpið verða að einokunar- fyrirtæki á hverju heimili, sem ræður því algerlega, hvað við sjáum á tjaJdinu. Hvað myndu kaupmenn (og raunar almenning ur allur) segja, ef rikið setti á stofn allsherjar landsverziun og flytti allt milli himins og jarðar, frá drasli til listvarnings og nauð synja, inn á hvert heimili, léti líta út fyriir að það væri ókeyp- is, en tæki sitt gjald raunveru- lega með sköttum? Ég vona sannarlega, að hið op- inbera sjái nauðsynina í því, að sjálfstæð kvikmyndahús sé hægt að reka á eðlilegum og heilbrigð- um samkeppnisgrundvelli og geri þegar í stað ráðstafanir til þess. Með kveðju, G.A.S.". — Velvakandi þakkar bréfið, sem hann er að miklu leyti sam- mála, og væri fróðlegt að fá fleiri bréf um þetta mál. 0 Kvenfélagi Garðahrepps þakkað „Móðir í Garðahreppi" skrifar: „Kæri Velvakandi! Mér datt í hug að skrifa þér og biðja þig um að koma þakk- læti mínu á framfæri, svona til þess að sýna, að ekki eru allir óánægðir með allt. Mig langar til þess að þakka Kvemfélaigi Garðahrepps fyrir rausnarskap sinn, sem það sýndi börnunum hér í Garðahreppi á tveimur jóiatrésskemmtunum hinn 5. og 6. jamúar síðastliðinn.. Ég sjálf á þrjár dætur, sem sóttu þessa skemmtun, og hafa þær aldrei verið eins ánægðar með jólaball fyrr, svo vel útilátið vair allt saman. Fyrir einar 100 krón- ur á barn, fékk það ölflösku með súkkulaðikexi í miðri skemmtun, sem stóð í fulla þrjá klukkutíma tveir jólasveinar komu í heim- sókn, og að síðustu, þegar börn- in fóru heim, fékk hvert barn fullan poka af sælgæti af ýmsu tagi. Gerir amnað kvenfélag það betur? Ég þakka þér fyrir birtingima, sem ég treysti þér til. Móðir í Garðahreppi". 0 íþróttamannagjafir „Vökull" skrifar: „Kæri Velvakandi! Ósmekklegt þótti mér það hjá íslenzku landsliðsmönn.unum að gefa gestum sínum öskubakka í skilnaðargjafir, því að fátt mun íþróttamönnum óhollara en tób- aksreykingar. Þeir frá Lúxem- borg gáfu íslendingum flöskur af Mosel-víni á móti („Tíminn" hélt nú reyndar, að það hefði verið kampavín), og slá blöðin því upp sem skrítimni gamanfrétt. Ein flaska af léttu, heilnæmu og svalandi móselvími gerir erngum nema gott eitt, en vindlimgarnir — það er sko ömmir sa,ga. Vökull". Vön saumakona getur fengið vinnu strax. Vinnufafagerð íslands hf. Útgerðarmenn Óskum eftir viðskiptum við 1—2 báta á komandi vertíð. Upplýsingar í símum 37048 og 30596. Júpiter & Marz, Kirkjusandi Biafru-söfnun Rnuða kross íslnnds Allir bankar eða spari- sjóðir taka við gjöfum. Framlög til Rauða kross- ins eru frádráttarbær til skatts. VELJUM iSLENZKT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.