Morgunblaðið - 17.01.1970, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.01.1970, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1970 5 Skúli Skúlason; Norskir nýársþankar Frá Ósló. Nesbyen, 7. janúar. „Gleðilegt MOMS-ár!“ sögðu margir norskir stjómarsinnar á nýársdag. En í herbúðum Trygve Bratteli hefur sú kveðja áreiðanlega ekki verið notuð, heldur önnur þungbúnari: „Sam hryggist með MOMS-árið!“ Skyldi þetta ekki vera nokkuð svipað og heima, ef orðið EFT væri sett í staðinn fyrir MOMS. Margt er líkt með skyldum. Ár- ið sem leið var MOMS mesta hitamál norskra stjómmála- manna á sama hátt og EFTA var íslenzkra. Andstæðingar MOMS í Noregi vilja ekki skera MOMS niður við trog heldur hafa hann 15% í stað 20, sem stjómarflokk- amir hafa samþykkt. Og þeir vilja ekíki „hespa“ af fjármála- breytingunum, sem fylgja MOMS. — Er þetta ekki nokk- uð líkt og með okkur og EFTA? — En hvað er MOMS? Nú hafa menn lifað undir honum í heila viku hér í Noregi, en þó vita fæstir hvað hann er og því síður hvernig hann reynist í framkvæmd. Það eitt vita menn, að í þeim löndum, sem hafa reynslu af honum, þykir hann vera til bóta. Ef ég reyndi að lýsa honum mundi ég þurfa að skrifa lengri ritgerð en nokkur Mbl.lesandi nennti að lesa, og ít ariegri en ég er maður til að skrifa. — En kjarninn í MOMS er sá, að í stað söluskattsins, sem kaupandi vöru greiddi selj- andanum — kaupmanninum áð- ur í einu lagi, og kaupmaðurinn átti að standa ríkissjóði skil á, verða það nú þrír aðilar sem inn heimta söluskattinn eða MOMS- inn, nfl. framleiðandinn, millilið urinn og kaupmaðurinn( þ.e. sá, sem selur neytandanum vör- una). Og samtals nemur þessi MOMS 20%. Það þýðir, samkv út- reikningum hagfræðingatina, að vöruverð hækkar um 5.8% frá því sem var fyrir áramót. Nýjar álögur á þjóðina, segja andstæð- inigamir. Réttlátari skipting skattabyrðanma, segja meðhalds- mennirnir. Hér kemur til greina önnur saga. Norsku skattalögin eru arðin gömul — frá 1911. Síðan hafa að vísu verið gerðar á þeim óteljandi breytingar. Þau byggð ust — í anda þeirrar tíðar sem þá ríkti — aðallega á beinum sköttum, eignum og tekjum ein- staklimigsins eða fyrirtækisins. En mörg síðustu árin hefur vind urinm blásið úr anmianri átt: þeirri að hækka skattana á allri vöru, mismunandi hátt eftir því, hve varan var þarfleg, en auka að sama skapi opinber framlög til félagsmála og stoðina til gamal- menna og þeinra, sem bagast voru staddir vegna dugnaðar- ins í því að fjölga mannkyn- inu. Þessari stefnu þarf ekki að lýsa hér, því að íslendingar þekkja hana af eigin reynd. En norska skattalöggjöfin frá 1911 var orðin eins og völundar- hús, sem erfitt var að rata um. Þar vonu komnar svo margar nýj ar bætur á gamalt fat, að stund- um var erfitt að sjá litinm eða gerðinia á þessu skaittatfati. Þess vegna var það alls ekki að ófyr- irsynju að núverandiríkisstjórn teldi sig skylda til að sauma þjóðinni annað nýtt og fleygja því gamla. Það er þetta, sem er að gerast núna, samtímis því sem MOMS gengur í gildi. Má af þessu ráða að fjárhagsmálin