Morgunblaðið - 27.01.1970, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1*70
Elínbjörg Halldórsd.
Faedd 30. apríl 1897. — Dáin 19. janúar 1970.
EKKI óraði mig fyrir því, þegar
ég kom síðast til þin í kaffi, að
það yrði í síðasta sinin sem við
sæjumst. Þú varst svo glöð og
kát eins og þú áttir vanda til,
en þó veit ég núna að þú varst
þá þegar orðin veik. Það var
svo gott að koma til þín, þú átt-
ir svo mikla hlýju og mildi til
að miðla af.
Á þessari kveðjustund kemur
svo margt upp í huga minn, þitt
ljúfa bros, hugrekki þitt og kær-
leikur. Ég á þér svo margt að
þakka, þú studdir mig í veik-
indum mínum og hjálpaðix mér
á mai'gan hátt, lífskraftur þinn
og gleði höfðu svo góð áhrif.
Yngsta dóttir mín hændist
mjög að þér þegar við bjugg-
uim í sama húsi. Hún elskaði
þig og dáði, enda átti hún marg-
ar stundir, ógleymanlegar stund-
iir hjá þér.
Ég veit þótt þú sért farin leið
Faðir minn
Guðbrandur Samúclsson
úrsmiður,
lézt að heimili sínu, Álfheim-
um 52, 26. janúar si.
Elín Guðbrandsdóttir.
Jóna Jakobsdóttir,
Reykjalundi,
lézt að heimili sínu að kvöldi
þess 24. þ.m.
Jarðarförin auglýst sfðar.
Guðmundur Jasonarson,
og dætur hinnar látnu.
Jóhann Jóhannsson,
Sogavegi 38,
andaðist í Landsspítalanum
26. janúar.
FYrir hönd vandamanna,
Margrét Bjarnadóttir,
Árni Finnbogason.
Faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
Þórarinn H. Þorsteinsson,
Ásbraut 11, Kópavogi,
lézt aðfaranótt laugardagsins
24. janúar.
Börn, tengdaböm
og barnabörn.
Bróðir okkar, mágur og
frændi,
Þorkell Þórðarson,
Njálsgötu 15,
andaðist í Landsspítalanum
25. janúar.
Sólveig Þórðardóttir,
Elínborg Þórðardóttir,
Vigberg Einarsson
og systraböm.
okkar aJlra, að vfð muinum hitt-
ast aftuir og þá verður ánægju-
legt að hitta góða vimkonu.
Frá fjölgkyldu minni færi ég
þér beztu kveðjur ag þakklæti
fyrir eiskulega viðkynninigu. Ég
bið góðan guð að geyma þig,
elsku vinkona, og færi þér mínar
innilegustu þakkir fyrir samveru
stundir okkar, sem eru mér kær
ar og ég mun aldrei gleyma.
Anna Hallgrímsdóttir.
KVEOJA FRA FRÆNKUM.
Svo staðfost og sterk í lífsinis straumi,
þú stóðst í vitund vorri siern vermandi kraftur.
Sál þin var guðsigjöf úr alheimsdns lind-um,
sem lifir og lifir í siamieind, er blómstrar
í eilífðar yndi.
Smáar við þáðum þinn fórnfúsa kænlieik.
Néunum atf hug þinum lifsilykilssannlei k,
og hönd þín svo iðaði í veraldarkraf ti,
að ætíð oes uindraði mannkostaigæðL
Þú und hverja græddir í hugljúfu starfi
og plástrama lagðir svo blæiþítt við sikinn,
brosin úr bamsiaugum hlauzt þá að launum,
sá yljandi fjánsjóður taidiist fljótt þinn.
í barnamina hópi varst eiins og kjörin,
þau drógust sem segull að yln/um frá þér.
Ljósa þú gœttir og Ijóe ert þú ætíð
í hug þeinra mörgu er lifa hér.
Frá starfi þú gekkst á síðasta degi,
þá þrekið var lúið af áreynsluþraut.
Móti þeim örlögum þér voru boðin,
tókst einis og hetja í hvensdagsins leik.
Þó köM sé þín kirm, þinn ylur samt lifir
í hjörtumum mörgu er sáðir þú í.
Hann geymist sem nesti í bugarims helgi,
er legigjum við sjálfar á veginm þinn.
Útför
Ingimundar Magnússonar,
MelgerSi 22, Kópavogi,
sem lézt af slysförum 19. jan-
úar, fer fram frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginm 29. jan-
úar kl. 3 e.h.