í Noregi eru svo umfangsmikil núna, að ekki er nokkur leið til að gera þeim sæmileg skil í einni blaðagrein. En um einstaka þætti þeirra reyni ég kamnski að drepa betur á síðar. — En í þetta sinn skal vikið að njokkrum atriðuim, seim snerta MOMSinn. Ég vík þá fyrst að þeirri fullyrðingu stjórnarand- stæðinga, að með þeirri 5.8% hækkun, sem hann veldur á vöruverði, sé vedð að þyngja skattabyrðir láglaunaðra ein staklinga. Til þessa svara stjórn arsinnar: — Sú aukning ríkis- tekna, sem af hækkuninni leið- ir, gengur fyrst og fremst til að létta byrði þeirra, sem eru að ala upp komandi kynslóð. Því að fnamlög til fjölskyldnanna stóraukast, og nú fá þær t.d. meðlag þó að þær eigi ekki nema eitt bam. — f öðru lagi hækk- ar framlag til ellistyrks (sem nú heitir eftirlaun) að mun, og sömu leiðis til öryrkja og fatlaðra (Narðmenn hafa gleypt hrátt út lenda orðið „handicap", til að tákna þetta hugtak). Og í þriðja lagi auka þeir framlög til mennta og vísinda meir en áður, minnugir orða Jónasar: — vís- indin efla alla dáð! Eigi að síður kvartar fólk og kveinar yfir opinbeiru álögunum og vaxandi dýntáð. Því ber ekki að neita, að vöruverð fer fydr- leitt hækkandi, en það gerir kaupgjald vinnandi stétta líka, svo að kaupgeta almennings fer yfirleitt fremur vaxandi en rén- aindi. En í Noregi sem anmiars stað ar í vestrænni veröld ríkir öld kröfunnar. Kvörtun og krafa eru systur, og þær eru yfirleitt talsvert heimtufrekar, finnst þeim, sem eiga að gegna þeim. Forsjónin hefur verið Norð- mönnum svo velviljuð síðastlið- ið ár og mörg undanfarandi, að þeir hafa getað gegnt mörtgum sanngjömum kröfum, iðnaður þeirra blómgast og hrakspárnar, sem heyrðust fyrir tíu árum, þeg ar þeir vom að ganga í EFTA, hafa ireynzt ómerkar eða rétt- ara sagt þveröfugar við reynsl- una, því að aldrei hefur iðnaður Noregs. tekið meiri vexti en síðan. — Siglingar Noregs eftir stríð hafa verið ein samfelld þróunarsaga og aldrei hafa stökk in verið stærri en nú. í gær (á þrettándanum) frétt- ist að athafnasamasta skipafélag Notregs, Sigv. Bergesen jr. hefði samið um smíði á tveim 280.000 tonna skipum. Verður floti þessa fyrirtækis nær 5 milljón tonn, þeigair þessi skip em komin í gagnið, eða tífalt stænri en hainn vair fyriir 5 árum. Svoraa æviin- týri em líkust lygisögu, en þó gerast fleiri þvílík, t.d. hjá Hilm air Rekstein í Bergen, sem nú á stærsta skip norska flotans og nýlega hefur samið um smíði á nær 300.000 tonna skipi, sem smíðáð verður á Stord, sem er stærsta smíðastöð Noregs og eign „Akergruppen“ svo- nefndu og er samsteypa margra norskra smíðastöðva og í sam- vinnu við hið fornfræga Bur meister & Wain í Khöfn. (Aftur- hluti eins skipsins, sem í smíð- um er á Stord, var smíðaðurhjá B. & W. og slitnaði aftanúr drátt arbátunum á leið til Sord og rak nokkra daga um Norðursjó eins og sendibréfsflösku, þó hann væri 135 metra langur. En raú er haran kominm í flotkvína á Stord og þeir eru að bræða hann og tengja saman við meg- inhluta skipsins). — Stórskipa- smíðair fara hraðvaxandi í Nor- egi, eftir margra ára doða í þeinri grein, svo að þar fylgjast iðnaður og siglingar að. Iðnað- urinn sparar Noregi gjaldeyriog siglingannar gáfu þjóðinni sex milljarða n-íkróna teíkjur 1969! Svona eiga sýslumenn að vera!“ Um hinar fornu stoðir þjóðar- innair, búskap og fiski, er ekki jafn miklar glæsisöguir að segja. Þær hafa átt þyngri róður, en jafnan miðar þó fram á við. Landbúnaðurinn eflist, þrátt fyr ir fólksfækkusn í greininini, fyr- ir nýjungar í tækni og auknar vísindairannsókniir. Nýjar kom- tegundir (afbrigði) gefa góða raun, nythæð kúnna f©r hækk- andi og nú framleiða Norðmenn eins gott svíraakjöt og Danir, eða jafnvel betra. Mikill áhugi hef- ur vaknað fyrir fiskrækt í vötn um og ám. Og enginn ungur bóndi dirfist að taka jörð til ábúðar án þess að kunna meir en faðir hans kunni, þ.e.a.s. bók lega. — Bændastéttin er orðin víðsýrani en hún var. Sjávarútvegurinn hefur átt við örðugleika að stríða í mörg ár. Síldin — sú eina sanna — hefur reynzt Norðmönnum jafn hverf- lynd og okkur, en þó hefur Norð ursjávarsíldin bætt þar nokkuð úr skák, svo að bræðslumar hafa haft allmikið verkefni, og loðnan hjálpað til. Þorskurinn hefur verið þjóðinni trúrri, en þó misbrestasamur. — Batavon útvegsins byggist fyrst og fremst á nýnri veiðitækni og hentugri skipakosti og möguleika til að sækja fjarlægari mið en áður. „Longva“-skuttogararnir frá Álasundi hafa gefið góða raun og fleira mætti nefna, sem gef- ur voniir. En leiðangrar þeiir, sem Norðmenn hafa gert út til út- gierðar á fjairlæguim lamdstöðv- um hafa ekki orðið nein féþúfa. Ríkið hefur orðið að styrkja bæði landbúnað og fiskveiðar undanfarin ár, en enginn telur það eftir. Þjóðin viðurkennir að hún geti án hvorugs verið — þrátt fyrir góðæri verzlunar og siglinga. En þrátt fyrir góðæri og vel- megun eiga Norðmenn við ýmis vandamál að etja. Eitt þeirra er jafnvægið í byggðum landsins. Það mál hefur verið á döfinni í mörg ár. Stórþingið samþykkti á sínum tíma lög og veittistór Framhald á bls. 19 ALLTAF FJOLGAR VOLKSW AGEN VERÐLÆKKUN VERDLÆKKUN fl VH.KSWAGEN Það er eitt ú kaupa bíl — og annað að reka bíl © Varahlutir © Varahlutir í Volks- wagen eru jafnan fyrirliggjandi. Kynnið yður verð á Volkswagen vara- hlutum. Volkswagen er I. flokks bíll, en ekkert tízkufyrirbrigði. Síðan 1949 hafa yfir 13 milljónir Volkswagen (gerð I) verið framleiddir. Volks- wagen er í hærra endursöluverði en aðrir bílar. (Það er vegna þess að hann er ekkert tízkufyrirbrigði, svo eru jafnan fáanlegir allir varahlutir). Það er engin tilviljun að ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN. Við gefum nú £>oð/ð VOLKSWAGEN á sfórlækkubu verð/, VOLKSWAGEN 1300 tyrir kr. 209.700.- _ VOLKSWAGEN 1200 fyrir kr. 189.500.— (Innifalið í ofangreindum verðum eru öryggisbelti og bílarnir tilbúnir til skrásetningar). Sýningarbílar á staðnum - Komið, skoðið, reynið HEKLAhf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240. Sérhæfðir Volkswag- en viðgerðarmenn og viðgerðaverkfæri tryggja yður örugga þjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.