Foreldrar, systkin
og aðrir vandamenn.
Jónatan Hallvarðsson
ÞAÐ var mikil harmafregn og
óvænt, sem barst himgað að Rin-
arbökfcum nú eftir áramótin um
alvarleg veikindi og síðar and-
lát Jónatans HaHvarðssonar,
fyrrv. hæstarétitairfanseta.
Frá því að við fyrir næstum
25 árum síðan hófium störf sam-
an í Hæstarétti, þróaðist okkiar í
milli það samband og sú vin-
átta, sem hélzt til hinztu stuinda
og mér og mínum er ógleyman-
leg, en ek/ki skal á torg borin,
enda amdstætt eðli okfcar látna
vinar.
í fornuim ritium íslenzkum, sem
okkur er gjarnt að vitna í, segir
m.a.:
„Gáttir alilar
áður gangi finam
(otf skoðast skyli)
otf skyggnast skyli“
Eftir löng og nsiin kynni atf
Jóniatan Hallvarðsisyni tel ég mdg
fáa eöa enga hafá þekkt, sem í
störtfum sínium hatfa honum frek-
ar kunniað að fiara að þessum
speikiorðum. 01,1 þau mörigu og
mikilvægiu trúnaðairstörf, sem
honuim að verðleikum voru falin
um ævina, vann hann á þann
veg undir þessu merki og atf
mieðfæddri háttvísL að ísiiand má
vera þóttlátt fyrir og stolt yfir
að haifia átt slikian son.
Arni Tryggvason.
Nanna Magnússon
— Minning
Árið 1970 hefur þegar kallað
margan góðan íslendinginn til
annarra vistarvera, þótt eigi sé
fyrsti miániuiður þess láðfan. Ein
er sú góð kona, sem burt var
kölluð í þessum mánuði og sárt
er saknað. En það er frú Nanna
Magnússon.
Sá, sem þetta skrifar þekkti
hana aðeins frá þeim tíma, sem
hún var forstöðukona sauma-
stofu Þjóðleikhússins og verður
því æviferill hennar og ætterni
ekki rakið hér, enda hefur það
verið gert í annarri grein.
Vitanlega hlaut starf frú
Gunnar
Lýðsson
Jens Elí
frá Víganesi
Fæddur 29. jan. 1918
Dáinn 21. jan. 1970
ÞAÐ sem ai er þessu nýbyrjaða
ári hefur gengið yfir okkur mik-
il dauðstfalla- og slysaalda.
Hörmungaslys hafa orðið hvert
Móðir mín,
Aðalbjörg Vigfúsdóttir,
Skógargerði 4,
verður jarðsungi-n frá Foss-
vogskirkju miðvikudaginn 28.
janúar kl 1.30.
Leifur Jónsson.
Útför konunmiar minnair, móð-
ur okkar, tengdamóður og
ömmu,
Pálínu Pálsdóttur,
Holtsgötu 16, Hafnarfirði,
fer fram frá Hafnarfjarðar-
kirkju miðvikudaginin 28. þ.m.
kl. 2 e.h.
Blóm vinsamlega afþökkuð.
Helgi Kr. Guðmundsson,
böm, tengdabörn
og baraaböm.
Elskúleg eigiinkona, móðir,
tengdamóðiir og amma,
Margrét Kristinsdóttir,
Hafnarstræti 91,
/erðuir jadðsungin frá Akur-
eyrarkirkju fimmtudaginin 29.
janúar kl. 1.30 e.h.
Blóm og kransar afbeðnir. Ef
einhver vildi minmast hinmar
lótnu, er þeim bent á liíknar-
stotfnamir.
Fyrir hönd ættingja,
Jón Þórðarson.
Þökkum auðsýnda vináttu og
hlýhug við andlát og útför
Kristins Þórðarsonar,
múrara frá Brekkuholti.
Börn og systkin hins iátna.
á fætur öðiu, og eru það miklir
skattar sem hið nýbyrjaða ár
hetfur krafizt af okkur svo fá-
mennri þjóð. Því hvert manms-
líf hjá okkuir er mikils virði,
ekki sízt þegar um unga og táp-
mikla menn er að ræða. En það
er svo margt, sem við hvorki
ráðum við né skiljum. Á slíkum
stundum finnum við bezt hve
smáir við erum og litlir og van-
mátta, og við hverja slysafirétt
getum við aðeirns vonað að þessi
óskapaalda sé gengin yfir og það
verði langt langt þangað til mað
ur heyri slíkar fréttir aftur.
En mér varð ekki að þeirri
von minni, er ég frétti lát vinar
míns og frænda, Gunnans Lýðs-
sonar frá Víganesi í Stranda-
sýslu. Mig setti hljóðan. Gat það
verið að þessi síungi, þrekmikli
fjörmaður væri horfinn yfir
móðuna miklu? Og nú á kveðju-
stumdu míns bezta vinar reyni
ég að setja saman mínar inni-
legustu þaikkir til hans í fátæk-
legum kveðjulínum.
Gunnar Jens Elí Lýðsson var
fæddur á Víganesi í Stranda-
sýslu 29. janúar 1918. Foreldrar
hans voru þau Lýður Lýðsson
Einarssonar frá Kjós í Árnes-
hreppi og Jensína Guðrún Jens-
dóttir frá Víganesi Guðmunds-
sonar. Þeim Jensínu og Lýði varð
sex bama auðið, sem allt voru
drengir, og eru nú fjórir bræður
Gunnars heitins á lífi. Gunnar
mun snemma hafa verið tápmik-
iil og léttur til snúninga, og
hneigðist hugur hans strax til
búdkapar og fjárgæzlu. Ekki
mun Gunnar hafa verið eldri en
13—14 ára er hann réðst til Jóns
Sveinesonar, kaupimanns á
Framhald á bls. 24
Nönnu við leikhúsið fyrst og
fremst að beinast að leikurun-
um, því hennar vandi var að
sjá um sauma á búningum þeinra
og bera ábyrgð á að þar væri
hvert smáatriði hárrétt. Sam-
starf hennar við leikarana var
með þeim hætti, að hún varð
hvers manns hugljúfi og mikils
metin, sökum þekkingar, hæfi-
leika og vandvirkni.
Frú Nönnu fór vel að stjóma
fólki. Hún bar með sér hið sér-
staka fas þeirra, sem búa yfir
ákveðnum gkoðunum og vilja-
festu.
Það er einn af lyklunum að
hliði lífshamingjunnar að ganga
að starfi með eldlegum áhuga,
jafnvel persónulegri fórnfýsi.
Frú Nanna var þess háttar mann
eskja. Til dæmis um áhuga henn
ar á þessu starfi má geta þess,
að hún fór árlega til útlanda á
eigin kostnað til þess að kynna
sér það nýjasta í fagi sínu hjá
hinum miklu leikhúsum stórþjóð
anna. Þannig hafði hún til dæm-
is góð sambönd við sum af fræg
ustu leikhúsum Þýzkalands.
Ein af orsökum þess, hve
heilladrjúg frú Nanna varð í
starfi við Þjóðleikhúsið var sú,
að hún var kona mannglögg og
athugul. Hún kynnti sér vand-
lega leikmáta, sérkenni og lima-
burð leikaranna, og hafði þetta
sín áhrif á frábæran árangur
gtarfs hennar.
Skömmu áður en frú Nanna
réðsf til Þ j óðl ei k h úss ins (en
það var við stofnun þess), hafði
hún gifzt efitiiirlifandi manini sín-
um, Grími lækni Magnússyni.
Enda er manni hennar sár harrn
ur kveðinn við hið skyndilega
fráfall hennar.
Frú Nanna kenndi sér hjarta-
meins fyrir tveim árum og varð
þá mjög veik, en virtist brátt ná
sér að fullu, enda var hún þrek-
kona og lifandi í þess orðs sanna
skilningi. Mein þetta mun hafa
tekið sig upp aftur skyndilega í
þessum mánuði. En hún fékk
hægt andlát — lézt í svefni.
En frú Nanna var ekki ein-
ungis frábær starfskraftur í fagi
því, sem hún hafði valið sér,
heldur var hún einnig það, sem
meira máli skiptir, góð kona,
hjartahlý og mátti ekki aumt
sjá. Var í þessum efnum með
þeim hjónum andlegur skyld-
leiki. Þeim, sem þekktu þau kom
það því ekki á óvart, er þaú
Nanna og Grímur læknir tóku
að gerast bjargvættir ungra
barna, sem lifðu við örbirgð og
erfiðleika. Enda fór svo, að þau
ólu upp og komu til manns fjór-
um fátækum stúlkum, hverri á
Framhald á bls. 25